Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 25
Gamalt kort frá 16. öld af austurströnd Kanada sýnir bæði Indíána og skutlaða hvali.
Þessa aðferð notuðu Baskar einnig
þegar þeir fóru á norðurslóð. Þeir
hófu ferðirnar til Nýfundnalands
eftir 1530 og voru meðal annars
við veiðar við Belle Isle-sundið. í
veiðiferðunum til Nýfundnalands
fóru oft stór skip, með allt að 120
mönnum. Nánast 2/3 af þessum
hópi unnu að verkun hvalspiksins
og við lýsisgerð en þeir útbjuggu
vinnuaðstöðu fyrir þessa verkun á
ströndinni.
Hvað var útivistin löng?
„Þeir fóru gjarnan í lok júní eða
byrjun júlí og vertíðin gat staðið
allt fram í janúar þegar ísa lagði.
Fyrri hluta tímabilsins veiddu þeir
Islands-sléttbak en á haustin
veiddu þeir Grænlands-sléttbak.
Eftir því sem gekk á Islands-slétt-
bakinn varð útivistin lengri og þeir
þurftu að bíða eftir komu Græn-
lands-sléttbaksins. Milli þess sem
þeir biðu eftir hvalagöngum, veiddu
þeir þorsk og sel.“
Þú segir að ofveiði við Nýfundna-
land hafi orsakað ferðir Baska upp
til Islands. Hvað erum við að tala
um miklar veiðar á ári?
„Það er erfitt að segja nákvæm-
lega til um það. Það eru ólíklegt að
fjöldi skipa hafi nokkru sinni verið
meiri en 25 og stærð þeirra var frá
250 tonnum upp í 800 tonn. Eitt ár-
ið er dæmi um að 10-11 skip hafi
verið í einni höfn við Nýfundnaland.
Það er hugsanlegt að þeir hafi veitt
upp undir 400 hvali á ári, kannski
er þessi tala örlítið hærri.“
Áhuginn á Böskum
Selma Huxley segir skemmti-
lega frá. Það er ljóst að margt er
ósagt um þessa heillandi sögu
Baska, en hvers vegna þessi mikli
áhugi á hvalveiðum Baska? „Það
er eiginlega tilviljun. Eg stundaði
nám í rússnesku, sagnfræði og
bókasafnsfræði. Eiginmaður minn
lést þegar hann var aðeins 36 ára
og ég stóð uppi ein með fjögur
börn. Þá fór ég að vinna við Þjóð-
skjalasafnið í Ottawa. Ég hafði
einu sinni komið til Baskalands á
ferðalagi með manninum mínum
og fékk þá mikinn áhuga á landi og
þjóð. Þegar ég var að vinna á Þjóð-
skjalasafnu kynntist ég ýmsum
skjölum sem tengdust sögu Baska
og Nýfundnalands en enginn hafði
rannsakað þessi gögn frekar.
Þetta vakti áhuga minn og ég
ákvað að fara til Baskalands og
rannsaka heimildir þar. Ég talaði
rússnesku, þýsku og frönsku en
enga spænsku svo fyrst fór ég til
Mexíkó með börnin, kenndi ensku
og lærði spænsku. Eftir að hafa
dvalið þar um hríð lá leið okkar yf-
ir Atlantshafið til Bilbao á Spáni.
Á Spáni fann ég geysilega miklar
heimildir um ferðir Baska til
Nýfundnalands og Islands. Þarna
voru bréf, tryggingaskjöl, lýsingar
á formi, dómskjöl og svo mætti
áfram telja. Ég hóf þessar rann-
sóknir 1972 og árið 1977 fór ég
fyrstu rannsóknarferðina til
Nýfundnalands til að kanna sögu-
slóðir. Við ströndina við Belle Isle-
sundið fundum við mikið af leirflís-
um sem Baskar höfðu með sér til
að byggja skýli á staðnum. Raunar
þurftum við ekkert að leita að
þessum minjum, þetta var ná-
kvæmlega þar sem sagði í heimild-
unum. Síðan fékk ég styrk frá
Kanadíska landfræðifélaginu til að
gera frekari rannsóknir. Þegar ég
kom til Spánar var ekki mikill
áhugi á þessum kafla í sögu Baska
en síðan hefur hann vaknað.“
Aldous Huxley afabróðir
Selma Huxley bjó í um 20 ár á
Spáni og hún er greinilega mjög
hrifin af menningu Spánverja. Nú
er hún hins vegar flutt heim til
Kanada, að minnsta kosti að hluta.
Hún býr hálft árið á Nýfundnalandi
en hálft árið á Englandi. Það er
ekki að undra þar sem hún á bæði
ættir að rekja til Kanada og Eng-
lands.
„Ég er að hluta franskur
Kanadamaður og fædd í Kanada og
að hluta ensk. Langafi minn var
Henri Gustave Joly de Lotbiniére,
en hann var fylkisstjóri í Quebeck.
Annar langafi minn var Thomas
Henry Huxley faðir afa míns og
Aldous Huxley rithöfundar og fleiri
rithöfundar og fræðimenn eru í
fjölskyldunni." Hún minnist afa-
bróður síns, sem hún þekkti vel,
með virðingu og segir að hann hafi
verið mjög sjarmerandi maður. Og
ég er ekki frá því að Selma hafi erft
talsvert af þessum sjarma afabróð-
ur síns.
Ferðamennska á
Nýfundnalandi
Auk fræðistarfa vinnur Selma að
skipulagningu ráðstefna og um-
ræðu um menningararf Nýfundna-
lands.
„Áhuginn á sögulegum fornminj-
um hefur aukist mjög á Nýfundna-
landi, sérstaklega eftir fund Helga
og Anne-Stine Ingstad, en þau
fundu mannvistarleifar eftir nor-
ræna menn sem styðja heimildir
um komu norrænna manna til
Nýfundnalands í kringum árið
1000. Það er líka mikilvægt að
byggja upp ferðamennsku enda
hafa fiskveiðarnar hrunið á síðustu
árum.“
Hún er hins vegar mjög á móti
því hvernig norrænir menn eru
kynntir í Norður-Ameríku.
„Það stendur til að vera með mik-
il hátíðarhöld á næsta ári í tilefni
víkingaferðarinnar en sjáðu hvernig
þeir standa að þessu.“ Hún sýnir
mér auglýsingu þar sem stendur
„great Viking Feast at Leifs-
burdur“. „Hvað er Leifsburdur?
Hvað táknar þetta í þínum huga?“
Og þegar ég svara því þá svarar
hún að bragði. „Einmitt, það er aug-
Ijóst að þetta fólk veit ekki hvað það
er að gera. Og sjáðu svo þessa
mynd af fólki í víkingaklæðum. Ger-
ið þið þetta? Eruð þið með svona
landkynningu?"
Ég hætti mér ekki frekar út í
slíka umræðu enda efni í nýtt viðtal.
vita-A-Kombi
andlitslínan
Svissneska lækninum og vísindamann-
inum dr. Paul Herzog tókst eftir áratuga
rannsóknir að binda súrefni í fast form.
Eitthvað sem engum öðrum hefur enn
tekist að gera. Afraksturinn eru súrefnisvörur Karin
Herzog sem byggja á tveimur alheims einkaleyfum,
þar sem Vita-A-Kombi andlitskremin eru horn-
steinninn. Vita-A-Kombi andlitskremin hafa eigin-
leika sem eru óþekktir í öðrum snyrtivörum, því í
þeim er sameinað bundið súrefni og hlutlaust A-víta-
mín sem gefur byltingar-
kenndan árangur í upp-
byggingu og vörn húð-
arinnar. Uppfinningar
dr. Paul Herzog greina
súrefnisvörur Karin
Herzog frá öllum öðr-
um snyrtivörum. All-
j. ar húðtegundir ná
sínu besta fram.
Súrefnisvörur\
Karin Herzon '
..ferskir vindar í umhirðu húðar
R3
iii'hiaBviin
Súrefnisvörur
ferskir vindar
Mánudagur 4. okt. kl. 14—18
Fjarðarkaups Apótek, Hafnarfirði.
Þriðjudagur 5. okt. kl. 14—18
Háaleitis Apótek.
Fimmtudagur 7. okt. kl. 14—18
Hraunbergs Apótek, Breiðholti.
Föstudagur 8. okt.
Hagkaup Skeifunni kl. 15—19,
Apótek Keflavíkur kl. 14—18,
Selfoss Apótek, Kjarnanum, kl. 14—18.
Laugardagur 9. okt. kl. 13—17
Hagkaup Skeifunni.
Tilboð á Karin Herzog snyrtistofu á Garðatorgi:
20% afsláttur af súrefnisandlitsbaði m/litun.
Verið velkomin. Símapantanir í síma 698 0799.
Síi húðar.l
,Að taka mynd af einhverjum er eins
og að snerta hann. Það eru gælur.
Myndir mínar eru oft sprottnar af
erótískri löngun."
AÐRAR SÝNINGAR:
• Öræfalandstag
Nan Goldin er meðal þekktustu
ljósmyndara síðustu ára. Einkum er
hún þekkt fyrir vægðarlausar myndir
sem lýsa lífi jaðarhópa í stórborgar-
samfélagi okkar tfma og portrett sín
af fólki sem gengur í berhögg við
viðteknar hugmyndir um kynhegðun
og sjálfsímynd kynjanna.
SýningNan Goldin í Listasafhi
íslands er stórviðburður i íslensku
menningarlífi.
• Nýja málverkið á 9. áratugnum
• Helgi Þorgils Friðjónsson
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvcgi 7 • Sími 562 1000
Opið alla daga ncma mánudaga kl. 11 - 17
LANDSSÍMINN STYRKIR
LISTASAFN ÍSLANDS
LANDS SIMINN