Morgunblaðið - 03.10.1999, Page 20

Morgunblaðið - 03.10.1999, Page 20
20 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vatnslita- myndir Kristínar MYNDIJST Hafnarbo rg, H a f n a r f i r ð i VATNSLITAMYNDIR KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR Til 25. október. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. Aðgangur kr. 200. KRISTÍN Þorkelsdóttir er þekkt fyrir auglýsingastofu sína og hönn- un seðlanna okkar, og er það til marks um fagmennsku hennar sem grafísks hönnuðar. Um árabil hefur hún einnig látið til sín taka á sviði vatnslitamálunar, oft með eftirtekt- arverðum árangri þótt vissulega sé um aukabúgrein að ræða. Það var lengi nokkur galli á vatnslitaverkum hennar hve tækni- lega vel hún slapp frá viðfangsefn- inu án þess að þurfa að ljóstra upp nokkru um persónu sína. Það var eins og grafíski hönnuðurinn réði ferð penslanna, gjarnan með mikl- um flinkheitum, en allmiklum skorti á tilfinningalegum tengslum við mið- ilinn. Þar sannaðist eins og svo oft í listinni að ofurtök á viðfangsefninu geta hamlað eðlilegri tjáningu. En Kristín er á réttu róli þótt hún eigi eftir að losa sig við ýmsa óper- sónulega takta. Það má sjá hana taka mun meiri áhættu á þessari sýningu en hún hefur áður gert, til dæmis í gerð mannamynda, sem sumar hverjar eru bráðágætar. Það er eins og á þeim vettvangi leyfí hún sér töluvert meira hispursleysi en ella. An þess að fara beinlínis út í hreinan karíkatúr, þá bregður hún fyrir sig leiftrandi galsa og hittir þannig mun betur í mark en þegar hún setur sig í alvarlegar stellingar sem landslagsmálaiá. Það má vissulega ekki gleyma hve erfiður miðill vatnslitir eru. Fyrir utan það að vera takmarkaðir tæknilega séð eru þeir einstaklega viðkvæmir í notkun. Það er varla leyfUegt að gera mistök ætli maður sér að bjarga myndinni. Engu að síður krefst þessi fínlega tækni að henni sé beitt af fullkominni djörf- ung án þess að nokkuð sé dregið af hvað varðar kraft og öryggi. Sem betur fer eru margar mynd- ir á sýningu Kristínar hlaðnar þess- um eðlisþáttum. Ef eitthvað er til vansa er það að áræðnin skuli frem- ur koma fram í minni og hlédrægari verkunum en hinum viðameiri. En þannig er því nú einu sinni varið. Einföldustu og yfírlætislausustu myndimar eru lýsandi dæmi um það hvert Kristín ætti að halda vilji hún ná sem lengst út fyrir sjálfa sig. Fáein pensilför austur í Skaftafells- sýslum duga til að sýna okkur að Kristín á erindi við listina. Miklu oftar hendir það að stórvirkin sem mikið er borið í falli flöt sökum of- urnákvæmni eða ofurvitundar lista- konunnar. Ekki er þar með sagt að Kristín eigi að falla frá gerð mikilla og metnaðarfullra verka. Hún þarf einfaldlega að finna sig í slíku formati með jafnfrjálsum hætti og hún beitir þegar hún leikur sér hvað líflegast án þess að spyrja að leikslokum. Ef til vill er þetta spurningin um það að forðast fyrir- fram gefnar væntingar og láta ekki stærðirnar villa sér sýn. Listamað- urinn má nefnilega aldrei sýna að hann beri svo mikla virðingu fyrir efniviði sínum að hann taki upp á því að umgangast hann með lotn- ingu. Stærðii' verður að umgangast með fullkomnu áræði. Hafandi slík heilræði að Ieiðarljósi á Kristín brátt eftir að sanna sig sem meist- ara miðils síns. Halldór Björn Runólfsson Upplausnarástand Jóhönnu Boga MY]\DLIST lla Ina iIhmo. Ha lna iT'i r 0 i MÁLVERK JÓHANNA BOGADÓTTIR Til 25. október. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. Aðgangur kr. 200. JÓHANNA Bogadóttir hefur lagt undir sig loftið í Hafnarborg og sýnir þar fjölda málverka, stórra og smárra. Hið ánægjulega hefur verið að gerast í list Jóhönnu að hún hefur verið að batna í lit svo um munar. Það eru ekki mörg ár síðan eitruð litasambönd eyðilögðu fjölmörg verka hennar og stóðu í vegi fyrir því að hún blómstraði sem skyldi. Þá voru myndir hennar býsna einsleitar líkt og sömu litirnir væru uppistaðan í flestum þeirra. Með því að leysa upp stríðar flækjur teikningarinnar og mýkja til muna pensilfarið verða óhlutbundn- ar myndir Jóhönnu mun impressjón- ískari en fyrri verk, enda gefur hún tóninn í yfirskrift sýningar sinnar þegar hún kallar hana „Frá Skeiðará til Sahara“. Þannig má gefa sér að verkin séu einhvers konar landslags- myndir, eða að minnsta kosti byggð- ar á upplifun listakonunnar af lands- lagi jafnsundurleitu og svörtum framburðinum sunnan undir ísbreið- um Öræfajökuls og ljósum söndun- um umhverfis pálmalundina í Norð- ur-Afríku. Ef til vill er það heimsókn hennar á ólíka staði sem skapað hefur fjöl- breytnina í hinum nýju málverkum Jóhönnu. En þar má einnig fínna holl áhrif frá Kristjáni Davíðssyni og Per Kirkeby; jafnvel einnig frá Vatnaliljumyndum Monets. Sú að- ferð listakonunnar að leysa málverk sín upp í lauslega hringa með hjálp breiðra pensla, og láta jaðrana - eða rammann - ákvarða frjálslega teikn- ingu formanna minnir óneitanlega á aðferðir Kristjáns. Hitt, að búa til eins konar tíbrá með litnum svo hann sýnist svífa laus ofan á öðrum litasamböndum, er Morgunblaðið/Golli Höfuðskepnur I, eitt verkanna á sýningu Jóhönnu Bogadóttur. aðferð Monets þegar hann lætur vatnaliljurnar fljóta sem hringlaga form ofan á dökkum pensilförum - staðgenglum trjánna sem speglast í vatnsfletinum - til að þeir gefí til kynna skáhallandi stefnu lárétts vatnsborðsins. Vissulega eru slíkir effektar í verkum Jóhönnu aldrei fígúratífír, en það breytir því ekki að þeir verka sem stefnumið í rými þvert á bakgrunninn. Jafnvel þótt málverk Jóhönnu séu býsna hefðbundin og marki sem slík engin stórvægileg þáttaskil í ís- lenskri listasögu bera þau vott um heiðarlega úrvinnslu hennar á áhrif- um náttúrunnar. Og það sem mestu varðar, líkt og getið var í upphafi, þá er Jóhanna á mjög góðu róli í hinum nýja upplausnarstíl sínum. Halldór Björn Runólfsson Nýjar bækur • HÁVAMÁL. I ljósi íslenskrar menningar er eftir Hermann Páls- son. I fréttatilkynningu segir að fróð- ir menn telji að kjarni Hávamála sé fólginn í þeirri eldfornu speki að einstaklingar líði undir lok en mannkynið sjálft haldi þó áfram að vera til. Einhver helsti tilgangur þeirra sé að fræða námfúst fólk um listina að lifa og kenna því að meta vináttu, visku, gestrisni, orðstír, kurteisi, ástir, hófsemi, sælu og ör- lög. I þessari útgáfu er fjallað gaum- gæfilega um hugmyndaheim Háva- mála, og einnig er grafist fyrir um stöðu þeirra í ís- lenskum bók- menntum; sér- stök áhersla er lögð á skyldleika þeirra og annarra kvæða undir ljóðahætti. Víðtækum skýringum er ætl- að það hlutverk að gera lesendum auðvelt að átta sig á kvæðinu og um leið að hvetja þá til að virða fyrir sér kvæðið í ljósi annarra rita, sem hér voru sköpuð fyrr á öldum. Útgefandi er Háskóiaútgáfan. Bókin er 297 bls., kilja. Verð kr. 3.200. Tiginmennið meðal tðnskálda BÆKLR Tónlistarbók FRYDERYK CHOPIN Um ævi hans og einstök verk eftir Árna Kristjánsson. Stapaprent 1999. ÞAU tónskáldakver sem Árni Kristjánsson hefur tekið saman og gefið út á liðnum árum hafa verið mikilvægt framlag til að græða þá auðn sem ríkir í útgáfu íslenskra tónlistarbóka. Bók hans um Chopin er sú nýjasta í þessari rit- röð. Það þarf vart að taka fram hversu gífur- leg áhrif tónskáldið pólska hafði á tónlistar- menningu síns tíma og allt til vorra daga, en því meiri fengur er að því að fá á móðurmál- inu bók, samda af ein- um okkar allra besta píanista og píanókenn- ara, Arna Kristjáns- syni. Chopin hefur ver- ið eftirlætistónskáld Arna lengi, og á löng- um ferli hefur Árni lif- að með tónlist hans, sem hlustandi, flytjandi og kennari. í fyrri hluta bókarinnar er æviá- grip tónskáldsins rakið. Þessi hluti er veikari hlekkur ritsins. Dregin er upp mynd af Chopin og fjölskyldu hans, sem er vægast sagt svarthvít. Chopin er upphafinn, sem mann- eskja, píanóleikari og tónskáld, sömuleiðis ástkona hans George Sand. Vonda fólkið ei-u börn hennar og tengdasonur, sem eru að því er virðist al-ill og meinfýsin, en þrátt fyrir það bregst hinn góði Chopin þeim ekki, hvaða svik og prettir sem á dynja. Sú svarthvíta mynd sem dregin er upp af þessu fólki dregur úr trúverðugleika frásagnarinnar, og ekki er hún heldur studd heimild- um. Vitnað er í örfá sendibréf, - en slíkar heimildir hafa mikið sagn- fræðilegt gildi og eru afar skemmti- leg aflestrar. I æviágripi Chopins hrekkur frásögnin á löngum köflum úr þátíð í nútíð, án þess að maður átti sig á því hvað þar búi að baki, en þetta gerir hana fremur óþægilega aflestrar. I seinni hluta bókarinnar skrifar Árni Kristjánsson um píanóleikar- ann Chopin og píanótónlist hans og spinnur í frásögnina eigin kynnum og upplifun af verkunum auk frá- sagna af eftiiminnilegum Chopin- túlkendum, tónleikum og fleiru í þeim dúr. Hér fer Árni Kristjánsson á mikið flug, í dásamlegri lesningu um túlkun píanótónlist- ar Chopins sem rituð er af einstakin tilfinningu. Ást Árna á tónlistinni er rauði þráðurinn sem skín í gegnum þennan þátt bókarinnar. Hann hrífur okkur inn í heim píanótónlistar Chopins í bráðlifandi frásögn: „Hve mjúkt hún fer af stað þessi tónabuna í As-dúr! Engir hnökrar, engir árekstrar, engin hávær „tjáning"! I Guðs bænum reynið ekki að draga fram „melódíu" með valdi! Mjúklega, þýðlega á að leyfa þessari perluröð að renna glitrandi áfram eftir eigin vild.“ (Um Impromptu í As-dúr, op. 29.) Það sem Árni Kristjánsson hefur að segja um píanótónlist Chopins hlýtur að vera öllum píanóleikurum og reyndar öllum tónlistaimönnum áhugaverð lesning. Árni er „átor- itet“, hann hefur lifað með þessum verkum langan aldur, leikið þau, kennt og hlustað á aðra leika þau. Þekkingu hans og reynslu verður ekki við jafnað. Skrif hans um tón- listina eru ennfremur skemmtileg lesning, orðfærið meitlað og húmor og hlýja alls staðar nærri. Þessi litlu bókarkver Árna Krist- jánssonar og Stapaprents eru hand- hæg og afskaplega þægileg. Utlitið er látlaust en stílhreint og aðstand- endum til sóma. Næstu tónlistar- bókar þeirra er þegar beðið með eft- irvæntingu. Bergþóra Jónsdóttir Árni Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.