Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ EF PÚ FÆHO HANA BCKI HJÁ OWCUft PÁ Eft HÚN EKKI TIL Amarbakka, Edöufetli, Grimsbæ, Hólagarði. Sólvallagötu. Þortákshöfn og Shell Selfossi 557-66tl 5S7-0555 553-9522 557-4480 552.8277 483-3966 482-3088 FÓLK í FRÉTTUM ERLENDA R QO@OOG Sindri Freysson rithöfundur fjallar um nýjustu breiðskífu Davids Bowies sem kemur formlega út á morgun. Bowie þandi raddböndin á stærstu verðlaunahátíð tónlist- ar í Kanada fyrir viku. Þar flutti hann hinn ágæta rokkslagara The Pretty Things Are Going til Hell. „DAVID bowie/ þegar ég hlusta á þig/ langar mig að yrkja ljóð/ þai' sem orðið ég kemur/ 45 sinnum fyr- ir,“ játaði Einar Már Guðmundsson í „poem for David Bowie“ í iyrstu ljóðabók sinni. Einhverra hluta vegna segir maður alltaf „loksins" þegar Bowie skríður út úr haug sein- asta áhugamáls og dregur nýja plötu með sér, óháð útkomunni. Bowie sættist við Bowie Að þessu sinni heitir gripurinn „hours“ og er skreyttur ungum Bowie sem stumrar einsog engill yfir „gömlum“ Bowie, sem virðist látinn. Hnífbeitt kaldhæðni af hálfu hug- myndasmiðs þessarar skreytingar, þ.e. Bowies sjálfs, eða til marks um að platan eigi að sameina það sem Bowie var að gera í „þá gömlu góðu“ og í dag. Stefnumót fortíðar og nú- tíðar, sættir. Nýja pLatan er sú hin fyrsta sem hann gerir und- ir merkjum Virgin-hljóm- plötuútgáfunnar, en samn- ingur milli fyrirtækisins og meistarans var undirritað- ur í ágúst sl. „hours“ nýtur sömuleiðis þeirrar sögu- legu stöðu að vera fyrsta platan sem stórstjarna í samvinnu við útgáfurisa, Virgin Records America, býður bandarísk- um almenningi að sækja inn á Netið. Fólk gat „lódað“ plötuna inn í einkatölvuna sína og hlustað þannig á hana og jafnvel brennt hana á diska, hefði það til þess nauðsynleg- an tækjabúnað. Talsmenn Virgin Music segja að þessi aðferð sé ekki endilega uppskrift að því hvernig fyrirtækið selji plötur í framtíðinni, en væri hins vegar þætti eðlilegt í ljósi stöðu Bowie sem forkólfs í tæknilegu tilliti á Netinu og fram- sækins listamanns, að hann ryði á vaðið. Bowie kvaðst sjálfur gera sér grein fyrir að um tilraun væri að ræða, þar sem þorri almennings hefði ekki nauðsynlega breiðbands- möguleika til að sækja sér svo um- fangsmikil gögn. Hins vegar vonað- ist hann til að þetta gæfi forsmekk- inn fyrir framtíðina í þessum efnum, þar sem almenningur hefði greiðari aðgang að tónlist á Netinu og meira úrval en áður. „hours“ er tuttugusta sólóplata Bowies og hefur í kynningarefni og öðrum plöggum verið lögð áhersla á að efni hennar sé einkar persónulegt og nánast sjálfsævisögulegt. Bowie segir hins vegar að lögin á plötunni séu ekki síst stíluð á hans eigin kyn- slóð og fjalli um sammannlegar til- finningar fólks sem fæddist um eða upp úr seinni heimsstyrjöld. Hann sækir sér innblástur í eigin reynslu, vina og kunningja sem nálg- ast eða hafa náð miðjum aldri, en í stað þess að tjá hana opinskátt einsog um játningar væri að ræða, vefur hann þennan reynsluheim inn í litlar „smásögur" í líki laga og texta og beitir þeim tækjum og tólum sem rithöfundar beita gjarnan við sína iðju til að dulbúa og „framandgera" efnið. Bowie neitar því að um „ævi- sögu“ sé að ræða, hann sé hamingju- hrólfur sem eigi fátt sameiginlegt með „persónum" plötunnar og þeirri eftirsjá sem þær kljást við um hálfn- aða ævina. „Líf mitt er gleði,“ segir hann. Bowie lítur rdlega um öxl Var li'Hnu eytt í drauma? Fyrsta lag „hours...“ er Thursday’s Child, þýður og hægur inngangur að plötunni, kryddaður með raddþýðum söng Holly Palmer í milliköflum. Textinn fremur uppburðarlítill miðað við það besta sem Bowie hefur gert, en grípandi þó og í þeim poppanda sem einkennir lagið og engin tilviljun að þetta er fyrsta smáskífan af plöt> unni. Lagið er í senn útvarpsvænt og aðgengilegt. Talandi um útvarp þá gæti titill næsta lags vísað beint í loftið, Something In The Air, lag af því tagi sem manni fínnst að Bowie geti hrist fram úr erminni án þess að taka út úr sér sígarettuna. Lagið fer rólega af stað, einsog hikandi, en vex síðan ásmegin áður en það deyr út í löngum tóni sem aðeins er brotinn upp í bláendann til að klisjan sé ekki alger. Survive-er í anda Hunky Dory, einkum í upphafí þar sem einlægnin er alltumlykjandi, en síðan verður það popplegra. Kassagítarinn áber- andi og textinn ekki of flókinn. I fjórða laginu, If I’m Dreaming My Life, rymur Bowie með djúpri röddu, gítar Reeves Gabrels sem semur öll lögin með honum vælir pent með og hljómborðið tekur undir. Síðan óvænt taktbreyting a la Bowie í síð- asta hluta lagsins og loks nánast hvísl söngvarans á sextugsaldri, sem spyr hvort hann hafi dreymt líf sitt, jafnvel sóað því í drauma. Þetta er lengsta lag plötunnar, rúmar sjö mín- útur, en virðist einhvern veginn styttra. Sjö leiðir til að deyja í Seven, fímmta laginu, er kassagítarinn áberandi í upphafí og ómþýðir strengir. „Ég hef sjö daga til að lifa lífínu eða sjö leiðir til að deyja,“ segir kappinn og bætir því við að allt það sem faðir hans, móðir og bróðir reyndu að troða í hann í ár- daga sé með öllu gleymt. Þetta er grípandi lag, vissulega einfalt en maður stendur sig fljótlega að því að dilla hægri fætinum og uppgötva smádans í æðunum. Sjötta lagið, What’s Really Happ- ening? sem myndi vera fyrsta lag á hlið B, ef gamli vínyllinn væri enn við lýði, nýtur þess vafasama heiðurs að ótal manns reyndu að böggla saman texta við það í samkeppni á vegum Bowie á Netinu þar sem milljón krónur voru í verðlaun og ferð til að hitta goðið. Það byrjar ein- hvern veginn eins og lag af Heroes; Bowie notar háa og klemmda rödd sem er í senn barnaleg og perver- tísk, en einhendir sér síðan í djúpu tónana og flakkar fyrirhafnarlaust á milli þeirra og fyrri söngstíls. Gítar- inn lætur líka að sér kveða og ljóst að Gabrels ætlar ekki að sitja úti í horni á plötunni. Þeir félagar vinda sér síðan í rokkslagara með inn- byrgðum krafti sem fær að brjótast út öðru hvoru, á milli þess sem Bowie þylur textann: „The Pretty Things Are Going To Hell. They Wore It Out, But They Wore It Well.“ Það er æði freistandi að ætla að þetta sé tilvisun í Oh! You Pretty Things á Hunky Dory, þar sem hann greinir áhyggjufullum for- eldrum frá því að þau eigi ekkert í börnum sínum. Börnin séu vísar að kom- andi kynslóð og „Homo Sapiens Have Outgrown Their Use“. Að mörgu leyti sígildur rokkari, eða rokk- ari af gamla skólanum, allt eftir því hvorum megin borðs menn sitja. Það gætir austurlenskra áhrifa í blábyrjun og enda New Angels of Promise, lagið gæti verið tekið af Lodger eða kannski Di- amond Dogs, ekki síst með tilliti til útsetningar raddarinnar. Nínunda lagið, Brilliant Adventure, er hins vegar með vísan í eldri sam- starfsplötur þeirra Bowies og Brians Enos, t.d. hið stórgóða The Secret Life of Arabia á Heroes, stuttur instrúmental og seiðandi tónkafli með austurlensku ívafi, gæti verið úr endurgerð kvikmyndarinnar um Arabíu-Lárus. Lokalag plötunnar, The Dreamer, hefur hins vegar yfir- bragð sem vísar í að minnsta kosti tvær áttir, er nokkurs konar geð- klofi, þar sem röddin er brengluð með hljóðgervlum annars vegar og hins vegai- „krúnar“ Bowie eins og hann hafí fengið gúlsopa af viskíi frá Las Vegas. Skyndilega er „hours...“ síðan búin og aðeins heyrist örlágt klingið í glerbjöllum sem deyr loks út... Uppgjör við glæstan feril? Ég sakna ögn af „hours“ tilrauna- gleðinnai', lúmskrar geðveikinnar og hugmyndaflæðsins sem einkenndi þarseinustu plötu kappans, Outside, sem er fantagóður gripur, og krafts- ins og leikandi ferskleikans sem setti svip á seinustu skífu, hina danshæfu Earthling. „hours“ er hins vegar af- ar áheyrileg, gríðarlega vel „próduseruð" og unnin og ekki líkleg til að letja neinn frá því að seilast eftir krítarkortinu. Kannski er Bowie að róast og vill gera upp meira en þrjátíu ára glæsilegan feril á rólegu nótunum, röddin hefur ekki sama unggæðislega kraft og forðum og raddsviðið er takmarkaðra, en á móti kemur að hann kann galdurinn afturábak og áfram, og það verður ekki metið til fjár. Þeir sem bera t.d. saman hið öfluga Placebo lag, Wit- hout You I’m Nothing, án Bowie við sama lag með Bowie innanborðs, vita hvað ég á við. Með fáeinum undantekningum er heildaryfírbragð „hours“ afslappað, nánast kyrrlátt, hér er maður að líta um öxl, ekki reiður, heldur reyndur. Það er te á borðinu, ekki kók. En hvernig sem á það er litið; Bowie svikur aldrei. Ungmennið Bowie hugar að líðan hins miðaldra Bowies, hugsanlega til að glæða hann nýju lífi eða flytja með sér til himnaríkis poppara, Wall Street.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.