Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA í DAG
Skaftafell
Morgunblaðið/Golli
Líf og list
Listamenn færa á hverri tíð samtíma sínum
ómæld menningar- og trúarleg verðmæti.
Stefán Friðbjarnarson efar að fólk komist
nær skapara sínum hér á jörðu en í fegurstu
ljóðum og tónverkum meistaranna.
NÆSTUM hvarvetna blasir við
augum mikilleiki og fegurð sköp-
unarverksins - og verkið lofar
meistarann. Sjáandi sjá þeir
ekki er líta íslenzkar nátt-
úruperlur með öllu ósnortnir.
Óðurinn til lífsins birtist okkur,
að sumra áliti, hvað gleggst í
haustlitum gróðurríkisins;
haustlitum gróðurs sem er að
kveðja - tO þess að vakna upp til
nýs lífs að vori. í haustlitunum
segir kveðjandi gróður: sjáumst
aftur! Og segir það með ógleym-
anlegum hætti.
Það er sjálfsagt tilviljun en
samt sem áður eftirtektarverð
tilviljun, hve margir listamenn
af Guðs náð eru fæddir inn í
haustlitina, í haustmánuðinum
október. Þau eru mörg skáldin
okkar, sem eru októberböm.
Meðal þeirra era (talið í staf-
rófsröð): Einar Benediktsson,
Guðmundur Friðjónsson, Hall-
grímur Pétursson, Jakob Smári,
Stefán frá Hvítadal, Stephan G.
Stephansson, Steinn Steinarr og
Þorsteinn Valdimarsson. Sama
máli gegnh- með rithöfundana
Benedikt Gröndal, Guðmund
Daníelsson, Guðmund G. Haga-
lín, Gunnar Benediktsson, Jón
Thoroddsen, Kristmann Guð-
mundsson, Sigurbjörn Sveins-
son og Tryggva Emilsson. Tón-
skáldin Arni Thorsteinsson,
séra Bjarni Þorsteinsson, Karl
Ó. Runólfsson og Páll Isólfsson
era og októberböm. Sem og
málarinn Jóhannes Kjarval,
myndhöggvarirm Sigurjón
Ólafsson og söngvarinn Stefán
Islandi.
Þessi litríku októberböm - og
þeirra líkar fæddir í öllum mán-
uðum ársins - era hluti, mjög
verðmætur hluti, af menningu
og sögu íslenzkrar þjóðar. Já,
þau eru mörg skáldin sem sung-
ið hafa skapara himins og jarðar
lof og prís í ljóðum sínum. Margt
tónskáldið hefur fært ljóð þeirra
og bænir og lofgjörð fólksins í
búning tóna, sem hljómað hafa
til himins. Ekki má gleyma hlut
túlkandi listamanna, kóra og
söngvara, sem sungið hafa
Drottni dýrð í kirkjum á helgi-
stundum kynslóðanna. Og skrif-
andi um kirkjutónlist er höfundi
sérstök ánægja að minna á það
að um þessar mundir era hund-
rað ár liðin síða Hátíðasöngvar
séra Bjarna Þorsteinssonar,
sóknarprests í Siglúfirði, tón-
skálds og þjóðlagasafnara, komu
fyrst út. Trúlega komast menn
ekki nær Guði sínum hér á jörð
en í ljóðum, lögum, myndverkum
og byggingarlist meistaranna.
Horfandi til nýrrar aldar má
ljóst vera að hlutverk listafólks
samtíðar og framtíðar verður
engu þýðingarminna en meist-
ara gengins tíma. Þetta á við um
allar listgreinar. Meðal annars
um alvöru-kvikmyndir og vand-
að sjónvarpsefni. A okkar tím-
um, tímum mikilla fjarskipta,
góðra samgangna, kvikmynda,
nettengsla og sjónvarps, á móð-
urmálið undir högg stórra mál-
samfélaga að sækja. Það reynir
vissulega á þjóðarvitund okkar
næstu áratugi. Þá verður mikil-
vægt að virkja landsmenn alla,
ekki sízt íslenzka listamenn, til
vamaraðgerða í þessum nýju
miðlum. Það þarf að stórefla ís-
lenzka kvikmynda- og sjón-
varpsþáttagerð - og talsetja inn-
flutt sjónvarpsefni.
Kirkjan þarf einnig að nýta
þessa nýju tækni, nýju sam-
gönguleið inn í hugi fólks og vit-
und þjóðarinnar: „Gefðu að móð-
urmálið mitt, minn Jesús þess
ég beiði, frá allri villu klárt og
kvitt - krossins orð þitt út
breiði." Þjóðkirkjan þarf einnig
að varðveita - í þessari nýju
tækni -lungann úr því sem unnið
hefur verið og unnið verður til
að minnast kristnitöku Islend-
inga fyrir þúsund árum.
Tækniþróunin hefur verið og
verður hröð, en manneskjan er
og verður sú sem hún hefur
alltaf verið - í leit sinni að feg-
urðinni, kærleikanum og sann-
leikanum í umheiminum og
sjálfri sér. Maðurinn lagar sig að
breyttum aðstæðum og tímum
en verður, eftir sem áður, að
leitast við að lifa í sátt við sjálfan
sig og skapara sinn. Við skulum
enda þessa hugvekju á hending-
um eftir eitt af októberbörnun-
um, Jakob. Jóh. Smára:
Ódauðlegt líf, sem aftur sköpun tekur;
óþrotlegt líf, sem dauðann burtu hrekur;
dásamlegt líf, sem dag af nóttu vekur,-
Dýrlega líf, þú heilum vagni ekur.
Tilvistar-undrið andann lotning fyllir:
Eib'fðar-sæinn bak við tímann hillir.
Höfundur er fyrrverandi
hlaðamaður við Morgunblaðið.
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver þekkir fólkið á myndunum?
JONINA hafði samband við Velvakanda og er hún
að leita aðeinhverjum sem þekkir fólkið á myndun-
um. Jónína er í síma 431 4131.
Hver vdl „giska“?
EG er að velta fyrir mér
orðinu „giska“, ég hef
alltaf talið að það þýddi
„að geta sér til um“. I
kvikmyndagagnrýni í
dag þar segir „mesta
ábyrgðin lendir á stóra
stráknum sem Kasper
Emanuel Stæger leikur
giska vel“. Er farið að
nota þetta orð í staðinn
fyrir orðin „ágæta“
„vel“, „mjög“ eða „frem-
ur“? Ég kann ekki við
þetta, mér finnst þetta
vera eins og orðskrípi í
málinu. En ég hef ekki
rekist á þetta fyrr en síð-
ustu 5-10 árin þar sem
ég hef séð þetta í bókum
og fleiri stöðum.
Lesandi.
Hver keypti hurðina?
ÓLAFUR hafði sam-
band við Velvakanda og
bað hann um að aðstoða
sig við að hafa upp á
manni sem hafði keypt af
honum auglýsta renni-
hurð úr áli í DV. Maður-
inn borgaði hurðina, ætl-
aði að ná í hana, en kom
aldrei að sækja hana.
Ólafur biður manninn að
hafa samband í síma
699 6655.
Og þú líka ... Brútus
EÐA að hætti Svía:
„Áven du, min Bratus“.
Þetta andvarp forðum í
Róm kom í huga minn
eftir að hafa lesið pistil
hins mæta og velmetna
málsnillings, Helga Hálf-
danarsonar, hér í blaðinu
16. september sl.
Hann slær því föstu
með sínum rökum að hið
kristna tímabil byrji á
tölunni 1 (einn) og því
séu hin miklu tímamót
nýrrai- aldar og stórald-
ar, sem Helgi nefnir svo,
ekki fyrr en um mót ár-
anna 2000-2001. Hér á
við: „Skýst þótt skýrir
séu.“ Mannanna böm
fæðast ekki eins árs,
heldur byrja þau fyrsta
aldursárið við fæðingu
og fylla fyrsta árið verða
eins árs, 365 dögum síð-
ar. Svo var um Jesú-
bamið, Mannssoninn,
sem hið kristna tímatal
er miðað við. Þess vegna
verða hin miklu nálægu
tímamót er árin 1999 og
2000 mætast. Svo einfalt
og augljóst er það öilum
sem skilja vilja.
En eins og lögspeking-
urinn á Húsavík sagði
nýlega: „Það er ekki sak-
næmt að taka rangar
ákvarðanir." Ég hef haft
milli handanna mjög
vandaða bók, útgefna af
virtu amerísku bókafor-
lagi, sem fjallar um
sögulegustu viðburði á
tímum, sem Biblían
spannar, bæði Gamla og
Nýja testamentið. I bók-
inni eru margar góðar
myndir og uppdrættir,
m.a. athyglisverður upp-
dráttur, er sýnir hvernig
tímaskeið Gamla og
Nýja testamentisins
mætast og era þau mót
táknuð með „0“ réttilega.
Það era forréttindi
okkar hér í vestrinu (lýð-
ræðinu) að mega vera
ósammála. Meira að
segja má meirihlutinn
sem ræður hafa rangt
fyrir sér. En góð kveðja
til hins ágæta Helga.
Hermann.
Safnar póstkortum
SIGRÚN sem er búsett í
Bandaríkjunum og er
stödd hér á landi hafði
með sér nafn og heimilis-
fang 11 ára gamals
drengs, sem er að jafna
sig eftir heilauppskurð
vegna æxlis við heila.
Hann safnar póstkortum
og langar að fá póstkort
frá Islandi. Nafn hans og
heimilisfang er:
Michael Bums jr.
Room F 4-444
University of Wisconsin
Childrens Hospital
600 Highland Ave.
Madison Wi. 53792.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í und-
anrásariðli Evrópukeppni
taflfélaga í Reykjavík um
síðustu helgi í keppni um
þriðja sætið í riðlinum.
Karl Þorsteins (2.493) var
með hvítt, en Mikkel Ant-
onsen (2.402), SK 34, Dan-
mörku, var með svart og
átti leik. 24,- Hxe5! 25. fxe5
- Rg4 26. Hf2 - Rxf2 27.
Kxf2 - Dxh2+ 28. Ke3 -
Svartur leikur og vinnur.
Dxg3+ 29. Kxe4 - Df4+ 30.
Kd3 - Dxe5 31. e4 - f5 32.
Dxa4 - Dxe4+ 33. Dxe4 -
fxe4+ 34. Kxe4 - Kf7 35. a4
- Ke7 36. Ke5 - g4 og hvít-
ur gafst upp.
auglýstum eftir vön-
um sölumanni, en ég
er ekki sannfærður
um að þú sért sá
sem við leitum að.
Víkverji skrifar...
SPENNANDI verður að fylgjast
með framvindu mála hjá knatt-
spyrnufélaginu Stoke City í
Englandi. Islenskir fjárfestar vilja
kaupa félagið og samningaviðræður
era sagðar komnar vel á veg. A því
virðist stranda að Islendingarnir
hafa áhuga á því að ráða Guðjón
Þórðarson sem þjálfara liðsins en
þeir sem nú halda um stjórnar-
taumana vilja ógjarna selja nema
núverandi þjálfara verði tryggt
starfið áfram. Víkverji skilur reynd-
ar ekki hvernig seljandi getur farið
fram á slíkt, en sjá hefur mátt á
Netinu að margir stuðningsmanna
Stoke óttast að ef útlendingur, sem
lítið vit hafi á enskri knattspyrnu,
taki við stjórn liðsins fari það rak-
leiðis úr öskunni í eldinni. Víkverji
er sannfærður um að þessi ótti
stuðningsmanna enska félagsins er
ástæðuiaus, því fáir hafa meira vit á
knattspyi-nu en Guðjón Þórðarson,
hvort sem hún er kölluð ensk, ís-
lensk eða eitthvað annað. Hann hef-
ur sýnt snilli sína í starfi með frá-
bæram árangri, bæði með íslensk
félagslið og landsliðið.
MÓÐIR tveggja sona, vinkona
Víkverja, sagði honum þá sögu á
dögunum að eklri sonurinn væri að
byrja í skóla nú í haust. „Það er svo
sem ekki í frásögur færandi,“ sagði
konan. „Allir foreldrar skólabarna
vita hvers lags höfuðverkur það er
með vetrarfríum, foreldradögum,
undirbúningsdögum og Guð má vita
hvaða frídögum í ofanálag. Yngri son-
ur minn er aftur á móti í leikskóla - á
sömu lóð og grannskólinn er. Nú vill
svo til í næstu viku að í leikskólanum
verður námskeiðsdagur og skipulags-
dagur á mánudag og þriðjudag og í
grunnskólanum verður foreldradagur
á fimmtudag. Skólunum verður sem
sé lokað í samtals þrjá daga af fimm í
næstu viku! Nú er bæði leikskólinn
og grannskólinn á könnu Reykjavík-
urborgar og því spyr ég: Er ekki
hægt að haga málum svo að fjölskyld-
ur, og þar með börnin að sjálfsögðu,
lifi tiltölulega reglusömu lífi og for-
eldrarnir geti stundað vinnu sina með
sóma?“ sagði hún, og bætti við: „Era
foreldrar ekki að missa þolinmæðina?
Sjónarmiði þessarar móður er hér
með komið á framfæri.
BLOÐBANKINN hefur auglýst
talsvert upp á síðkastið, þar sem
landinn er hvattur til að gefa blóð. „Is-
lendingar þurfa 15.000 blóðgjafír á
ári,“ segir í nýlegri auglýsingu bank-
ans. I orðsendinu sem Vikverji fékk
frá vinnufélaga sínum á dögunum
sagði: „Blóðbankinn vill endilega
hvetja þig til að koma og gefa blóð. I
hvert skipti sem þú kemur eru teknir
450 ml af blóði. Það er einn poki. í nótt
þurfti einn maður 80 poka til að halda
lífi. ÞÚ getur bjargað mannslífi."
Víkverji hvetur landsmenn til að
taka höndum saman og sjá til þess að
feitir sjóðir verði ávallt til í þessum
mikilvæga banka. Enginn veit
hvenær hann gæti þurft á úttekt úr
honum að halda.