Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 27
FERÐUM ( MEÐFERÐ HREYFIHAMLAÐRA BARNA HEFUR SEST AÐ Á ÍSLANDI
vikna meðhöndlun á stofnunina í
Búdapest. Að sögn Margitar spurð-
ist árangurinn sem þar náðist út
þegar mæðgurnar komu aftur til Is-
lands.
I febrúar síðastliðnum var Margit
fengin hingað til lands í tvær vikur
til þess að meðhöndla ungan fjöl-
fatlaðan mann. Af því tilefni hélt
hún kynningarfund fyrir foreldra og
sjúkraþjálfara þar sem hún sýndi
meðal annars myndbönd frá Dé-
vény-stofnuninni og skýrði frá þeim
aðferðum sem notaðar eru.
I kjölfar þess skapaðist vilji með-
al foreldra fyrhr því að fá Margit
aftur til landsins með það fyrir aug-
um að hún dveldist hér í lengri tíma
og sinnti starfi sínu í þágu íslenskra
barna.
Hingað kom hún því í júlí ásamt
eiginmanni og tólf ára dóttur og
hefur sett markið á að dveljast hér í
eitt ár til að byrja með.
„Mér fannst að ef til vill gæti ég
hjálpað börnum hér á landi. Ung-
verskir sjúkraþjálfarar búa yfír nýj-
um aðferðum í meðferð hreyfíhaml-
aðra sem hafa reynst afar árangurs-
ríkar og ég vildi einnig gefa Islend-
ingum kost á að njóta þeirra.“
Sársauki stundum
óumflýjanlegnr
Aðferðimar byggjast á því að
vöðvamir eru fyrst undirbúnir með
því að teygja vel á þeim. Þegar um
er að ræða einstaklinga með
spastísk einkenni er reynt að rétta
úr krepptum vöðvum eins og ástand
leyfír.
Því næst hefst hin eiginlega með-
ferð sem er einkennandi fyrir Dé-
vény-aðferðina. Vöðvamir em
nuddaðh- af nokkurri festu en teygt
er á þeim um leið. Sjúkraþjálfarinn
notar fíngur sína til þess að komast
inn á milli vöðvatrefjanna í því
skyni að losa um og teygja á vöðv-
um og sinum.
Þegar unnið hefur verið með
vöðvana, þeh- styrktir og mýktir,
hefst hin eiginlega hreyfíþjálfun.
Þar sækh' Dévény í reynslu sína
sem hreyfilistakennari. Unnið er
með börnin ein eða í hóp og gerðar
æfingai- í takt við tónlist. Markmið
æfinganna er meðal annars að
styrkja líkamann og þjálfa samhæf-
ingu.
Heilinn örvaður í gegnum
vöðva og taugakerfí
Að sögn Margitar er oft um sárs-
aukafulla aðferð að ræða. Markmið-
ið er meðal annars að finna tengsl
og legu sina og vöðva. „Með því að
losa um stirða vöðva styrkjum við
ekki einungis stoðkerfið, heldur
örvar nuddið jafnframt taugakerfi
einstaklinganna."
Margit bendh' á að aðferðir Dé-
vény gagnist ekki einungis til þess
að losa um stirða vöðva og byggja
upp of lina vöðva. „Ef barn hefur
hlotið heilaskaða í fæðingu eða eftir
hana eru nokkrir möguleikar á að
virkja önnur svæði heilans að ein-
hverju leyti í stað þeirra sem hafa
skaðast. Fram að átta mánaða aldri
er heili barna sérstaklega móttæki-
legur vegna hinna fjölmörgu tauga-
móta sem eru ótengd. Reynsla okk-
ar er sú, að með því að nudda
vöðvana á þennan hátt, örvum við
um leið taugakerfið sem tekur við
þeirri örvun og sendir boð til heil-
ans. Heilinn vinnur síðan úr þeim
og sendir aftur boð til taugakerfis-
ins.“
Hún segir að með þessari aðferð
megi því í raun kenna heilanum að
nota nýjar heilastöðvar og tengja
ný taugamót til þess að taka á móti
boðum og senda að nýju. „Árangur-
inn er þeim mun betri eftir því sem
börnin eru yngri þegar þau koma í
meðferð til okkar,“ heldur Margit
áfram. Hún bendir jafnframt á að á
tveimur sjúkrahúsum í Búdapest
séu starfandi sjúkraþjálfarar á
vökudeildum sem beita aðferðum
Dévény á fyrirbura og nýbura sem
þess þurfa.
Börn geta náð fullum bata
Algengt er að börn allt niður í
eins mánaðar gömul séu meðhöndl-
uð á stofnun Onnu Dévény. Mesta
árangurs er að vænta í tilfellum þar
Stórkostlegar framfarir
á fj órum vikum
f APRIL siðastliðnum fór Jó-
hanna Margeirsdóttir til Ung-
verjalands með son sinn, Margeir
Þór Hauksson, sem þá var átján
mánaða, j meðferð hjá Margit á
stofnun Onnu Dévény í einn mán-
uð. Að sögn Jóhönnu voru fram-
farirnar stórkostlegar á þessum
tíma og jafnvel meiri en hún
hafði þorað að vona.
Margeir á við svokallaða íjór-
lömun að stríða. Hann er
spastískur í útlimum og munu
vöðvar í þeim smám saman stífna
og jafnvel geta orðið
í þeim styttingar.
Vöðvar í bol Mar-
geirs eru hins vegar
linir og valda því að
hann á erfítt með
hreyfíngar og heldur
vart höfði.
Eftir fjögurra
vikna stífa þjálfun
hjá Margit í Ung-
veijalandi var Mar-
geir hins vegar far-
inn að velta sér
nokkuð auðveldlega
og var farinn að
halda vel höfði.
„Þetta var samt ofsa-
lega erfitt,“ segir Jó-
hanna. „Hann var í
þjálfun í tvær
klukkustundir á dag,
frá mánudegi til
föstudags, þessar Ijórar vikur.
Hann grét nánast stanslaust all-
an timann sem þjálfunin stóð yfír
og mér fannst þetta hræðilegt.
En þegar líða fór á dvöl okkar
fór árangurinn að koma í Ijós.“
Framfarirnar fram
úr björtustu vonum
Jóhanna segir að áhugi sinn á
aðferðum Dévény hafi vaknað
þegar hún las um þær í grein í
Morgunblaðinu. Það var þó ekki
fyrr en Margit kom hingað til
lands í febrúar, að hún kynnti sér
málið frekar.
„Eg grátbað Margit, þegar hún
kom hér í febrúar, að líta á Mar-
geir og segja mér hvort von væri
um að honum gæti farið fram ef
hann yrði meðhöndlaður sam-
kvæmt aðferðum Dévény. Hún
gerði það en vildi ekki vekja of
miklar vonir með mér. Hún taldi
þó að hann ætti möguleika á að
ná einhverjum árangri."
í kjölfarið ákvað Jóhanna að
freista þess að fara með Margeir
utan til meðferðar. Hún segist
jafnframt afar þakklát öllum
þeim sem studdu þau til fararinn-
ar.
Framfarir Margeirs fóru fram
úr björtustu vonum Jóhönnu.
Hún segir það alltaf hafa verið
markmiðið í sjúkraþjálfúninni
hér heima að hann næði að snúa
sér en það hafi ekki náðst fyrr en
hjá Margit.
„Eg bjóst alls ekki við því að
Margeir myndi ná fullum bata,
ég vonaðist aðeins eftir minnstu
framförum. Einungis það að fá
hann til að snúa sér var alveg
æðislegt og ég kom ofsalega
ánægð heim eftir þessa ferð,“
segir hún.
Afturför eftir að heim
var komið
„Þegar fór að líða að því að við
færum heim frá Ungverjalandi
fannst mér að helst yrði ég að
læra að tileinka mér aðferðir
Margitar til þess að geta viðhald-
ið þeim árangri sem hún hafði
náð með Margeir. Ég gerði mér
hins vegar grein fyrir því að það
er að sjálfsögðu ógerningur að
læra þær á einum mánuði og því
fannst mér stórkostlegt þegar
hún ákvað að koma til íslands og
ég sá fram á að Margeir gæti
haldið áfram í þjálfun hjá henni.“
Jóhanna segir að mjög fljót-
lega eftir að þau komu heim hafi
Margeir farið að stifna mikið aft-
ur og geta hans til að snúa sér
minnkaði. „Þá sá ég svart á hvítu
að meðferð Margitar skilaði ár-
angri. Eftir því sem vöðvarnir í
útlimunum mýktust og vöðvar í
bol styrktust náði
hann betur að
stjórna hreyfingum
sínum."
Margeir hóf með-
ferð hjá Margit að
nýju urn leið og hún
kom til Islands í júlí.
Jóhanna segir hann
þó ekki enn hafa náð
upp því sem ávannst
á vikunum Qórum í
Ungveijalandi en
Margit vinni að því
hörðum höndum.
Hann er í meðferð
þrisvar í viku
klukkustund í senn,
en vegna veikinda
hefur hann misst úr
töluvert af tímum.
Jóhanna segist
helst myndi kjósa að
auk þjálfunar hjá Margit, yrði
Margeir einnig áfram í hefð-
bundinni sjúkraþjálfun eins og
hann hefúr verið í til þessa.
„Meðferð annarra sjúkraþjálfara
hérlendis er töluvert ólík með-
ferð Margitar," segir hún.
„Margit er fyrst og fremst að
vinna með líkamann en hinir
vinna meira að eins konar hreyfí-
þjálfun. Þeir stilla Margeiri til að
mynda í ákveðnar stöður sem
hann þarf að læra að koma sér í,
kenna honum að nota hendurnar
með því að þjálfa hann í að hand-
leika hluti og svo framvegis. Ég
held að þetta hjálpi honum
hvorttveggja og myndi gjarnan
vilja halda áfram í báðu. Hins
vegar vildi ég alls ekki sleppa
Margit, það eru svo stórkostlegir
hlutir sem hún er að gera.“
Morgunblaðið/Ásdís
Framfarir Margeirs í Ungvcijalandi fóru fram úr
björtustu vonum Jóhönnu.
B arnaendurhæfing
hornreka á Islandi
„ÞETTA er mjög mikil handa-
vinna sem krefst gífurlegrar þol-
inmæði því framfarirnar eru svo
hægar,“ segir Gauti Grétarsson,
sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun
Reykjavíkur, þar sem Margit
starfar, um aðferðir Dévény. „En
það er einmitt þolinmæði og
natni sem einkennir Margit einna
helst.“
„Barnaendurhæfíng hefur ver-
ið nokkuð hornreka á Islandi,“
heldur hann áfram. „Hún krefst
mikillar þolinmæði og er n\jög
timafrek. Það er ef til vill ástæð-
an fyrir því að fleiri sjúkraþjálf-
arar sækja ekki í það starfsvið en
raun ber vitni.“ Hann segir að fá-
ir hafi sinnt þessum þætti hingað
til, eða cinungis tvær sjúkraþjálf-
unarstöðvar á höfuðborgarsvæð-
inu.
„Haft var samband við okkur
þegar það lá fyrir að Margit hefði
áhuga á að starfa hér á landi.
Þegar við heyrðum af aðferðum
hennar og árangri vildum við
gjarnan fá liana til okkar. Við hjá
Sjúkraþjálfun Reykjavíkur höfum
stefnt að því að innleiða í sífellu
Morgunblaðið/Ásdís
„Barnaendurhæfing krefst mik-
illar þolinmæði og er mjög
tímafrek. Það er ef til vill
ástæðan fyrir því að fleiri
sjúkraþjálfarar sækja ekki í
það en raun ber vitni," scgir
Gauti Grétarsson.
nýjungar í starf okkar og koma
hennar er hluti af því.“
Margit hefur einnig meðhöndl-
að fullorðið fóik hér á landi. Með-
al skjólstæðinga hennar er fólk
sem hefur hlotið hreyfihömlun
vegna heilaskaða á borð við
heilablóðfail og fólk með ýmis
álagsmeiðsli.
Gauti segir aðferðir Margitar
að miklu leyti byggjast á hefð-
bundnum aðferðum við sjúkra-
þjálfun og að hún noti sömu
grunnaðferðir og þekkist hér á
landi. „Hún hefur hins vegar
bætt sérmenntun ofan á þennan
grunn og það er meðal annars
þessi sérhæfing sem er að skila
svona miklum árangri."
Jafnframt segir hann að þrátt
fyrir að gæði þjálfunarinnar
skipti miklu máli, hafi það einnig
töluvert að segja hve mikla þjálf-
un börnin fá. „Það sem skortir
einna helst upp á endurhæfingu
hreyfihamlaðra barna hér á landi
er að fá nægilcga mikla þjálfun.
Við vonum að með komu Margit-
ar verði ha;gt að bæta úr því að
einhveiju Ieyti.“
sem um vöðvaslappleika er að ræða
en þá fer hann jafnframt eftir því
hve snemma á ævi bamsins með-
ferðin hefst.
Hún segir að fjölmörg dæmi séu
um að böm sem þjáðst hafi af
vöðvaslappleika hafi náð fullum
bata en böm sem era aftur á móti
ekki meðhöndluð við sjúkdómnum
geti jafnvel hlotið ævarandi hreyfi-
hömlun.
Að sögn Margitar er hins vegar
ekki hægt að vænta fullkomins bata
þegar um spastísk einkenni er að
ræða. Nokkur dæmi era þó um að
börn með spastísk einkenni hafi náð
sér að fullu, en meðhöndlun þeirra
hófst iðulega þegar þau voru mjög
ung.
„Aðferðir Dévény reynast jafn-
framt vel til þess að koma í veg fyr-
ir varanlegar vöðvastyttingar sem
verða í vöðvum sem fá í sífellu boð
um að dragast saman líkt og gerist
hjá þeim sem era spastískir. Að-
ferðimar hjálpa veralega til, sér-
staklega þegar til lengri tíma er lit-
ið, og koma jafnvel í veg fyrir að
vöðvakreppa verði svo mikil að ein-
staklingurinn líði stanslausar kvalir
líkt og algengt er hjá þeim sem eiga
við þessa fötlun að stríða,“ segir
hún.
„Við getum alls ekki læknað alla,
langt því frá,“ heldur hún áfram.
„Ég reyni alltaf að gera fólki grein
fyrir því. Hins vegar getum við
hjálpað til við að losa um stífa vöðva
svo auðveldara verði að nota þá.
Éinnig getum við hjálpað til við að
byggja upp lina vöðva.
Hvorttveggja greiðir fyrir því að
börn geti ef til viíl lært að snúa sér
og skríða og síðar jafnvel ganga.
Allar framfarir era stórkostlegar,
sama hversu smáar þær era.“
Þó svo að mesta áherslan sé lögð
á meðhöndlun hreyfihamlaðra
bama, hefur aðferðunum einnig
verið beitt á fullorðna sem hafa af
ýmsum ástæðum þurft á endurhæf-
ingu að halda. Þær hafa reynst vel
til endurhæfingar eftir slys en
einnig til þess að þjálfa einstaklinga
upp að nýju sem orðið hafa fyrir
heilaskaða til að mynda af völdum
heilablóðfalls.
„I tilfellum þar sem um fullorðið
fólk er að ræða, er árangurinn afar
misjafn," skýrir Margit. „Ég geri
fólki það ljóst að það megi alls ekki
vænta fulls bata en oft er um þó
nokkrar framfarir að ræða. Fólk er
að sjálfsögðu þakklátt fyrir hvert
lítið skref sem næst og er tilbúið til
að leggja á sig erfiðar og sársauka-
fullar æfingar fyrir vikið.“
Aðferðir Dévény kenndar við
Háskólann í Búdapest
Fyrir fjóram árum var stofnuð
deild í Imre Haynal-háskólanum í
Búdapest, sem er háskóli á sviði
heilbrigðisvísinda, þar sem boðið er
upp á U/2 árs framhaldsnám í að-
ferðum Önnu Dévény. Námið
stendur einungis þeim sjúkraþjálf-
uram til boða sem hafa lokið tilskil-
inni menntun og tveggja ára starfs-
reynslu. Margit hefur kennt þar frá
upphafi auk Onnu Dévény og fleiri.
Náminu lýkur með sérstakri próf-
gráðu og sá sem lýkur henni telst
sérfræðingur í aðferðum Dévény.
Að sögn Margitar hafa ungversk-
ir sjúkraþjálfarar, sem hafa sér-
menntað sig í aðferðum Dévény,
flutt þekkingu sína með sér til ná-
lægra landa eins og Þýskalands og
Hollands. Enn sem komið er hefur
þó enginn útlendingur sótt um að
komast að í framhaldsnámi í aðferð-
um Dévény við Háskólann í Búda-
pest.
„Mér þykir þó miður að geta að-
eins sinnt litlum hluta þeirra bama
hér á landi sem myndu njóta góðs af
aðferðum Dévény,“ segir Margit.
„Hins vegar vona ég að vera mín
hér veki áhuga íslenskra sjúkra-
þjálfara á því sem ég er að gera.
Mig langar að sýna þeim á hverju
aðferðirnar byggjast, hvemig þær
eru framkvæmdar og hvaða áhrif
þær hafa. Helst af öllu vildi ég að
einhverjir þeirra fengju áhuga á að
koma til Ungverjalands og sækja
þangað þessa menntun og reynslu
svo þeir gætu miðlað henni áfram
hér á landi.“