Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 42 Hestar/fólk ■ SIGURÐUR Sigurðarson, sem valinn var knapi ársins á síðasta ári, er að ganga frá kaupum á jörð- inni Þjóðólfshaga í Holtahreppi. Kaupir hann jörðina í félagi við Sig- urð V. Ragnarsson í Keflavík og Friðdóru Friðriksdóttur. ■ ÞJÓÐÓLFSHA GI er 180 hekt- arar að stærð og hver lófastór blettur grasi gróinn. A jörðinni eru kindur og nokkrir nautgripir en Sigurður sagðist verða eingöngu með hross þegar hann flytti á jörð- ina ásamt Friðdóru. Þegar gengið hefur verið frá kaupunum verður ágætu fjósi breytt í hesthús. ■ SIGURÐUR hefur selt hesthús sitt á Varmárbökkum í Mosfellsbæ en hann mun áfram verða í Herði til að byrja með en Þjóðólfshagi er á félagssvæði Geysis. ■ VIGNIR Siggeirsson hefur einnig flutt sig og starfsemi sína til. Hefur hann ásamt konu sinni Lovísu H. Ragnarsdóttur keypt jörðina Hemlu í Hvolhreppi. Vignir segir það gamlan draum að eignast jörð og svo séu þau komin í umtals- verða hrossarækt og útilokað sé að standa í slíku landlaus. ■ JÓN ALBERT Sigurbjörnsson fonnaður Landssambands hesta- mannafélaga er hæstánægður með aðsóknina að 50 ára afmælishátíð samtakanna sem haldin verður á laugai'dag í íþróttasalnum í Digra- nesi. Um sjö hundruð manns verða í mat hjá Jóni sem vildi minna menn á að sækja pantaða miða fyrir fimmtudag en þá verða ósóttar pantanir seldar. Einnig er hægt að komast á hátíðina að loknum mat og skemmtiatriðum. ■ STEINÞÓR Gestsson fyrrver- andi formaður LH verður heiðurs- gestur hátíðai’innar en hann er eini eftirlifandi stofnandi samtakanna og sömuleiðis eini eftirlifandi þeirra er sátu í fyrstu stjórn. ■ KNAPIÁRSINS og ræktunar- maður ársins verða úttnefndir á samkomunni. Gengið hefur verið frá vali manna til að taka við þess- um titlum en að sjálfsögðu hvílir mikil leynd yfír því hverjir það eru og farið með það eins og manns- morð. ■ BRYNJAR Vilmundarson á Feti, sem er einn af afkastamestu ræktendum landsins, notaði tíu stóðhesta á hryssur sínar þetta ár- ið. Flestar hryssurnar voru óm- skoðaðar og er útkoman ótrúlega góð. ■ ORRI frá Þúfu fékk átta af hryssum búsins og eru allar með fyli. Kraflar frá Miðsitju var með tíu hryssur og allar sömuleiðis með fyli og sonur hans Ásaþór frá Feti fékk 13 hryssur og reyndist ein fyl- laus. ■ VÆNGUR frá Auðsholtshjá- leigu afgreiddi 10 hryssur frá Feti og fjögurra vetra hestur sem hlaut fyrstu verðlaun í vor, Djákni frá Votmúla, var með sjö hryssur en ekki var ómskoðað úr girðingunni hjá honum, en Brynjar taldi líklegt að þær væru fyljaðar því klárinn var mjög lengi hjá hryssunum. ■ FELIX frá Feti er þriggja vetra hestur sem verður taminn í vetur á Feti og hélt Brynjar Buslu frá Stóra Hofi undir hann en hún gerði garðinn frægan á kynbótasýningum fyrir nokkrum árum. Þá var farið með eina hryssu undir Keili frá Miðsitju og mun hún vera fylfull. ■ HRÍMFAXI frá Hvanneyri var rangfeðraður í hestaþætti nýlega þar sem hann var sagður undan Svarti frá Unalæk en hið rétta er að hann er undan bróður Svarts, Oddi frá Selfossi og leiðréttist það hér með. Býrð þú úti á landi? Ef þú kaupir gleraugu hjá Sjónarhól, getur þú ferðast fyrir mismuninn Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi Einstakt tækifæri Til sölu er einn öflugasti og besti skyndibitastaður borgarinnar á fjölmennasta umferðarhorni sem til er í borginni. Sælgætissala. Er í nýlegu húsi og hefur fjórar bílalúgur. Stöðugt vaxandi umferð og mikið byggt af stórum fjölmennum vinnustöðum allt í kring. Stórt glæsilegt eldhús, vínveitingaleyfi og sæti fyrir 40 manns. Framtíðar- staður og frábær fjárfesting fyrir rétta aðila. Svona góðir staðir eru sjaldan til sölu. Góð fjárfesting. Miklir tekjumöguleikar. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. rynrTTHr^iTi^iTvrr SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Ritfangaverslun Til sölu frábær og vinsæl ritfangaverslun á mjög góðum stað í fjöl- mennu og virtu hverfi. Selur ritföng, leikföng og bækur I umboðssölu. Ýmiss umboð fylgja með. Er í nálægð skóla og hefur mjög góð við- skipti við þá í gegnum árin. Eftirsóttur tími framundan og mikill sölu- tími. Langur leigusamningur. Skemmtileg vinna fyrir snyrtilegt fólk. Frábært tækifæri til að eignast traust og skemmtilegt fyrirtæki sem gefur vel af sér enda mjög góð velta. Vel staðsettur á fjölmennum stað. Laus strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. miTTTT?I?TT7I^ITVITT SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Fyrirtaks vinnustaður á fjórum hjólum Við framleiðslu á Ford sendibílum sitja öryggi ökumanns, þægilegt vinnuumhverfi og hagkvæmni í fyrirrúmi. Jafnframt standast þeir fyllstu kröfur um flutningsrými og burðargetu, t.d. við flutning varnings á brettum. Allir kostir við fjármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga. Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn og útbúa hann eftir þínu höfði. Ford Transit grindarbíll 3-6 manna Brimborg Akurcyri I Bílcy 1 Bctri bilasalan | Bilasalan Bílavík Tvisturinn Tryggvabraut 5, Akurcyri Búðarcyri 33, Rcyðarfirði Hrismýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Rcykjancsbæ Faxastig 36, Vestmannaeyjum simi 462 2700 | sími 474 1453 1 simi 482 3100 1 sími 421 7800 I sfmi 481 3141 Ford Transit pallbíll 3-6 manna * (ír brimborg Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7000 • www.brimborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.