Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
„Of lítíð af Reagan"
Viðbrögðin við bókinni, „Dutch“,
sem var gælunafn Reagans á ung-
lingsárunum, hafa verið mjög
blendin. í The New York Times
var sögumanninum líkt við kvik-
myndapersónuna Forrest Gump,
sem varð vitni að mörgum stórvið-
burðum í sögu Bandaríkjanna, og
ritstjóri Wall Street Journal sagði í
umfjöllun sinni um bókina að
„skáldskaparblekkingar" væru
„misnotkun á rausn forsetans og
sóun á tækifæri sem aldrei gefst
aftur“.
í grein í Newsweek segir að
flestir geti verið sammála um að
þessi umdeilda ævisaga sé „skrýtin
bók um mjög skrýtinn mann“.
„Bókin er studd mjög mörgum
skjallegum gögnum og smekklega
skrifuð, en höfundurinn - og skáld-
skaparpersónurnar sem mynda
hring um hinn ímyndaða sögumann
- geta truflað söguna; það er
stundum of mikið af sögumannin-
um og of lítið af Reagan."
Einstöku tækifæri „klúðrað“
Morris hefur og sætt mjög
harðri gagnrýni bandarískra sagn-
fræðinga og ævisagnaritara, sem
segja hann hafa klúðrað. einstöku
tækifæri til að skrifa ævisögu eins
af merkustu forsetum Bandaríkj-
anna eftir að hafa verið eins og
„fluga á vegg“ í Hvíta húsinu.
Morris hefur verið lýst sem
„ringluðum póstmodernista", rit-
höfundi með ritkrampa, ævisagna-
ritara sem hafi látið stórbrotið við-
fangsefni vaxa sér í augum og
sagnfræðingi sem hafi smánað ævi-
sögubókmenntirnar. Sú staðreynd
að Morris er mjög virtur sagnfræð-
ingur og handhafi Pulitzer-verð-
launanna hefur aðeins magnað
heiftina.
„Morris bætti við goðsögnina um
Reagan, en hefur ekki komist til
botns í henni eins og góður sagn-
fræðingur ætti að gera,“ hafði Los
Angeles Times eftir Robert Dallek,
sem skrifaði ævisögu Lyndons B.
Johnsons, fyi-rverandi forseta
Bandaríkjanna. „Þetta átti að vera
alvarlegt rit án skáldskapar, en
þess í stað er það markaðssett sem
forvitnileg verslunarvara."
„Ég tel fáránlegt að líta svo á að
þegar menn skáldi eitthvað hjálpi
það mönnum að skrifa betri sagn-
fræðirit," sagði Joyce Appleby,
fræðimaður við Kaliforníuháskóla
og fyrrverandi forseti sambands
bandarískra sagnfræðinga. „Bók af
þessu tagi er afurð menningar þar
sem allt leyfist, þar sem menn geta
skrifað hvað sem þeir vilja og hug-
arburðurinn er verðlaunaður, jafn-
vel þótt hann reynist skaðlegur
fræðimennskunni."
Meistarabragð eða
mikið glappaskot?
Aðrir vildu þó ekki fordæma frá-
sagnaraðferð Morris. „Fyrstu við-
brögð mín voru að þetta gæti verið
meistarabragð," sagði Eric Lax,
sem hefur skrifað bækur um kvik-
myndaleikstjórann Woody Allen og
leikarann Humphrey Bogart. „Það
sem Morris hefur gert er annað-
hvort mjög byltingarkennt eða
mjög mikið glappaskot.“
Sagnfræðingur veldur uppnámi með nýstárlegri bók um ævi Reagans
Gagnrýndur fyrir að
taka sér skáldaleyfí
Ung kona gluggar í bókina „Dutch: A Memoir of Ronald Reagan“ í verslun á Englandi.
Edmund Morris viðurkennir
hættur frásagnaraðferðarinnar.
gera sjálfan sig að sögumanni og
búa einnig í þvi skyni til persónu,
sem er samtíða Reagan og vitni að
flestu því sem mestu máli skipti í
lífi hans.
Höfundurinn fæddist í Kenýa ár-
ið 1940 en sögumaðurinn í bókinni
er sagður hafa fæðst í Chicago árið
1912. Morris lætur þessa skálduðu
persónu íylgjast með ævi Reagans
frá því hann lék amerískan fótbolta
á unglingsárunum. Sögumaðurinn
lýsir kynnum sínum af Reagan
þegar hann var gæslumaður á vin-
sælum sundstað, námsmaður við
háskóla, íþróttafréttaþulur í út-
varpi, leikari í Hollywood, leiðtogi
stéttarfélags, talsmaður fyrirtækis
og ríkisstjóri Kaliforníu.
Til að gæða þennan sögumann
lífi í bókinni býr höfundurinn til
fleiri persónur, vini og vandamenn
hans. ímyndaður sonur hans, Ga-
vin, gegnir til að mynda því hlut-
verki í bókinni að lýsa andúð
margra bandarískra námsmanna á
Reagan á umrótsárunum á sjöunda
áratugnum. Neðanmálsgreinar eru
einnig notaðar til að veita frekari
upplýsingar um þessar persónur,
en lesendum er ekki sagt frá því að
þær eru skáldaðar.
„Hin fullkomna aðferð“
tíl að lýsa leikaranum
Það er ekki fyrr en árið 1968
sem hinn raunverulegi Edmund
Morris kemur fyrst til sögunnar og
höfundurinn lýsir ítarlega kynnum
Reuters
Ronald Reagan umkringdur ungum stúlkum á 87 ára afmæli hans í
febrúar á síðasta ári.
sínum af Reagan í Hvíta húsinu
eftir að hann var kjörinn forseti,
sjötugur að aldri.
Morris viðurkennir að hann hafí
tekið áhættu með því að velja
þessa frásagnaraðferð, en lýsir
henni sem einu leiðinni til að gera
lesendum kleift að sjá heiminn eins
og Reagan sá hann: eins og kvik-
mynd.
„Þetta var hin fullkomna aðferð
til að ná persónu sem var leikari
allt sitt líf,“ hefur The Washington
Post eftir Morris.
Höfundurinn hefur einnig sagt
að skálduðu persónurnar eigi að
sýna hvernig bandaríska þjóðin
hafi litið á þennan umdeilda stjórn-
málamann. Nauðsynlegt hafi verið
að búa til ímyndaðar persónur til
að „auðga“ frásögnina af fyi’stu 70
árunum í lífi Reagans, þegar höf-
undurinn hafði ekki kynnst honum
persónulega.
Morris kveðst vera að ryðja nýja
braut í ritun ævisagna með því að
leggja áherslu á „ímyndað og raun-
verulegt samband ævisagnaritar-
ans og mannsins sem hann fjallar
um“. Rit sagnfræðinga séu of ein-
hæf, mörg þeirra séu leiðinleg og
málfarið of fræðilegt.
Misskilningur olli því að Mars-farið eyðilagðist
Mælieiningum ruglað saman
\yashingt.on. The Daily Telegraph.
ÁSTÆÐA þess að bandaríska
rannsóknargeimfarið Mars
Climate Orbiter þeyttist á leiftur-
hraða á Mars í vikunni sem leið í
stað þess að fara á sporbraut um
reikistjömuna er sú að blandað
var saman fetum og pundum ann-
ars vegar og metrum og kílóum
hins vegar.
Fyrirtækið Lockheed Martin,
sem framleiddi eldflaug geim-
farsins, veitti vísindamönnum
NASA, geimrannsóknastofnun-
ar Bandaríkjanna, upplýsingar
um kraftinn á geimfarinu í
pundum á ferfet. Vísindamenn-
irnir sem stjórnuðu geimfarinu
töldu hins vegar að tölurnar
væru í njútonum, einingu metra-
kerfisins fyrir kraft.
Munurinn var nógu mikill til að
geimfarið eyðilagðist, en það
kostaði 100 milljónir dala, and-
virði 7,2 milljarða króna.
Bandaríkjamenn nota yfirleitt
mælieiningarnar fet og pund, sem
þeir kalla „enska mælikerfið". í
vísindum er hins vegar venja að
notast við metrakerfið.
„Þetta er heimskulegt,11 sagði
John Logston, forstöðumaður
geimrannsóknastofnunar George
Washington-háskóla. „Það er
kaldhæðnislegt að bandarísku
geimvísindamennirnir skuli geta
átt samstarf við Rússa, Japana og
Frakka, en eiga erfitt með að
starfa með öðrum Bandaríkja-
mönnum.“
Bók sagnfræðingsins
Edmunds Morris um
ævi Ronalds Reagans
hefur sætt harðri gagn-
rýni í Bandaríkjunum
vegna frásagnaraðferð-
arinnar, sem byggist á
því að skáldaðar per-
sónur eru látnar rekja
ævi forsetans fyrrver-
andi. Deilt er um hvort
slíkur skáldskapur sé
boðlegur í ævisögum
og sagnfræðiritum.
EDMUND Morris var boð-
ið að skrifa ævisögu Ron-
alds Reagans árið 1985
eftir að hann hafði verið
sæmdur Pulitzer-verðlaununum
fyrir fyrstu bók sína um ævi
Theodores Roosevelts, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta. Hann fékk þá
einstakt tækifæri til að kynna sér
líf og starf Reagans af eigin raun,
fékk að ræða við forsetann reglu-
lega, lesa bréf, dagbækur og skjöl
hans, sitja marga fundi forsetans,
auk þess sem hann gat rætt við að-
stoðarmenn hans, vini og vanda-
menn með fullu samþykki Reag-
ans. Hann fékk einnig háa fyrir-
framgreiðslu, þrjár milljónir dala,
andvirði 210 milljóna króna, í höf-
undarlaun frá útgáfuíyrirtækinu
Random House.
Sjö árum síðar, eða 1992, var
Morris ekki ánægður með afrakst-
urinn og kvaðst hafa skrifað sig „út
í hom“. „Ég vissi að eitthvað alvar-
legt var að. Reagan var að ganga
mér úr greipum eins og hent hafði
alla aðra,“ segir Morris í viðtali við
Newsweek.
Alltaf leikari af lífi og sál
Los Angeles Times hefur eftir
Morris að Reagan hafi ekki verið
mjög málglaður þegar þeir rædd-
ust við einslega í Hvíta húsinu og
sagnfræðingurinn hafi stundum
óttast að geta ekki lokið við bókina.
Reagan hafi alltaf verið leikari af
lífi og sál og þurft að vera í ein-
hverju stóru hlutverki til að njóta
sín. „Einkasamtöl hans voru hlægi-
lega fábrotin. Hann hafði engin
vitsmunaleg áhugamál, enga írón-
íu, enga sérstaka skilningsgáfu. En
um leið og hann fékk áhorfendur
tók hann að hefja sig á hærra plan.
Og þegar hann steig á leiksvið
heimsins ummyndaðist hann al-
gjörlega.“
Morris lýsir Reagan einnig sem
mjög margbrotnum og þversagna-
kenndum stjómmálamanni. Reag-
an hafi allt sitt líf verið „undarleg
blanda af sakleysi og visku, töfmm
og hörðum krafti, félagslyndi og fá-
læti, sjálfselsku án blekkinga, árás-
arhneigð án grimmdar, hugmynda-
auðgi og menningarlegri fávisku,
væmni og tilfinningalegum kulda.“
Persónur skáldaðar
Til að lýsa þessum margbrotna
manni greip Morris til þess ráðs að