Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 30

Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 30
30 ÞRIÐ.TLÍD'AGUK 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBBAÐIÐ LISTIR tsfeoska óperan kqnnir: í jáín Ós Oskarsdó sópran GLÆSILEGIR ÓPERUTÓNLEIKAR Fimmtuda^i f kl. 20:30 og föstudaginn k. oNtóbor kl. 20:30 Aríur, dúettar og kórar úr óperum efítir Verdi, Puccini, Rossini, Mascani, Bizet, Mozart, von Weber og Gluck Einsöngvarar: Etín Ósk * Oskarsdóttír Rannveig Frtða Bragadóttír Kolbeinn Jón Ketitsson * Kór Islensku óperunnar Kórstjóri: Garðar Cortes Píanó: Gerrit Schuil Rannveig Fnða Bragadóttir mezzosópran Kolbeinn Jón Ketilsson tenór Miðasalan er opin frákl. 13-19. Símapantanir frá kl. 10. operan íslenska óperan ■ Ingólfsstræti Sími í miðasölu 551 1475 • opera@opera.is Ragna Róbertsdóttir sýnir í New York Morgunblaðið/Hulda Ragna Róbertsdóttir við verk sitt á sýningunni Microwave íNew York. Frá því stærsta til hins smæsta New York. Morgunblaðið. RAGNA Róbertsdóttir mynd- listarmaður er meðal 9 lista- manna sem þátt taka í sýn- ingunni Microwave sem nýverið var opnuð í galleríinu 123 Watts við samnefnda götu í New York-borg. Myndlistarmennirnir koma úr öllum áttum og sameigin- leg einkenni þeirra eru tempruð og hljóðlát framsetn- ing verkanna sem eru í sterkri andstöðu við skarkala og hraða borgarinnar. Edda Jónsdóttir, eigandi Gallerís Ingólfsstræti 8, i8, var himin- lifandi yfir góðum viðtökum við opnun sýningarinnar en hún var þar stödd ásamt Rögnu og Kristjáni Guðmund- ssyni myndlistarmanni sem til stendur að haldi sýningu í þessu sama galleríi síðar. Sagði Edda að sér virtist sem listunnendur kynnu vel að meta yfirvegun og hógværa framsetningu verka sem kannski væru kærkomin hvfld frá háværari og glannalegri verkum eins og annars séu áberandi um þessar mundir. Þátttaka Rögnu í sýning- unni í New York er til komin í framhaldi af ferð Gallerís i8 á listamessunni ARCO í Madr- id í byrjun ársins. Þar segist Edda hafa komist í kynni við Gallery 123 Watts sem Ieitt hefur af sér þetta samstarf en stefnt er að því að listamenn á vegum jGalIery 123 Watts komi til Islands á næsta ári og sýni í Ingólfsstræti. Myndlistarmaðurinn Jacob E1 Hanani, frá Marokkó, er á meðal þeirra en hann er tal- inn forgöngumaður svo- nefndrar Microwave-listar sem sýningin er kennd við. Verk hans eru gerð af afar smágerðum línum sem síðan mynda þéttofið net Ijóss bak- grunns og dökkra blýants- strikanna. Bendir hann á að í manninum togist á ólík öfl; að ná sem lengst og hæst og fara með sem mestum hraða og þess að brjóta til mergjar, komast til þess smæsta, kljúfa sundur og aðgreina niður í hið óendanlega. Áskorun mín var sú að sjá hversu lengi ég gæti krufíð teikninguna - kannað þolmörk fíngra minna og augna,“ segir Jacob m.a. í viðtali í sýningarskrá. Þar segir sýningarstjóri sýningar- innar, Jose Bienvenu, enn- fremur að þó að stærðar- hlutföll séu meginviðfangs efni sýningarinnar þá fáist listamennirnir ekki eingöngu við smækkun veruleikans heldur miklu fremur því smáa sem búi í því stóra og nefnir í því sambandi verk Rögnu, Hraunlandslag. Flest myndu verkin á sýn- ingunni flokkast undir teikn- ingar að undanskilinni inn- setningu Rögnu og fáeinum málverkum. Þó eru greinileg tengsl milli verks Rögnu og teikninganna. Voldugur fern- ingur stendur á stórum vegg salarins og tekur mið af hon- um. Innan ferningsins er óregluleg iða af agnarsmáum dökkum hraunmolum. Það sem augað nemur við eru sterkur kontrastar annars vegan hraunsins við hvítan bakgrunninn og umhverfi og hins vegar hvassar útlínur verksins og fíngerðar hreyf- ingar óreglulegra hraun- breiðanna innan þess og hvernig þær kallast á. Sýningin stendur til 28. nóvember. MYJVDLIST Ga11 erí Sævars Karls MÁLVERK MAGNÚS KJARTANSSON Opið á verslunartíma til 14. september. MAGNÚS Kjartansson sýndi nýlega í Galleríi Sævars Karls mikla myndröð sem áður hafði verið sýnd á Spáni á Norðurlanda- hátíð fyrir nokkrum árum og vakið mikla athygli. Nú sýnir hann enn verk sem unnin eru fyrir nokkrum árum eða nálægt síðustu stóru sýningunni sem hann hélt á Kjar- valsstöðum. Á þessum myndum má aftur sjá að það er ekki að ástæðulausu að margir telja Magnús einn besta málara sinnar kynslóðar og því mjög miður að ekki skuli hafa sést frá honum ný verk um nokkurt skeið. I þessum myndum byggir Magnús málverkið upp í þrívídd og ofan á striganum liggja út- brunnar eldspýtur og vindilstubb- ar, allt í margfaldri yfirstærð. Við- fangsefni málarans er því jaðarsvæði hversdagsleikans, það horf tilverunnar sem oftast er talið bera litla eða enga merkingu og skipta engu máli. Nú mætti lesa þessar myndir sem svo að þeim væri ætlað á einhvern hátt að upp- hefja hið smáa, fá áhorfandann til að líta sér nær og finna fegurðina í sínu nánasta umhverfi, jafnvel í útbrunnum leifum lífsins. En það Af sýningu Magnúsar Kjartanssonar. er samt ekki laust við að yfir myndunum hvili einhver undarleg melankólía eða deyfð: Kannski eru þær til vitnis um að lífið allt sé jafn lítilsiglt og það sem þær sýna og því gildi eiginlega einu hvaða viðfangsefni málarinn velji sér - allt sé á endanum jafn merkingar- laust og útbrunnin eldspýta. Málverk Magnúsar hafa alltaf haft mikla tilfinningalega og jafn- vel trúarlega dýpt. í þeim hafa birst vangaveltur listamannsins um tilgang og möguleika mannlífs- ins, þátt trúarinnar í því og ábyrgð mannsins. I því samhengi virðist manni ekki nærtækt að nálgast neinar myndir hans eins og aðeins sé um saklausan leik að ræða og svo er ekki heldur um þessi vand- lega unnu en annars tómlegu mál- verk. En hvor túlkunin sem valin er af þeim tveimur sem nefndar voru hér er það víst að á þeim má sjá að jafnvel hið smæsta og smáð- asta flytur einhver skilaboð og getur orðið listamanninum yrkis- efni. i Sýningin er gott dæmi um vinnu ■ hins hæfileikaríka málara Magn-i úsar Kjartanssonar og vonandi1 verður þess ekki langt að bíða enn> að við fáum að sjá aðra sýningu ogi ný málverk frá hans hendi. í Jón Proppé^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.