Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
.
LANDID
Omsjá notuð á
hrútasýningu
í Þistilfírði
Afmælishátíð í
Reykjanesbæ
Iþrótta- og
ungmenna-
félagið
fagnaði 70
ára afmæli
Keflavík - Vegleg afmælishátíð
var haldinn í íþróttahúsinu í
Reykjanesbæ um síðustu helgi
þegar Keflavík - íþrótta og
ungmennafélag fagnaði 70 ára
afmæli. Af því tilefni voru tveir
fyrrverandi forystumenn
íþróttahreyfíngarinnar, Haf-
steinn Guðmundsson og Sig-
urður Steindórsson, heiðraðir
sérstaklega. Ennfremur var
haldin sögusýning í máli og
myndum í íþróttahúsinu, sýnd-
ir voru verðlaunagripir og ým-
islegt annað úr safni félagsins.
Síðast en ekki síst voru veiting-
ar fyrir alla.
Það var árið 1994 að sex
íþróttafélög í Keflavík voru
sameinuð í eitt undir merki
Keflavík - íþrótta og ung-
mennafélag. Einnig var ákveð-
ið að stofndagur elsta félags-
ins, sem var Ungmennafélag
Keflavíkur „UNGÓ“ sem stofn-
að var 29. september 1929,
skyldi vera stofndagur hins
nýja félags. Við þetta tækifæri
var afmælisbarninu færðar
ýmsar gjafir. Margir gamlir
kappar og fyrrverandi forystu-
menn mættu einnig til veisl-
unnar sem fór vel fram í alla
staði.
Þórshöfn - Hrútasýning er alltaf
merkilegur viðburður í sveitinni en
ein slík var haldin á Gunnarsstöð-
um í Þistilflrði fyrir skömmu.
Sýndir voru 32 veturgamlir hrátar
frá bæjum í Þistilfírði og var sýn-
ingin hin glæsilegasta. Löng hefð
er fyrir fjárrækt í Þistilfirði og er
fjárræktarfélagið Þistill elsta
ræktunarfélag landsins, stofnað ár-
ið 1940.
Tveir ráðunautar voru á sýning-
unni; þau Jón Viðar Jónmundsson
frá Bændasamtökunum og María
Svanþrúður Jónsdóttir frá Ráðu-
nautaþjónustu Þingeyinga og
dæmdu þau hrútana með^ ómsjá,
mælingum og stigagjöf. Ómsjáin
virkar líkt og „sónarinn“ sem kon-
ur fara í á meðgöngu og var við-
stöddum konum góðfúslega bent á
að þær gætu notað tækifærið og
skroppið í ómsjána, væru þær í
vafa um hvort þær væru konur
einsamlar eður ei. Engin þáði gott
boð en það var mál kvenna að ekki
mætti á milli sjá hvort áhugi
bændanna væri meiri núna við
hrútaómsjána heldur en þegar
þeir fóru með frúm sínum í með-
göngusónar.
Með ómsjánni er mæld þykkt
bakvöðva og fítu á miðjum spjald-
hrygg hrútanna en út frá því má
meta eiginleika skepnunnar til
vöðva- og fítusöfnunar, sem er
mjög mikilvægt þar sem ræktunin
miðar að því að rækta vöðvamikið
fé með hæfílega fitu.
Hrúturinn Búri Bútsson
sigraði
Hrúturinn Búri Bútsson frá
Sveinungsvík kom best út úr mæl-
ingunum og fékk 84,5 stig sem er
mjög gott. Að sögn Maríu S. Jóns-
dóttur ráðunauts mældist Búri
með þykkasta bakvöðva sem sést
hefur í veturgömlum hrút, 41 millí-
metra. Einnig er gefin einkunn frá
einum upp í fimm íyrir lögun bak-
vöðvans en þar fékk Búri 5 eða
hæstu einkunn.
Tveir Mjaldurssynir frá Haga-
landi fylgdu fast á eftir Búra og
lentu í öðru og þriðja sæti og þar á
eftir fýlgdi annar Bútssonur frá
Sveinungsvík. Þyngsti hrúturinn
vó 102 kíló en það var hrútur frá
Syðra-Alandi.
Frumkvöðlar að stofnun fjár-
ræktarfélagsins Þistils voru bræð-
urnir Arni og Þórarinn Kristjáns-
synir í Holti, Vigfús og Grímur
Guðbjörnssynir á Syðra-Alandi
ásamt bændum í Laxárdal og á
Gunnarsstöðum. Víða um land er
fé sem komið er út af kynbótahrút-
um frá Holti og hefur haft mikil
áhrif á landsvísu og Arni Kristjáns-
son í Holti, núna rúmlega áttræð-
ur, er heill hafsjór af fróðleik um
ræktun fjár í Þingeyjarsýslu.
Verðlaunagripur eftir
Ríkharð Jónsson
Fjárræktarfélagið fékk á sínum
tíma listamanninn Ríkharð Jóns-
menn á Rif!
Ólafsvík - Þeir sem átt hafa leið
um þjóðveginn við Rif í Snæ-
fellsbæ undanfarnar vikur hafa
tekið eftir því að miklar „fram-
kvæmdir" eiga sér stað í börð-
unum við veginn. Hvernig sem
viðrar eru alltaf nokkrir ungir
menn að vinna þarna með stór-
virkum vinnuvélum við vega-
lagningu, stíflugerð og þesshátt-
ar. Þegar myndin var tekin voru
þó aðeins þrír að vinna við fram-
kvæmdirnar þeir Höskuldur 8
ára, Friðþjófur Orri 12 ára og
Sindri Hrafn 7 ára. Þeir voru þá
nýkomnir úr skólanum og drifu
sig út að vinna eftir að hafa litið
sem snöggvast í skólabækurnar.
Nefndu þeir að með þeim væru
oft þeir Birkir, Albert og Grasjó,
sem er pólskur. Þeir piltar segj-
ast leggja vegi með slitlagi og
taka að sér hverskonar verk
enda búast þeir við því að verða
verktakar. Þeir sögðu að mæður
þeirra segðu sjaldnast mikið
þótt oft kæmu þeir óhreinir úr
vinnunni. Það er enda líklegt að
þær sjái í sonum sínum stórhuga
framkvæmdamenn.
Stöð 2 og Tal
styrkja stöðu sína
í Borgarfirði
Reykholtsdal - íbúum í uppsveit-
um Borgarfjarðar, frá Bæjarsveit
um Reykholtsdal og upp í Húsafell,
mun á næstunni gefast kostur á að
sjá Stöð 2. Sendir hefur verið sett-
ur upp á Skáneyjarbungu í Reyk-
holtsdal, og er verið að ganga frá
uppsetningu og stillingum fyrir út-
sendingar.
Davíð Davíðsson hjá Islenska út-
varpsfélaginu segir að um sé að
ræða vandaðan og öflugan 200 W
Thomson-sendi og verði sent út á
rásinni UHF59. íbúar á um 30
bæjum í Hálsasveit, Reykholtsdal
og Hvítársíðu sendu í sumar undir-
skriftalista til Islenska útvarpsfé-
lagsins með óskum um að Sýn,
Stöð 2 og Bíórásin hefji útsending-
ar á svæðinu. Davíð segir að fyrst
um sinn verði skoðuð þau viðbrögð
sem verða við þessari nýju þjón-
ustu, en ekki hafí verið teknar
neinar ákvarðanir um að opna fyrir
Sýn eða aðrar sjónvarpsrásir, enda
þurfi sérstakan sendi fyrir útsend-
ingu á Sýn og Bíórásinni.
Fjarskiptasamband
eflist í héraðinu
Tveir aðrir sendar eru fyrir á
Skáneyjarbungu, einn í eigu RÚV
og annar sem Tal hefur nú sett upp
fyrir símafjarskipti, en sá sendir er
kominn í gagnið. Gautur Þorsteins-
son hjá Tali segir í samtali við blað-
ið, að samvinna hafí verið höfð við
Islenska útvarpsfélagið um tækja-
skýli og möstur fyrir þessa nýju
senda. Af þessum útsendingarstað
sér mjög víða og verður dreifingin
því góð. Hægt er að ná símasam-
bandi í uppsveitum Borgarfjarðar
upp fyrir Húsafell.
Tal hefur í sumar sett upp tvo
aðra senda á Borgarfjarðarsvæð-
inu, við Bifröst í Norðurárdal og í
Borgarnesi.
Ragnar Sigfússon með hrút sem verið er að mæla.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Tveir fyrrverandi forystumenn íþróttahreyfingarinnar voru sérstak-
Iega heiðraðir við þetta tækifæri. Á myndinni eru kapparnir ásamt for-
manni og varaformanni hins nýja félags. Frá vinstri til hægri eru: Ein-
ar Haraldsson, formaður Keflavíkur, Sigurður Steindórsson, Hafsteinn
Guðmundsson og Kári Gunnlaugsson, varaformaður Keflavíkur.
Af þessu tilefni var haldin sögusýning í máli og myndum í íþróttahús-
inu, sýndir voru verðlaunagripir og ýmislegt annað úr safni félagsins.
son til að skera út verðlaunagrip
fyrir félagið. Það er stór, útskor-
inn hrútur, farandgripur, sem er
veittur besta veturgamla hrútnum
í N-Þingeyjarsýslu og afhentur á
Búnaðarsambandsfundi í sýslunni.
í gegnum tíðina hefur orðið
breyting á því hvaða eiginleikum
menn sækjast eftir að ná fram með
ræktun. Áður fyrr var fitan meira
metin, þar sem helsta geymsluað-
ferðin var að salta eða reykja kjöt
og þá var betra að hafa það feitt.
Einnig var féð háfættara, því það
þótti kostur við útigöngu. Þessir
eiginleikar þykja ekki lengur æski-
legir því háfætt og feitt fé hefur
bæði hærra fítu- og beinahlutfall.
Elstu bændurnir muna því tímana
tvenna og hafa upplifað miklar
breytingar frá upphafi búskapar-
ára sinna.
Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson
Framkvæmda-