Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Dyttað að flottrollinu Flottroll eru flókin smíð og því þarf að vanda til verksins þegar þessi um- gerðarmenn kunnu greinilega vel til verka þegar þeir voru að yfirfara fangsmiklu veiðarfæri eru færð í land til lagfæringar. Þessir vösku neta- trollið á Grandagarði í gær. 15% hlutur í Búnaðarbanka og Landsbanka verður seldur RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að leggja fyr- ir Alþingi frumvarp viðskiptaráðherra sem kveð- ur á um heimild til að selja af hlutafé ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka, 15% hlut í hvor- um banka fyrir sig. Miðað við gengi bréfa í bönk- jh, unum upp á síðkastið er um að ræða sölu fyrir ^•ycplega sex milljarða króna samtals. 'jí Stefnt er að því að selja 15% af hlutafé ríkis- sjóðs í bönkunum tveimur nú í lok desember með áherslu á dreifða sölu til almennings, en með því á að hvetja til aukins sparnaðar heimilanna, efla hlutabréfamarkaðinn og treysta verðmyndun hlutabréfa í bönkunum. Almenningi gefst jafn- framt kostur á að nýta sér kaup hlutabréfa í bönkunum til skattaafsláttar í samræmi við , reglur ríkisskattstjóra. Að sögn Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra hefur fyrirkomulagið við söluna ekki endanlega verið ákveðið. „Ég á hins vegar von á því að þar verði um áskriftarfyrirkomulag að ræða líkt og þegar tugir þúsunda Islendinga skráðu sig fyrir hlutafé bæði í Landsbanka og Búnaðarbanka í fyrra, þannig að við veljum svipað fyrirkomulag og þá í þeim til- gangi að fá sem virkasta þátttöku almennings í málinu,“ sagði Finnur. Finnur sagðist síður eiga von á því að kenni- tölusöfnun færi fram nú líkt og í fyrra þegar ríkið seldi hlut í bönkunum, þar sem í ljós hefði komið að ábati þeirra sem ekki tóku þátt í kennitölusöfn- uninni í síðasta útboði varð miklu meiri en þeirra sem lánuðu nöfnin sín. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, segist fagna ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar. Að hans mati er æskilegt að tryggja dreifða eignaraðild en einnig að fá stærri hluthafa til liðs við bankann. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbanka, segir mikilvægt að gefa almenningi kost á.að eignast hlut í bönkunum með því að tryggja dreifða eignaraðild. Að hans mati er tíminn til áramóta fremur knappur til að ljúka málinu. „Við erum að skoða hvort þetta er gerlegt,11 segir Stefán. I gær lækkaði gengi hlutabréfa í Landsbankan- um um 4,4%, úr 4,08 í 3,90, en um 5 milljóna króna viðskipti voru með bréf bankans. Gengi bréfa í Búnaðarbankanum lækkaði um 0,2%, úr 4,56 í 4,55, en rúmlega tveggja milljóna króna viðskipti voru með bréfin í gær á Verðbréfaþingi Islands. ■ Sölunní/16 AP Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hlýðir á William Da- ley, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, ávarpa blaðamanna- fund í Seattle í gær. Utanríkisráðherra Islands og viðskiptaráðherra Bandaríkjanna á fréttamannafundi við upphaf ráðherrafundar WTQ Kynntu saman baráttu gegn ríkisstyrkjum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og William M. Daley, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, komu fram á sameiginlegum blaða- mannafundi í Seattle í Bandaríkjun- um í gær, ásamt formanni World Wildlife Fund, til að kynna tillögur um nauðsyn þess að afnema ríkis- styrki í sjávarútvegi. Fundurinn var haldinn við upphaf ráðherrafundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem hefst í Seattle í dag. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að frétta- mannafundurinn hefði verið fjöl- mennur og heppnast vel. „Okkur tókst að koma þessum skilaboðum vel á framfæri. Við erum að vinna að því að ná þessu inn í yfirlýsingu fundarins og teljum það mjög mikil- vægt. Við höfum náð mjög góðu sam- starfi við World Wildlife Fund og aðrar ríkisstjórnir, sérstaklega ríkis- stjórnir Bandaríkjanna, Astralíu, Nýja-Sjálands og fleirí,“ sagði hann. Halldór sagði að þátttaka Willi- ams M. Daleys, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum sýndi að Bandaríkjamenn legðu mjög mikla áherslu á samstarf við Islendinga um þetta mál. „Við viljum afnema ríkisstyrki í sjávarútvegi og að það náist sam- komulag um það innan Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar að slíkir styrk- ir verði bannaðir. Það er talið að fiskiflotar heimsins séu tveimur og hálfu sinni stærri en nauðsynlegt er,“ sagði Halldór. Hann sagði enn- fremur að Evrópusambandið hefði helst staðið í vegi fyrir því að sam- komulag næðist og einnig hefðu Jap- anir verið tregir. „En það hefur held- ur breyst hljóðið í Evrópusambandinu undanfarið, þannig að við erum að vonast til þess að þeir komi líka með,“ sagði Hall- dór. Hann sagði enn of snemmt að segja til um hvort sá árangur næðist á fundinum í þessu máli sem að væri stefnt. „Þessi blaðamannafundur er liður í þeirri pressu sem við erum að setja á aðrar þjóðir,“ sagði Halldór. Laugavegur 53b Borgin greiðir bætur REYKJAVÍKURBORG mun greiða 10,8 milljónir króna í bætur til bygg- ingaraðila hússins á Laugavegi 53b, þar sem byggingarleyfi hefur tvíveg- is verið fellt úr gildi vegna kæra nágranna. Borgarlögmaður hefur náð samkomulagi við byggingarað- ilann um greiðslu fyn-greindra bóta. Borgin mun þó alls greiða 24,5 milljónir króna, því að jafnframt bótagreiðslunum verða 13,7 milljónir króna greiddar vegna kvaðar sem .j^yiett hefur verið á lóðina og gerir ráð ’^^yrir, að aðkoma að bílageymslukjall- ara væntanlegs húss á Laugavegi 55 verði um bílageymslukjallarann við Laugaveg 53b. Borgarráð hefur fjallað um málið og samþykkt. ■ Bætur/13 :.D Minni úthafs- karfakvóti Tekjutap Granda 150 milljónir GRANDI hf. í Reykjavík gæti haft allt að 150 milljónum ki'óna minni tekjur á næsta ári vegna niðurskurðar á úthafskarfa- kvóta íslendinga á Reykjanes- hrygg. Grandi hf. er með mestan út- hafskarfakvóta íslenskra fyrir- tækja, um 8.900 tonn, en gera má ráð fyrir að kvóti fyrirtæk- isins skerðist um rúm 2.000 tonn verði farið að samþykkt Norður-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NEAFC) um kvótaúthlutun á úthafskarfa sem gerð var á aðalfundi néfnd- arinnar fyrir helgi. Eins má ætla að kvóti sex kvótahæstu sjávarútvegsfyrir- tækjanna skerðist um 18.000 tonn á næsta ári og verðmæta- tapið nemi nærri 400 milljónum króna. ■ Hefur áhrif/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.