Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/gg
Sauðfjárniðurskurð-
urinn borgaði sig
Eftir Guðmund Guðjónsson
JÓNAS er fæddur 23.febrúar
1963 í Reykjavík og segist
hafa verið Breiðholtsvilling-
ur. Hann fór venjubundna
skólagöngu, en var jafnan í sveit
hjá afa sinum í Fagradal, sem er
skammt austan Víkur í Mýrdal.
Jónas fór til búfræðináms við
Bændaskólann á Hvanneyri, út-
skrifaðist þaðan og tók síðan við
búi afa síns í Fagradal, aðeins 18
ára gamall. Þar eystra kynntist
hann eiginkonu sinni, Ragnhildi
Jónsdóttur frá Suður-Götum, en sá
bær er eigi langt undan. Ragnhild-
ur, sem er stúdent frá MS 1982,
hefur staðið að fyrirtækinu með
eiginmanni sínum frá upphafi.
Saman eiga þau soninn Sævar Jón-
asson sem er 13 ára gamall og
stundar skóla í Vík.
Tilurð Fagradalsbleikju er ekki
sprottin úr engu. í Fagradal var
einvörðungu sauðfjárrækt er Jónas
tók við búinu, en upp úr árinu 1990
hrönnuðust upp óveðursský er
stjómvöld stóðu fyrir miklum nið-
urskurði í sauðfjárbúskap lands-
manna. „Þetta var í okkar tilviki
þriðjungur af stofninum, 100 kind-
ur af 300. Á þessum tíma borguðu
stjórnvöld bændum skerðingarnar
og við notuðum þá peninga sem
okkur áskotnuðust á þann hátt að
byggja upp fískeldið og vinnsluna.
Eg gerði mér grein fyrir því að hér
var góð aðstaða frá náttúrunnar
hendi. Vatnið bunar út úr fjallinu á
einum stað. Þar tökum við það í rör
og fallið er 37 metrar niður í raf-
stöð sem framleiðir 70 sek-
úndulítra sem dugar í 12-15 kíló-
vött sem dugar fyrir búið. Þá loftar
vatnið vel í túrbínunum og svo er
allt sjálfrennandi og það gefur mik-
ið öryggi. Rennslið er alltaf eins,
VIÐSKIPnAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
►Fiskeldis- og fískvinnslufyrirtækið Fagradalsbleikja er af-
sprengi niðurskurðarstefnu stjórnvalda í sauðfjárbúskap. I dag
skilar fyrirtækið eigendum sínum meiri hagnaði en sem nemur
samdrættinum í sauðfjárbúskapnum. Það annar ekki eftir-
spurn þrátt fyrir stöðugan vöxt. Morgunblaðið hitti Jdnas Er-
lendsson, bónda og fiskeldisbónda í Fagradal við Vík, í vikunni
og ræddi við hann um vöxt og viðgang fyrirtækisins.
allt árið. En í fræðunum
kunni ég bókstaflega
ekki neitt. Ég las mig til,
fékk námsgögn frá fisk-
eldisbrautinni á Hólum
og einnig naut ég að-
stoðar ráðgjafa frá Bún-
aðarfélagi Islands. Um
þetta leyti voru fleiri að
skoða þessa leið og
stofnuð voru samtökin
Fagráð bleikjuframleið-
enda. Ég var kosinn þar
í stjórn. Hins vegar
hættu flestir og samtök-
in lognuðust út af.“
Hvers vegna hættu
rnenn unnvörpum?
„Þegar upp er staðið,
þá er það minnsta málið
að framleiða vöruna, ala
bleikjuna upp og slátra
henni. Málið vandast
þegar kemur að sölu-
málunum. Bændur á ís-
landi hafa yfirleitt vanist
því að framleiða og svo
bara sækir einhver
framleiðsluna og menn
þurfa ekki að hugsa
meira um það. í bleikju-
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ragnhildur pakkar reyktri bleikju í
unibúðir merktum Fagradalsbleikju.
eldinu var enginn sem sótti vöruna,
menn þurftu að fá markaðsaðila
eða hreinlega gera hlutina sjálfir.
Ég fór seinni leiðina. Þetta gerir
þennan búskap miklu meira
ögrandi heldur en venjulegur bú-
skapur, því menn standa og falla
með eigin dugnaði og áræðni. Það
sem í upphafí átti að vera aukabú-
grein hjá okkur útheimtir nú mun
meiri vinnu heldur en sauðfjárbúið.
Og fiskframleiðslan skilar okkur
mun meiri tekjum heldur en þessar
hundrað kindur sem við þurftum
að sjá af í niðurskurðinum," segir
Jónas.
Strax í fullvinnslu
I upphafi var fyrirtækið smátt í
sniðum. Raunai- var í byrjun ekk-
ert í gangi annað en uppeldi á seið-
um í sláturstærð. En þegar bleikj-
an náði þeirri stærð var fyrir
nokkru farið að huga að markaðs-
setningu. Reiknuðu hjónin með því
að mest yrði að gera í framleiðslu á
ferskum bleikjuflökum, en þau
höfðu komið upp reykbúnaði til að
verka restina af framleiðslunni.
„Þetta snérist eiginlega strax við.
Við byrjuðum að selja bleikju til
Kaupfélagsins hérna á Vík, en síð-
an sóttum við jafnt og þétt í báðar
áttir, Hvolsvöll, Hellu og Selfoss og
Höfn í Hornafirði. Síðan kom höf-
uðborgarsvæðið inn og ætli við sé-
um ekki að nálgast 100 aðila sem
selja framleiðsluna okkar. En það
var ljóst strax í upphafi, að mark-
aðurinn var einkum fyrir reykta
fiskinn og í dag reykjum við megn-
ið af framleiðslunni.“
Hvað framleiðið þig mikið?
„Þetta eru í dag um tíu tonn á
ári. Þetta var auðvitað miklu
minna í byrjun og það tekur alveg
tvö ár að ala seiði upp í slátur-
stærð. En framleiðslan hefur ver-
ið að aukast jafnt og þétt til
þessa, en eftirspurnin er slík að
við höfum aldrei náð að framleiða
upp í pantanir. Við erum með frá-
bæra aðstöðu til fiskeldis frá nátt-
úrunnar hendi og höfum vatn og
pláss til að auka framleiðsluna
upp í milli 20 og 30 tonn. Við erum
með það mikið af seiðum í upp-
vexti núna að framleiðslan fer fyr-
irsjáanlega upp um 4-5 tonn
næsta ár. Það er einmitt mjög
skemmtilegur tími í þessu núna,
því varan selur sig sjálf ef þannig
mætti að orði komast og síminn er
að hringja í tíma og ótíma, kaup-
menn að falast eftir bleikju frá
okkur,“ svarar Jónas.
Jónas og Ragnhildur vinna sjálf
við framleiðsluna og „gera allt“,
eins og þau komast að orði. Þau
eru með klakfisk sem er annars
vegar af stofni Grenlækjár og Eld-
vatns í Meðallandi og hins vegar af
stofni Ölversvatns á Skaga. Skaft-
fellska bleikjan er sjógöngustofn
sem er með fallega rautt kjöt.
Norðlenska bleikjan vex hraðar,
en er með ljósara kjöt. Þau hafa
verið að blanda stofnunum saman
og tekist það svo vel að afsprengið
hefur litarhátt sjógöngustofnana
og vaxtarhraða Skagastofnsins.
Þau halda klakfisk, strjúka sjálf
hrogn og svil, ala seiði, slátra,
reykja, pakka, verðmerkja og
keyra út. Samhliða þessu kaupa
þau tíu tonn af laxi frá Rifsós og út
úr því kemur 6 tonna framleiðsla
af reyktum laxi undir merkjum
Fagradalsbleikju. Þau reka auk
þess sauðfjárbú, eins og áður er
getið, og telja að ef fyrirtækið
stækki eins og verið hefur þurfi
brátt að fara að ráða starfsfólk.
Erlendur markaður
og verðlaun
Jónas er spurður um erlendan
markað og hvort hugurinn leiti
ekki þangað. Hann svarar því til að
vissulega væri slíkt gaman og hann
hafi það fyrir satt að hann gæti
hugsanlega selt alla sína fram-
leiðslu á einn stað og haft allt að
50% meiri hagnað upp úr krafsinu.
„Það sem stendur í veginum er, að
þeir aðilar sem hafa haft samband
eru með stórar verslunarkeðjur á
bak við sig, allt að 500 verslanir, og
eru að tala um svo mikla fram-
leiðslu að það er bara dropi í hafið
hjá því sem við framleiðum hérna.
En við erum með augun opin og
fylgjumst vel með, hver veit hvað
gerist. Við erum t.d. inni í mynd-
inni hjá frönskum aðila sem var
hér á landi síðasta sumar að at-
huga með stórfelld kaup á reyktri
bleikju. Við bíðum bara og sjáum
til.“
Hvernig er það tiikomið að þið
fáið fyrirspurnir að utan?
„Það geta nú verið ýmsar skýr-
ingar á því. Bleikja hefur náð viss-
um sess sem góður matfiskur í
Evrópu og svo hefur okkur gengið
mjög vel þegar okkur hefur staðið
til boða að hafa sýnishorn af fram-
leiðslunni á alþjóðlegum sýningum.
Við sendum t.d. bleikju út á stóra
alþjóðlega sýningu í Hjerning á
Jótlandi árið 1994 og náðum silfur-
verðlaunum. Það sama gerðist á
Mat’98 í Kópavogi, þá vorum við
með sýnishorn af framleiðslu okkar
og fengum silfurverðlaun fyi'ir
reykta laxinn okkar.“
Hverju þakkið þið þennan ár-
angur?
„Við höfum einbeitt okkur að
vönduðum vinnubrögðum og þróað
okkur áfram. Þá hefur faðir minn,
Erlendur Sigurþórsson, sem er
kjötiðnaðarmeistari hjá Síld og
fiski, verið okkur stoð og stytta og
veitt ómetanlega ráðgjöf í gegnum
tíðina. Þetta er ekki síður hans ár-
angur en okkar.“
Hvernig reykið þið?
„Þetta er beykireyking upp á
gamlan máta. Án þess þó að við sé-
um með þetta inni í torfkofa."
Vilja menn ekki taðreykt?
„Það er ekkert spurt um það.“
Nánast „lífrænt"
Jónas segir að allt frá upphafi
Fagi-adalsbleikju hefði verið kapp-