Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ 99 jjPá vaknar spurning- in hvort hefðbundni sparisjóðurinn hjá SPRON muni lifa af, hvort fyrirtækið hljóti að ýta við- skiptavinum sínum eftir mætti yffir í Net- bankann til að spara peninga. Fyrirtækið verði á endanum að- eins til á Netinu.** Bankar AN biðraða Rafræn samskipti vaxa hratt í bankakerf- inu hérlendis og nýlega hleypti Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis af stokkunum Netbankanum sem býður fólki að stunda megnið af fjármálaviðskiptum sínum á Netinu. Hagræðið af þessum samskipta- máta er mikið, enginn þarf að standa í biðröð og hægt er að velja þá stund sem hverjum og einum hentar til að hafa samband við bankann. Kristján Jónsson kynnti sér þessi mál. REIKNISTOFA bankanna hóf að annast símaþjónustu á vegum viðskiptabankanna fyrir tíu árum og við erum flest orðin vön því að grípa símann til að gera ýmislegt eins og að kanna stöðuna á tékkareikningnum og millifæra. Aður var aðeins hægt að sinna þessu með því að fara í bank- ann eða senda einhvern fyrir sig. Þjónustan verður stöðugt fjölþættari. Samkvæmt nýju tilboði getum við framvegis hringt og kannað hvort krítarkortið sé farið að nálgast skær- in, auðvitað gegn því að tilgreina lyk- ilnúmerið okkar. Síðustu árin hafa bankarnir síðan boðið fólki að nýta sér Netið í sam- skiptum sínum við þá og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, stofnaði nýlega Netbankann sem markar ákveðin þáttaskil í þróun sýndarveruleikans í íslenskum bankaheimi. Eins og önnur netfyrir- bæri á Netbankinn alis staðar heima - og hvergi. Sumir vilja hringja, aðrir nota lyklaborð farsímans eða jafnvel tengja saman sjónvarpsskjá og tölvu. Tæknin er öll til reiðu og íslenskir bankar hafa yfirleitt verið mjög snöggir að tileinka sér nýja tækni. Nýlega var samt bent á að Islending- ar væru orðnir á efir Dönum að því leyti að við nýttum ekki rafrænt greiðslumiðlunarkerfi í sama mæli og þeir, m.a. vegna þess að ekki hefði náðst um það samkomulag hér milli lánastofnana. Spara mætti með þessu milljarð króna á ári í reksturskostnað við bankakerfið. Hraðbankar eru löngu orðnir eðli- legur hluti af landslaginu síðustu ár- in. Þeir munu vera hátt í 200 á land- inu og ljóst að vegna þeirra hefur rekstrarkostnaður í bankakerfinu aukist minna en ella en ekki má gleyma að bankamir hafa ekki tekjur af þeirri þjónustu hér. Hún er ókeyp- is. Erlendis leggst víða sérstakt gjald á þjónustu hraðbankanna eftir að hefðbundnu bankamir loka. Þetta er rökstutt með því að t.d. yfir helgina og á nóttinni séu peningar geymdir í hraðbönkunum sem ekki ávaxti sig neitt, séu eins og hver annar pappírs- stafli. Hjá íslenskum banka getur verið um að ræða hundruð milljóna króna. Fjárstýring í bönkum snýst m.a. um að rétt fyrir lokun sé búið að fjárfesta svo að peningamir ávaxti sig einnig yfir nóttina, þeir mega aldrei vera iðjulausir. Bein tengsl milli tölvukerfa bank- anna eiga sér hins vegar um tveggja áratuga sögu og þegar upp úr 1980 gátum við farið í útibú eins bankans og lagt inn á reikning hjá öðmm. HART BRUGÐIST VID Hér er því komin nokkur hefð á rafræna þjónustu í bankakerfínu og við vomm á sínum tíma fjót til að taka upp þessa tækni miðað við margar aðrar þjóðir. Nýjasti meiður- inn á þróunartrénu er Netbanki SPRON sem hefur valdið hörðu aug- lýsingastríði milli lánastofnana með skyndilegri innreið sinni. Hefð- bundnu bankarnir þrír töldu nauð- synlegt að minna vel á sig og gefa í skyn að kjörin hjá nýja bankanum væm nú ekki jafn góð og talsmenn hans fullyrtu. „Bankarnir bregðast hart við Net- bankanum vegna þess að þeir em ekki enn reiðubúnir," segir einn af viðmælendum blaðamanns í fjármála- heiminum. „Þeir hafa séð kostnaðinn lækka hratt hjá sér með vaxandi notkun hraðbanka, síma og Netsins en vilja auðvitað ekki gera of mikið úr þeim sparnaði opinberlega. En ég er sannfærður um að bankarnir þrír verða aliir komnir með sams konar netbanka á næstunni, jafnvel fyrir áramót. En það er líka athyglisvert að velta fyrir sér hvort stórfyrirtæki eins og Baugur eða Eimskip, með heiti sem allir þekkja og treysta að fari ekki á hausinn frekar en bankarnir, hugsa sér ekki til hreyfings. Stofnkostnað- urinn við að koma upp netbanka er lítill, sennilega einhvers staðar á bil- inu 20-30 miiljónir og auðvelt fyrir slík fyrirtæki að kynna nýja bankann. Ef VISA Island væri ekki í eigu bankanna væri það vafalaust þegar búið að setja upp sinn eigin netbanka hér t.d. undir heitinu visa.is." í fljótu bragði er ekki mikill munur á símaþjónustu hefðbundnu bank- anna og nýja Netbankanum en miklu skiptir þó að hann er rekinn sem sér- stakt fyrirtæki, er ekki deild í SPRON. Auðveldara verður en ella að halda öllum kostnaði niðri og fylgj- ast með honum, auðveldara að bera hann saman við reksturinn á hefð- bundnu þjónustunni, ekki síst þar sem hún skarast við Netbankann. Vinnuaðstaðan getur verið eitt her- bergi og engu skiptir hvort það er í aðalstöðvunum á Skólavörðustíg eða í öðru og ódýrara húsnæði. Aðgangurinn að nýja bankanum er einvörðungu um Netið, tölvupóst, síma, sjálfsafgreiðslutæki, þ. e. snertibanka eða hraðbanka og fax. Spyrja má hvort ríkissjóður muni grípa til nýrra ráða ef hefðbundin lánaviðskipti færast að miklu leyti yf- ir á Netið. Pappírinn í samskiptunum heyrir að mestu sögunni til í net- bankaviðskiptum og hvað vit er þá í stimpilgjöldum? Gjöldin eru veruleg- ur tekjustofn sem minnkar nú hratt þegar bankarnir veita æ fleiri við- skiptavinum hlaupandi yfirdrátt (á hæstu vöxtum) og benda vinsamlega á að þá sleppi hann við að borga stimpilgjöld eins og gert er af skulda- bréfalánum. Erfitt verður líka að elta uppi öll viðskipti í væntanlegum sýndarefnahag Netsins til að tryggja að ríkisvaldið fái alltaf sitt. ÖRYGGI OG ÍMYND Eitt af því sem lengi olli hiki hjá bönkunum í tengslum við netvæðingu var ótti almennings við að öryggis- þátturinn væri ótraustur. Þótt menn innan bankans teldu sig vita að ör- yggið í viðskiptunum væri viðunandi var ekki talið vogandi að ögra tor- tryggnum almenningi og skaða ímyndina. Fólk þurfti aðlögunartíma. Netbankinn nýi tryggir sig með því að nota svonefnda 1024 bita dulritun og Verisign-vottun sem talið er að veiti nægiiega vernd þótt alltaf sé hægt að sýna fram á fræðilegan möguleika á að brjóta dulritun. Málið er að yrði það gert myndi það verða svo seinlegt að upplýsingar tölvu- þrjótsins yrðu yfirleitt verðlausar vegna elli. Segja þeir sem til mála þekkja en minna á að eftir sem áður verði sérhver að varðveita vel sín lyk- ilnúmer, þau megi ekki liggja á glám- bekk. Starfsmenn Netbankans verða ör- fáir enda sér Margmiðlun um að vista bankann á tölvukerfinu, yfirstjórn er því sáralítil og ódýr. „Við þurfum ekki að velkjast í vafa um að þetta er þróun sem á eftir að færast í aukana. Dýrar tölvudeildir banka og annarra stórfyrirtækja munu renna sitt skeið á enda. Á sama hátt og mörg stórfyr- irtæki eiga ekki sendibíla heldur kaupa þjónustuna hjá sendibílastöð munu stórfyrirtækin kaupa tölvuvist- un hjá þeim sem sérhæfa sig í að veita þannig þjónustu. Það er miklu ódýrari kostur,“ segir einn heimildar- manna blaðamanns. Ef við borgum reglulega af skulda- bréfi getum við látið taka greiðsluna rafrænt af reikningum. Þá kostar færslan um 150 krónur en 300 krónur ef við viljum koma sjálf í þankann og greiða með gíróseðli. íhaldssemin reynist okkur dýr. Bankarnir reyna nú þegar leynt og ljóst að fá okkur til að nýta sem mest rafrænu þjónust- una og sumir spá því að eftir tvö til þrjú ár verði meira en helmingur allra bankaviðskipta hér kominn á Netið. Netbanki er ávallt sagður bjóða betri kjör en hefðbundinn banki vegna lægri rekstrarkostnaðar. Þá vaknar spurningin hvort hefðbundni sparisjóðurinn hjá SPRON muni lifa af, hvort fyrirtækið hljóti að ýta við- skiptavinum sínum eftir mætti yfir í Netbankann til að spara peninga. Fyrirtækið verði á endanum aðeins til á Netinu. SPRON er með eigin netþjónustu í hefðbundna sparisjóðnum og forvitni- legt verður að sjá hvort hún verður þróuð áfram eða Netbankinn látinn taka hana yfir. Má gera ráð fyrir að þegar þjónustan verði fullkomnari muni Netbankinn fljótlega yfirtaka hlutverk gömlu stofnunarinnai', hún standist ekki samkeppni við afkvæm- ið? Því vísa talsmenn SPRON á bug, segja að persónulegi og mannlegi þátturinn verði alltaf metinn einhvers og vissum tegundum þjónustu sé ekki hægt að sinna í Netbankanum. En neytendur kætast vegna þess að þeir sjá fram á að aukin sam- keppni geti skilað sér í lægri útláns- vöxtum og hærri innlánsvöxtum, með öðrum orðum minni vaxtamun. Um- ræddur vaxtamunur er hér mun hærri en í flestum grannlöndum og hafa sérfræðingar sagt að ástæðan sé hár rekstrarkostnaður, meðal annars vegna fjölda útibúa um allt land. Net- bankinn getur sleppt mörgum kostn- aðarliðum, þ. á m. útibúum. Banki sem er með viðskiptin að I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.