Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 64
*»
Tivoli
Tölvueftirlitskerfi
sem skilar
arangrí
(Q> nýherji S: 569 7700
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569II00, SÍMBRÉF5C91181, PÓSTHÓLF3m,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: U UPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Dómsmálaráðuneytið kemur á móts við foreldra í skilnaðarkreppu
Gefínn kostur á sér-
hæfðri sáttaumleitun
DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Sólveig
Pétursdóttir, hyggst beita sér fyrii-
því á næsta ári að gerð verði tilraun
með þá nýjung að gefa fólki kost á
sáttaumleitunum í forsjár- og um-
gengnismálum hjá embætti sýslu-
mannsins í Reykjavík. Segir hún mik-
iivægt að foreldrum sem eiga í for-
sjár- og umgengnismálum verði hjálp-
að til að finna lausn á þessum vand-
meðfomu málum í sátt og samlyndi.
Ráðherra segir að fyrir liggi að
nvorki stjórnvöld né dómarar hafi
sérstaka menntun eða reynslu til að
annast sáttaumleitanir í forsjár- og
umgengnismálum. Þótt sáttaumleit-
an þeirra sé á engan hátt vanmetin
sé talin þörf á sáttameðferð sérfræð-
inga, eins og til dæmis sálfræðinga
eða félagsráðgjafa, í þeim viðkvæmu
og vandmeðförnu málum sem for-
sjár- og umgengnismál eru.
Sólveig segir að hún hafi hug á
því, að vandlega athuguðu máli og
eftir að hafa fylgst með þróun á
Norðurlöndum, að gerð verði tilraun
með þá nýjung að gefa fólki kost á
sáttaumleitunum í forsjár- og um-
gengnismálum hjá embætti sýslu-
mannsins í Reykjavík á næsta ári
með svipuðum hætti og gert er í
Danmörku. Þetta hafi verið rætt við
sýslumanninn í Reykjavík sem sé fús
til þess að taka þátt í þessari tilraun.
„Ef í ljós kemur að slík tilraun skili
góðum árangri, eins og vænst er,
mun ég leggja til að lögfest verði
svipuð ákvæði í barnalögunum og
dönsku lögin hafa að geyma. Ég trúi
því að þessi lausn muni verða bæði
foreldrum og börnum þeirra til
heilla," segir Sólveig Pétursdóttir.
Árangursrík
norsk aðferð
Norsku sálfræðingarnir Odd Ai-ne
Tjersland og Venke Gulbrandsen
kynntu á námstefnu Félags fagfólks
um fjölskyldumeðferð í síðustu viku
aðferð sem þau hafa þróað til að
hjálpa foreldrum í skilnaðarkreppu
að ná sáttum um uppeldi og umsjá
barna sinna.
Þar var m.a. sagt frá niðurstöðum
rannsóknar á árangri þessarar að-
ferðar. Kom í ljós m.a. að 70% þess
fólks, sem rætt var við síðar, átti í
góðu samstarfi með börnin eftir
skilnaðinn. 48 af 53 börnum leið vel
heima hjá sér, á dagvistunarstofnun-
um eða í skólum. 10 af þessum börn-
um höfðu þó átt í aðlögunarerfiðleik-
um eftir skilnaðinn. 86% af hópnum
voru mjög ánægð með sáttameðferð-
ina og þá niðurstöðu sem hún hafði
leitt til.
■ Sáttameðferð/34
Tveir menn
réðust á
pitsusendil
TVEIR hettuklæddir menn
réðust að pitsusendli í fyrri-
nótt í Seljahverfi í Reykjavík.
Þeir hótuðu honum með hnífi
og afhenti hann þeim skipti-
mynt sem hann var með á
sér. Árásarmennirnir hlupu
þá á brott en slógu fyrst
sendilinn í höfuðið.
Maðurinn hlaut skurð á
enni og kom sér á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur í
Fossvogi, þar sem sauma
varð skurðinn saman. Lög-
reglunni var tilkynnt um at-
vikið um klukkan hálfsex í
gærmorgun. Sendillinn er 17
ára gamall og taldi líklegt að
árásarmennirnir væru á svip-
uðu reki. Lögreglan leitar nú
árásarmannanna.
Nýs gæslu-
varðhalds
- krafíst
Þessi austfirska sauðkind lét ekki snjó, varðhund eða sláturtíð raska ró sinni.
Framleiðsla á lambakjöti eykst
KRAFA um gæsluvarðhald yfir ní-
unda manninum vegna gruns um
aðild að stóra íikniefnamálinu var
lögð fram á föstudagskvöld af
rannsóknarlögreglunni. Sá grunaði
er fæddur árið 1972 og hefur áður
komið við sögu lögreglunnar vegna
fíkniefna. Fleiri voru handteknir
vegna málsins í gærkvöldi en að-
eins lögð fram krafa um gæslu-
varðhald yfir þessum eina mannL
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar miðar rannsókninni
vel en hún nær alllangt aftur í tím-
ann, sem gerir hana flóknari.
I gærkvöldi varð dómari við
^Kröfu rannsóknarlögreglunnar um
að setja tvo einstaklinga í gæslu-
varðhald vegna þjófnaðar. Annar
var úrskurðaður í varðhald til 5.
október en hinn til 15. nóvember.
Þeir eru fæddir árið 1980 og 1978
og hefur sá eldri langan afbrotafer-
il að baki og hefur oft verið tekinn
fyrir innbrot. Hann hefur hlotið
dóm og bíður nú eftir að afplána
annan. I fórum þeirra fannst tals-
vert mikið þýfi sem stolið hafði
verið bæði úr húsum og bflum.
SLÁTURTÍÐ fcr nú senn að ljúka
og er gert ráð fyrir að kindakjöts-
framleiðsla þessa árs verði á bil-
inu 8.400-8.500 tonn. Þetta er
aukning frá þvi' í fyrra um
200-300 tonn. Ekki er þó gert ráð
fyrir að kindakjötsneysla lands-
manna aukist að sama skapi og er
því bændum gert að selja um 25%
framleiðslunnar á erlendum mörk-
uðum.
Helstu útflutningsaðilar kinda-
kjöts eru Kjötumboðið og SS og
markaðssetja þau íslenska kinda-
kjötið erlendis sem sérstaka gæða-
vöru. Þetta sé hrein náttúruafurð,
laus við öll aukacfni eins og
fúkkalyf og hormóna. Markaðs-
verð kindakjöts erlendis er þó
mun lægra en hér heima og er
ástæðan m.a. mikið framboð á
heimsmarkaði á nýsjálensku
lambakjöti.
Islenska kindakjötið fer þó engu
að síður á markað í jafn ólíkum
Iönduin og Japan, Bandaríkjunum,
Italíu, Englandi, Svíþjóð, Dan-
mörku, Belgíu og Færeyjum.
Aðkomumenn í meirihluta hjá Skelfiski
Hluti starfsmanna
fer til Þórshafnar
Bankarnir íhuga
stofnun netbanka
HLUTI af því erlenda verkafólki
sem starfað hefur hjá Skelfiski hf. á
Flateyri ætlar að taka boði fyrirtæk-
isins um vinnu í kúfiskvinnslu á
Þórshöfn, en áformað er að sameina
Skelfisk og kúfiskdeild Hraðfrysti-
■ Júss Þórshafnar. Nokkrir Þingeyr-
2 mgar hafa unnið hjá Skelfiski, en
sunnu áður hjá Rauðsíðu. Þeir hafa
hins vegar fengið loforð um vinnu
hjá Fjölni hf., sem er að hefja fisk-
vinnslu á Þingeyri. Meirihluti starfs-
manna Skelfisks hafði ekki fasta bú-
setu á Flateyri.
Magnea Guðmundsdóttir, fyrrver-
-«indi oddviti á Flateyri og verkstjóri
hjá Skelfiski, segir að það sé áfall fyrir
hvert byggðarlag þegar fyrirtæki
hætti starfsemi og flytji úi’ bænum.
Flateyringar hafi bundið vonir við
starfsemi Skelfisks, en fyrirtækið hafi
átt við margvíslega erfiðleika að stríða
í langan tíma svo þessi niðurstaða
komi Flateyringum ekki á óvart.
Magnea segir að helmingur starfs-
manna Skelfisks sé útlendingar, Pól-
verjar og Rússai-. Þetta fólk leiti eft-
ir annarri vinnu þar sem hana sé að
finna. Hluti þessara starfsmanna
ætli að taka boði um vinnu í kúfiski á
Þórshöfn.
Magnea, segist vonast eftir að
þessi starfsemi eigi eftir að lifa á
Þórshöfn.
VIÐSKIPTABANKARNIR þrír
munu auka og bæta netþjónustu
sína til að bregðast við samkeppni
frá Netbanka SPRON. Talsmenn
þeirra segja í samtali við Morgun-
blaðið að ekki taki langan tíma, lík-
lega aðeins fáeina mánuði, fyrir þá
að taka skrefið til fulls og koma
upp sjálfstæðum netbanka ef valin
verði sú leið.
Þróun í átt til netbankavæðing-
ar er hröð í Bandaríkjunum og
mörgum Evrópulöndum. Á Vest-
urlöndum er gert ráð fyrir að um
1.000 lánastofnanir muni bjóða
fólki að nota Netið í fjármálavið-
skiptum í árslok. Enn er þó um-
deilt hve hratt eigi að fara í þessa
hluti og bent á að varasamt geti
verið að reyna að þvinga fast-
heldna viðskiptavini til að taka
upp nýja hætti. Því verði að reka
útibúin áfram, margir kjósi að fá
persónulega þjónustu jafnvel þótt
greiða verði hærra verð fyrir
hana en netbankaþjónustuna.
Hik á sumum bönkum
Af samtölum við talsmenn ís-
lensku bankanna og fleiri heimild-
armenn um framtíð netviðskipt-
anna má ráða að nokkurt hik sé
sums staðar á mönnum í banka-
heiminum hér eins og víða erlendis
af þessum sökum.
Geir Þórðarson, forsvarsmaður
Netbankans, segir í samtali við
Morgunblaðið að netviðskiptin
muni aldrei koma að fullu í stað
hefðbundinnar sparisjóðsþjónustu
SPRON. Þau séu í eðli sínu svo ólík
og suma þjónustu sé ekki hægt að
veita í Netbankanum, t.d. gjaldeyr-
isviðskipti. Hann telur ljóst að
verði netviðskipti umtalsverð geti
vaxtamunur lækkað hér á landi.
■ Bankar án biðraða/10