Morgunblaðið - 30.11.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 30.11.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 33 LISTIR Sigur Leikfélags Húsavíkur Ljósmynd/Sigurður P. Björnsson Frá Húsavík LEIKLIST Lei kf é 1 ag Húsavíkiir HALTI BILLI FRÁ MIÐ- EY eftir Martin McDonagh. íslensk þýðing: Karl J. Guðmundsson og Hallmar Sigurðsson. Sönglextar: Friðrik Steingrímsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikarar: Sigurður Hallmarsson, Herdís Birgisdóttir, María Axfjörð, Guð- ný Þorgeirsdóttir, Halla Rún Tryggvadóttir, Sigurður Illuga- son, Baldur Kristjánsson, Frið- finnur Hermannsson og Jóhann Kr. Gunnarsson. Hljómsveit: Ingi- mundur Jónsson, Kristín Magnús- dóttir, Line Werner og Sigurjón Sigurðsson. Hönnun leikmyndar: Hallmar Sigurðsson, Sveinbjörn Magnússon og Siguröur Sigurðs- son. Búningar: Dómhildur Antons- dóttir, Kristín H. Guðmundsdóttir og Regína Sigurðardóttir. Förðun og hárgreiðsla: Steinunn Áskels- dóttir, Ásdis Skarphéðinsdóttir og Ásta Hermannsdóttir. Lýsing: Jón Arnkelsson og Einar Halldór Ein- arsson. Leikhljóð: Áskell Geir Birgisson. Sýningarstjórar: Ása Gísladóttir og Margrét Sverris- dóttir. HÚSVÍKINGAR fagna aldar- afmæli Leikfélags Húsavíkur árið 2000 og þeim merku tímamótum ætla þeir fagna allt leikárið, sem hófst með Islandsfrumsýningu á leikriti Martins McDonagh Halti Billi frá Miðey síðasliðið föstudagskvöld. Og það er ekki að- eins aldarafmæli leikfélagsins sem er tilefni hátíðar á Húsavík um þessar mundir, heldur er einnig haldið upp á merkisafmæli hjón- anna Sigurðar Hallmarssonar og Herdísar Birgisdóttur, en sá fyrr- nefndi heldur upp á 55 ára Ieika- fmæli og 50 ára leikstjórnara- fmæli með leikfélaginu í ár, auk þess sem hann varð sjötugur íýrr á árinu. Herdís fagnar síðan hálfr- ar aldar leikafmæli sínu á næsta ári. Þau Sigurður og Herdís hafa verið lífið og sálin í Leikfélagi Húsvíkur í hálfa öld og því ærin ástæða til að heiðra þau hjón á þessum tímamótum. Leikritið Halti Billi frá Miðey, eða The Cripple of Inishmaan, eins og verkið heitir á frummálinu, er eitt þriggja verka McDonaghs sem mynda Aran-þríleikinn, sem höfundur ku vera einna þekktast- ur fyrir. íslenskir leikhúsgestir þekkja hins vegar betur eitt verka annars þríleiks hans, Leenane-þrí- leikinn, en það er Fegurðardrottn- ingin frá Línakri, sem sló í gegn hjá Leikfélagi Reykjavíkur á síð- astliðnu leikári. Leikritið Halti Billi frá Miðey er mjög ólíkt Feg- urðardrottningunni frá Línakri - en ekki síður áhugavert. í þessu verki bregður höfundur upp tragí- kómískri mynd af litlu samfélagi á afskekkri írskri eyju. I gegnum samskipti örfárra eyjarskeggja er dregin upp trúverðug mynd af samfélagi þar sem einangrun, fá- fræði og fordómar setja svip sinn á mannlífíð og er hver og ein per- sóna dregin sterkum dráttum, þar sem ýmiss konar séi'viska setur svip sinn á hvern karakter. Satt að segja er hér um dýrðlegt pers- ónusafn að ræða og því óneitan- lega mikill fengur fyi'ir félaga Leikfélags Húsavíkur að fá að glíma við hinar einstöku persónur verksins. Systurnar Katrín Osbourne (María Axfjörð) og Elín Osbourne (Guðný Þorgeirsdóttir) búa saman og reka þorpskrána. Þær hafa alið upp fatlaðan munaðarleysingja, halta Billa (Friðfínnur Hermann- sson), og þeirra fábreytilega líf snýst í kringum persónu hans og velferð. Þær María Axfjörð og Guðný Þorgeirsdóttir voru bæði sannfærandi og samstiga í túlkun sinni á hinum miðaldra systrum og uppskáru margan hláturinn. Sú fyrrnefnda túlkaði Katrínu á ang- urværan hátt og átti sannfærandi samtöl við stein. Sú síðarnefnda átti mörg ógleymanleg svipbrigði sem túlkuðu vandlætingu hennar í annarra garð. Friðfínnur Her- mannsson hélt vel utan um per- sónu halta Billa sem þorpsbúar telja vonlausan og vangefinn vegna hinnar líkamlegu fötlunar, en sem býr yfír tilfinningum sem hann flíkar þó ekki. Friðfmnur kom vel til skila bæði vonum og vonbrigðum persónunnar. Systkinin Lenu og Badda leika þau Halla Rún Tryggvadóttir og Jóhann Kr. Gunnarsson. Halla Rún var óborganlega hortug og framhleypin og Jóhann skapaði skemmtilega einfaldan sælkera sem er hálfhræddur við glennuna hana systur sína - eins og von er! Sigurður Illugason leikur Dúdda- didda Bennet, hranalegan sjó- mann og ekkil sem beitir hnefa- réttinum óspart en hefur þó viðkvæma taug ef svo ber undir. Baldur Ki'istjánsson var virðuleg- ur og ábúðarmikill í hlutverki McSharrys læknis. En að öllum þessum ágætu leik- urum voru það þó heiðurshjónin Sigurður Hallmarsson og Herdís Birgisdóttir sem áttu salinn í hlut- verkum mæðginanna Jonnapitta- mikka og Múttu O’Dougal. Jonn- ipittimikki er „fréttasnápur" (eða öllu heldur „kjaftakerling") þorps- ins. Hann er sífellt á höttunum eftir fréttum (og ekkifréttum) sem hann síðan ber samviskusamlega út um alla eyju og heimtar laun í matarformi. Hann býr með ní- ræðri móður sinni og elda þau mæðginin grátt silfur alla daga og óska þau hvort öðru í gröfina af mikilli elju. Þau Sigurður og Her- dís fóru bæði á kostum í leik sín- um og samleik.. í samskiptum þeirra rís kómík verksins hæst og réðu Sigurður og Herdís á aðdá- unarverðan hátt við hlutverkin og misstu aldrei einbeitinguna þótt salurinn orgaði af hlátri. Ef þetta er ekki leiksigur veit ég ekki hvað það orð merkir. Hallmar Sigurðsson leikstjóri (sem er eins og flestum mun kunn- ugt sonur þeirra Sigurðar og Her- dísar) hefur náð undraverðum árangri með þessum hópi „áhuga- leikara“ sem að sýningunni standa. Hallmar á stóran þátt í sýningunni því auk þess að leik- stýi’a, er hann annar þýðandi verksins og einn af hönnuðum leikmyndar. Allir þessir þættir eru unnir af vandvirkni og mikilli útsjónarsemi. Þýðing Hallmars og Karls Guðmundssonar er frábær; textinn ólgar af fjöri og dettur hvergi niður í flatneskju. Sviðs- myndin er að sama skapi vel hönn- uð og sannfærandi, sérstaklega má nefna bryggjuna og bátinn (sem reyndar ekkert sést af nema mastrið en það er líka nóg til að gefa sannfærandi tilfinningu fyrir því að báturinn sé þarna allur). Búningar og förðun setja síðan punktinn yfír i-ið í þessari sýn- ingu. Sérstaklega athyglisvert er hversu förðunin er vel unnin, t.a.m. er gei-vi hinnar níræðu Múttu O’Dougal alveg frábært. Ekki verður annað sagt en að upphaf þessara hátíðarhalda Leik- félags Húsavíkur hafí verið sér- staklega vel lukkað. Sýningin á föstudagskvöldið var glæsileg í alla staði og fór þar saman, eins og framan greinir, afar skemmtilegur texti, góður leikur og vönduð um- gjörð. Einnig setti lifandi tónlist mikinn svip á sýninguna, en á milli atriða spilaði hljómsveit írsk þjóð- lög við söngtexta Friðriks Stein- grímssonar. Hvort tveggja féll mjög vel að leikverkinu í heild. Undirrituð skemmti sér konung- lega og vonast til að sjá sýninguna aftur á fjölum Þjóðleikhússins í vor; varla verður önnur leiksýning af landsbyggðinni hlutskarpari í hinni árlegu samkeppni áhugaleik- húss um sýningarrétt á því sviði. Soffía Auður Birgisdóttir Sönglög Em- ils Thorodd- sen í Salnum í SALNUM í Kópavogi annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30, verður söngdagskrá helguð Emil Thoroddsen. Það eru þeir Þoi'geir Andrésson tenór, Sigurður Skag- fjörð Steingrímsson barítón og Jónas Ingimundarson píanóleikari sem flytja öll einsöngslög Emils Thoroddsen. Lögin eru Islands hrafnistu- menn, Sjómenn íslands, í fögrum dal, Vöggukvæði, Smalastúlkan, Matgoggsvísur, Gengið er nú, Vík- urbragur, Til skýsins og Búðar- vísa, Um nótt, Kveðja, Wiegenlied, Sáuð þið hana systur mína, Komdu, komdu kiðlingur, Mitt er ríkið, Syndaflóðið, Vísa Guðmun- dar Scheving og Berserkjabragur. Emil Thoroddsen Emil Thoroddsen fæddist í Keflavík 16. júní 1898. Löngu inn- an við 10 ára aldur var slagharpan orðin honum kær og viðráðanlegt hljóðfæri. Menntaskólanám full- nægði ekki fróðleiksþörf Emils, enda hneigðist hugur hans einkum að myndlist og tónlist. Hann sigldi til Kaupmannahafnar að loknu stúdentsprófí og las listasögu við Hafnarháskóla, iðkaði píanóleik og fékkst nokkuð við að mála. Smám saman snéri Emil sér með meiri alvöru að tónlistinni. Hann var í Kaupmannahöfn til ársins 1920, en síðan í Leipzig og Dresden í Þýzkalandi í fjögur ár. Hann sneri aftur til íslands árið 1924. Páll Isólfsson, dómorganisti og aldavinur og samstarfsmaður tón- skáldsins, segir í grein í Morgun- blaðinu 9. maí 1954, sem birt var í tilefni af flutningi á tónverkum Emils í Þjóðleikhúsinu: „Emil Thoroddsen var fjölgáfaðasti lista- maður, sem ég hef fyrir hitt á líf- sleiðinni. Hann var ágætur rithöf- undur, prýðilegur listmálari, snjall píanóleikari og merkilegt tónskáld. Það ver eins og allt léki í höndum hans. En hann miklaðist aldrei af gáfum sínum. Til þess voru þær of miklar. Tónverk Emils eru ekki Emil Thoroddsen Jónas Ingimundarson Sigurður Skagfjörð Þorgeir Andrésson íkhjarta, án þrauta og án tilgerðar. Hann þurfti ekki á því að halda að tolla í „tízku eða þjóna „ismum“ ... Emil var heimsborg- ari í list sinni, en þó ekki síður íslenzkur fyrir það. Hann hafði gott vald yfir formun- um, var rökvís í hugs- un og hámenntaður í tónlist, víðsýnn og víð- feðmur . . . í tónlist Emils Thoroddsen endurspeglast allir hans miklu mannkost- ir.“ mikil að vöxtum. En mörg þeirra eru hreinustu perlur og bera sköp- unargáfu hans fagurt vitni. Þau streyma eðlilega út frá hans mús- Arið 1944 hlaut Emil fyrstu verðlaun fyrir lagið Hver á sér fegra föðurland er hann samdi í tilefni af stofnun l&lenska lýð- veldisins. Sennilega er það síðasta verkið sem hann samdi í tónum þvf að Emil Thoroddsen lést það sama sumar. Tónleikarnir eru í Röð 3 á Tíbrártón- leikum Salarins í Tónlistarhúsi Kópa- vogs. Miðaverð á tón- leikana er kr. 1.500 og það er BYKO sem styrkir RÖÐ 3. Miðapantanir og sala í anddyri Salarins alla virka daga frá kl. 9- 16 og frá kl 19- 20.30 tónleika- daga. Kringlu- Kristur í Hús- dýragarðinn GUNNAR Karlsson sýnir hluta myndverksins Kringlu-Kristur í fjárhúsinu í Húsdýragarðinum í Laugai'dal. í fréttatilkynningu segir, að verkið hafí upphaflega verið gert til að hanga í verslunarmiðstöðinni Kringlunni, en varð að víkja þaðan fyrir jólaskrauti og bauðst Húsdýragarðurinní Laugardal til að hýsa Kringlu-Krist. Jakkapeysurnar fást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, simi 551 2854

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.