Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 26/9 - 2/10
É
INNLENT
►SNARPUR jarðskjálfti, um
4,3 á Richters-kvarða, varð
við Hestvatn í Árnessýslu á
mánudag. Annar skjálfti sem
mældist 3,7 á Richters-
kvarða varð á sömu slððum
á þriðjudagskvöld.
►AÐGERÐASTIGI 2 við
birgðaskipið E1 Grillo lauk á
fimmtudag. Komið hefur
vcrið í veg fyrir olíuleka úr
skipinu.
►ALÞINGI fslendinga var
sett á föstudag þegar forseti
íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, setti 125.
löggjafarþingið. Halldór
Blöndal var endurkjörinn
forseti þings á þessum fyrsta
þingfundi.
►STÖÐ 2 og Bylgjan hefja í
sameiningu útscndingu á
morgunsjónvarpi 1.
nóvember nk.
►EIGNIR lífeyrissjóðanna í
erlendum hlutabréfum hafa
vaxið hröðum skrefum síðan
1997 og numu í júnflok 57
milljörðum króna.
►HAGFRÆÐINGAR vöruðu
við aukinni verðbólgu á
opnum fundi Samiðnar á
fimmtudag. Brotlending
hagkcrfisins var sögð kunna
valda gengisfellingu og
samdrætti í atvinnulífinu.
►KR-INGAR eru
bikarmeistarar karla í
knattspyrnu. Þeir sigruðu
Skagamenn í
bikarúrsjitaleik 3-1.
►BENSÍN hækkaði í verði
um 90 aura um
mánaðamótin. Ekki er nema
mánuður síðan bensín
hækkaði síðast, en þá
hækkaði það um 5,30 kr.
►HALLI sjúkrahúsa og
heilbrigðisstofnana er
áætlaður 2,4 milljarðar á
þessu ári. Þar af nemur halli
sjúkrahúsanna í Reykjavík
1,8 milljörðum.
SÍF og ÍS sameinuð
ÁÆTLUN um samruna SÍF og ÍS
undir merkjum SÍF hf. var samþykkt á
stjórnarfundum beggja félaganna á
þriðjudag. Hlutur SIF í félaginu verður
70% og hlutur ÍS 30%. Samruni
fyrirtækjanna miðast við 1. júlí 1999, en
gert er ráð fyrir að samrunaáætlunin
verði undirrituð 15. október nk. Hlutafé
félagsins verður 1.500 milljónir króna.
Átta í varðhaldi
ÍSLENDINGARNIR tveir sem
handteknir voru í Kaupmannahöfn sl.
sunnudag, grunaðir um aðild að stóra
fíkniefnamálinu, hafa verið úrskurðaðir
í gæsluvarðhald. Alls sitja nú átta
manns í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Rannsókn á fjármálahlið málsins heldur
áfram og er talið að verðmæti hald-
lagðra og kyrrsettra eigna nemi um 70
milljónum króna. Meðal þess sem lagt
hefur verið hald á eru bflar, hross og
málverk.
Rekstrarafgangur
áætlaður 15 milljarðar
FRUMVARP til fjárlaga var lagt fram
á Alþingi á föstudag. Gert er ráð fyrir
að rekstrarafgangur ríkissjóðs verði 15
milljarðar á næsta ári, sem er að
líkindum einn mesti rekstrarafgangur i
sögu rfldsins. Þá munu vaxtagjöld
ríkissjóðs lækka um einn milljarð
króna. Fjármálaráðherra sagði æski-
legt að nota umfram fé til að greiða
niður erlendar skuldir.
Rússar gera innrás
í Tsjetsjníu
ÞÚSUNDIR rússneskra hermanna réð-
ust ínn í Tsjetsjníu á föstudag eftir að
stjóm Rússlands
hafði lýst þvi yfir að
hún viðurkenndi ekki
lengur stjóm Aslans
Maskhadovs, leiðtoga
sjálfstjórnarlýðveldis-
ins. Meira en þúsund
skriðdrekar og bryn-
vagnar vom notaðir í
innrásinni sem náði
um 15 kílómetra inn í
Tsjetsjníu.
Rússnesk dagblöð
höfðu sagt að stjórnin hygðist leggja höf-
uðstaðinn, Grosní, og láglendið í norður-
hluta Tsjetsjníu undir sig í nokkrum
áfóngum. Langtímamarkmið ráðuneytis-
ins væri að koma á fót „nýrri
tsjetsjenskri stjórn" á yfirráðasvæði
Rússa í héraðinu.
Rússneski herinn hélt áfram dagleg-
um loftárásum sínum á Tsjetsjníu og
hermt var á föstudag að allt að 88.000
manns hefðu flúið til nágrannahérað-
anna.
Yersta kjarnorkuslys
í sögu Japans
KJARNORKUSLYS varð í úraníum-
vinnslustöð í bænum Tokaimura í Japan
á fímmtudagsmorgun en sérfræðingar
sögðu um kvöldið að tekist hefði að
stöðva keðjuverkun og geislun væri að
minnka. Þetta er versta kjarnorkuslys í
sögu Japans og talið er að mistök
starfsmanna og ófullnægjandi öryggis-
ráðstafanir hafi valdið því.
55 manns urðu fyrir geislun og ílestir
þeirra voru starfsmenn stöðvarinnar og
björgunaimenn sem sendir voru á stað-
inn. Þrír starfsmenn úraníumstöðvarinn-
ar voru í lífshættu á sjúkrahúsi, sem er
sérhæft í meðferð fólks er orðið hefur
fyrir geislun. Nokkrir sérfræðingar
sögðu litlar líkur á því að hægt yrði að
bjarga lífí þeirra.
► ÖFLUGUR landskjálfti
reið yfir mið- og suðurhluta
Mexíkó á fimmtudag og varð
að minnsta kosti 22 að bana.
Skjálftinn mældist 7,4 stig á
Richters-kvarða og upptök
hans voru í Kyrrahafinu.
► FRIÐARGÆSLULIÐIÐ,
sem reynir nú að ná Austur-
Tímor á sitt vald, hóf erfið-
asta hluta verkefnisins til
þessa á föstudag með sókn til
vesturhluta landsins, þar sem
vopnaðir hópar andstæðinga
sjálfstæðis hafa verið öflug-
astir. Foringi austur-
tímorskra vígamanna, sem
hafa flúið til Vestur-Tímors,
kvaðst hafa safnað 12.000
manna liði til árása yfir
landamærin á morgun.
► SÆNSKA akademi'an til-
kynnti á fimmtudag að Giint-
er Grass, þekktasti rithöf-
undur Þjóðveija, hlyti bók-
menntaverðlaun Nóbels í ár.
Grass varð frægur í einu vet-
fangi í Þýskalandi fyrir
skáldsöguna „Blikktromm-
una“ árið 1959.
► ÓEIRÐALÖGREGLANí
Belgrad beitti kylfum til að
dreifa um 30.000 stjómarand-
stæðingum sem reyndu að
ganga að bústað Slobodans
Milosevic Júgóslavíuforseta á
miðvikudagskvöld til að krefj-
ast þess að hann segði af sér.
Að sögn óháðrar útvarps-
stöðvar í borginni særðust um
60 manns í átökunum.
► BILL Clinton Bandaríkja-
forseti hefur óskað eftir að-
stoð stjórnvalda í Iran við að
hafa uppi á þeim scm bera
ábyrgð á mannskæðu
sprengjutilræði við banda-
ríska herstöð í Sádi-Arabíu
árið 1996. Clinton gaf til
kynna að Bandaríkjastjórn
æskti bættra tengsla við
landið.
Málþing um reynsluna af hækkun sjálfræðisaldurs
Fjármagn hefur ekki
íylgl verkefnum
NÝ LÖG um sjálfræðisaldur tóku
gildi í janúar 1998 en þá var hann
hækkaður úr 16 ára í 18 ára. Við
þessa breytingu stækkaði verulega
sá hópur, sem er undir umsjón upp-
eldis og meðferðastofnana fyrir
börn og unglinga. Ekki var nægi-
lega vel komið til móts við þessa
breytingu af hálfu yfirvalda að mati
FÍUM, Félags íslenskra uppeldis-
og meðferðarstofnana fyrir börn og
unglinga, og hafa heimilin og stofn-
anirnar þurft að bregðast við auknu
álagi sjálf. Þetta er meðal þess sem
kom fram á málþingi FIUM um
reynsluna af hækkun sjálfræðisald-
urs._
FÍUM var stofnað fyrir rúmlega
ári og undir félagið falla meðferðar-
heimili Barnaverndarstofu um land
allt, meðferðarheimilið Stuðlar,
barna- og unglingageðdeild Land-
spítalans, heimili og stofnanir undir
Félagsþjónustunni og Rauða kross
húsið. Formaður félagsins, Þórunn
Ólý Óskarsdóttir, segir í samtali við
Morgunblaðið að markmið félagsins
sé að auka samskipti og samvinnu
þeirra 15 heimila og stofnana sem
eiga að því aðild. Einnig beiti FÍUM
sér fyrir því að vekja athygli á mál-
efnum barna og unglinga sem eiga í
vanda.
Biðtími yngri unglinga eftir
meðferð hefur lengst
Á málþinginu var rætt um áhrif
hækkunar sjálfræðisaldursins á
þessar meðferðarstofnanir. „Svo
virðist sem ekki hafí verið tekið með
í reikninginn að þær meðferðar-
stofnanir sem eiga að sjá um þennan
aldurshóp þyrftu að fá aukafjármagn
í kjölfar þessara breytinga,“ segir
Þórunn.
Á meðferðarheimilum ríkisins eru
40 meðferðarpláss. í dag er staðan
sú að í 18 þeirra eru unglingar á
aldrinum 16 til 18 ára. Biðlistar eru
sífellt lengri og þar sem eldri ung-
lingarnir eru oft verr á sig komnir og
með lengri neyslu að baki ganga þeir
oft fyrir þeim sem yngri eru og því
hefur biðtími yngri unglinga eftir
meðferðlengst mjög.
Ólöf Ásta Farestveit er dagskrár-
stjóri meðferðarheimilisins á Stuðl-
um og einnig í stjórn FÍUM. Hún
segir ýmis vandamál hafa komið upp
í tengslum við að skjólstæðingahóp-
ur þeiiTa á Stuðlum sé orðinn stærri
og breyttur. Það kalli á aukinn
mannafla, en á honum sé ekki kostur
miðað við óbreytta fjárveitingu.
Einnig bendir hún á að þarfir ein-
staklinga innan svona breiðs aldurs-
hóps séu mjög ólíkar. „Hópurinn
sem kemur til okkar er á aldrinum
12 til 18 ára og það segir sig sjálft að
reynsluheimur 17 og 18 ára krakka
er allt annar en reynsluheimur
þeirra sem eru 12 til 13 ára,“ segir
Ólöf Ásta.
Besti kosturinn væri sérstök
meðferð fyrir 16 til 18 ára
Áður en lögunum um sjálfræðis-
aldur var breytt gilti það sama um
16 til 18 ára unglinga og gildir um
fullorðna. Þeir fóru í áfengismeðferð
með fullorðnum og ef þurfti að vista
þá á geðdeildum fóru þeir á geð-
deildir fyrir fullorðna.
í því samhengi tekur Ólöf Ásta
fram að henni finnist lögin sem slík
góð. „Auðvitað þarf að hafa 16,17 og
18 ára krakka sem eiga í vanda ann-
ars staðar en með fullorðnum. En
besti kosturinn væri að sjálfsögðu að
hafa sérstaka meðferð fyrir 16 til 18
ára.“
Þórunn tekur undir þetta og segir
að þau séu alls ekki að mótmæla lög-
unum sjálfum og að þau hafi haft
margt gott í för með sér. „Foreldrar
hafa nú forræði yfir bömum sínum
lengur og þurfa að taka ábyrgð á
þeirra málum. Auðvitað er líka gott
að unglingar á þessum aldri þurfi
ekki að fara inn á geðdeildir iyrir full-
orðna. En það verður að búa þannig í
haginn fyrir þær meðferðarstofnanii’
sem taka við þesum aldurshópi að
þær séu í stakk búnar til að gera það
og þá með tilliti til þess í hvers konar
vandamálum unglingarnir eiga, en
þau eru allt önnur en hjá yngri ung-
lingum. Mörg hafa verið í langvarandi
neyslu og afbrotum og auk þess líta
þau á sig sem fullorðin og verður því
að mæta þeim á allt annan hátt en
þeim sem yngin eru.“
Einnig bendir hún á að álag á
starfsfólk hafi aukist mikið við þess-
ar breytingar því nú séu þau að eiga
við eldri og oft á tíðum ofbeldisfyllri
einstaklinga.
Á málþinginu var samþykkt álykt-
un þar sem tekið er fram að tryggja
verði fjármagn til fjölgunar á rýmum
í neyðarvistun og bráðamóttöku fyr-
ir börn og unglinga. Einnig verði að
tryggja fjármagn til fjölgunar á
starfsfólki. Starfsfólk verði auk þess
að fá menntun og þjálfun til að það
geti mætt þörfum 16 til 18 ára ung-
Iinga.
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Slðumúla 7 • Sími 510 2500
Morgunblaðið/Ásdís
Ný endur-
hæfingar-
miðstöð
SÍBS
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, tók fyrstu skóflustung-
una að nýrri endurhæfingarmið-
stöð SÍBS að Reykjalundi sl. fóstu-
dag.
Endurhæfingarmiðstöðin er
reist fyrir fjármagn sem fékkst í
söfnuninni Sigur lífsins þar sem
söfnuðust rúmlega 45 milljónir.
Endurhæfingarmiðstöðinni er ætl-
að að bæta aðstöðu til endurhæf-
ingar á Reykjalundi og á t.d. að
koma þar fyrir vel búnum þjálfun-
arsal og sérhæfðri sundlaug.
Um 1.300 sjúklingar hljóta end-
urhæfingu á Reykjalundi árlega.