Morgunblaðið - 03.10.1999, Page 16
16 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
W V
IÞROTTIR
Morgunblaðið/Golli
Jón Arnór Stefánsson lék á heimavelli Los Angeles Clippers
Lífið snýst
um körfubotta
Jón Arnór Stefánsson, 16 ára leikmaður
með KR, lét draum sinn um að leika
körfuknattleik erlendis rætast er hann
komst að hjá Artesia-menntaskólanum í
Kaliforníu. Jón Arnór, sem nýlega var
valinn besti leikmaður í keppni á Evrópu-
móti með íslenska landsliðinu 18 ára og
yngri, sagði í samtali við Gísla Þorsteins-
son að fátt annað kæmist að en körfubolti
og kvaðst hann leika um 100 leiki á
vegum menntaskólans yfír skólaárið.
Jón Arnór kveðst hafa farið í
skólann fyrir milligöngu Axels
Nikulássonar, fyrrverandi þjálfara
hjá KR, en þar hafði Jón Arnór æft
körfuknattleik undanfarin ár. „Axel
hafði samband við skólann og í kjöl-
farið var mér boðið að koma til
reynslu hjá liðinu í nokkra daga en
eftir fyrstu æfinguna sagði þjálfar-
inn [Wayne Merino] við mig að ég
þyrfti ekki að sanna mig frekar og
vildi fá mig til liðsins. Eg var ekki
lengi að taka ákvörðun um að fara í
skólann því það hafði blundað lengi
í mér að fara og leika með liði úti.
Foreldar mínir tóku þessari hug-
mynd vel og hafa stutt mig með
ráðum og dáð síðan. Það tók mig
smátíma að aðlagast lífinu úti en ég
náði fljótt góðu sambandi við strák-
ana í liðinu, sem hafa reynst mér
vel á mínu fyrsta ári. Lífið hefur
ekki verið neinn dans á rósum enda
mikil viðbrigði að fara einn út og
þekkja fáa. Ég varð stundum ein-
mana en nú er ég búinn að vera eitt
ár í skólanum og veit að hverju ég
geng þegar skólinn hefst í haust.“
Jón Arnór segir að þrátt fyrir að
hann hafi dvalið heilan vetur í Los
Angeles komi honum sífellt á óvart
hve stór borgin er og hve mann-
mergðin sé mikil. „Los Angeles er
mikill suðupottur ólíkra kynþátta
og fjöldinn er gífurlegur. Ég bý hjá
fjölskyldu rétt fyrir utan Los Ang-
eles en þar er fjöldinn einnig ótrú-
lega mikill. Maður hafði vissulega
varann á enda veit maður að hætt-
ur leynast víða. Ég hef orðið vitni
að slagsmálum í skólanum enda er
talsvert um klíkur þar en en ég hef
sloppið við alla áreitni fram að
þessu og er frekar öruggur um mig
þarna. Foreldrar mínir eru stund-
um hræddir um mig, einkum
mamma, og þarf ég stundum að róa
hana og segja henni að ekkert ami
að mér. Annars hef ég orðið mikið
var við hve fólk veit afskaplega lítið
um heiminn, ekki síst um Island.
Ég fæ sífellt sömu spurningarnar
um hvort fólk hér búi í snjóhúsum
og annað í þeim dúr.“
Um 100 leikir á ári
Jón Arnór segir að mikill tími fari
í æfingar, leiki og ferðalög með lið-
inu og kveðst hann leika allt að 100
leiki yfir skólaárið. „Við leikum um
30 leiki yfir tímabilið og svo æfinga-
leiki, bæði fyrir og eftir mót. Því eru
þetta um 100 leikir þegar upp er
staðið. Ég tel mig hafa tekið mikl-
um framförum þann tíma sem ég
hef verið úti í Bandaríkjunum, bæði
hvað varðar þekkingu mína á leikn-
um, skottækni og annað sem máli
skiptir. Leikmenn eru gríðai'lega
hæfileikaríkir og maður fær góða
reynslu af því að kljást við þá hvort
sem er í leik eða á æfingum. Þá eru
góðir þjálfarar þarna sem láta okk-
ur hafa fyrir hlutunum. Það eru yf-
irleitt tveir leikir um helgi en aðra
daga er æft einu sinni á dag og lyft
að því loknu. Það má því líta á þetta
sem hálfgerða atvinnumennsku.
Körfuboltinn er hraðari þarna úti
en hér heima en mér gekk vel strax
í upphafí því hraður leikur hentar
mér ágætlega. Ég er yfirleitt í byrj-
unarliði og hef skorað um 10 stig að
meðaltali í leik, sem er um einn
fimmti af stigaskorun liðsins."
Jón Arnór segir að Artesia-liðið
sé meðal 20 bestu menntaskólaliða í
Bandaríkjunum og lenti það í 14.
sæti ef miðað er við árangur yfir
síðasta tímabil. „Við komumst í
undanúrslit í úrslitakeppni Kali-
forníuríkis en þá slasaðist besti
leikmaður liðsins og botninn datt úr
leik þess og við töpuðum leiknum.
Ef þessi leikmaður hefði verið með
okkur allt til enda hefðum við unnið
þann leik og farið áfram því liðið
sem vann úrslitaleikinn tapaði fyrír
okkur með 30 stiga mun í æfinga-
leik fyrr í sumar. Þá sáum við að
liðið hefði haft góða möguleika á að
vinna riðilinn í Kaliforníu. Við vor-
um vitanlega fremur svekktir en
Artesia ætlar sér stóra hluti næsta
vetur og markmiðið er að vinna
riðilinn.“
Á heimavelli LA Clippers
Mikill áhugi er fyrir körfuknatt-
leiksliði skólans og segir Jón Amór
að nokkur þúsund manns mæti á
heimaleiki og láti vel í sér heyra.
„Körfubolti er gríðarlega vinsæll,
hvort sem hann er leikinn í mennta-
skóla eða annars staðar og sem
dæmi um slíkt var tvisvar sinnum
sýnt beint í sjónvarpi frá úrslita-
leikjum liðsins-í deildakeppni í Kali-
forníu. I tengslum við útsendingu
frá öðrum leiknum var mikið um-
stang og töluvert af fólki mætti á
leikinn, sem fram fór á heimavelli
Los Angeles Clippers. Það var
gaman að fá tækifæri til þess að
taka þátt í slíkum leik, sem við unn-
um og komust í undanúrslit Kali-
forníuríkis. Eftir leikinn voru viðtöl
við besta leikmann Artesia-liðsins
og þjálfara þess.“
Jón Arnór segir að vegna þess
hve mikið sé að gera með liðinu
verði hann að skipuleggja sig vel til
þess að geta sinnt náminu sem
skyldi. „Námið er sennilega á svip-
uðum pótum og nám í menntaskól-
um á íslandi en helsti munurinn er
sá að úti eru kennararnir strangari
gagnvart nemendum heldur en
maður er vanur. Ég þarf ekki að
borga skólagjöld en er eins og aðrir
leikmenn á styrk hjá íþróttafram-
leiðandanum Adidas, sem greiðir
fyrir kostnað af ferðalögum, leikj-
um og búnaði liðsins."
Besti leikmaðurinn
í Evrópukeppni
Jón Arnór lék sína fyrstu leiki
með landsliði 18 ára og yngri er
það náði öðru sæti í undankeppni
Evrópumóts landsliða, er fram fór
á írlandi í sumar. Var Jón Arnór
valinn besti leikmaður mótsins af
þjálfurum og auk þess valinn í
stjörnulið þess. Hann sagði að ár-
angur íslenska liðsins hefði komið
sér skemmtilega á óvart og hann
kvaðst hlakka til að leika með því
í næstu umferð, sem fram fer á
næsta ári. „Ég missti af leikjum
liðsins á Norðurlandamótinu, þar
sem liðið náði öðru sæti síðasta
vetur, og hafði því ekki leikið með
því þegar kom að mótinu á Ir-
landi. Ég náði aðeins að æfa með
þeim í tvær vikur áður en mótið
hófst og því gaman að liðinu
skyldi ganga eins vel og raunin
varð á. Við lentum gegn sterkum
mótherjum, Tyrkjum, Belgum,
Hollendingum, Portúgölum og ír-
um. Við vissum lítið um þessi lið
en unnum fjóra leiki og töpuðum
fyrir Tyrkjum og náðum öðru
sæti á eftir Belgum. Arangur liðs-
ins tryggir liðinu sæti í næstu um-
ferð Evrópukeppninnar, sem
verða leikin um næstu páska. Mér
skilst að þetta sé í annað sinn í
sögu íslensks körfuknattleiks sem
lið 18 ára og yngri kemst áfram í
milliriðla í Evrópukeppni en þess
má geta að okkur vantaði tvo af
okkar bestu leikmönnum fyrir
mótið. Við gerðum okkur því von-
ir um góðan árangur í mótinu um
páskana því þá verðum við von-
andi með okkar sterkasta lið. Það
er mikill metnaður fyrir hendi hjá
Sigurði Hjörleifssyni þjálfara og
leikmönnum og vonandi getur lið-
ið gert góða hluti á mótinu sem
framundan er.“
í atvinnumennsku
Jón Ai-nór er að hefja sitt annað
ár í Artesia-menntaskólanum af
fjórum en hann segir markmiðið að
vera áfram úti að þeim tíma liðnum,
fá skólastyrk í háskóla með því að
leika körfubolta og feta í fótspor
bróðiir síns, handknattleiksmanns-
ins Olafs Stefánssonai' sem leikur í
Magdeburg í Þýskalandi, og gerast
atvinnumaður í íþróttum. „Ég á
þrjú ár eftir í menntaskóla en geri
mér vonir um að fá skólastyrk að
þeim tíma liðnum til þess að fara í
háskóla ytra og um leið leika
körfubolta. Pabbi er læknir og svo
gæti farið að ég fetaði hans fót-
spor, en í raun hef ég nú ekki gert
upp við mig hvað ég ætla að læra í
framtíðinni, ég hef mestan áhuga á
að spila körfubolta. Ég geri mér
vonir um að komast síðar meir í at-
vinnumennsku, þá einkum í Evr-
ópu. Það er nær ógjörningur að
komast að hjá liðum í Bandaríkj-
unum enda er samkeppnin þar
gríðarleg og fáir komast alla leið.
Möguleikarnir eru mun meiri í
Evrópu þar sem hægt er að kom-
ast að hjá ágætum liðum.“