Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 273. TBL. 87. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lýðræðissinnar og sambandssinnar tilnefna ráðherra í nýja heimastjórn á Norður-írlandi Kaþólikkar og mót- mælendur hlið við hlið Belfast. AFP, AP, Reuters. LEIÐTOGAR sambandssinna og lýðveldissinna á Norður-Irlandi tii- nefndu í gær ráðherra í fyrstu heimastjórn héraðsins í 25 ár, sam- kvæmt friðarsamkomulaginu sem undirritað var á síðasta ári. Tíu ráðherrar verða í stjórninni og koma þeir úr röðum mótmælenda og kaþólskra, þar með talið úr Sinn-Fein, stjórnmálaarmi Irska lýðveldishersins (IRA). : Stjórnin kemur saman í fyrsta sinn á fimmtudag, og er vonast til þess að í kjölfarið muni IRA til- nefna fulltrúa í nefnd er fjallar um afvopnun hryðjuverkahópa. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, fagnaði stjórnarmynduninni í gær og sagði hana marka algjör tímamót í sögu Norður-írlands. Adams á ekki sæti í stjórninni, en talsmenn Sinn Fein skýrðu það á þann veg að þar sem flokkurinn hefði sameiningu Ir- lands á stefnuskrá sinni væri ekki rétt að leiðtoginn tæki sæti í norð- ur-írskri heimastjórn. Harðlínumenn úr hópi sam- bandssinna gerðu sitt til að tefja fyrir tilnefningum ráðherra á fundi norður-írska heimastjórnarþings- ins í gær, en þeir eru mótfallnir því að fulltrúar Sinn Fein fái að taka sæti í stjórninni áður en IRA hefur hafið afvopnun. Lagði DUP-flokk- ur Ians Paisleys fram þingsálykt- unartillögu um að útiloka Sinn Fein frá stjórnarsetu, þar sem það væri ekki lýðræðislegur flokkur. Tillagan var felld og var þá unnt að hefja tilnefningu ráðherra. Flokkur Davids Trimbles for- sætisráðherra, Sambandssinnar Ulster (UUP), hlýtur þrjá ráð- herra í heimastjórninni, Sinn Fein tvo, flokkur hófsamra kaþólikka (SDLP) þrjá og Lýðræðislegi sam- bandsflokkurinn (DUP) fær tvo. Umdeildasta tilnefningin var skipan Martins McGuinness í emb- ætti menntamálaráðherra fyrir hönd Sinn Fein. McGuinness er að- alsamningamaður flokksins og er talinn hafa verið leiðtogi IRA á áttunda áratugnum. ■ Framtíð/28 AP Fulltrúar Sinn Fein, Mitchell McLaughlin, Gerry Adams og Martin McGuinness, koma til Stormont, byggingar norður-írska heimastjórn- arþingsins, í gær. Mikil mótmæli vegna fundar Heimsviðskiptastofnunarinnar í Seattle Lögregla girti ráð- stefnubygginguna af New York, Seattle, Washingion. AFP, AP, Reuters. Mótmælandi gefur friðarmerki fyrir utan ráðstefnumiðstöðina í gær. Tugþúsundir óbreyttra borgara enn í Grosní FJOGURRA daga ráðherrafundur aðildarríkja Heimsviðskiptastofnun- arinnar hefst í Seattle í Bandaríkj- unum í dag. A fundinum verður reynt að ná samkomulagi um dag- skrá næstu samningalotu stofnunar- innar um frelsi í alþjóðaviðskiptum, sem hefjast mun á næsta ári. Fjöldi manna mótmælti óheftu viðskipta- frelsi fyrir framan ráðstefnumið- stöðina í Seattle á sunnudag, og afgirti lögregla bygginguna í nokkr- ar klukkustundir í gærmorgun, þar sem svo virtist sem tilraun hefði verið gerð til innbrots um nóttina. Komust starfsmenn og fundargestir ekki inn í ráðstefnumiðstöðina fyrr en langt var liðið á morgun. Umhverfisvemdarsinnar, dýra- verndunarsinnar, fulltrúar verka- lýðsfélaga og trúarhreyfinga stóðu áfram fyrir mótmælum ' við ráðstefnumiðstöðina í gær. A spjöldum mótmælenda mátti meðal annars lesa aðdróttanir um að WTO væri annara um ágóða af viðskipt- um en um mannréttindi og náttúru- vernd. AFP-fréttastofan hafði eftir hátt- settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í gær að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, myndi í ræðu sinni á fundinum í dag færa mótmælendum þau skilaboð að Heimsviðskiptastofnunin væri ekki vettvangur til að ræða félagsleg vandamál og umhverfisvá. Búist við 50 þúsund mót- mælendum við komu Clintons Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun sitja fund ráðherranna í Seatt- le á morgun, og er búist við að allt að fimmtíu þúsund taki þátt í mót- mælum við komu hans. Joe Lock- hart, talsmaður Hvlta hússins, vís- aði því á bug í gær að mótmælin hefðu áhrif á störf bandarísku send- inefndarinnar, og sagði að Clinton myndi eiga fundi með fulltrúum nokkurra hópa mótmælenda. Lock- hart sagði að helsta markmið Bandaríkjastjómar á fundinum væri að fá því framgengt að niður- greiðslur til landbúnaðar yrðu lækk- aðar. Einnig yrði lögð áhersla á opnun markaða og rafræn viðskipti. ■ Aðildarþjódir/38 ■ Kynntu/76 RÚSSAR héldu uppi hörðum árásum á Grosní, höfuðborg Tsjet- sjníu, í gær þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á Vesturlöndum. Létu þeir sprengjum rigna yfir íbúðar- hverfi og aðalgötuna í borginni og er haft eftir vitnum, að óbreyttir borgarar hafi fallið. Talsmaður rússneska hersins sagði í gær, að gerðar hefðu verið árásir á tvær vopnaverksmiðjur í Grosní, eldsneytisbirgðageymslu, fjarskiptastöð og brýr, auk árása á búðir skæruliða í fjöllunum. Sagði hann, að búið yrði að umkringja borgina alveg um miðjan desem- ber. Hermt er að margir óbreyttir borgarar hafi legið í valnum er rússneskar herþotur gerðu sprengjuárás á aðalgötuna í borg- inni, en á sunnudag létu Rússar dreifimiðum rigna yfir hana þar sem óbreyttir borgarar voru hvatt- ir til að flýja. Ljóst er, að það geta samt ekki allir, til dæmis ekki gamalt fólk og lasburða, og auk þess er lítið orðið um farartæki. Þá voru landamærin við Ingúsetíu lok- uð í gær og þar beið hálfs kíló- metra löng flóttamannalest. Talið er, að allt að 50.000 óbreyttir borgarar séu enn í Grosní en borgin er víða rústir einar. Vísa afskiptum ÖSE ábug Gagnrýni vestrænna ríkja á hernaðinn í Tsjetsjníu eykst stöð- ugt og hugsanlegt er, að hann muni tefja alþjóðlegar lánveitingar til Rússa. Knut Vollebæk, yfirmað- ur ÖSE, Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ræddi í gær við Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, um Tsjetsjníu í Moskvu, en Vollebæk vonast til að geta kynnt sér ástandið í landinu á næstu dögum. Rússar hafa hins vegar ítrekað þá afstöðu sína, að hernaðurinn í Tsjetsjníu sé innan- ríkismál, sem ekki komi ÖSE við. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, ræddi við ráðgjafa sína um Tsjet- sjníustríðið fyrir helgi þótt hann væri þá með lungnakvef að sögn lækna. I gær var hann síðan fluttur á sjúkrahús með lungnabólgu. Ríkisstjórn Malasiu heldur velli MAHATHIR Mohamad, forsætis- ráðhen-a Malasíu, lýsti í gærkvöldi yfir sigri stjórnarflokks síns í þing- kosningunum sem fram fóru í gær. Sagði hann að stjórnin hefði náð því takmarki sínu að hljóta tvo þriðjuhluta þingsæta. Mahathir, sem hefm' setið lengst allra kjörinna þjóðarleiðtoga í As- íu, mun því að öllum líkindum gegna embætti forsætisráðherra fimmta kjörtímabilið í röð. Hann sagði fréttamönnum að samkvæmt bráðabirgðatölum hefði kosninga- bandalag hans, Barisan, hlotið 133 af 193 sætum á malasíska þinginu. Wan Azizah, eiginkona Anwars Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðheira sem nú situr í fang- elsi, náði kjöri í Permatang Pauh, en Anwar gegndi þingmennsku fyrir kjördæmið í 16 ár. Búist er við að Azizah muni leiða stjórn- arandstöðuna á þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.