Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 29 ir öldnu dómarar gerðu sér grein fyrir kalli tímans. I nokki’urn úr- skurðum árið 1937 staðfesti réttur- inn að efnahagsstefna ríkisstjórnar landsins væri í samræmi við stjóm- arskrána. Rétturinn kvað t.d. uppúr um það að lög um lágmarkslaun brytu eldd í bága við stjómar- skrána. I sama mund ákváðu nokkr- ir dómaranna að fara snemma á eft- irlaun og Roosevelt gafst þá færi á að skipa yngri dómara sem vora hliðhollir áformum hans um að auka valdssvið alríkisstjórnarinnar í Washington í efnahags- og félags- málum. S hönd fóra rólegri tímar. Næstu tvo áratugi reyndi rétturinn, eins og Felix Frankfurter orð- aði það, að jafna ágreining ólíkra sjónarmiða og hagsmuna í banda- rísku samfélagi fremur en að leitast við að finna einhverjar innbyggðar frumreglur eða æðri merkingu í orðalagi stjómarskrárinnar. Frank- furter hélt því fram að rétturinn ætti að standa utan stjórnmála og láta kjörnum fulltrúum þjóðarinnar það eftir að takast á um þjóðfélags- leg ágreiningsmál. Á áranum 1937- 1953 mátti því kalla að rétturinn væri „óvirkur" í þeim skilningi að hann stóð ekki í vegi fyrir ríkjandi skoðun stjórnmálamanna um að skapa sterkt miðstjómarvald í Was- hington sem gæti haft stjóm á efna- hagsmálum þjóðarinnar allrar. Jafnframt reyndi rétturinn ekki að hamla gegn stórauknum umsvifum forsetaembættisins í utanríkis- og varnarmálum sem átti sér stað á þessum árum. En 1953 gerðist rétturinn „virk- ur“ á ný þegar Earl Warren varð forseti - nú á sviði mannréttinda. Frægur úrskurður 1954 markaði tímamót (Brown v. Board of Ed- ucation of Topeka, 1954). Árið 1869 var gerð stjómarskrárbreyting (14. breytingin) til að tryggja að hinir nýfrjálsu þrælar nytu fullra rétt- inda sem bandarískir þegnar í öllum ríkjum Bandaríkjanna og koma í veg fyrir að einstök ríki mismunuðu þegnum sínum. En í Suðurríkjunum voru engu að síður sett sérstök lög til að viðhalda aðskilnaði svartra og hvítra, ekki síst í skólum og almenn- ingsfarartækjum. Undir aldamót úrskurðaði hæstiréttur að slík lög brytu ekki í bága við stjórnar- skrána, því 14. breytingin tryggði einungis jöfn stjórnmálaréttindi svartra og hvítra en félagslegt óréttlæti væri staðreynd og réttur- inn gæti ekki haft afskipti af laga- setningu sem endurspeglaði þá staðreynd. Þingið í Louisiana-ríki hafði þá sett lög um aðskilnað svartra og hvítra í járnbrautarlest- um, en hæstiréttur taldi að svo fremi sem ekki væri merkjanlegur munur á aðstöðu svartra og hvítra í járnbrautarvögnunum væri ekkert í stjómarskránni sem réttlætti það að amast væri við aðskilnaði þeirra (Plessy v. Ferguson, 1896). Árið 1954 var aðskilnaðarstefnan því að ýmsu leyti enn í fullu gildi í Suður- ríkjunum án þess að forsetaemb- ættið eða þingið í Washington hefðu beitt sér sérstaklega til að uppræta hana. I úrskurði sínum í Brown- málinu 1954 vöktu dómarar hæsta- réttar athygli á sálfræðilegum og félagslegum afleiðingum aðskilnað- arstefnunnar og sögðu það í eðli sínu óréttlátt að skilja á milli fólks eftir litarhætti við kennslu í skólum landsins. Má segja að hæstiréttur hafi skorið upp herör gegn aðskiln- aðarstefnunni, rétturinn ki-afðist þess að skólayfirvöld í einstökum ríkjum gerðu tillögur um afnám að- skilnaðar í skólastofum og dómar- amir fólu lægri dómstigum að meta hvort þær tillögur sýndu vilja í verki til aðskilnaðar. Þessi afskiptasemi réttarins fór fyrir brjóstið á mörgum í Suður- ríkjunum og sum ríkisþing þar samþykktu lög sem gengu í ber- högg við afstöðu hæstaréttar - m.a. til að sýna fram á að rétturinn gæti ekki með þessum hætti tekið fram fyrir hendumar á kjörnum fulltrú- um fólksins. Togstreitan náði há- marki í Little Rock í Ai-kansas-ríki 1957. Ríkisstjóri Ai-kansas hélt því fram að afnám aðskilnaðarstefn- unnar myndi stofna almannafriði í hættu og sendi þjóðvarðlið sitt til að koma í veg fyrir að níu svartir nemendur gætu skráð sig í gagn- fræðaskóla ríkisins. Eisenhower forseti greip þá í taumana og stóð við bakið á hæstarétti. Hann skip- aði ríkisstjóranum að draga þjóð- varðliðið til baka. En þegar svörtu ungmennin komu í skólann réðust æstir hvítir íbúar í Little Rock á þau. Fór svo að lokum að Eisen- hower sendi hermenn alríkisstjórn- arinnar á vettvang til að tryggja að svörtu ungmennin gætu gengið í skólann. I framhaldi þessa sigurs gekk hæstiréttur hart fram í því að tryggja að öllum slíkum aðskilnaði yi-ði hætt. Á sjötta og sjöunda áratugnum tók rétturinn jafnframt að huga að almennum mannréttindum en víða í landinu var ósamkvæmni í réttar- stöðu einstaklinga milli einstakra ríkja. Það var stefna Warren-rétt- arins að tryggja að allir bandarískir þegnar byggju við jafnan rétt hvar á landi sem þeir væra staddir í Bandaríkjunum. Rétturinn kvað m.a. upp úr um það að allir hefðu rétt til að hafa lögfræðing sér til halds og trausts við yfírheyrslu hjá lögreglu (Miranda v. Arizona, 1966) og að það væri skylda einstakra ríkja að sjá ákærðum fyrir lög- manni ef þeir hefðu ekki efni á að ráða sér hann sjálfir (Gideon v. Wa- inright, 1963). Jafnframt reyndi Warren-rétturinn að bæta fyrir ýmsan skaða sem McCarthy-fárið hafði unnið á réttarstöðu einstak- linga. Þá lagði rétturinn sig fram um að tryggja jafnan atkvæðisrétt Bandai'íkjamanna í öllum kosning- um og skikka einstök ríki og sveit- arfélög til að gera breytingar á kjördæmaskiptingu með reglu- bundnum hætti svo allir kjósendur hefðu sem næst jafnan atkvæðisrétt (Baker v. Carr, 1962). Þótt hægt sé að hafa samúð með mörgum úrskurðum Warren-réttar- ins er ljóst að rétturinn fór á ystu mörk valdssviðs síns og gekk jafn- vel, í sumum tilvikum, á rétt hand- hafa löggjafar- og framkvæmda- valds. Þegar Earl Warren fór á eft- irlaun 1969 og Warren Burger var skipaður forseti hæstaréttar dró stórlega úr þessari ofvirkni réttar- ins, sem svo má kalla. Nokkrar breytingar urðu á skipan dómara á næstu árum og í réttinn settust menn sem vildu fara varlegar í sak- irnar en stundum á Warren-árunum (1953-1969). William Rehnquist, nú- verandi forseti réttarins, komst svo að orði árið 1981 að rétturinn sýndi nú þinginu í Washington „heil- brigða lotningu“ við athugun á laga- setningu þess, einkum að því er varðaði þjóðáröryggis- og utanríkis- mál. Með öðrum orðum: Dómarar hæstaréttar gæta þess að leikregl- unum sé fylgt, en það eru fulltrúar fólksins sem marka stefnuna í mál- um sínum. Burger-rétturinn (1969-1986) og Rehnquist-rétturinn (1986- ) hafa þó ekki gengið gegn úrskurðum Warren-réttarins, heldur miklu fremur temprað þá og reynt að gæta þess að fá ekki á sig annað hvort hægri- eða vinstri-stimpil. Ár- ið 1973 gekk Burger-rétturinn t.d. fram af bandarískum íhaldsmönn- um með úrskurði sínum um að fóst- ureyðingar skyldu leyfðai- í öllum ríkjum Bandaríkjanna (Roe v. Wa- de, 1973). Á margan hátt voru dóm- arar Burger- og Rehnquist-réttar- ins í erfiðri aðstöðu. Ymsar ákvarð- anir Warren-réttarins höfðu vakið upp fleiri spumingai- en þær svör- uðu vegna þess að þar var skorið úr almennum ágreiningsefnum og átti eftir að fjalla um útfærsluna í ein- stökum atriðum, svo sem ýmis flók- in úrlausnarefni varðandi rétt ein- staklinga gagnvart rétti „samfé- lagsins". Yfirleitt sýnist samúð Bur- ger- og Rehnquist-réttarins fremur hafa verið með einstaklingnum en ríkisvaldinu. etta stutta yfirlit um sögu hæstaréttar Bandaríkjanna sýnir ljóslega hversu miklar breytingar tuttugasta öldin hefur kallað yfir samfélag manna. Átökin milli réttarins og handhafa löggjaf- ar- og framkvæmdavalds era til vitnis um erfiða en árangursríka að- lögun að breyttum aðstæðum (rétt eins og hin hörðu átök milli þings og forseta á sama tíma). Tekist hefur að laga stjórnarskrá Bandaríkjanna að gerbreyttu þjóðfélagi og breytt- um skilningi á hlutverki alríkis- stjórnarinnar í Washington, jafnt í innanlands- sem utanríkismálum. Þótt varasamt sé að spá er nú e.t.v. svo komið að hinar þrjár greinar ríkisvaldsins í Bandaríkjunum hafi að mestu leyti fest mörk valdsviða sinna í hinum breytta heimi nútím- ans - og þar með verði sambúð þeirra ekki jafn stormasöm á nýrri öld og verið hefur á öldinni sem er að líða. Blöndunartæki Moraterm sígild og stílhrein. Með Moraterm er alltaf kjörhiti í sturtunni og öryggi og þægindi í fyrirrúmi. Mora - Sænsk gæðavara TEHGIehf. Smiðjuvegi 11 * 200 Kópavogur Sfmi: 5641088 • Fax: 564 1089 Fást i byggingamuverslunum um land allt mbUs _ALUTAf= £!TTH\SA£> fSÍÝTT P '■■■' .=■ ■ " * > íiík.1.'' ■ * > 9 '• m * 1 J - •l» «Tff Haustvörumar eru komnar í Saga Boutique verslun í Leifsstöð. ICELANDAIR Náðu þér í eintak á söluskrifstofu Flugleiða eða á ferðaskrifstofu 'AGA OUTIQJJE TOLLFRjÁLS VERSLUN SKÝJUM OFAR VETUR 1999 Nýn og glæsilegur listi er kominn út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.