Morgunblaðið - 03.10.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 03.10.1999, Síða 33
32 SUNNUUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR VIÐSKIPTALÍFIÐ á ís- landi á tuttugustu öld- inni, sem senn er á enda, ein- kenndist ekki sízt af átökum á milli samvinnuhreyfingarinn- ar og einkafyrirtækjanna. Samband ísl. samvinnufélaga, dótturfyrirtæki þess og kaup- félögin, voru lengst af öflug- asta viðskiptasamsteypan í landinu. Einkafyrirtækin mynduðu ekki slíka sam- steypu a.m.k. ekki framan af, en sameiginlegir hagsmunir í baráttu við samvinnuhreyf- inguna tengdi þau saman. Þessi átök í viðskiptalífinu höfðu mikil áhrif á stjórn- málabaráttuna. Samvinnu- hreyfingin var nátengd Fram- sóknarflokknum, sem gætti hagsmuna hennar á hinum pólitíska vettvangi, en einka- fyrirtækin leituðu skjóls hjá Sjálfstæðisflokknum. Þessir tveir stjórnmálaflokkar kepptu um forystuna í lands- málum. A tímum hafta og skömmtunar sá Framsóknar- flokkurinn um að tryggja samvinnuhreyfingunni inn- flutningsleyfi og fjárfesting- arleyfi og Sjálfstæðisflokkur- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgríraur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. inn sá um það sama fyrir einkafyrirtækin. Þannig voru stjórnmálin og viðskiptalífið nátengd og samofin. Þessi gamla skipting við- skiptalífsins í tvær megin- blokkir hefur smátt og smátt verið að hverfa. Með samein- ingu SIF og Islenzkra sjávar- afurða í eitt fyrirtæki má segja, að stórt skref hafi verið stigið til þess að ljúka Jjessari skiptingu endanlega. Utflutn- ingur á sjávarafurðum og sölustarfsemi í öðrum löndum var stór þáttur í starfsemi Sambands ísl. samvinnufé- laga. Islenzkar sjávarafurðir urðu til sem sjálfstætt fyrir- tæki á grundvelli þess rekstr- ar. A undanförnum árum hef- ur verið háð hörð barátta um yfirráð í einstökum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum m.a. til þess að tryggja út- flutningsfyrirtækjunum við- skiptin við þau. Þess er skemmst að minnast, að SH lagði í verulegan kostnað fyrir nokkrum árum til þess að tryggja sér áframhaldandi viðskipti við Utgerðarfélag Akureyringa. Allt er þetta að verða liðin tíð. Fyrirtæki, sem eiga rætur í samvinnuhreyfíngunni og önnur einkafyrirtæki taka höndum saman eða renna saman eftir því sem viðskipta- hagsmunir krefjast en taka ekki lengur mið af pólitískum hagsmunum. Viðhorfin í þess- um efnum breytast svo hratt, að sameining SIF og IS verð- ur að veruleika á nokkrum vikum, en ekki er nema ár síð- an sameiningarviðræður á milli SH og IS strönduðu, áreiðanlega að einhverju leyti vegna þess, að sjónarmið fyrri tíma voru töluvert fyrirferðar- mikil. Líklegt má telja, að í kjölfar sameiningar SIF og IS skap- ist ný viðhorf í rekstri ann- arra fyrirtækja, sem byggja að hluta til á gömlum grunni samvinnuhreyfingarinnar, svo sem Vátryggingafélags Is- lands, Olíufélagsins og Sam- skipa. Þessi nýju viðhorf eru til þess fallin að skapa þessum fyrirtækjum ný tækifæri í við- skiptum. Þau eru líkleg til þess að auka þeim kraft. Jafnframt er ljóst, að breyttir tímar í þessum efnum hafa líka áhrif á stjórnmála- baráttuna. Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur eru ekki lengur að gæta hags- muna ákveðinna skjólstæð- inga eins og fyrr á árum. Báð- ir flokkarnir verða frjálsari af þeim hagsmunum og það frelsi auðveldar samstarfið þeirra í milli og er kannski forsenda þess, að það hefur verið svo gott, sem raun ber vitni um seinni árin. Af þessum sökum er ljóst að sameining SIF og IS hefur margfalt meiri þýðingu en þá eina, sem snýr að starfsemi fyrirtækjanna sjálfra. BREYTT VIÐHORF í VIÐSKIPTALÍFI Ljóðin opnuðu mér sérstakan heim, sagði Gunnlaugur Scheving. Ég hélt meira upp á rímuna en Ijóð stór- skáldanna, vegna þess að hún var kveðin og svo átti hún betur við á þessu myrka hjami. Svo seiddi hún hugann inn í heim ævintýranna. Ég skildi að vísu ekki alltaf öll orðin til fulls. Það komu fyrir setningar, sem ég var í vafa um hvað þýddu, en ég vildi einhverra hluta vegna ekki spyrja um innihald þeirra. Athygli mín beindist því stundum meir að hreimi orðanna eða lögun og hvort mér fannst þau hörð eða mjúk. Þessi orð voru stundum ísmeygileg og ljúf fyrir eyrað, stund- um hrjúf og eftirminnileg, gullhrings týr og sörva lindi áttu hljóm, sem minnti á dýra málma. Gollnis spanga Freyja átti sjálfan hljóm sögunnar, örlagaþrunginn með gný hafsins að baki. Ég hafði ánægju af orðum, sem ég skildi ekki. Þau urðu mér sem hlutir án sambands við innihald kvæðisins. Ég hafði þó ekki verulega gaman af ljóðum, var meira upptek- inn af myndum, sérstaklega bygging- um, hlutföl! og stærðir voru mér óþrjótandi áhugamál og umhugsun- arefni. Ég fann stundum eitthvað líkt í kvæðunum, þótt mér þætti það ekki eins háttbundið, en kvæðin birtu mér unaðslegar myndir, t.a.m. þessi er- indi Þorsteins Erlingssonai- í Lág- nætti, þar sem gamalt og nýtt flétt- ast saman: Stjömur háum stólum frá stafa bláan ósinn, út við sjávar yztu brá eftir dáin ljósin. A um njólu aldinn mar út’ hjá póli gaman: árdags sól og aftann þar eiga stóla saman. Sléttu bæði og Homi hjá heldur Græðir anda, HELGI spjall meðan hæðir allar á aftanklæðum standa. Mér fannst þetta lýsa útsýninu frá Una- ósi, en nöfnin á fjöllun- um skiptu ekki máli. Svona orti Þorsteinn Erlingsson, þegar hann gleymdi sjálfum sér og þeirri veröld, þar sem maðurinn lifír. Ég man þessi vetrarkvöld með skammdegisnóttina við gluggann og svartamyrkur úti. En einhvers stað- ar langt í burtu á þessu myrka hjarni vissi maður af fólki, en var því bláókunnur. Jón Þórðarson las sögur. Ég hlustaði með athygli á frásögnina af dauða Björns Hítdælakappa, ég hugsaði mikið um dauðann það kvöid. Þessi lýsing á dauðastríði lagðist að mér með heitum, kvelj- andi þunga. Stundum kvað Jón rím- ur, það þótti mér skemmtilegt. Hundurinn Hvekkur lá úti í horni, stór og svartur. Hann svaf. Ég sá hann dreymdi. Það var eitthvað dul- arfullt og yinsamlegt við þetta sof- andi dýr. Ég fór að hugsa um sálina, ég fór að hugsa um guð. Líklega kæmist Hvekkur til guðs, mundi það ekki koma til mála? Þegar vakan með lestri og kveðskap var á enda, komst skammdegisnóttin ennþá nær manni. Það var eins og maður væri þá opnari fyrir utanaðkomandi áhrifum, veikari fyrir, móttækilegri fyrir ævintýrum þessa heims og annars. Ég svaf í rúmi hjá fóstra mínum, það var myrkur og ég hugs- aði um Þorstein Erlingsson og fugl- ana í kvæðunum hans. Svo sá ég allt í einu andlit Bjarnar Hítdælakappa á dauðastundinni. Mig dreymdi löng og mjó strá á háu barði. Þau bar við hvít ský og bláan sumarhimin. Volgt blóð lak niður eftir stráunum, þar sem þau bærðust fyrir vindi. M: Þú hefur einhvern tíma sagt mér frá frönskum skipbrotsmönn- um, sem gistu á Unaósi. G: Einhverntíma á útmánuðum þennan vetur, þegar ég sat við gluggann og horfði út í hríðarmugg- una, sá ég langa halarófu af mönnum koma gangandi niður fjallshlíðina og heim að bænum. Þetta voru franskir skipbrotsmenn. Skútan þeirra hafði sokkið stutt frá landi, skammt frá Unaósi. Það var logn og gott í sjóinn. Skipshöfnin komst öll í bátana, en fóstri minn hafði farið niður að ströndinni og gefíð merki með flaggi og vísað þeim á Stapavíkina. Mér fannst þetta merkileg og óvenjuleg heimsókn og einhvern veginn lá það líka í loftinu. Frakkarnir voru góðir og líflegir karlar, dökkir með fram- andi svip og augu og mál, sem eng- inn skildi. Mér var þessi gestakoma mjög kærkominn viðburður, ekki sízt vegna þess að á meðal komu- manna var drengur á að gizka 12 ára gamall. Þar með hafði ég eignazt leikféiaga, þó málið skildi okkur að. En mér þótti hann dökkur og fram- andi. Hann var vingjarnlegur eins og landar hans og símasandi eins og þeir. Einn daginn fundu þeir rauð- vínstunnu rekna á fjöru, það var slatti í henni og heimafólkið hafði áhyggjur af, að nú færi öll skipshöfn- in á dúndrandi fyllerí. En fóstri minn þekkti eitthvað á mannskapinn og sagði að Fransararnir kynnu betur til víndrykkju en annað fólk, hann sagði, að rauðvínið mundi ekki trufla geðsmuni þeirra. Þetta reyndist rétt, því það kom ekkert sérstakt fyrir í sambandi við rauðvínstunnuna. Ég held það hafí verið erfitt að taka á móti heilli skipshöfn og veita mat og húsaskjól á þessum afskekkta stað. En ég hafði vitanlega engar áhyggj- ur af því, og það var mikill söknuður hjá litlum dreng, þegar þessi glaði og þakkláti hópur frá fjarlægum ströndum kvaddi Unaós. Þetta hafði verið eins og að fá heilt fuglabjarg í glaða sólskini inn í húsið. M. ITENGSLUM VIÐ ARFLEIFÐ okkar, sem gerir miklar kröfur til smekks og listrænna vinnu- bragða, mætti varpa fram þeirri spumingu, hvort rétt sé sem virð- ist, að ritlistarsmekknum hafí hrakað frá því sem var fram undir miðja öldina. Nú eru gerðar minni fagurfræðiiegar kröfur en áður til þeirra sem tjá sig í söngii og skáldskap. Það hefur að vísu ávallt verið tilhneiging tii að lyfta undir lélegan smekk og óþarfi að benda á annað en rímnasönglið, sem gekk svo fram af Jónasi á sínum tíma, að hann stóðst ekki mátið, en vó harkalega að vondum rímum og þyrmdi þá ekki Sigurði Breiðfjörð, þótt hann væri góð- skáld í aðra röndina og ætti það til að yrkja ágæt kvæði. En hann lét fjölina fljóta í mörg- um rímum sínum og gaf höggstað á sér. Jónas stóðst ekki mátið og kallaði yfir sig bæði reiði og óvinsældir vegna þess að al- þýða manna dýrkaði leirburðinn þá eins og nú. Jónas reiddi að vísu of hátt til höggs því að hann þyrmdi engu sem fyrir var, t.a.m. ekki því bezta í Breiðfjörð. Hnignandi smekkur EN HVER REIÐIR nú til höggs með sama hætti og Jónas áður? Það væru ærn- ar ástæður til þess við eignuðumst slíkan farandriddara seni' hann nú um stundir. En áhuginn er lítill sem enginn. Nú er allt lagt að jöfnu og alþjóða- sönglið og leirburðurinn hafa slævt þær eggj- ar tíl muna sem hægt væri að nota í viðnám- inu gegn smekkleysi og leirburði. Eða - hví skyldu menn vera að kalla yfir sig óvinsældir af þessu tílefni, ritlist er hvort eð er ekki í tízku, og þá allra sízt ijóðlist. Vaðallinn er í tízku, ekki sízt í ljósvökunum. 70-98% dag- skrárefnis sjónvarpsstöðvanna af útlendum toga, mikill hluti yfirgengilegt rusl. Til hvers var þá þessi þjóðernisvakning vegna kana- sjónvarpsins, mætti spyrja. Væri ekki alveg eins ástæða tii að hefja slíka vakningu nú? Eða höfum við orðið blekkingunni að bráð í þeirri fáránleikasápu sem er hvarvetna fylgi- kvilli poppmenningar og fjörefni gulu pressunnar? Allt er þetta í stíl við þá áhættufíkn sem einkennir þjóðfélagið, ekki sízt verðbréfa- markaðinn. En svo er þá einnig á hitt að líta að smekk- urinn hefur ekki einungis versnað, heldur hefur hann einnig breytzt og engin ástæða til að amast við því. Hver samtími á sinn spegil, jafnt á dögum Jónasar og nú um stundir. En allir samtímaspeglar sundrast og tíminn rað- ar einstaka brotum í þá einu mynd sem eftir stendur, þegar fram líða stundir. Það sem - stenzt miskunnarlausar kröfur hans og veld- ur því að bókmenntir og aðrar listir verða sí- gildar og lifa af, er hátt yfir samtímaskvaldr- ið hafið. Hitt er svo annað mál að við eigum að gera þær kröfur til skólanna að þeir rækti máltilfmningu nemenda, kenni góðan skáld- skap, mikilvæga ritlist, en sleppi leirnum. Því miður er hann eldfastur og af þeim sökum erfiður viðureignar. En hvað sem því líður er unnt með ögun og atlæti að rækta það sem er verðmætt og mikiis virði og ber í senn vitni um arfleifð okkar og vísbendingu um ræktað- an og þroskaðan smekk. Alþjóðlegi vandamál ÞAÐ SEM HER hefur verið til um- ræðu er ekki einung- is vandamál á Is- landi, heldur einnig, og ekki síður í öðrum löndum. Ein af ástæð- unum er sú tilhneiging til einsmenningar og alþjóðahyggju sem fjölmiðlar sáldra eins og illgresi yfir viðkvæman akur lítilla samfélaga og jafnvel stórra einnig. Þannig segir einn helzti rithöfundur BandanTtjanna nú um stundir, James Salter, m.a. í athyglisverðri grein sem birtist nýlega í New York Times, „Einu sinni voru bókmenntir. Hvað nú?“, að fyrsta stórverkefni okkar í iífinu, og einnig það mikilvægasta, og allt annað er undir komið, sé einfaldlega: að læra að tala. „Tungumálið - hvaða tungumál sem er, enska, swahiii, japanska - er skilyrði mann- legrar tilveru. Án þess er ekkert. Til er feg- urð í heiminum og fegurð tilverunnar - eða depurð ef því er að skipta - er ekki unnt að tjá án tungumáls. Dýrin deila með okkur jörðinni en þau geta ekki talað, a.m.k. ekki með neinum þeim hætti, sem borinn verður saman við manna- mál. Þau eiga sér ekki - jafnvel þau stórkost- legustu og greindustu þeirra, hvalir, fílar, ljón - Guð. Allur skilningur okkar og lotning fyrir guðdóminum eru algjörlega háð tungu- málinu: bænum, prédikunum, sálmum, Bibl- íunni eða öðru lesmáli. Án tungumálsins gæti Guð verið til - en þá væri ekki unnt að lýsa honum. Kraftur tungumálsins er fólginn í þroska þess, glæsileika, umfangi og aðlögun. Þegar talað er á skýran, skorinorðan og skemmtilegan hátt er líkast því að mæland- inn haldi á blysi. Við drögumst að fólki, sem veit sitthvað um heiminn og getur komið vizku sinni á framfæri: Dr. Johnson, Shakespeare. Tungumál á borð við það, sem þeir nota, slær tóninn, tungumál skálda og hetja. Þeim tilheyrir ákveðið svið lífsins, svið sem er óhagganlegt. Hins vegar er tungumálið ekki eitt og óskipt. Tungan er tvískipt, sú sem mælt er fram og sú skrifaða. Talmálið er líkast andar- drætti, áreynslulaust og til reiðu. Ritmálið er allt annað fyrirbrigði. Því fylgir erfiði og fyr- ii’höfn að læra að lesa og skrifa, það er annað hliðið, sem fara þarf gegnum. Þegar þeirri ferð er lokið blasir víðernið við, ef svo má að orði komast, hið endalausa útsýni. „Bibliom- ar“ eru þar til reiðu. Þetta orð bjó ég til. Það þýðir bókasafn, skjalasafn, stórt safn. Eitt og eitt tiibúið orð hér og þar telst ekki mikið. Shakespeare bjó til tæplega 12. hvert orð af þeim rúmlega 20.000, sem hann notaði; a.m.k. er ekki vitað til þess að þau hafí verið notuð áður. Til samanburðar má nefna að Biblía Jakobs konungs hefur að geyma að- eins um 8.000 mismunandi orð. Allt horfið - en sagan ekki I „BIBLIORUN- um“ er að finna bæk- ur, handrit, dagblöð, gögn sem prentuð hafa verið út af Net- inu, bréf, alls konar hluti. Bækumar era það mikilvægasta. Með því að lesa þær vaknar löngunin að gerast rithöfundur eða þannig var því alltjent farið forðum daga. Mig minnii’ að íyrsta bókin, sem ég las til enda, einn og óstuddur, hafi verið „Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum". Ég get ekki sagt að hjá mér hafi vaknað löngun til að gerast rithöfundur eftir að hafa lesið hana eða ég hafi gerzt mikill lestrar- hestur, en sjálfstraustíð og einfaldleikinn, sem einkenndi textann, höfðu mikil áhrif á mig. Enn man ég kafla úr bókinni. Sextíu ár eru liðin. Seinna var mér sagt að Erich Maria Remarque hefði verið ritstjóri þýzks tízkublaðs, en síðan ákveðið að segja upp starfi sínu og skrifa skáld- sögu. Þú ert geggjaður, sögðu þeir við hann. En tölublöð Die Dame eða hvað tímaritið nú hét, hádegisverðimir, kvöldverðimir og senni- lega tízkusýningardömumar - alit er þetta horííð, en skáldsagan ekki. Ég gerði mér auðvitað ljóst - það var trú- arsetning - að réttnefnd menntun byggðist á þvl að vera vel lesinn og í tíu ár eða meira las ég eins mikið og ég frekast gat. Þetta vom dásamleg ár ferðalaga, uppgötvana og sjálfs- vitundar. Ég náði aldrei þeim, sem lásu af ástríðu, en ég hafði komizt langt. Nú les ég minna. Ef til vill hef ég minni lyst en áður. Ég les færri bækur - lestur er ánægja og ég á að vera að vinna - en áhugi minn á þeim hefur ekki minnkað. Bækur em eftir sem áður miðja lífs míns. Um tíma hugsaði ég mikið um dauðann. Það var þegar ég var tæplega þrítugur og ég sagði við sjálf- an mig, „Rúmur þriðjungur ævi þinnar er lið- inn!“ Nú er ég tekinn að hugsa um dauðann á ný, en af öðmm ástæðum. Mér hugnast mynd fornmanna af dauðanum, ferðin yfir fljótið. Stundum velti ég því fyrir mér, hvað ég vildi hafa meðferðis, þegai’ kaliið kemur. Vandað úr þarf ég ekki, ekki heldur peninga eða föt og tannbursta. Ég þarf ekki að vera nýrakaður en get ég farið án þess hafa með- ferðis ákveðnar bækur og fleii'a en bækur, t.d. handrit sem ég hef skrifað, en ekki endi- lega gefið út? UM DAG- inn las ég rit- gerð er nefnist „Resistance" eftir Deborah Eisenberg, rit- höfund, sem ég hef aldrei hitt. Hún er mjög vel skrifuð, minnir á skýran og sjálfhverfan stíl Virginiu Woolf. Ritgerðin fjallaði um skriftir og þegar Dægnrmenning hefur borið hámenningn ofurliði REWJAVIKURBRÉF Laugardagur 2. október Morgunblaðið/RAX Við Dyrhólaey ég vai’ á að gizka hálfnaður rakst ég á setn- ingu, sem endaði svo: „hluti þeirrar sömu skelfingar og staðsett hefur sérhverja krefj- andi eða flókna bókmenntalega reynslu handan endimarka menningar okkar“. Ég las ekki lengra. Ég gat ekki haldið áfram fyrr en ég hafði unnið úr nokkram hugsunum, sem vaknað höfðu. „Sömu skelf- ingar Upp í hugann kom ályktun Kazantzakis í þá vera að nútíminn hefði rofið hinn appólónska hjúp, sem forðum umlukti heiminn. Hinn díoníski kraftur hefði streymt fram einhvers staðar úr undirdjúpunum. Síðan voru það lokaorð setningarinnar, „handan endimarka menningar okkar“. Þá vaknaði spurningin sígilda: Hvað er menn- ing og hvað hefur orðið um menningu okk- ar? Skilgreiningin í orðabókinni er óljós: „samsafn allra ávinninga og áunninna hegð- unarmynstra tiltekins tímaskeiðs eða þjóð- ar“. Leyfið mér frekar að setja hér á blað þá þætti, sem ég tel mynda menninguna. Ég tel að menning sé tungumál, list, saga og venjur. Við gerum okkur ljóst að svokölluð dæg- urmenning hefur borið hámenningu ofurliði með afleiðingum, sem enn hafa ekki fylli- lega komið i ljós. Helztu páfar popp-menn- ingarinnar, ungviðið og umtalsverður hluti þeirra, sem einu sinni voru ungir, hafa fært henni stórkostlegan auð og mótað þróun hennar. Rusl á borð við stjörnustríðsmyndir George Lucas, hvort sem þær eru þrjár eða fimm, sogar til sín mesta athygli og vekur mestar umræður, stundum eru notuð hug- tök, sem eiga við um réttnefnd stórvirki eða listræn afrek. Erum við að verða vitni að endalokum smekksins eða fæðingu nýrrar goðsagnar, sem er fær um að leysa hið úr- elta Trójustríð af hólmi eða getur að minnsta kosti staðið við hlið þess? Alda- gömiu gildismati er ýtt til hliðar með sama hætti og þegar verðsprengingarnar undur- samlegu verða í kauphöllunum. Þetta höfum við allt séð áður, a.m.k. þau okkar, sem eru nógu gömul. Þá kallaðist þetta „Flash Gordon" og sögusviðið var svipað, líkt og aðalpersónurnar. Sú saga fjallaði um vondan og almáttugan þorpara, fallega kærustu hetjunnar, gamlan vitran ráðgjafa, framtíðarvopn, geimskip, fjarlæg- ar plánetur og flotadeildir, sem liðu um himinhvolfið. „Flash Gordon" var hins veg- ar teiknimyndasaga í þá daga. Skólastrákar fylgdust grannt með framvindu sögunnar. I því nýja formi, sem hún hefur tekið á sig, er hún orðin að námu fyrir fræðimenn og þá sem sækja byrjendanámskeið er kallast „kvikmyndafræði". (Innsk. Nú þykir varla nokkur skáldsaga boðleg afþreying nema hún henti í endurvinnslu kvikmyndanna.) Þegar ég skrifaði kvikmyndahandrit - en það gerði ég í ein 15 ár - varð mér gjarnan hugsað til Graham Greenes og John Stein- becks, sem voru rithöfundar, auk þess sem þeir skrifuðu kvikmyndahandrit. Af þessum sökum var ég lengi að gera mér ljóst, hvernig þetta lítur allt saman út, þegar horft er ofan frá, að höfundurinn er einung- is maður, sem ráða þarf til starfa áður en sjálf vinnan hefst. Ekki verður sagt að gott jafnvægi hafi skapazt á milli þess, sem ég skrifaði og þess, sem framleitt var, yfirleitt voru á að gizka fjórar útgáfur skrifaðar af hverju atriði og oftar en ekki lenti það, sem bezt var úr garði gert, í ruslafötunni. Sóunin var ömurleg og það var iíka eiturfnykurinn, sem er ilmvatn þessarar atvinnugreinar. Samt verður sókn kvikmyndanna ekki stöðvuð. Skáldsagan, sem getur af sér líf, líkt og leikhúsið þrátt fyrir að stundum sjóði upp úr, tilheyrir fortíðinni. Fjöldi viðtakenda er tak- markaður. Céline sagði í viðtali við The Paris Review: „Skáldsögur era eins og útsaumur - listgi-ein, sem hvarf um leið og klaustrin." Bókmenntirnar eru ekki dauðar - námsmenn lesa enn Dostojevskí og Whitman - en þær hafa glatað yfirburðum sínum. Tíminn vinnur gegn þeim. Ég hef heyrt þekkt áhrifafólk lýsa yfir því að lög Bítlanna verði enn leikin eftir 300 ár og Richard Wagner hefði orðið kvik- myndaleikstjóri, ef hann væri uppi nú á dögum. Getur þetta verið rétt? Það getum við ekki vitað, né heldur getum við gert okkur grein fyi’ir, í hvaða átt skipið mikla stefnir. Um sumt verður þó sagt með vissu. Framtíðin heyrir múgnum til likt og DeLillo sagði, „Risaborgir eru komnar fram á sjónarsviðið og dreifa úr sér eins og krabbamein. í einangrun þeirra frá því, sem forðum nefndist hinn náttúrulegi heim- ur, heimur áa, skóga, þögulla dagrenninga og kyrrlátra nátta er að finna stórkostlegar öfgar auðlegðar og örbirgðar. Nýju íbúarn- ir munu lifa lífi sínu í steingerðum bý- flugnabúum og nærast á kvikmyndum, sjónvarpi og „interneti". Við erum það sem við étum. Við erum líka það sem við sjáum og heyrum. Og við erum í miðri hringiðu okkar eina jarðlífs." OG ENN SEGIR Salter: Á sama tíma fyllist maður skelfingu vegna til- hugsunarinnar um sléttan, sálarlausan heim popp-menningarinnar. Vaxandi þörf er fyrir það, sem er ekki algjörlega tilgangslaust, það sem mun ekki hverfa án þess skilja eftir sig hina minnstu örðu. Náskyld þessu er löngun- in að tengjast því sem liðið er, að sjá með eig- in augum foma staði og fá notíð sagnanna, sem ekkert fær grandað. Sagt hefur verið að listin sé hin raunveralega saga þjóðanna. Það sem við köllum bókmenntir og er í raun að- eins ritað mál, en þó ávallt lesið, er hluti þessa. Hvað kemur í stað þess, þegar það lætur undan? Mig minnii’ það hafi verið Edwin Arlington Robinson, sem bað um að rúm hans yrði fært út undir stjörnubjartan himin, þegar hann lá banaleguna. Sú er alltjent hugmyndin, að deyja ekki fyrir framan sjónvarpið, heldur kveðja þetta líf innan um stórkostleg verð- mæti - í raun mestu verðmæti sem hugsan- leg eru - og era innan seilingar fyrir alla.“ Svo mörg era þau orð. Við getum svo klykkt út með því að minna á að síðasta athugasemdin leiðir hugann að landnámi íslands og dýrmætri arfleifð okkar sem birtist m.a. í íslendingabók Ara fróða Þorgilssonai’ og ómetanlegum fjársjóði Land- námabókar, en þar segir frá öðram manni sem lét bera sig út, svo að hann gæti dáið und- ir beram himni: „Ingólfur varð frægastur allra landnámsmanna því hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyi’stur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum. Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lopts, hins gamla. Þeiii’a sonur var Þor- steinn, er þing lét setja á Kjalamesi, áður al- þingi var sett. Son Þorsteins var Þorkell máni, lögsögumaður, er einn heiðinna manna hefui’ bezt verið siðaður, að því er menn vita dæmi til. Hann lét sig bera í sólargeisla í banasótt sinni og fal sig á hendi þeim guði, er sólina hafði skapað; hafði hann og lifað svo hreinlega sem þeh’ kristnu menn, er bezt era siðaðir." Arfleifð okkar hófst þannig undir berum himni. Tíminn einn mun leiða í ljós, hvort hún heldur velli eða hnígur við banaþúfu rusls og dægurmenningar. TJt í sólina En hvað sem því líður er unnt með ögun og atlæti að rækta það sem er verðmætt og mik- ils virði og ber í senn vitni um arf- leifð okkar og vís- bendingu um ræktaðan og þroskaðan smekk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.