Morgunblaðið - 03.10.1999, Side 38

Morgunblaðið - 03.10.1999, Side 38
38 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Álfheimum 42, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðju- daginn 5. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknardeild Landspítalans eða Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins. Jórunn Sveinsdóttir, Hjálmar Kristinsson, Mínerva Sveinsdóttir, Jens Jónsson, Þorsteinn Sveinsson, Helga Björg Helgadóttir, Ástríður Jóna Sveinsdóttir, Guðmundur M. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA BJARGMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 4. október kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Styrktarsjóð Odds Ólafssonar á Reykjalundi njóta þess. Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir, Sighvatur Blöndahl, Ólafía Aðalsteinsdóttir, Ólafur Bergmann Bjarnason, Örvar Aðalsteinsson, Brynja Dís Björnsdóttir, Ævar Aðalsteinsson, Vigdís Pétursdóttir og barnabörn. + Útför móðursystur minnar, ÁSTU THORSTENSEN, frá Þingvöllum, sem andaðist á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn 24. sept- ember, ferfram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Bergs. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður, vinar og afa, BJARNA SNÆLAND JÓNSSONAR útgerðarmanns frá Skarði í Bjarnarfirði, til heimilis á Hverfisgötu 39. Sérstakar þakkir til sr. Pálma Matthíassonar og Guðna Guðmundssonar organista. Blessun fylgi ykkur öllum. Hulda Sigrún Bjamadóttir, Kjartan Þór Halldórsson, Magnús Þór Bjarnason, Jón Bjarni Bjarnason, Bryndís Bjarnadóttir, Sigurður Jónsson, Hulda Svava Elíasdóttir, Elfas Snæland Jónsson, Jóhannes Snæland Jónsson, Valgerður Snæland Jónsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir og barnabörn. + Einlægar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðrað hafa minningu eiginkonu minnar og móður okkar, BRYNJU ÓLAFÍU RAGNARSDÓTTUR, Vesturbyggð 5, Laugarási. Sérstakar þakkir til Kristjáns Vals Ingólfsson- ar, Margrétar Bóasdóttur, Egils Hallgrímsson- ar, Moniku Abendroth og starfsfólks Skálholtsskóla. Georg Franzson, Jón Þór Þórólfsson, Hafdís Héðinsdóttir, Hjördís María Georgsdóttir, Gunnar Einarsson, Ragnheiður Lilja Georgsdóttir, Sigurjón Þórmundsson, Eiríkur Már Georgsson, Heiðrún Björk Georgsdóttir, Ólafur H. Óskarsson, íris Brynja Georgsdóttir, Steinar Halldórsson, Erla Norðfjörð, Magnús Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. HELGA BJARGMUNDSDÓTTIR + Helga Bjarg- mundsdóttir var fædd í Suðurkoti á V atnsley sustr önd 17. júní 1919. Hún lést á Reykjalundi 25. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sólveig Jónasdóttir, f. 21.11. 1882, d. 22.3. 1942 og Bjargmundur Hannesson, f. 15.9. 1886, d. 1. maí 1927. Hún átti eina systur Ingveldi, f. 24.9. 1922, d. 5.5. 1978. Hún vann alla tið reiðslustörf. Helga giftist Aðalsteini Sig- urðssyni, f. í Reykjavík 14.9. 1917. Hann var sonur hjónanna ólafi'u Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar. Börn Helgu og Að- alsteins eru: 1) Sólveig Björg, leikskólakennari, f. 12.12. 1951. Maður hennar er Sighvatur Blön- viðskiptafræð- 5.5. 1954. Þeirra börn eru Magn- ús, f. 24.12. 1977 og Ragnheiður, f. 12.3. 1980. 2) Ólafía, banka- starfsmaður, f. 1.8. 1953. Maður hennar er Ólafur Bergmann Bjarnason, prentari, f. 19.10.1952. Börn Ólaf- íu og Hlyns Möller, bifvélavirkja, f. 23.2. 1953 eru Helga Björt, f. 20.2. 1977 og Aðal- steinn, f. 17.12. 1979. 3) Örvar, slökkviliðs- maður og trésmiður, f. 28.5. 1961. Kona hans er Brynja Dís Björns- dóttir, kennari og myndlistarmað- ur, f. 26.4. 1962. Börn þeirra eru Birkir, f. 29.5. 1988, Drífa, f. 1.1. 1990 og Kári, f. 4.9. 1997. 4) Ævar, múrari, f. 28.5. 1961. Kona hans er Vigdís Pétursdóttir, læknir, f. 22.3. 1962. Börn þeirra eru Ingveldur, f. 17.5. 1989 og Eyrún, f. 30.1. 1992. Ég vil með þessum línum kveðja tengdamóður mína, Helgu Bjarg- mundsdóttur, sem lést á Reykja- lundi 25. september síðastliðinn, eftir langvinn veikindi. Þar fór kona sem hafði á langri ævi fengið að kynnast hörðum skóla lífsins og mörgum hliðum mannlífsins. Hún var hætt að kippa sér upp við smá- muni, tók með æðruleysi því sem að höndum bar og í veikindum sínum síðustu árin sagði hún oft: „Ég hlýt að komast í gegnum þetta eins og annað.“ Helga var af þeirri kynslóð sem man tímana tvenna. Hún hafði frá mörgu að segja. Dætur mínar, nú 10 og 7 ára gamlar, áttu stundum erfitt með að setja sig í spor ömmu sinnar þegar hún sagði þeim frá æskuárum sínum. Til dæmis að hún sem lítil stúlka hefði þurft að fara á aðra bæi til að hlusta á útvarp og í næsta þorp til að komast í síma. Helga fæddist og ólst upp í Suð- urkoti á Vatnsleysuströnd. Foreldr- ar hennar, Bjargmundur Hannes- son og Sólveig Jónasdóttir, bjuggu ásamt dætrum sínum tveimur, Helgu og Ingveldi, í litlu timbur- húsi, þar sem nú eru aðeins tóftirn- ar sjáanlegar. Hjá þeim bjó Hann- es, föðurafi Helgu. Einungis tvö herbergi voru í húsinu. Hannes bjó í stofunni sem kölluð var og hjónin ásamt dætrunum í eldhúsinu. Faðir hennar stundaði sjómennsku og vann við það sem til féll til að fram- fleyta fjölskyldunni. Skugga bar á fjölskyldulífið þegar Helga var átta ára gömul er faðir hennar lést úr berklum, aðeins 41 árs að aldri. Eft- ir það ráku þau heimilið í samein- ingu, Sólveig og Hannes tengdafað- ir hennar, sem gekk þeim systrum í föður stað. Oft var þröngt í búi því Hannes var orðinn fullorðinn og sótti ekki lengur sjóinn en með mik- illi nýtni og útsjónarsemi tókst þeim að halda heimilinu saman. Þá var mikiivægur stuðningur frændfólks- ins sem bjó á næstu bæjum en tengslin við frændfólkið voru sterk og hafa varað ævilangt. Snemma var Helga farin að vinna. Tólf ára gömul fór hún í vist til vinafólks í Hafnarfirði og lagði hún mikið upp úr því að þeir litlu aurar sem hún vann sér inn færu heim til mömmu. Æskustöðvamar voru Helgu afar kærar. Hún talaði oft um bemsku sína og það var greinilegt að þær systur hafa alist upp við ástríki og kærleika þrátt fyrir erfiðleika og skort á veraldlegum auðæfum. Helga hafði hug á að leggja fyrir sig Ijósmóðurstörf. Örlögin gripu þó í taumana þegar hún tvítug að aldri veiktist af berklum, sjúkdómnum sem varð föður hennar að aldurtila. Það hafa verið þung spor bæði fyrir hana sjálfa og ástvini hennar á Ströndinni þegar hún varð að kveðja og fara sem sjúklingur á Víf- ilsstaði. Enginn, sem þangað fór, vissi hvort hann ætti þaðan aftur- kvæmt og henni var enn í fersku minni þegar komið var heim með kistu föður hennar frá hælinu. Helga var þó ein af þeim heppnu, sem lifðu af þennan mannskæða sjúkdóm fyrir daga sýklalyfjanna. Þrautseigjan og þolinmæðin, sem hún erfði frá móður sinni, hafa kom- ið sér vel þegar hún varð að liggja í rúminu mánuðum saman, í von um að komast hjá höggningu. Þessi reynsla markaði djúp spor í líf Helgu. Það var lærdómsríkt fyrir mig og okkur sem yngri erum að heyra hana lýsa þessum tíma. Kvíð- anum og hræðslunni við sjúkdóm- inn sem lagt hafði svo marga að velli og jafnframt gleðinni ef ein- hver var svo heppinn að komast heim. Fólk lá þétt á stofunum á Víf- ilsstöðum, misjafnlega veikt. Þótt margir yrðu að lúta í lægra haldi fyrir þessum banvæna sjúkdómi varð barátta sjúklinganna á Vífils- stöðum við sameiginlegan óvin oft að ævilangri vináttu. Stofnun vinnuheimilis SIBS á Reykjalundi var sem bylting í lífi berklasjúklinga þessa tíma. Helga var ein af þeim fyrstu sem áttu því láni að fagna að fá að upplifa þessa einstæðu uppbyggingu sem ein- kenndist af bjartsýni og krafti ásamt trú á framtíðina. Fólk sem hafði verið sjúklingar mörg ár ævi sinnar fékk þama einstakan mögu- leika á að þjálfa sig aftur í að takast á við hið daglega líf og komast þannig út í þjóðfélagið á ný. Fyrir Helgu var þetta ógleymanlegur tími sem hún þreyttist aldrei á að rifja upp. Hún tók alla tíð virkan þátt í starfsemi SIBS og fylgdist af áhuga með uppbyggingu Reykjalundar. Á Reykjalundi urðu kaflaskipti í lífi Helgu. Hún var orðin frísk. Þar að auki kynntist hún þar eiginmanni sínum, Aðalsteini Sigurðssyni múr- arameistara, sem vann við bygg- ingaframkvæmdir á staðnum. Þau felldu hugi saman og þaðan í frá var það fjölskyldan sem skipaði æðsta sess í hennar lífi. Helga og Aðal- steinn hófu búskap á Hringbraut 30 í Reykjavík þar sem Aðalsteinn hafði búið með foreldrum sínum. Sigurður og Ólafía, tengdaforeldrar Helgu, bjuggu áfram hjá ungu hjón- unum til dauðadags. Þarna kynntist Helga samhentri fjölskyldu og oft var glatt á hjalla. Eins og nærri má geta var nóg að gera á stóru heimili og metnaður Helgu var að fjölskyldunni liði vel. Heimilið var myndarlegt og bar merki um dugnað hennar og mynd- arskap. Henni féll aldrei verk úr hendi og þegar bömin voru komin í ró á kvöldin var oft tekið til við saumaskap eða aðra handavinnu. Þær eru ófáar flíkurnar sem orðið hafa til í höndum hennar. Það var bæði saumað og prjónað á alla fjöl- skylduna og oft var Helga fengin til að sauma föt fyrir aðra, enda var hún einstaklega lagin við sauma- skapinn. Osjaldan sendi hún litla vettlinga eða sokka á litlar frænkur Helga gekk í fjóra vetur í Barnaskólann í Brunnastaðar- hverfinu á Vatnsleysuströnd. Helga sinnti í uppvexti sínum öllum algengum störfum til sjáv- ar og sveita. Var í vist, kaupa- vinnu á sumrin og vann við saumaskap. Mikil umskipti urðu í lífi hennar sumarið 1939. Þá greindist hún með berkla í lung- um og lagðist á Vífilsstaðahælið. Við berkla var hún að berjast í rúmlega tíu ár og dvaldi hún langdvölum á Vífilsstöðum og á Reykjalundi. Á Reykjlundi kynn- ist hún manni sínum og eftir það er hennar aðalstarf að búa hon- um og börnunum gott heimili. Hún fer út á vinnumarkaðinn um 1973 og er dagmamma í mörg ár, einnig starfaði hún í sex ár .á Barnaheimili Klepps- spítalans. Helga var mikil handavinnukona og liggja eftir hana mörg falleg verk á því sviði. Hún hafði áhuga á félags- málum og var virk í starfi SIBS og í starfi Kvenfélags Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Helga verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morg- un, mánudaginn 4. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. eða frænda og bar það vott um trygglyndi hennar í garð ættingj- anna. I lífi Helgu var ræktarsemi og aðstoð við þá sem veikir voru og minna máttu sín einkennandi. En hvað svo sem Helga tók sér fyrir hendur sáu allir að bömin fjögur voru henni allt. Oft sagði hún að ekkert veitti sér meiri gleði en það að vita að þeim gengi vel og að þau væru ánægð. Það má segja að í þeirri staðhæfingu hafi lífsstarf hennar veríð fólgið. Ég veit að Helga lagði gjarnan á sig mikla vinnu og fyrirhöfn til að hvetja bömin til dáða í áhugamálum þeirra. Sem dæmi er fræg sagan um það þegar hún prjónaði húfur á heil- an skátaflokk, lagði til útsaumaðan fána með merki flokksins og vann síðan í sjálfboðavinnu við húsvarð- arstarf í skátaheimilinu. Ótalmarg- ar svipaðar sögur væri hægt að segja, því börnin voru lífleg og alltaf var eitthvað í bígerð sem þurfti að styðja á einn eða annan hátt. Fyrir tuttugu ámm, árið 1979, varð Helga að sjá á eftir elskuðum eiginmanni sínum eftir 30 ára bú- skap í blíðu og stríðu. Aðalsteinn lést úr krabbameini eftir hörð veik- indi. Þetta var erfiður tími fyrir Helgu, því árið áður hafði Ingveldur systir hennar látist úr sama sjúk- dómi. Henni reyndist það erfið raun að með svo stuttu millibili þurfa að kveðja þau bæði. Helga og Ingveld- ur vora alla tíð mjög nánar og sam- rýndar. Ingveldur var ógift og bam- laus. Alltaf var hún velkomin til Helgu og Aðalsteins og var í miklu uppáhaldi hjá systkinunum. Én Helga lét ekki sorgina buga sig og tók áfóllum lífsins með ein- stöku jafnaðargeði. Börnin studdu vel við bakið á henni og bamabörn- in, sem nú era níu talsins, voru öll hænd að ömmu sinni. Hún var glað- lynd og drífandi að eðlisfari og þar sem hún var heilsuhraust gat hún gert ýmislegt sem hugurinn stóð til og ekki hafði áður unnist tími til. Svo dæmi sé nefnt þá lagðist hún á gamals aldri í ferðalög, bæði utan- lands og innan, og hafði af því mikla ánægju. I félagsmálum tók hún líka góðan sprett og bæði SIBS og Kvenfélag Fríkirkjunnar nutu krafta hennar hin síðari ár. Þegar halla tók undan fæti naut Helga þeirra hlunninda að geta dvalið á Reykjalundi. Þar leið henni vel, hún hafði margs að minnast og var nánast eins og heima hjá sér. Fyrir hönd aðstandenda vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki Reykjalundar fyrir frábæra hjúkr- un og umönnun sem hún hlaut á meðan veikindum hennar stóð. Nú þegar leiðir skilur þakka ég Helgu innilega fyrir samfylgdina þessi sextán ár sem ég hef tilheyrt fjölskyldunni. Hún hefur ávallt reynst mér vel og borið hag fjöl- skyldu minnar fyrir brjósti. Ég mun með virðingu minnast þrautseigju hennar, dugnaðar og fórnfýsi í öllu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.