Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 24

Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Fyiii heimilið, veitingahús, félagasamtök og alla þá sem huga að veisluhöldum Uthafskarfakvóti Islendinga skerðist um 24% Hefur áhrif á rekstur Auðvelt í uppsetningu, tekui lítið pláss Stærð: Brotið saman: 76 x 1,82 6 cm Skúlagata 26, 101 Reykjavík, S. $n 8072, GSM. 861 5192, E-mail:,iasta@simnet.is stærstu fyrirtækjanna Frábært tilboð á bílaleigubílum innanlands og erlendis Kr. 2.600 sólarhringurinn (Flokkur A) AVIS tT 562 4433 myndum minnka aflann. Okkur finnst afstaða þessara þjóða því óábyrg." Islendingar mótmæltu þessari niðurstöðu NEAFC og eru því ekki bundnir henni. Arni segir að nú muni stjórnvöld skoða hvernig íslending- ar geti hagað sínum veiðum á Reykj- aneshrygg. „Við munum skoða hvað hægt er að gera til að ná þeim markmiðum sem við stefndum að í samningagerðinni og fara að mestu leyti saman við niðurstöður og tillög- ur vísindamanna," segir Arni. -------♦ ♦ ♦----- Kropp í síldinni „ÞAD hefur verið ágætis kropp í sfldinni og nánast full vinnsla hjá okkur,“ segir Freysteinn Bjamason, útgerðarstjóri Sfldarvinnslunnar í Neskaupstað. „Reyndar kom bræla um helgina og því er þetta eitthvað daufara núna en við höfum tekið á móti 13 til 14.000 tonnum af sfld í vinnslu á vertíðinni sem er meira en við tókum á móti til jóla í fyrra.“ Beitir NK landaði um 560 tonnum af sfld fyrir helgi og segir Freysteinn að hann og fleiri bátar hafi haldið vinnslunni nánast á fullu á vertíðinni. „Það var ágætis sfldveiði í nót í haust og svo eru Beitir og fleiri með nýja þantrollið frá Hampiðjunni, sem er léttara í drætti og því geta menn ver- ið með stærri troll en áður.“ Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri á Beiti, segir að ekkert sé að hafa í Héraðsflóadýpi þessa dagana en þar væri aftur spáð brælu. „Við höfinn ekkert séð síðan við komum út á laugardag," segir hann. „Við lentum í ágætistorfu fyrir helgi og fengum þá um 560 tonn af ágætri sfld í þrem- ur holum en höfum ekki fundið hana aftur.“ I gær hafði samtals verið tilkynnt um móttöku á liðlega 46 þúsund tonnum af sfld á vertíðinni og því um 55 þúsund tonn eftir af kvótanum. Tæplega fjögur þúsund tonn hafa farið í frystingu, um 13.000 í söltun og afgangurinn í bræðslu eða um 30.000 tonn. Mikið af smásfld Hafrannsóknaskipið Arni Frið- riksson var í loðnuleit undan Norð- urlandi þar til sl. fimmtudag þegar skipt var yfir í leit að smásfld. Byrjað var í Húnaflóa en skipið var á Skjálf- anda í gær á leið austur fyrir. „Þegar þessu lýkur förum við í stóru sfldina, byrjum væntanlega hérna fyrir aust- an og förum suður fyrir á vestur- svæðið,“ segir Sveinn Sveinbjörns- sonleiðangursstjóri. „Okkur sýnist að það sé töluvert af smásfld hérna, 10 til 11 sentímetra árs gamalli síld, sem eru góðar upplýsingar." -------♦♦ ♦------ Mun minni hrefnukvóti NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að hrefnukvóti næsta árs verði 655 dýr, en það er um 100 hvölum færra en á þessu ári. Ákvörð- unin er tekin í samræmi við nýting- aráætlun þá, sem vísindanefnd Al- þjóða hvalveiðiráðsins, hefur mótað. Hrefnustofninn í norðaustanverðu Atlantshafi er nú talinn um 112.000 dýr og 72.000 dýr á miðju hafinu. Þrátt fyrir það er kvótinn ákveðinn minni en á þessu ári. Skýringin er að reiknilíkanið fyrir kvótann hefur verið bætt í kjölfar upplýsinga frá Noregi og endurskoðunar á stofn- stærð við Jan Mayen. I^ÍSLlfÓNSSON e/if Bíldshöfða 14 Sími: 587 6644 TEKJUTAP kvótahæstu útgerðar- fyrirtækjanna vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á úthafskarfakvóta á Reykjaneshrygg nemur hundruðum milljónum ki’óna. Islendingar eru ekki bundnir af skiptingu kvótans og segir sjávarútvegsráðherra að stjórnvöld muni nú skoða hvernig Is- lendingar geti best stjómað sínum veiðum sjálfir. N orðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndin (NEAFC) ákvað í síðustu viku að skerða karfakvóta á Reykj- aneshrygg á næsta ári úr 153 þúsund tonnum í 120 þúsund tonn. íslend- ingum eru þar af ætluð 34.159 tonn sem er um 24% skerðing frá kvóta yfirstandandi árs en hlutur Islend- inga var 45.000 tonn á þessu ári. ís- lendingar mótmæltu hins vegar nið- urstöðu NEAFC og eru því ekki bundnir af henni. Þannig hafa Rúss- ar til dæmis verið óbundnir skipt- ingu karfakvóta á Reykjaneshrygg undanfarin ár en þeir hafa hins veg- ar ekki veitt fram yfir það sem þeim hefur verið ætlað. 150 milljón króna tekjutap fyrir Granda hf. Tiltölulega fá sjávarútvegsfyrir- tæki hérlendis ráða yfir nærri helm- ingi þess kvóta sem Islendingum var úthlutað á þessu ári. Skerðing á kvótanum mun því að öllum líkindum hafa umtalsverð áhrif á rekstur þessra fyrirtækja. Grandi hf. í Reykjavík er með mestan karfa- kvóta ísle'nskra útgerða á Reykja- neshrygg, eða um 8.897 tonn eða nærri 20% af kvóta íslendinga. Mið- að við hlutfallslega skerðingu á heildarkvóta Islendinga samkvæmt samþykkt NEAFC yrði kvóti Granda hf. því um 6.762 tonn á næsta ári. Niðurskurðurinn gæti þýtt nærri 150 milljón króna minni tekjur fyrir Granda á næsta ári. Samherji hf. á Akureyri er með næstmestan kvóta íslenskra útgerða á Reykjaneshrygg eða um 6.800 tonn á þessu ári, HB hf. á Akranesi er með um 4.000 tonn, Fiskiðja Skag- firðings hf. á Sauðárkróki um 3.700 tonn. Stálskip hf. í Hafnarfirði um 3.500 tonn og Þormóður rammi- Sæberg hf. á Siglufirði um 3.400 tonn. Samtals eru því 6 stærstu út- gerðarfélögin með um 23.500 tonna kvóta á þessu ári og má áætla verð- mæti hans um 1,6 milljarða króna. Miðað við áætlaðan niðurskurð á úthafskarfakvótanum yrði kvóti þessara fyrirtækja tæp 18.000 tonn á næsta ári. Ætla má að verðmæti þess afla skerðist um 389 milljónir króna og verði um 1,2 milljarðar króna á næsta ári. Þeir talsmenn þessara fyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við lögðu flestir áherslu á að íslendingar væru óbundnir ákvörðun NEAFC og það væri stjórnvalda að taka ákvörðun um framhald málsins. Bentu þeir á að ákvörðun NEAFC væri byggð á veikum forsendum vegna þess hve stofnmæling á karfastofninum tókst illa. Hins vegar væri mikilvægt fyrir Islendinga að sýna ábyrgð og sögð- ust þeir mundu hlíta niðurstöðu stjórnvalda. Óábyrg niðurstaða Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segist ósáttur við niður- stöðu NEAFC, enda gangi hún þvert gegn niðurstöðum og ráðleggingum vísindamanna. „NEAFC vill ekki stjóma veiðunum eins og um tvo stofna sé að ræða og ná þannig markvissari stjórn á veiðunum og ná þannig að vernda neðri karfastofn- inn en sókn í hann hefur aukist mjög á undanförnum ámm. Það er óábyrgt að okkar mati að verið sé að veiða úr neðri stofninum en mæla efri stofninn og það gengur ekki til lengdar." Árni bendir á að ákvörðun NEAFC um 120 þúsund tonna kvóta á næsta ári sé ívið meira en aflinn varð á síðasta ári og talsvert meira en stefnir í að veiðin verði á þessu ári. „Það er þannig ekki mikil vernd- un í þessari lækkun. Við eram nán- ast eina þjóðin sem hefrn- veitt sinn kvóta og ef við færam eftir þessari niðurstöðu værum við þeir einu sem Ný grind - ZX. Meiri stöðugleiki. Ný vél. Meira afl. Betri fjöðrun. Minni þyngd. Betri Ijósabúnaður. Meiri sparneytni. Minni hávaði. Svo þú getir sleppt þér iau

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.