Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
\-
Gæðingurábið
** Vandræöagangur Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráö-
herra vegna ráöningar forstjóra
Leifsstöðvar ætlar engan enda aö
taka. Ómar Kristjánsson situr á
forstjórastólnum til
bráöabirgða
Nei, nei, vertu kjurr, ég var bara að djóka, þú verður að vera eitt ár enn
undir pilsinu, Omar minn.
I ökkla eða eyra
í Breiðdalnum
VEIÐI í Breiðdalsá er lokið eins
og víðast annars staðar og urðu
lokatölur þar milli 130-140 laxar,
en Þröstur Elliðason leigutaki
sagðist eiga eftir að rukka nokkra
haustveiðimenn um veiðiaskýrsl-
ur. „Einhver í hópnum var með
átta laxa þannig að það safnast.
Sjálfur veiddi ég lokadaginn
30.september og náði þremur löx-
um í klak á flugu áður en vatnið
hljóp í kakó í rigningunni. Sept-
emberveiðin fór fyrir ofan garð og
neðan að mestu leyti vegna vatns-
veðra þannig að sumarið var í
Kampakátur veiðimaður með
vænan lax úr Laxá á Refasveit.
ökkla eða eyra, þurrkar og vatns-
leysi allt sumarið og svo flóð flesta
daga um haustið. Samkvæmt því
er þetta bara nokkuð góð útkoma
og menn sáu talsvert af laxi í
haust,“ sagði Þröstur.
Á átjánda hundrað
laxar
Veiði er lokið í Eystri Rangá ogb
veiddust þar á átjánda hundrað
laxar, þeir stærstu 20 og 21 pund.
Undir lokið var veiðin orðin hálf-
gert kropp og lítið að ganga af nýj-
um laxi. Lokatalan dugar Eystri
rangá í þriðja sætið á landsvísu, of-
ar eru Þverá/Kjarrá og Grímsá.
Veiði er líka lokið í Ytri Rangá og
þar veiddust á áttunda hundrað
laxar. Þröstur Elliðason leigutaki
árinnar átti eftir að vinna lokatölur
úr skýrslunni, en sagði mest sjó-
birting hafa verið að veiðast undir-
lokin. „Þetta var einhver veiði, síð-
ustu helgina frétti ég af tveinmur
veiðimönnum með átta fiska, en
það voru engir sérstakir toppar í
þessu. Stærsti fiskurinn sem ég
frétti af veiddist í ágúst og var 14
pund. Annar tæp 19 pund veiddist í
Hólsá að austan,“ bætti Þröstur
við.
Tré-
rimlaglugga
25mm og 50mm
meö og án borða
Margir litir
Frábært verð
Z-brautir &
gluggatjöld
Faxafeni 14,
símar 533 5333
Fundur í Skólabæ við Suðurgötu
Tilfínningar í ís-
lendingasögum
Aldís Guðmundsdóttir
FÉLAG íslenskra
fræða heldur fund
í Skólabæ, Suður-
götu 26, annað kvöld. Þar
mun Aldís Guðmunds-
dóttir halda erindi um til-
finningar í Islendinga-
sögum. Skyldu þær vera
fyrirferðarmiklar í sög-
unum?
„Já, þær eru það svo
sannarlega að mínum
dómi, það má segja að Is-
lendingasögumar
kraumi af tilfinningum.
Erindi mitt sem ég flyt
annað kvöld byggir á
MA-ritgerð minni, sem
ég vann síðastliðinn vet-
ur.“
- Hver var kveikjan að
því að þú valdir þetta við-
fangsefni?
„Kveikjan að verkefni
þessu var í raun sú að á
síðasta ári var endurútgefin bók
breska náttúrufræðingsins
Charles Darwin um tilfinningar.
Þessi bók nefnist á frummálinu
The Expression of the Emotions
in Man and Animals, en hún kom
fyrst út árið 1872. Þegar ég las
þessa bók varð mér ljóst að mik-
ill fengur gæti verið í henni þeg-
ar skoða á tilfinningalíf fom-
manna, eins og það birtist í ís-
lendingasögunum. Sú skoðun
hefur verið útbreidd meðal
fræðimanna að heimur sagnanna
sé tilfinningasnauður en í erind-
inu mun ég hins vegar leitast við
að sýna fram á að tilfinningum
séu gerð góð skil enda þótt það
sé ekki gert með því að skyggn-
ast beint inn í hugarheim persón-
anna eins og gert er í nútíma-
skáldsögum.
- Getur þú nefnt mér dæmi um
þetta?
„Dæmin era fjölmörg en í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér er dæmi
úr Njálssögu þar sem lýst er við-
brögðum Flosa við frýju Hildig-
unnar eftir víg Höskuldar Hvíta-
nesgoða. Hún eggjar hann til
þess að hefna vígsins með því
meðal annars að leggja yfir hann
blóðuga skikkju Höskuldar en
sagan segir að Flosa hafi brugðið
svo við þennan atgang hennar;
„að hann var í andliti stundum
rauður sem blóð en stundum föl-
ur sem gras en stundum blár
sem hel.“ Þama er notuð þreföld
eftirlíking til að sýna tilfinninga-
leg viðbrögð Flosa. Þetta eru
dæmigerð látbrigði af því tagi
sem Darwin fjallar um í kenn-
ingu sinni. Einmitt þessi atburð-
ur leiddi á endanum til Njáls-
brennu.“
- Hvernig eru þessar kenning-
ar Darwins?
„Darwin gerði ráð
fyrir því að tilfinn-
ingaleg viðbrögð
manna og dýra séu al-
gild og ásköpuð og því
í megindráttum þau
sömu meðal mismunandi þjóð-
flokka og þá fólks á mismunandi
tímum. I þessari kenningu sinni
lagði hann mikla áherslu á það að
skyggnast ekki beint inn í hugar-
heim þeirra sem hann rannsak-
aði, heldur grandskoðaði hann
svipbrigði þeirra og atferli án
þess að reyna að hafa áhrif þar á.
I kenningu sinni notaði Darwin
tvennt öðra fremur, en það era
hreyfingar augabrúna og litaraft.
Hann tengir ákveðnar hreyfing-
ar augabrúna við ákveðnar til-
finningar. I undran þá er það al-
gilt að menn lyfta augabrúnum. I
reiði hnykla menn augabrúnir, í
sorg mynda þær einskona skáa -
miðjan fer upp. Nefna má mjög
►Aldís Guðmundsdóttir fæddist
í Reykjavík 1950. Hún tók stúd-
entspróf frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð 1970 og BA-próf
í íslensku og sálfræði frá Há-
skóla íslands 1976. Framhalds-
nám í tilraunasálfræði stundaði
Aldís við háskólann í Sussex í
Englandi 1979-’80. Hún lauk
MA-prófi í ísienskum fræðum
frá Háskóla Islands sl. vor. Al-
dís starfaði sem menntaskóla-
kennari í tíu ár en við þýðingar
í þrettán ár og er nú yfirmaður
þýðingarmiðstöðvar utanríkis-
ráðuneytis. Aldís er gift Jörgen
Pind og eiga þau þrjú böm,
Lóu, Onnu Guðrúnu og Finn
Kára.
frægt dæmi úr Egilssögu þegar
Egill hafði misst Þórólf bróður
sinn í orrastunni á Vínheiði.
Sagnaskáldið lætur augabrúnir
Egils tala sínu máli um líðan
hans á þessari stundu þar sem
hann lýsir honum svo: „Þá
hleypti hann annarri brúninni of-
an á kinnina en annarri upp hár-
rætur... ekki vildi hann drekka
þó að honum væri borið en ýms-
um hleypti hann brúnunum ofan
eða upp.“
-Myndir þú segja að Islend-
ingasögurnar væru ástríðufullar
bókmenntir?
„Já, ég myndi hiklaust segja
það. Staðreyndin er þó sú að þær
era í rauninni jafn ólíkar og þær
era margar. Þar af leiðandi era
þær líka misjafnlega tilfinninga-
þrungnar. Ég byggði rannsókn
mína á þremur sögum, ella hefði
umfangið orðið of mikið, þessar
sögur eru Fóstbræðrasaga,
Egilssaga Skallagrímssonar og
Brennu-Njálssaga. Allar þijár
fjalla þær um harm-
þrungin og mikil ör-
lög manna. Ef til vill
má segja að Laxdæla,
sem ég tók ekki með í
minni rannsókn, sé sú
Islendingasaga sem
fólk tengir þó einkum við ástir og
örlög - hún er fyrst og fremst
ástarsaga. Ég nota ekki ein-
göngu bók Darwins í rannsókn
minni heldur líka rannsóknir nú-
tíma fræðimanna. Látbrigði til-
finninga, sem eru lykilatriði í
kenningu Darwins, gegna miklu
hlutverki í mínu verkefni. í ís-
lendingasögunum má finna ara-
grúa dæma í þessa vera; mönn-
um sprettur sveiti á enni, fá
rauða flekki í kinnar, bíta saman
varir, fölna, verða grænir í fram-
an, glotta, fýla eða bregða grön-
um, spýja og þannig mætti áfram
telja. En allt era þetta dæmigerð
látbrigði svokallaðra grunntil-
finninga."
Hann var f
andliti stund-
um rauður
sem blóð