Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RÓSA JÓNSDÓTTIR + Rósa Jónsdóttir fæddist í Ur- bana í Illinois í Bandaríkjunum 6. ágúst 1989. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 22. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Guðrún Erla Sigurbjarna- dóttir hárgreiðslu- meistari og Jón Hrólfur Sigurjóns- son tónlistarkenn- ari. Bróðir hennar er Daði Jónsson. Utför Rósu fer fram frá Langholtskirkju á morgun, mánudaginn 4. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans Rósin mín. Það sem gerst hefur, er eitthvað sem enginn skilur. En minningamar um þig munum við eiga um alla framtíð og þær getur enginn tekið frá okkur. Eg sá þig fyrst rúmlega árs gamla þegar þú komst heim frá Ameríku með foreldrum þínum og Daða. Þú varst svo undur fallegt barn, búttuð og með krullað hár. Þú þroskaðist fljótt og byrjaðir snemma að tala. Gast þulið upp nafnið þitt, heimilisfang og síma- númer, aðeins tveggja ára gömul. En pabbi þinn setti þig á gat þegar hann spurði um kennitöluna þína. Þú varst einstök. Kappsöm, dug- leg, ákveðin, viðkvæm og ljúf, allt í senn. Það kom fljótt í Ijós hve ákveðin þú varst. Þú varst ekki nema fjög- urra til fimm ára þegar þú gafst skýr skilaboð um það að kjólar og pils væru ekki við þitt hæfi. Buxur skyldu það vera. Mamma þín reyndi að tala þig til og kannski var hægt að fá þig til að fara í kjól í jólamat- inn til ömmu en þá sko í stuttbuxum undir. Manstu þegar ég og Anna Rósa gáfum þér nærföt, með rósum og rauðum slaufum. Þú þakkaðir kurteislega fyrir þig en þegar þú varst ein með mömmu þinni sagðir þú: „Ég fer sko aldrei í þetta.“ Manstu þegar þú fórst með okkur í Munaðames um páska og við tók- um Akraborgina. Við fórum út á dekk og ég hélt á Þorbjörgu Önnu í fanginu. Aður en nokkur vissi tók hún sólgleraugun af mér og henti þeim í sjóinn. Að þessu hlógum við - mikið. Þú sagðir Þorbjörgu Önnu frá þessu fyrir stuttu síðan og fannst henni þetta jafn fyndið og okkur á sínum tíma. Margar minningar á ég um þig á Mosunum þar sem okkur öllum finnst svo gott að vera. I sumar komst þú aust- ur með Tinnu og Sigur- jóni Ama, og fannst þér mikið til um það. Þið bulluðuð alla leið- ina austur, bjugguð til sögur og leiðin austur var óvenju stutt í þetta skiptið. Að labba upp á Killa, fara niður að á, spila yatsy í bollanum, að spila krikket, þessar minningar á ég um þig. Og svo þú og amma, báðar með hár- ið út í loftið, þú með nikkuna að spila fyrir okkur og hefðir ömgg- lega tekið fyrir okkur trommusóló ef þér hefði unnist tími til. Elsku Rósin mín, ég ætla að kveðja þig með bæninni sem afi þinn kenndi mér þegar ég var bam. Þessa bæn kenndi Rósa amma hon- um og ég veit að hann fór með hana með þér þegar þú gistir hjá honum síðast. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson írá Presthólum.) Elsku Jón, Erla og Daði, megi Guð vera með ykkur á þessum erf- iðu tímum. Helga. Það era daprir dagar hjá henni systur minni, mági og syni þeirra. Já, hræðilegt högg fyrir okkur öll þegar lítið bam er tekið frá okkur með svo miskunnarlausum hætti sem raun ber vitni. Segja má að þetta sé kóróna sorgarinnar, meiri sorg er ekki til í mínum huga. Það er erfítt að setjast niður og skrifa um lítið saklaust bam sem átti alla framtíðina fyrir sér, að maður hélt allavega. Það hvarflaði ekki annað að mér þó að Rósa væri veik sem byrjaði síðastliðinn fóstudag, hinn 17. sept. á afmælisdegi fóður okkar, sem andaðist 1984. Sjúkdómur sem eng- inn þekkti og engin gat neitt gert við, ótrúlegt á þessari tækniöld, engin svör, en nóg af spumingum. Ég talaði við Erlu systur á föstu- dag, og var hún í miklu uppnámi eins og gefur að skilja, þegar bamið manns fær óvenju mikinn hita, en að endalokm væra framundan datt engum í hug. OSWALDS simi 551 3485- ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN adai.sim:i'i ui • ioi iii:vi<jÁvÍK LfKKISTi;VINNUSIOI:A EYVINDAR ÁRNASONAR Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgreina Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri__________________útfararstjóri Rósa hefur verið annar auga- steinn foreldra sinna. Ég kynntist henni ekki mikið, en þau skipti sem ég spjallaði við hana var hún ákaf- Iega prúð og stillt bam, dugleg í skólanum og spilaði á harmoniku, þeim til mikillar ánægju sem nutu þess. Það er góð tilfinning að njóta góðra stunda þegar bömum okkar gengur vel. Hugur okkar allra er hjá þeim allar stundir alla daga, það er aldrei eins mikiil vilji að fá að gera eitthvað, hjálpa til eða létta undir hjá þeim sem verða fyrir svona missi, allavega léttir það mér ef ég get gefið eitthvað af mér á ein- hvem hátt. Maður er heltekinn af þessum ósköpum. Hreiðar bróðir hringdi í mig snemma morguns og hinum megin á línunni var sagt: Hún Rósa litla er dáin, það vora engin orð til, aðeins þögnrn ein, það var ótúlegt högg sem ekki orð fá lýst. Konunni minni varð það að orði að það væri mikill sársauki að eiga þessi blessuðu böm en sárs- aukinn gæti nú ekki verið meiri en að missa þau. Mér fannst það hugg- un að vita til þess að tengdamóðir Erlu, hún Nanna, væri hjá þeim all- ar stundir, og er hún þeim mikill styrkur, þessi indælis kona, og er ég þakklátur henni fyrir það og öll- um auðvitað sem sýna henni systur minni, mági og honum Daða, syni þeirra, hjálp og samhug. Erla hefur átt við mikil veikindi að stríða undanfarið ár og fyrir um það bil ári lést móðir okkar. Vora það löng og erfið veikindi hjá henni. Rósa var oft hjá mömmu og var hún í miklu uppáhaldi hjá mömmu. Þetta hefur verið erfitt ár og er engan veginn hægt að sætta sig við svona áföll, en öll verðum við að læra að lifa við það sem maður get- ur ekki breytt. Minningar um hana Rósu litlu verða vel geymdar í huga okkar allra. Það er smá huggun að eiga þó gott myndasafn sem við voram að fletta heima hjá Erlu og Jóni um daginn, svo ég tali nú ekki um á myndbandi sem er nú til sem hægt er að skoða með ættingjum og vin- um alla ævi. Þó svo að æviár Rósu séu nú ekki mörg era þau yndisleg og ógleymanleg, já, saklaus tíu ára stelpa sem engum hefur gert neitt nema gott. A morgun, mánudaginn 4. okt., kveðjum við Rósu og verður það sorglegasti og eftirminnilegasti dagur í mínu lífi sem komið er alla- vega, að kveðja böm úr manns eigin fjölskyldu er átakanlegt fyrir okkur öll sem verðum fyrir því. Elsku Erla mín, mágur og Daði minn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Maður er sár og hugur minn er hjá ykkur alla daga og hverja stund. Guð blessi og styrki ykkur öll sömul í framtíðinni. Egvar lítið bam og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu Getur ekld glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea.) Hafsteinn Sigurbjarnason. Ég vildi ekki trúa því þegar mér var sagt að Rósa væri dáin, og vil það ekki enn. Það er óskiljanlegt, Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. litla frænka mín, farin frá okkur, og við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Rósa var afar sérstök stelpa og viðkvæm sál. Hún var góð við alla og vildi aldrei særa neinn. Alltaf var hún þakklát fyrir það sem hún fékk. Dugnaðurinn í henni var ein- stakur og það var aldrei neitt mál að biðja Rósina um aðstoð. Hún var t.d. aðstoðarmaður minn í „krakka- afmælinu“ mínu í mars. Rósa hafði mjög gaman af tónlist og tók hún oft lagið fyrir okkur á nikkuna. Stundum gat hún verið svolítið til- baka en á sumu hafði hún mjög ákveðnar skoðanir. Og þá var sko ekki gefið eftir. Við áttum margt sameiginlegt. Oft sátum við við eldhúsborðið í Bræðró og spiluðum og þegar Rósa svaf yfir nótt var alltaf jafn gaman að heyra hana og ömmu hrjóta í kór þegar ég kom heim seint á kvöldin. Ég læt hugann reika og man þeg- ar við spiluðum krikket fyrir aust- an. Við voram saman í liði og tókst henni af mikilli snilld að senda kúlur andstæðinganna eitthvað langt út í buskann á meðan mér tókst aðeins að dúndra í tána á mér. Þessu hló hún mikið að, og reyndar allir, og var hún dugleg að minna mig á þessi mistök. Eftir þetta lét ég hana alfarið um að losa okkur við and- stæðingana. Rósa, manstu öll skiptin sem við fóram í bíó og leikhús? I bflnum á leiðinni fífluðumst við alltaf mikið og hlógum. Ekki skildu allir húmor- inn hjá okkur Rósu en okkur var al- veg sama um það. Einu sinni bauð ég Rósu í bíó og í staðinn ætlaði hún að aðstoða mig við að þrífa bílinn. Fyrst fóram við í bíó og svo á bflaþvottastöðina sem henni fannst mjög spennandi. En svo þegar við voram í þann mund að hefjast handa byrjaði að rigna. Svo við hættum bara við og fóram og fengum okkur hamborgara í stað- inn. Þetta var góður dagur. Ég á margar góðar minningar um Rósrna sem ég mun varðveita vel um ókomna tíð. Elsku Rósa mín, ég bið Guð um að geyma þig, sofðu rótt. Ég gleymi þér aldrei. Tinna. Elsku frænka. Við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Nú ert þú engill hjá ömmun- um, Þorbjörgu og Gillu. Við munum þig alla tíð. Sofðu rótt, elsku frænka. Snert hörpu mína, himinboma á's, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka úr smiðjumó í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Eg heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit, snert hörpu mína, himinboma dís, og hlustið, englar guðs í paradís. (Davíð Stef.) Sigurjón Árni, Þorbjörg Anna, Kristjana Björk. Elsku Rósa mín. Litli engillinn minn, ég spyr mig í sífellu: Af hverju þú? Fráfall þitt er mér alveg óskiljanlegt, svo ósanngjamt, þú sem áttir allt lífið framundan. Það er svo margt sem flýgur í gegnum huga minn, allar þessar spurningar sem við fáum vafalaust aldrei svör við. Ég mun aldrei gleyma þebn stundum sem ég átti með þér og bróður þínum. Elsku Daði minn, ég get ekki skilið hvemig á að sann- færa þig, mömmu þína og pabba um að guð einn hafi vfljað fá Rósu til sín núna, en einhversstaðar er nú sagt 3 lómabwð in öa^ðsKom v/ PossvogsUiukjLigarS Símii 554 0500 að vegir guðs séu órannsakanlegir. Elsku Erla, Jón og Daði, megi góð- ur Guð gefa ykkur allan þann styrk sem tfl er og mun ég minnast ykkar í bænum mínum er ég leggst til hvflu hvert kvöld. Ég kveð þig með táram, litla frænka. Ég veit að amma og góður guð era búin að taka á móti þér, og er ég sannfærð um að þau hlúa vel að þér. Bless, elsku Rósa frænka. Sigríður Dagný. í 5. bekk GÆ í Langholtsskóla ríkir djúp sorg og söknuður vegna skyndilegs fráfalls Rósu Jónsdótt- ur, en hún var bekkjarfélagi bam- anna og vinur allt frá því þau hófu skólagöngu og til endadægurs. Rósa- var einstaklega hraustleg og lífleg telpa, enda vinsæl bæði í hópi telpna og drengja. Hún lék sér jafnt við bæði kynin og lét sem vind um eyran þjóta, væri henni strítt á því. A hana var hlustað og tillögur hennar og hugmyndir af margvís- legasta toga náðu oftar en ekki fram að ganga í vinahópnum. Hún var rólegur og yfirvegaður nemandi í kennslustundum, en öðram böm- um kátari og glaðari í leik. Rósa var mannasættir; með útsjónarsemi og rósemi, tókst henni oft að tala máli andstæðra hópa og vinna um leið hugmyndum sínum fylgi. Hún var músíkölsk, og fór þar sínar leiðir; hún lærði á harmoníku í nokkur ár, og nú í haust hugðist hún byrja að læra á trommur. A snöggu augabragði er klippt á lífsþráð þessa bams, og eftir sitja nemendur og kennarar agndofa og reyna að takast á við þá harkalegu staðreynd. Börnin gráta Rósu, þau gráta missi sinn, en þó einkum missi foreldra hennar og bróður. Það hjálpar að minnast bekkjarsystur sinnar með því að skapa eitthvað; þau hafa teiknað, klippt og límt saman yndislegar myndir, þau hafa skrifað Rósu einlæg bréf, full af skemmtilegum minningabrotum, sem tíu ára gamlir vinir eiga sam- eiginleg. Nú í haust var tekið að kenna námsgreinina Lífsleikni, samkvæmt aðalnámsskrá grannskóla. Þar segir meðal annars um tilgang í mark- miðslýsingu: - að auðvelda bömum að setja sig í spor annarra. - að þroska næmi barna á marg- breytileika eigin tilfinninga og geta tjáð þær. - að efla samkennd innan bekkj- arins. - að bömin geri sér far um að rækta með sér sálrænan styrk. A öll þessi markmið námsefnis- ins, sem við eðlilegar aðstæður era margra ára þroskaferli, hefur reynt undanfama daga - með harkalegum hætti. Þar að auki hefur þessum tíu ára gömlu bömum orðið ljós eigin dauðleiki á áþreifanlegan hátt, og þau hafa komist í náin kynni við hverfulleika tilverunnar. Þau hafa ekki staðið ein, margir færir aðflar, er málið varðar, hafa veitt þeim styrk. En fyrst og síðast hafa þau verið umvafin elsku og styrk for- eldra sinna. Rósa Jónsdóttir var einnig um- vafin ást og umhyggju eigin for- eldra. Enginn skilur af hverju hún var frá þeim tekin á þennan mis- kunnarlausa hátt. Við eigum engin svör. En við biðjum af einlægni um styrk foreldram hennar og bróður til handa í þeirra sára sorg. Elsku Rósa, þín er sárt saknað og þú ert treguð. Minningarnar sem við eigum um þig munu þó aldrei frá okkur teknar og þær munu lifa með okkur. Nemendur og kcnnarar 5. GÆ. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ijóssins öndum. (B. Halld.) Rósa Jónsdóttir, tíu ára gömul er látin eftir fárra daga veikindi. Við stöndum skilningsvana þegar lífs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.