Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 37

Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN PRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 37 Ondvegissetur handa vísindamönnum Nýjar hugmyndir, sem gera ráð fyrir breyttu skipulagí og meira fé til rannsókna, hafa komið fram. Öndvegissetur er nýstár- leff hugmynd á Islandi sem felur í sér hóp vísindamanna sem fær nægt fé til að stunda rannsóknir. Líklegt er að hugmyndin um öndvefflssetur verði rædd í dag á ráðstefn- unni Vísindi í leit að pólitík. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs Is- lands, segir að íslenskir vísinda- menn standi sig betur en búast mætti við, miðað við aðstæður. Þjóðin eigi gott fólk í rannsóknum, en betra öryggi vanti íyrir það. RANNÍS hefur því sett fram hug- mynd um öndvegissetur handa rannsóknarhópum. „Hugmyndin er að vísindamenn geti, óháð hvaða stofnun þeir starfi á, myndað 5-10 manna rannsókn- arhóp og fengið skilgreininguna öndvegissetur í t.d. fimm ár í senn. I þau verði svo settir alvöru pen- ingar eins og 40 í 50 milljónir króna árlega. Til að byrja með væri hægt að hafa þrjú setur í einu,“ segir Vil- hjálmur. Markmiðið er að leiða til öndveg- is tiltekin svið eða grein þar sem vænta má framúrskarandi árang- urs og veita til þess myndarlegan stuðning. Hugmyndin um öndveg- issetur verðm’ rædd í dag á ráð- stefnunni Vísindi í leit að pólitík, á Hótel Loftleiðum, en góð reynsla erlendis frá hefur vakið áhuga manna á að stofna það sem nefnt hefur verið „Centers of Excellence (CoE)“ og „Labratories Without Walls“ eða „Virtual Centers of Excellence" eða „Networks of Excellenee(NoE)“. Ráðstefnan er stöðu gi-unnvísinda. Hvað er öndvegissetur? Finnar hafa um skeið starfrækt öndvegissetur og stofnuðu árið 1995 tólf slíkar miðstöðvar og síðar 5 í viðbót. Nýlega var gerð á þeim úttekt og á grandvelli þeirrar reynslu hefur verið mörkuð ný stefna. Þar er stefnt að því að á næstu áram verði í Finnlandi 50 slíkar miðstöðvar eða netsamstarf um einstök rannsóknarsvið þar sem ætlunin er að Finnar verði í fremstu röð meðal þjóða í vísind- um. Sérstakar fjárveitingar era áf- ormaðar í Finnlandi í þessu skyni. í Finnlandi er öndvegissetur skilgreint sem rannsóknareining sem getur verið hluti af rannsókn- arstofnun innan háskóla eða opin- berri rannsóknarstofnun eða byggst á samstarfi margra fleiri aðila sem stunda samhæfðar rann- sóknir sem unnar eru í þverfaglegu samstarfi. Annars vegai- er um að ræða „Centers of Excellence" og hinsvegar um „Clusters of Excel- lence“. Hin almenna skilgi'eining gæti verið sú að öndvegisstetur væri rannsóknareining þar sem stundaðar eru rannsóknir á af- mörkuðum sviðum og uppfylltu þær kröfur að frá þeim kæmu rannsóknarniðurstöður sem telja mætti í fremstu röð. í Danmörku hefur „Forskningsfondet" um ára- bil einnig stutt uppbyggingu á önd- vegissetrum á sambærilegum grundvelli. Einkennandi fyrir starfsemina í öndvegissetrum er sterk fagleg forysta vísindamanns sem telja má í fremstu röð á sínu sviði. Undir hans forystu starfar svo hópur vís- indamanna sem sameiginlega myndar slíka miðstöð, oft þvert á skil milli stofnana og hið formlega skipulag rannsóknarstarfseminn- ar. Mikilvægur þáttur í starfi önd- vegissetra er rannsóknartengt framhaldsnám og uppeldi ungra vísindamanna á viðkomandi sviði. Mikilvægir mælikvarðar á árangur öndvegissetra eru hefðbundnir bókfræðilegir mælikvarðar á birt- ingar og útgáfustarf, fyrirlestrar o.fl. En auk þess er þátttaka í al- þjóða vísindasamvinnu, samspil við aðrar rannsóknareiningar í við- komandi landi sem og áhrif rann- sóknarniðurstaðna á efnhags- og þjóðlíf. I tillögunum sem nú liggja fyrir í Finnlandi er gert ráð íyrir að val á öndvegissetri byggist á fyrirfram mati á vísindastarfi þeirra einstakl- inga sem teljast hluti af því, sér- staklega forstöðumanns. En eftir ákveðinn tíma t.d. 5 ár fari fram mat á því sem viðkomandi setur hefur skilað. Þá verður tekin ákvörðun um að öndvegissetrið starfi áfram og fái til þess fé eða verði lagt niður og/eða nýjum aðil- um boðið að gera tillögur um stofn- un seturs. Hvernig á að fjármagna öndvegissetur? Hér á landi er hægt að hugsa sér tvær aðferðir til að skilgreina önd- vegissetur (CoE): 1. Að greina möguleika fyrirfram á einstökum sviðum þar sem við blasir að þegar séu fyrir hendi skil- yrði sem uppfylli kröfur um önd- vegissetur og hægt að finna því hæfan einstakling til forystu. 2. Að bjóða út fjármagn til stofn- unar slíkrar miðstöðva, e.tv. innan ramma einstakra sviða, sbr. mark- áætlun um umhverfismál og upp- lýsingatækni. Leitað yrði eftir því að tillögur/hugmyndir komi frá vís- indasamfélaginu í fonni umsókna er uppfylli ákveðin skilyrði, enda verði til reiðu álitlegt fé í ákveðinn tíma til að reka slíka miðstöðvar. Eftir reynslu Finna og Dana að dæma má búast við að hvert önd- vegissetur geti kostað á bilinu 30 til 50 milljónir króna á ári í beinan rekstrarkostnað aukaðstöðu og tækjakaupa. Er þá miðað við að lágmarksstærð á öndvegissetri geti verið 5 til 7 manns ásamt a.m.k. 2 til 3 framhaldsnemum og dugi framlagið laun þeirra og rekstrar- kostnað setursins. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að setrið fái aðstöðu í viðkomandi stofnunum en hafi fullt frjálsræði um notkun á .fjárfram- laginu til að marka rannsóknar- stefnu og velja verkefni. Gert er ráð fyrir að öndvegissetur sæki um fjármagn til einstakra verkefna til sjóða og sé þar með ekki undir ná- kvæmniseftirliti frá einum tíma til annars. Einungis verði metið hverju setrið hafi skilað undir lok samningstímans. Svið öndvegissetra Ýmislegt gæti fallið undir hug- myndafræði öndvegissetra. Sem dæmi má nefna rannsóknir á sviði hnattrænna umhverfisbreytinga, krabbameinsrannsóknir, mann- erfðafræði og meinafræði, lyfja- rannsóknir, íslenskar og norrænar menningarrannsóknir, sjávai’út- vegsfræði, jarðhitatækni o.fl. Mik- ilvægt er þó að hugmyndir og vís- indalegt innihald sé skilgreint af vísindasamfélaginu En hvernig færi valið fram? Bæði er hægt að velja öndvegis- setur fyrirfram og einnig að auglýsa eftir tillögum og umsókn- um um styrki til rekstur slíkrar miðstöðvar í ákveðinn tíma. I báð- um tilvikum þyrfti þó að vanda val- ið og m.a. kalla til erlenda mats- menn til að meta tillögumar fyrirfram og bakgrunn vísinda- hópsins og ennig til að meta árang- urinn, þegar reynsla er komin á starfsemi viðkomandi miðstöðvar. Meðal atriða sem matið yrði að byggjast á eru eftirfarandi: a. vel skilgi-eind vísindaleg markmið. b. skilgreining á fagleg- um forsendum fyrirhugaðra rann- sókna. c. vísindaleg hæfni þátta- kenda. d. hæf forysta. e. áform um þjálfun ungra vísindamanna (a.m.k 3-5 framhaldsnemar og/eða rann- sóknastöður iyrir unga vísinda- menn, einnig erlendir námsmenn og visindamenn í heimsókn). f. skipuleg samvinna milli stofnana og líkleg áhrif samstarfs. g. þver- faglegt samstarf vísindagreina. h. tengsl við atvinnulíf/aðrar stofnan- ir (notendur) (álitamál er hve mikla áherslu á að leggja á þetta atriði). i. alþjóðleg samstarfsáform. Ljóst er að hugmyndin um önd- vegissetur hér á landi er nýstárleg og kröfuhörð og líkleg til að koma róti á umræðu um skipulag og fjár- mögnun rannsókna. Taka þarf djarfar ákvarðanir ef hrinda á slík- um hugmyndum í framkvæmd. Fyrst þarf að taka pólitíska ákvörð- un um að veita nægilegt fé, t.d. 100-150 milljónir króna, sem nægði til að stofna tvær til þrjár slíkar miðstöðvar hér á landi í útboð. Rétta verðid fyrir rétta veðrið! Suzuki Vitara - raunhæft ráð gegn íslenskum vetri Traustur, upphækkanlegur, alvöru 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU veröi • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALUR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbitá f hurðum • Sjálfskipting kostar 150.000 KR. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.