Morgunblaðið - 03.10.1999, Page 8

Morgunblaðið - 03.10.1999, Page 8
8 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég er alveg bergnumin af ykkur, þið skuluð sko fara í umhverfismat svínin ykkar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Signrðsson framkvæmdastjóri á Selfossi veiddi 20,2 punda hæng á Snældu í Móbakka á svæði 8 í Eystri-Rangá 20. septem- ber síðastliðinn. Viðureignin var stutt en snörp og reyndist hængurinn mikli þungur í taumi. Kroppast upp úr Rangánum ENN eru veiðimenn að berja á Rangánum og Hólsá, sjóbirtings- veiðar hafa verið þokkalegar á svæðinu að undanförnu og góður birtingstími fer nú í hönd. Hins veg- ar er laxveiðin orðin máttlítil þótt menn séu alltaf að kroppa einhverja laxa á þun't. Rétt tæplega 1.700 laxar hafa veiðst í Eystri-Rangá það sem af er. Það dugar henni í þriðja sætið á landsvísu á eftir Þverá/Kjarrá og Grímsá. Veitt verður eitthvað fram í október, undanþága er til veiða svo lengi þar eð laxinn í ánni er hafbeit- arlax og áin fóstrar tæplega villtan laxastofn. Sömu sögu er að segja um Ytri-Rangá, en hún er komin hátt í 800 laxa ásamt Hólsá. í báðum Rangánum er nú að mestu tekið fyr- ir göngur þó menn séu að veiða einn og einn ný- eða nýlega genginn lax. Allur þorrinn er leginn og tekur fremur illa. Sjóbirtingur hefur verið að veiðast nokkuð á báðum bökkum Hólsár og í Ytri-Rangá neðan Ægis- síðufoss að undanförnu. Góðir fískar innan um. Fréttir úr ýmsum áttum í veiðipistli fyrir fáum dögum sögðum við veiðina í Selá hafa verið „vel yfír þúsund laxa“. Það er held- ur oftalið, því aflinn nam rétt tæp- um þúsund fiskum. Er það nú leið- rétt. Lokatala úr Laxá á Asum var 428 laxar og er það einhver minnsta veiði sem um getur í ánni. Laxá hef- ur sveiflast upp og niður eins og aðr- ar ár í gegn um tíðina, en síðan 1974 hefur áin þar til nú aldrei gefíð færri en 625 laxa, árið 1984, og tveimur löxum meira árið 1996. Meðalveiði í Laxá á þessu tímabili er 1.203 laxar og mesta veiði 1.881 lax. Það er því áhyggjuefni fyrir Laxárbændur að skoða afraksturinn síðustu árin, 627 laxar 1996, 715 laxar 1997,1.136 lax- ar 1998 og svo skellurinn nú. Öll árin undir meðalveiði og öll nema eitt langt undir. En þrátt fyrir afleita út- komu er Laxá í öðru sæti yfir bestu ár landsins þegar reiknaður er út meðalafli á dagstöng. Leirvogsá, sem lengi hefur vermt annað sætið á þeim lista, skaust nú fram fyrir Laxá á Asum. Alþjóðadagur kennara 5. október „Mikilvægasta starf í heimi!“ Auður Stefánsdóttir ÞRIÐJUDAG verður haldið upp á alþjóðlegan dag kennara með skemmti- kvöldi í Þjóðleikhúskjall- aranum sem Kennara- samband Islands, Hið ís- lenska kennarafélag og Félag íslenskra leikskóla- kennara standa fyrir. Auður Stefánsdóttir kennari á sæti í undirbún- ingsnefnd Alþjóðadags kennara f.h. Kennara- sambands Islands. Hún var innt eftir markmiði og inntaki umrædds alþjóða- dags. „Markmiðið er að vekja athygli á störfum kennara „mikilvægasta starfi í heimi“, eins og það er orðað í bréfí frá UNESCO (United Nations Educational Sci- entific end Cultural Organ- isaton) til samtaka kennara hvarvetna í heiminum. Þema al- þjóðadagsins í ár, sem nú er haldinn hátíðlegur I þriðja sinn hér á landi en í sjötta sinn er- lendis, er; Kennarar, afl til sam- félagsbreytinga. I tilefni af þessu hefur UNESCO gefíð út bækling með viðtölum við kenn- ara víðsvegar um heiminn sem hafa á einhvern hátt farið óhefð- bundnar leiðir í kennslu. UNESCO hefur af þessu tilefni farið fram við þjóðir heims að þær gefi út frímerki í tilefni al- þjóðadags kennara. Von samtak- anna er sú að þegar þessi dagur verður haldinn hátíðlegur í tí- unda sinn árið 2003 verði frí- merkjaútgáfa þessi orðin að veruleika. Islenskir kennarar skora á yfírvöld hér að taka þátt í þessu verkefni." - Hvað kom til að þessi dagur, 5. október, varð fyrir valinu? „Það var vegna þess að þann dag árið 1966 samþykkti UNESCO og Alþjóðavinnumála- stofnunin (ILO) að ræða í fyrsta sinn á alþjóðagrundvelli um stöðu kennarans. Þess má geta að alþjóðlegu kennarasamtökin Education International, sem staðsett eru í Brussel í Belgíu hafa frá upphafi unnið að undir- búningi þessa dags í samvinnu við UNESCO. Nú er þessi dagur haldinn hátíðlegur í meira en hundrað löndum heims.“ - Hvað ætla íslenskir kennarar að gera sér til hátíðabrigða þenn- an hátíðisdag sinn? „Við ætlum að vera með há- tíðadagskrá í Þjóðleikhúskjallar- anum og þar koma eingöngu fram kennarar. Dagskráin verð- ur fjölbreytt, þar verður upp- lestur, söngur, djass- tónlist, erindi - sem sagt; eitthvað við allra hæfi. Ræðu kvöldsins heldur Örlygur Richt- er, skólastjóri í Fella- skóla. Kennararar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum við Hamra- hlíð verða með tónlistaratriði, einnig tónlistarkennarar úr Tón- listarskóla Akraness. Leikskóla- kennarar verða með upplestur. Ingibjörg Kr. Jónsdóttir, fyrr- verandi formaður FÍL, setur há- tíðina. Síðasta atriði á hátíðinni er djassleikur kennara úr Menntaskólanum við Hamra- hlíð.“ - Hefur þessi alþjóðadagur kennara haft eitthvað að segja fyrir íslenska kennara? „Nei, ekki ennþá, en við von- umst eftir að í framtíðinni verði þetta opinberlega viðurkenndur ►Auður Stefánsdóttir fæddist íReykjavík 1951. Hún lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands 1972 og prófi úr hagnýtri fjölmiðlun frá Há- skóla íslands 1996. Einnig lauk hún Exampæd. prófi í media-informationkundskab frá Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1997. Hún hefur starfað sem kennari í Reykjavík og á Akureyri og við grunnskóla í Danmörku veturinn 1975 til ‘76. Auður á sæti í stjórn Kennarasam- bands íslands. Maður hennar er Sigurður Guðmundsson trésmíðameistari og eiga þau eina telpu. dagur og kennarar alls staðar að á landinu sameinist um að vekja athygli á stai'fi sínu. Þetta hefur óneitanlega farið hægt af stað og fyrri skiptin þrjú var dagsins að- eins minnst í Reykjavík. Núna sendum við áskorun til kennara úti um landið að vera með í há- tíðahöldunum. Við hér höfum hins vegar ekkert heyrt í lands- byggðarkennurum í sambandi við þessi hátíðahöld en vonumst tO að þeir geri eitthvað til að halda hátíðlegan alþjóðadag kennara. Einnig vonumst við til að menntamálayfirvöld sjái sér fært að minnast þessa dags á einhvern hátt í framtíðinni." -Eru kennarar afl til samfé- lagsbreytinga eins og segir í þema þessa dags núna? „Já, tvímælalaust. Þrjú pró- sent af vinnandi fólki í heiminum eru kennarar eða um 55 milljónir manns. Þeir kenna einni bOljón nemenda, eða um það bO 20% jarðarbúa. Þema dagsins 5. októ- ber nk. vísar tO þess að um allan heim eru kennarar að vinna sitt starf, oft við mjög erf- iðai' aðstæður og margir þeirra ná ár- angri með óvenjuleg- um aðferðum, umrætt þema er þeim til heiðurs. UNESCO vill með þessum hætti leggja sitt af mörkum til að kennarar fái þá al- þjóðaviðurkenningu sem þeir eiga skilið að mati samtakanna og benda á að við getum ekki far- ið inn í nýja öld án þess að veita kennurum þá viðurkenningu sem þeir verðskulda." - Telur þú að íslenskir kennar- ar njóti þeiirar virðingar sem þeir verðskulda? „Nei, ég tel að svo sé ekki. Kennarar nutu mikillar virðingai' í íslensku samfélagi en hún er því miður ekki söm í dag. Ég vonast til að það breytist á nýrri öld.“ Ná árangri með óvenju- legum að- ferðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.