Morgunblaðið - 03.10.1999, Page 14
14 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBBR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
þjónustu á hverju einasta ki-umma-
skuði. Líta verði á svæði sem heild
en ekki einstakar einingar þeirra.
Ekki verði komist hjá flutningum
innan svæðisins, frá dreifbýlli hlut-
um þess í þéttbýliskjarnana.
íslenskar aðstæður
í finnsku ljósi
Þessi áhersla á heddarvirkni
svæðanna gagnast að mati Johans-
sons vel á Islandi. Sama gildi í allri
Evrópu, en það er oft erfitt að fá
stjórnmálamenn til að hætta að ein-
blína á smásvæði. „í Frakklandi
eru 36 þúsund bæjarfélög, þar sem
þau minnstu eru ekki stærri en ís-
lensk bæjarfélög," bendir Johans-
son á.
Að mati Johanssons er sérstaða
Islands hve höfuðborgin vegur
þungt í landsframleiðslu. „Það er
mikUvægt að halda í fleirí vel virk
svæði,“ segir Johansson. „Það er
ekki hægt að reka Island eingöngu
frá Reykjavík."
Styrkur fslands hvað byggðaþró-
un vai’ðar er hve fólk vinnur langt
fram eftir aldri. íslendingar fai’a
mun seinna á eftirlaun en tíðkast í
nágrannalöndunum. Meðaleftir-
launaaldur í Finnlandi er til dæmis
59 ár og það er þjóðhagslegt vanda-
mál. Þegar fólk flytur frá svæðum
er stærstur hluti brottfluttra ungt
fólk. Johansson bendir á að sökum
hás eftirlaunaaldurs á íslandi lifi
staðir, þaðan sem fólksflóttinn er
mikill, mun lengur en ella.
ESB-styrkir: Sýnd veiði
en ekki gefín
Þegar umræðan um ESB-aðild
fór fram í Svíþjóð, Finnlandi og
Noregi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl-
urnar 1994 voru ESB-styi'kir oft
ræddir. Andstæðingar vöruðu við
að heilu svæðin kæmust á styrkja-
spena ESB, sem eins og aðrir
styrkir dræpu fólk í dróma. Hinir
meðmæltu gylltu tækifærin, sem
þarna gætu gefist.
Raunveruleikinn er flóknari en
svo. Styrkirnir eru aðeins veittir
gegn því að fjármagn komi einnig
frá móttökulöndunum. Og það
krefst mikillar vinnu að sækja um,
fá og hafa rétt eftirlit með styrkjun-
um.
Á leiðtogafundi í Berlín fyrr á ár-
inu náðist samstaða um að fjárlög
ESB færu ekki fram úr 1,27 pró-
senti af þjóðarframleiðslu ESB-
landanna 2000-2006. Stækkun ESB
verður því fjármögnuð af þessu fé,
svo og annað sem ESB hefur á
sinni könnu. Það þýðir að þróunar-
sjóðirnir og landbúnaðarstyrkir
sambandsins verða skornir niður.
Eitt prósent fjárlaganna kemur í
hluta landa, sem þegar eru með, en
0,27 prósent kemur í hlut nýju
landanna.
0,27 prósent virðist kannski ekki
mikið, en Erkki Liikanen fulltrúi
Finna í framkvæmdastjórn ESB
hefur bent á að sem hlutfall af þjóð-
arframleiðslu nýju landanna sam-
svari þetta tvöfaldri Marshall-að-
stoðinni.
Nýju löndin munu næstu árin fá
12-15 evrur á mann í styrki árlega.
Til samanburðar má nefna að 14
evrur á mann koma í hlut þeirra
svæða í Finnlandi, sem lægsta
styrki hljóta, en á svæðum, sem
hæsta styrki hljóta, geta þeir farið
upp í allt að 124 evrur á mann á ári.
Þá ber að hafa í huga að 12-15 evrur
eru mun hærri upphæð til dæmis í
Tékldandi en í Finnlandi.
Styrkir til nýju landanna munu
fara hækkandi. Ef einhver umsækj-
endalandanna ganga í ESB 2002,
sem er fræðilega séð hugsanlegt, en
tæplega sennilegt, munu löndin
hljóta fulla styrki 2005, en síðar ef
aðildin dregst.
Það heyrist oft að styrkir til nýju
landanna séu nánasarlega skammt-
aðir miðað við hvað fer í styrki til
svæða núverandi aðiidarlanda. Þá
ber að hafa í huga að jafnvel lægstu
styrki eiga löndin fullt í fangi með
að taka á móti sökum skilyrða um
eiginfjármögnun til móts við ESB-
styrki.
Til viðbótar kemur að löndin hafa
tæplega heldur stofnanir til að taka
á móti, deila út og hafa eftirlit með
notkun styrkjanna. Styrkirnir eru
því sýnd veiði en ekki gefin fyrir
nýju löndin.
Reuters
Þrátt fyrir sjóðakerfí ESB eru íbúar hinna dreifðu byggða Evrópu ekki ávallt með niðurstöðuna. Hér eru það franskir lögreglumenn sem fá að
fínna fyrir reiði þarlendra bænda. Notuðu þeir landbúnaðartæki sín til að þeyta heyi á verði laganna.
Gagnlegir ef
stefnan er skýr
ÞAÐ skiptir máli að ein-
beita sér að því að skapa
svæði, með þéttbýl-
iskjarna, en ekki að öll
þjónusta sé alls staðar til staðar,“
segir Márten Johansson ráðgjafi
varðandi þróunarsjóði ESB í
finnska innanríkisráðuneytinu, þeg-
ar í tal berst hvaða lærdóm Islend-
ingar geti dregið af byggðastefnu
Finna. Stefna Finna hefur borið
góðan árangur, atvinnuleysi hefur
minnkað og í þess stað komin at-
vinnuuppbygging, sem hefur víða
aukið atvinnutækifæri og gert þau
fjölbreyttari. En reynslan sýnir líka
að þróun á sér ekki stað á öllum
svæðum.
Það er ekki út í bláinn að inna Jo-
hansson eftir íslenskum aðstæðum,
því auk þess að hafa augun á
finnskri byggðastefnu og evrópskri
þekkir hann vel til á íslandi eftir að
hafa starfað á sviði norrænnar
byggðaþróunar. Það enj að minnsta
kosti ekki margir útlendingar, sem
geta rætt stöðu fimmtán íslenskra
bæja og haft nöfnin rétt.
En byggðastefna er einnig lykilat-
riði í stækkun Evrópusambandsins,
ESB. Byggðastefna er núorðið ekki
aðeins bundin við dreifbýli, heldur
miðar að byggðajafnvægi. Borgir
eins og Helsinki geta því talist verð-
ugt viðfangsefni, því rétt eins og
Reykjavík hefur borgin þurft að
taka á móti straumi aðfluttra.
Finnskar óskir uppfylltar
Þegar Finnar gerðust aðilar að
ESB 1995 gengu þeir inn í þáver-
andi þróunaráætlun, sem miðuð var
við árin 1994-1999. Ásamt Svíum
tókst þeim að fá nyrstu dreifbýlis-
svæði landanna skilgreind sem
svæði er taka þyrfti á sérstaklega.
Eldraun þeirra var síðan samninga-
viðræðumar um næstu áætlun,
Agenda 2000, sem miðast við árin
2000-2006. „Það var stríð,“ segir Jo-
hansson, sem tók þátt í þeim við-
ræðum.
Niðurstaðan var Finnum mjög
Reynsla Finna af þróunarsjóðum ESB er
að þeir koma aðeins að notum ef stefnan
heima er skýr og stofnanir til staðar til að
sinna skipulagi og eftirliti eins og Sigrún
Davfðsdóttir heyrði á ferð í Helsinki.
ákjósanleg. Almennt voru styrktar-
svæði ESB skorin niður um fimmt-
ung. Niðurstaðan fyrir Finna var að
samkvæmt áætluninni 1995-1999
voru 54 svæði í Finnlandi styrkhæf,
en með Agenda 2000 eru 52 svæði
styrkhæf. Niðurskurðurinn í Finn-
landi er því langtum minni en al-
mennt í ESB.
Fyrir samningaviðræðurnar um
Agenda 2000 höfðu Finnar sett sér
nokkur takmörk. Þeir vildu fá
breytt skilgreiningu svæða þannig
að nyrstu svæðin yrðu skilgreind
sem í fyrsta flokk, þ.e. vanþróuð
svæði með heildarframleiðslu undir
75 prósent af framleiðslu ríkisins.
Þessi svæði fá tæp 70 prósent allra
styrkja þróunarsjóðanna.
Annað takmark var að fá hærra
hlutfall til millisvæðasamstarfs,
bæði innan Finnlands og við ná-
grannalöndin, þannig að helmingur
styrkja færi í slíkt samstarf. Báðum
þessum takmörkum náðu Finnar í
Agenda 2000. Samtals munu Finnar
fá 2,3 milljarða evra frá þróunar-
sjóðunum 2000-2006. Miðað við
fyi-ra tímabil, 1995-1999, hefur orðið
um að ræða breytta tilhögun að
ýmsu leyti, en í heild má segja að
Finnar fái á komandi tímabili um
helmingi meira ESB-fé til byggða-
þróunar en áður.
Esko Aho formaður Miðflokksins
og fyrrum forsætisráðherra segir í
samtali við Morgunblaðið að einn
gallinn við ESB-aðild F’inna sé að
minna fé fari í dreifbýlisstefnu en
áður. Þá skoðun er þó erfitt að rök-
styðja, þegar litið er handan póli-
tískrar togstreitu.
Tæknivæðing undir-
staða byggðaþróunar
Finnsk byggðastefna eins og hún
er rekin nú á rætur að rekja til
kreppunnar sem reið yfir Finnland
um 1990. Á árunum 1990-1993 dróst
þjóðarframleiðsla Finna saman um
tólf prósent. Við því var meðal ann-
ars brugðist með því að auka
áherslu á tækniþróun, meðal annars
með menntunarátaki. Átakið var
ekki hugsað sérstaklega sem
byggðastefna, heldur sem mikil-
vægt hagvaxtarskilyrði.
Að sögn Martens Johanssons hef-
ur þessi stefna þó einnig haft áhrif á
byggðaþróun. Sum svæði hafa
styrkst, en hið neikvæða er að
svæði þar sem hefðbundnir atvinnu-
vegir, til dæmis landbúnaður, eru
ríkjandi, þ.e. svæðin sem stóðu höll-
um fæti hafa enn veikst, meðan
sterk svæði hafa styrkst. „Eftir
kreppuna hafa tæknivædd svæði
þróast enn meir en áður,“ bendir
Johansson á.
Gott dæmi um þetta er Oulu í
Austurbotni. Samtals búa á svæðinu
356.500 manns. Oulu er mikilvægur
bær, ekki bara á þessu svæði heldur
fyrir allt Norður-Finnland. Svæðið
einkennist af rafeinda- og símaiðn-
aði, auk líftækniiðnaðar. „Hvað
varðar mannfjölda og byggðahlut-
verk þá er staða Oulu í Finnlandi
hliðstæð stöðu Akureyi-ar,“ bendir
Johansson á.
I Oulu hefur Nokia sett upp þró-
unarstöð, sem eins og önnur tækni-
fyrirtæki á þessu svæði fær vel
menntað starfsfólk frá háskólanum
í Oulu, sem sérhæfh’ sig í rafeinda-
fræði og skyldum greinum. Nokia
hefur um 20 prósent markaðshlut-
deild á farsímaheimsmarkaðnum,
næst á eftir hinu bandaríska fyrir-
tæki Motorola, sem hefur 25 pró-
sent. Þessi sterka staða er áþreifan-
leg heima fyrir. í Joensuu, austur af
Kuopio hafa fyrirtæki sérhæft sig í
framleiðslu plasthylkjanna utan um
símana. Jafnvel í Lapplandi er
verksmiðja með 400-500 manns í
vinnu við að framleiða hlaðara fyrir
Nokia-síma.
Háskólar og hag-
vöxtur fara saman
Háskólar á vel völdum stöðum úti
um landið hafa verið kjarninn í
svæðaþróun. „Það er ekki tilviljun
að alls staðai- þar sem er vöxtur í
Finnlandi þar eru háskólar,“ segir
Márten Johansson. En reynsla
Finna er að háskólarnir gera því að-
eins gagn að starfsvettvangur
þeirra gagnist svæðinu á einhvern
hátt og ýti undir atvinuuppbygg-
ingu þar. Háskólinn í Joensuu ein-
beitir sér að rannsóknum á sviði
skógnýtingar og umhverfis, sem
gagnast skógariðnaðinum á svæð-
inu. Á sama hátt þjónar háskólinn í
Oulu sínu svæði með rannsóknum í
rafeindafræði, líftækni og læknavís-
indum.
Áhersla á svæðið þýðir þó ekki að
háskólinn eigi ekki að horfa lengi’a.
„Fyrsta hlutverk háskóla er að vera
alþjóðlega tengdur," undirstrikai-
Johansson. Það skiptir máli að há-
skólamir veiti straumum að utan
inn í nágrenni sitt.
Önnur undirstaða í finnskri
byggðastefnu er að einblína ekki á
of lítil svæði eða aðeins á einstaka
bæi og borgir. „Það verður að vera
stjórnsýslumiðstöð á hverju svæði,
þar sem er boðið upp á fjölbreytta
þjónustu, bæði í opinbera geiranum
og einkageiranum," undirstrikar
Johansson.
Reynsla hans segir honum að
ekki þýði að ætla sér að byggja upp