Morgunblaðið - 03.10.1999, Side 2
2 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Öllum starfsmönuum Kjöt-
kaupa sagt upp störfum
ÖLLUM ellefu starfsmönnum Kjötkaupa á Reyðarfírði hefur verið sagt
upp störfum og taka uppsagnir gildi um áramót. Að sögn Inga Más Aðal-
steinssonar, stjórnarformanns Kjötkaupa og kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Héraðsbúa (KHB), verður rekstrargrundvöllur fyrirtækisins aðeins tryggð-
ur með því að safna auknu hlutafé. Þegar hefur tekist að safna fjórtán millj-
ónum af tuttugu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Söfnun hlutafjár hefur staðið yfir
frá því í vor og hefur gengið hægar
en vonir stóðu tO, að sögn Inga Más.
Hann segir að húsaleigunni hafí
verið sagt upp frá og með áramót-
um og því hafi stjómendum kjöt-
vinnslunnar, sem er sú eina á svæð-
inu frá Breiðdal og til Vopnafjarðar,
ekki þótt stætt á öðru en að segja
starfsfólki upp. Ekki hefur verið
rætt hvort fólkið fær ný störf hjá
þeim sem standa að fyrirtækinu.
Þó svo að húsaleigan sé ekki yfír
markaðsverði segh' Ingi Már að hún
sé of há til að reksturinn beri sig. I
sumar voru gerðar breytingar á
rekstrinum og segir Ingi Már að
safnist sex milljónir króna til við-
bótar við hlutafé fyrirtækisins sé
rekstrargrundvöllur tryggður.
Tveir hluthafar af sex
lofa auknu hlutafé
Fyrirtækið Kjötkaup var stofnað
árið 1996 upp úr kjötvinnslu KHB og
Austmat. Sumt aJf starfsfólki Kjöt-
kaupa starfaði áður hjá Austmat
áratugum saman, að sögn Inga Más.
Allir sex hluthafar í Kjötkaupum
hafa gefið svar og eru KHB og
Fjarðabyggð þeir einu sem veitt
hafa vilyrði íyrir auknu hlutafé.
Ingi Már segir að stjórnin hafi farið
yfh’ allar hugsanlegar leiðir til
bjargar rekstrinum. Hann segir
stjórnvöld Fjarðabyggðar vera að
fara yfir stöðu mála. Hann útilokaði
ekki að aðrir aðilai' tækju við
rekstrinum, menn væru opnir fyrir
öllum möguleikum.
Kjötkaup er í eigu KHB, Fjarða-
byggðar, Lífeyrissjóðs Austurlands
(sem er eigandi húsnæðisins þar sem
starfsemi Kjötkaupa fer fram),
Kaupfélags A-Skaftfellinga, Kjötum-
boðsins og Sláturhússins á Vopna-
firði. Enginn einn aðili á meirihluta í
félaginu, að því er kemur fram í hér-
aðsblaðinu Austurlandi.
í Austurlandi kemur ennfremur
fram að bæði KHB og Kjötumboð-
ið í Reykjavík séu hluthafar í nýju
fyrirtæki sem ákveðið hefur verið
að stofna um áramót. Að sögn
blaðsins verður fyrirtækið stofnað
á grunni fimm annarra og verður
það stærsta sinnar tegundar á
landinu.
Gróf lfkams-
árás náðist
á mynd
EFTIRLITSMYNDAVÉL náði
mynd af grófri líkamsárás aðfara-
nótt laugardags í Tryggvagötu.
Arásarmaðurinn, sem var 18 ára
gamall, skallaði mann margsinnis í
andlitið þar sem hann lá á jörðinni.
Þegar tilkynnt var um árásina var
öryggismyndavélum beint að staðn-
um og munu myndimar auðvelda
rannsóknina, að sögn lögreglunnar.
Atvikið átti sér stað um fimmleytið
og var fómarlambið 23 ára gamall
maður sem fluttur var á slysadeild.
Lögreglan handtók árásarmanninn
skömmu eftir árásina.
Kona slasast
í átökum
TIL slagsmála kom á milli karls og
konu á veitingahúsinu Thomsen í
Hafnarstræti rétt eftir klukkan
fimm á laugardagsmorgun. Maður-
inn gekk í skrokk á konunni og
hlaut hún skurð á augnabrún auk
þess sem fjórar tennur losnuðu.
Konan var flutt á slysadeild en lög-
reglan handtók manninn og flutti í
fangageymslu lögreglunnar.
Þá var lögreglan kölluð að Keilu-
höllinni þegar klukkan var að verða
tvö í fyrrinótt þar sem maður hafði
ráðist á annan mann. Fórnarlambið
var flutt með sjúkrabíl á slysadeild
en árásarmaðurinn var látinn laus
eftir yfirheyrslur.
Með Morgunblaðinu í dag er
dreift blaði frá Hreysti, „Sjáðu
allt...“. Blaðinu er dreift á höfuð-
borgarsvæðinu.
Rafiðnaðarsambandið undirbýr kröfugerð
Rætt um greiðslur
í séreignasjóði
Elsti Is-
lendingur-
inn á Degi
aldraðra
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA,
Ingibjörg Pálmadóttir, færði
Kristínu Petreu Sveinsdóttur
blómvönd á Degi aldraðra. Krist-
ín Petrea er elst núlifandi fslend-
inga, 105 ára gömul.
Boðið var til hátíðardagskrár í
Borgarleikhúsinu á föstudag í til-
efni af Degi aldraðra og ávarpaði
heilbrigðisráðherra þar gesti. I
ræðu hennar kom fram að mikil
fjölbreytni einkenndi þau verk-
efni sem unnið hefði verið að hér
á landi í tilefni að Ári aldraðra
og að þau yrðu nýtt til stefnu-
mótunarvinnu sem beindist að
næstu 15 árum.
UNDIRBÚNINGUR vegna kjara-
samninga á næsta ári hófst um
helgina hjá Rafiðnaðarsambandi Is-
lands með kjaramálaráðstefnu.
Guðmundur Gunnarsson, formaður
RSÍ, segir sambandið vera með 14
samninga sem það standi eitt að og
9 í samvinnu við önnur stéttarfélög.
Tæplega 140 trúnaðar- og samn-
inganefndarmenn RSI sitja ráð-
stefnuna og síðdegis á föstudag
hlýddu þeir m.a. á erindi Guðmund-
ar og Eddu Rósar Karlsdóttur, hag-
fræðings ASÍ, um gögn og þróun
mála á yfirstandandi samningstíma-
bili og varpað var fram hugmyndum
um kröfugerð.
Guðmundur segir til dæmis rætt
um hvort semja eigi til langs tíma
eða gera skammtímasamning, hvort
fara eigi fram á hærra hlutfall Iíf-
eyrissjóðsgreiðslu og að hækkunin
verði til dæmis greidd í séreigna-
sjóði. Þá sagði Guðmundur rætt um
þá spurningu hvort gera ætti kröfur
um svipaðar launahækkanir og ráð-
herrar og embættismenn hafa feng-
ið sem hann sagði að væru mun
meiri en félagar innan RSÍ fengu
eða hvort menn vildu keppa að því
að halda stöðugleika. I gær var rætt
um þessi atriði og fleiri í hópum og
niðurstöður teknar saman sem Guð-
mundur segir verða stofn kröfu-
gerðai’ í komandi samningum.
Fyrstu kjarasamningar RSÍ renna
út 15. febrúar á næsta ári en þeir
síðustu í árslok.
Andlát
LÁRUS H. BLÖNDAL
LÁRUS H. Blöndal,
bókavörður og fyrrver-
andi forstöðumaður
handritadeildar Lands-
bókasafns íslands, lést
aðfaranótt laugardags,
á 94. aldursári.
Lárus fæddist í
Reykjavík 4. nóvember
1905 og voru foreldrar
hans Margrét Auðun-
ardóttir og Haraldur
Lárusson Blöndal ljós-
myndari. Hann lauk
stúdentsprófi árið 1927
og mag. art.-prófi frá
Háskóla Islands 1945
en hafði áður lagt stund á nám í ís-
lenskum fræðum við Háskólann.
Lárus starfaði um hríð við Bún-
aðarbanka íslands, var þingskrifari
í nokkur ár, starfaði síðar á skrif-
stofu Alþingis og var umsjónarmað-
ur með bókasafni þingsins árin 1934
til 1941. Hann gerðist bókavörður
við Landsókasafn Islands haustið
1941 og var forstöðumaður hand-
ritadeildar safnsins frá 1962. Þá var
hann borgarskjalavörður í Reykja-
vík frá 1967 til 1971. Hann réðist
starfsmaður Alþingis 1971 og 1. júlí
1975 var ráðinn alþingisbókavörður
og gegndi því starfi til
1982-. Þá var hann
stundakennari við
Menntaskólann í
Reykjavík einn vetur.
Lárus stundaði
einnig ýmis ritstörf og
bókaútgáfu. Árið 1982
gaf stofnun Árna
Magnússonar út bók
Lárusar, Um uppruna
Sverrissögu. Hann tók
saman bókina Læknar
á Islandi ásamt Vil-
mundi Jónssyni, gaf út
bók með sálmum og
hugvekjum eftir Hall-
grím Pétursson, endurminningar
Sigfúsar Blöndals, tók saman ásamt
fleirum alþingismannatal 1945 til
1975, og ýmis fleiri rit.
Lárus var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Kristjana Bene-
diktsdóttir, en hún lést árið 1955.
Börn þeirra eru: Benedikt, hæsta-
réttarlögmaður, sem er látinn,
Halldór, forseti Alþingis, Kristín,
kennari, sem er látin, Haraldur,
hæstaréttarlögmaður og Ragnhild-
ur, bókavörður. Síðari kona Lárus-
ar var Margrét Olafsdóttir, sem
lést árið 1982.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Lenti á
ljósastaur
ÖKUMAÐUR velti bfl sínum
þegar hann lenti á ljósastaur á
mótum Karlabrautar og
Hæðarbyggðar í Garðabæ á
tólfta tímanum á föstudagskvöld.
Hann var einn í bflnum og slapp
með minniháttar meiðsli, en var
fluttur á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Bfllinn, sem er
nýlegur, er stórskemmdur eftir
veltuna. Slökkviliðsmenn frá
Slökkviliði Hafnarfjarðar
aðstoðuðu á slysstað.
Bankar án biðraða
► Mikil samkeppni virðist vera
hlaupin í bankakerfið hérlendis
með netbönkunum. /10
Gagniegir ef stefnan
er skýr
► Reynsla Finna af þróunarsjóð-
um ESB. /14
Rannsakar blóðug átök
við Baska á 17. öld
►Dr. Selma Huxley Barkham í
fyrirlestrarferð til Islands. /24
Sauðfjárniðurskurð-
urinn borgaði sig
►Viðskiptaviðtalið er við Jónas
Erlendsson, bónda og fiskeldis-
bónda í Fagradal við Vík. /30
►1-28
Djöfullinn sefur aldrei
► Atli Eðvaldsson hefur verið í
sviðsljósinu sem þjálfari íslands-
og bikarmeistara KR, en hann
þekkir einnig skuggahliðar mann-
lífsins. /1&2-6
Hliðarspor milli vakta
►Páll Bergþórsson veðurfræðing-
ur og fræðimaður spáir hlýnandi
veðri og meiri afla. /8
Þetta er bara
gamla útþráin
► Marteinn Þórsson er í hópi ís-
lenskra kvikmyndagerðarmanna
sem í síauknum mæli eru að hasla
sér völl erlendis./ 10
Grænn varstu, dalur
►Jökull Ólafsson ljósmyndari
hefur fylgst með mannlífinu í
velska námubænum Treharris. /14
FERÐALÖG
►1-4
Hanagal í stað
hótelsíma
► Gist á spænskum
sveitasetrum. /2
Ást við fyrstu sýn
► Uppáhaldsland Þorgeirs Ást-
valdssonar er Ítalía. /4
D BÍLAR
► l-4
„Andarteppa“
► Banamein margi’a bflvéla. /2
Reynsluakstur
► Hagstætt verð aðaltromp Kia
Sportage. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► 1-20
Reiknistofa Háskóla
íslands fær hugbúnað
► informix til kennslu og stjórn-
unar. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir W4/8/bak
Leiðari 32
Helgispjall 32
Reykjavíkurbréf 32
Skoðun 36
Minningar 38
Myndasögur 48
Bréf til blaðsins 48
í dag 50
Brids 50
Stjörnuspá 50
Skák 50
Fólk í fréttum 54
Útv/sjónv. 52,62
Dagbók/veður 63
Mannl.str. 22b
Dægurtónl. 26b
INNLENDAR FRÉTTIR:
24-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6