Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 57 Norski skákskólinn lagður að velli Aldís Rún Stefán Lárusdóttir Kristjánsson SKAK Mátneli ð SKÁKSKÓLAKEPPNI VIÐ NORÐMENN 27. nóv. 1999 SKÁKSKÓLI íslands sýndi hvers hann er megnugur þegar hann lagði öflugasta skákskóla Noregs að velli í afar spennandi einvígi á 10 borðum á laugardaginn. Skákskóli Islands hlaut 10'/2 vinning gegn 9/2. Þetta er frábær sigur þegar þess er gætt að NTG-skákskólinn er stolt Norð- manna á skáksviðinu og býður upp á bestu hugsanlegu aðstæður íyinr efnilegustu skákmenn Noregs. Skák- skólinn er deild í NTG, sem er menntaskóli fyrii- efnilegustu íþrótta- menn Noregs. Aðstæður í skólanum eru afar góðar og ljóst er að miklir peningar eru lagðir í skólann. Þetta hefur reyndar orðið til þess að nem- endur frá öði-um Norðurlöndum hafa sóst eftir að komast þar í nám. Tefld var tvöföld umferð með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess sem 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Eins og áður segir var einvígið gríðarlega spennandi og staðan vai-jöfn eftir fyrri umferðina, þegar hvort lið hafði fengið fímm vinninga. Skólastjórarnir áttust við á efsta borði. Umfjöllun um einstak- ar viðureignir byggist m.a. á upplýs- ingum frá Helga Olafssyni. Helgi Ólafsson - Simen Agdestein 0-2 Þetta tap Helga var algjör óþarfi miðað við gang mála, þótt Simen hafi reyndar oft á tíðum leikið land- ann grátt. Helgi var með kolunnið tafl í fyrri skákinni, en í þeirri seinni fórnaði hann skiptamun að ástæðu- lausu og tapaði í kjölfarið. Davíð Kjartanss. - Leif Johannessen 0-2 Davíð tefldi fyrri skákina fremur illa gegn alþjóðlega meistaranum og lenti í þröngri stöðu. Nokkuð sem hann hefði auðveldlega getað forð; ast með meiri byrjanaþekkingu. í seinni skákinni var hann hinsvegar með gjörunnið tafl eftir að hafa spil- að andstæðinginn sundur og saman, en lék af sér í tímahraki og tapaði. Stefán Kristjánss. - Daniel Hersvik 2-0 Fyrri skákin var skemmtileg bar- átta í dreka-afbrigðinu þar sem Stefán er greinilega öllum hnútum kunnugur. I seinni skákinni tefldi Stefán uppá leið sem Speelman mælti með í skýringum við skákina Shirov - Short frá Las Vegas í sum- ar. Þung og erfið barátta sem Stefán tefldi lengst af mjög skemmtilega. Síðar er skákin sennilega jafntefli, en Norðmaðurinn er alltaf undir pressu og tapar manni. Sigurður Páll - Harald Borchgrevink 2-0 Sigurður Páll Steindórsson vann afar sannfærandi sig- ur með svörtu í fyrri skákinni. Þetta var ein besta skákin í keppn- inni. Seinni skákin einkenndist af þungri stöðubaráttu þar sem Sigurður hafði einnig sigur. Guðjón Heiðar - Victor Hansen 0-2 Guðjón Heiðar Val- garðsson var langt frá sínu besta í þessu ein- vígi. Dagur - Anders Bekker-Jensen 2-0 Sannfærandi sigur Dags Arngrímssonar, sem nú leikur 1. Rf3 í hverri skák. Andstæðingur hans gafst upp þegar kæfingarmát blasti við. Með svörtu tefldi hann af óbif- anlegu öryggi og vann eftir mikinn afleik andstæðingsins. Hjalti Rúnar - Tarjei J. Svensen 1-0 Guðm. Kjartanss. - Tarjei J. Svensen 1-0 Ákveðið var að Hjalti Rúnar Ómarsson og Guðmundur Kjartans- son myndu skipta með sér að tefla. Hjalti vann stystu skák keppninnar með skemmtilegri riddarafórn í 12. leik. Guðmundur vann síðan aftur eftir fáa leiki, eftir að Norðmannin- um hafði orðið á alvarleg yfirsjón í vænlegri stöðu. Harpa- Anne Bekker-Jensen 0-2 Andstæðingur Hörpu er af dönsku bergi brotin og er ein sterkasta skákkona Dana nú um stundir. I fyr-ri skákinni tefldi Hai-pa Benkö-gambít, rétt eins og í viður- eign þeirra í heimsmeistarakeppn- inni í Oropesa del Mar. Hún fékk ekki teflanlega stöðu og tapaði skjótt. í seinni skákinni tefldi hún af mikilli hörku, en hún hefur unnið margan sterkan skákmanninn upp á síðkastið með hvítu gegn Sikileyjar- vöm, þar á meðal Sigurbjöm Bjömsson. Samt er taflmennska hennar í skákinni ekki nægilega markviss. Hún missir mann og tapar um síðir. Ingibjörg Edda - Emilia Hom 1-1 Ingibjörg Edda Birgisdóttir tap- aði fyrri skákinni eftir góða tafl- mennsku þeirrar norsku. Seinni skákina tefldi Ingibjörg af miklu ör- yggi. Það er athyglisvert við þessa skák, að eftir að hún vinnur mann notar hún reglu sem reynt er að inn- prenta nemendum Skákskólans, þ.e. að sá sem er liðsafla yfir hagnast yf- irleitt á uppskiptum, enda skiptir hún upp á öllu sem að kjafti kemur. Síðan fær hún þrjá samstæða frels- ingja og rúllar þeim beinustu leið upp í borð. Aldís Rún - Anita Hersvik lVz - /2 Aldís beitti Caro-Kann-vörn og tefldi skákina af öryggi þrátt fyrir miklar og óljósar flækjur þar sem hún stóð greinilega lakar um tíma. Endataflið tefldi hún af sama öiyggi og Ingibjörg Edda, en ef eitthvað er þá var endataflskunnátta íslenska liðsins heldur betri en þess norska. í seinni skákinni tefldi hún byrjunina afar ónákvæmt, tapaði skiptamun og virtist staðan vonlaus þegar Aldís fann snilldarvörn, leik sem bjargaði jafntefli í land og það var einmitt það sem vantaði til að sigra NTG Toppidrettsgymnaset. Skákskólinn með Helga Ólafsson í broddi fylkingar hefur staðið fyrir mörgum athyglisverðum skákvið- burðum í gegnum tíðina. Þessi keppni er brautryðjendastarf og gott dæmi um það sem vænta má í framtíðinni, þ.e. skákkeppni sem tefld er á Netinu og venjulegum keppnisreglum er fylgt. Hvað kostn- að varðar er þetta ekkert minna en bylting borið saman við hefðbundna keppni með miklum fjárútlátum vegna ferða og uppihalds. Hugmjmdin að þessari keppni varð til þegar þeir Helgi og Simen tefldu á lokamóti VISA Grand-Prix keppninnar í Kaupmannahöfn í sumar. Fyrirhugað er að halda sams konar keppni oftar. Keppnin við norska skákskólann fór fram á Mátnetinu með dyggum stuðningi Símans-Internets. Hlíðar Þór Hreinsson stjórnaði keppninni af miklum myndarbrag, en hann er' v aðalumsjónarmaður Mátnetsins. Díónýsus sigrar í skák- klúbbakeppni TR Skákklúbbakeppni TR 1999 fór fram 26. nóvember. Tefldar voru 2x7 umferðir samkvæmt Monrad-kerfi með fimm mínútna umhugsunar- tíma. Hver sveit var skipuð fjórum skákmönnum auk varamanna. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Díónýsus-A 40 v. af 56 2. Shaky 39 v. 3. B.D.T.R. 34/2 v. 4. Verða að fara 34 v. 5. Keilufélagið KR - svartir 32% v. 6. Peðaklúbburinn A 31 v. 7. Ziangqi klúbburinn 30% v. 8. Boivíkingar 29% v. 9. Nomenn nescio 28 v. 10. Díónýsus-B 28 v. 11. Dagur Petersens 27 v. 12. Peðaklúbburinn B 22 v. 13. Peðið 13% v. Sigursveit Díónýsus skipuðu: Magnús Öm Úlfarsson 10 v. Sigurbjörn Bjömsson 8 v. Páll Agnar Þórarinsson 11 v. Einar K. Einarsson 11 v. Sveit Shaky var skipuð eftirtöld- um: Jón Viktor Gunnarsson 14 v. Amar E. Gunnarsson 12% v. Bergsteinn Einarsson 10 v. Ólafur f. Hannesson 2% v. Sveit B.D.T.R. var skipuð eftir- töldum: Andri Ass Grétarsson 9 v. Sigurður Daði Sigfússon 10 v. Ríkharður Sveinsson 6% v. Gunnar Björnsson 9 v. Skákstjórar voru Ríkharður Sveinsson og Sigurður Daði Sigfús- son. Skákmót á næstunni 5.12. TR/ÍTR. Jólamót gmnnskólanna. 6.12. Hellir. Atkvöld. 10.12. TR. Helgarskákmót. 13.12. SH. Mót Guðmundar Arasonar. Daði Örn Jónsson AUGLVSIIMGAR FÉLAGSSTARF Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi verður hald- inn í dag, þriðjudaginn 30. nóvember, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, flytur erindi um fíkniefnavanda- málið. 3. Önnur mál. Fundarstjóri: Hannes Þ. Sigurðsson. Stjórnin. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í austurbæ/Norðurmýri verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, þriðjudaginn 30. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðlfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestir fundarins, Inga Jóna Þórðardóttir og JúlíusVífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, fjalla um nýtt deiliskipulag hverfisins. Stjórnin. ÓSKAST KEVPT Æðardúnn óskast Óskum eftir 1. flokks æðardúni til útflutnings, Skjót uppgjör. Upplýsingar í síma 421 2200 eða 896 0365 eftir skrifstofutíma. Atlantic Trading. Umferðarmiðstöðin við Hringbraut Húsnæði til leigu Er að breyta til og færa starfsemi ferðaskrif- stofu, hópferðaafgreiðslu og yfirstjórnar niður á aðalhæð hússins. Efri hæðin er því til leigu. Um Umferðarmiðstöðina fara u.þ.b. hálf millj- ón manna árlega. Tilvalið tækifæri fyrir hvers konar starfsemi sem tengist ferðamönnum. Upplýsingar gefur Oddur Einarsson, fram- kvæmdastjóri, sími 552 3905, tölvupóstfang I IHI —I AT VI NNUHÚSNÆÐI Skzifstofu- húsnæði óskast til leigu eða kaups á svæði 101, 103, 105 eða 108 Gott skrifstofuhúsnæði óskast til leigu eða kaups. Stærð má vera á bilinu 60—240 fm. Aaðkoma þarf að vera snyrtileg. Þarf að vera laust fljótlega. Vinsamlegast hringið í síma 553 6600 og 581 1090. TIL SÖLU Til sölu myndbandaleiga til flutnings. Ca 3000 titlar ásamttölvu, prentara og 11 myndbandarekk- um. Einnig til sölu íshorn m/3ja stúta Taylor ísvél og kæliborð ásamt ýmsum fylgihlutum. Mjög gott verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 896 5467. SMÁAUGLÝSIIMGAR ÝMISLE6T Mömmur athugið ef barnið pissar undir Undraverður árangur með nýrri uppgötvun í óhefðbundnum aðferðum. Ekki söluvörur. Sigurður Guðleifsson, svæðanuddfræðingur, ilmoliu- fræðingur og reikimeistari, sími 587 1164. Reiki, heilun, námskeið. Fyrsta stig 3. og 4. des. Annað stig 6—8. des. Kvöldnám. Þriðja stig eftir samkomulagi. Sigurður Guðleifsson, reikimeistari, sími 587 1164. KENNSLA -■LITIR LJÓSSINS" Námskeið 3.-4. des. föstudagskvöld og laugardag. Hugleitt og máiað í orku adventunnar. Upplýsingar í síma 551 7177. Helga Sigurðardóttir. www.vortex.is/-being FÉLAGSLÍF □ FJÖLNIR 5999113019 III Þú getur látið drauma þína rætast! Viltu vita hvernig? Viltu hækka sjálfsmat þitt? Bæta samskipta- hæfni þína? Auka velgengni og frama í einka- lífi og starfi? klst. námskeið i sjálfsrækt og markmiðasetningu hefst á Hótel Loftleiðum mið- vikudaginn 1. des. kl. 18. Skráning á námskeiðið er í síma 896 5407. Ólafur Þór Ólafsson, leiðb. Markmiðlun ehf. Frábært 16 □EDDA 5999113019 I - 1 FRL. □ HLÍN 5999113019 IVA/ □ Hamar 5999113019 II Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Biblíu- lestur í umsjá Valdísar Magnús- dóttur. Allar konur velkomnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.