Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 59 t FRÉTTIR í Stofnfundur ! Samfylking- arinnar á Reykjanesi STOFNFUNDUR kjördæmafélags Samfylkingarinnar á Reykjanesi verður haldinn í Félagsheimili Kópa- vogs í kvöld, þriðjudaginn 30. nóvem- berkl.20. Á Reykjanesi hefur þegar verið stofnað Samfylkingarfélag í Hafnar- firði og teljast fimm bæjarfulltrúar þar í bæ þannig bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar. J-listinn í Reykjanes- bæ mun að óbreyttu ennfremur verða Samfylkingin í því bæjarfélagi í jan- úar nk. með sína fjóra bæjarfulltrúa. Undirbúningur að stofnfundinum hefur staðið í nokkurn tíma og að honum komið fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista þ.á m. formenn kjördæmisráða A-flokk- anna, Eyjólfur Sæmundsson og Garðar Vilhjálmsson og Dóra Hlín Ingólfsdóttir. Á stofnfundinum verða afgreiddar tillögur um lög hins nýja félags, því kjörin stjórn, auk þess sem þingmenn Samfylkingarinnar í kjör- dæminu, Rannveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Ámi Stefánsson, Sigríð- ur Jóhannesdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir munu ávarpa fundinn. í upphafi fundar og milli at- riða verða flutt tónlistaratriði. Fundurinn er opinn öllum stuðn- ingsmönnum Samfylkingarinnar í kjördæminu. Gulldebet- og veltu- korthafar SPRON Beint leiguflug til Indlands SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og ná- grenni, SPRON, hefur gert samning við Samvinnuferðir-Landsýn um átta daga ferð til Nýju Delhí á Indlandi í byijun næsta árs. Gulldebet- og veltukorthöfum SPRON bjóðast hag- stæð kjör, segir í fréttatUkynningu. Verðið er frá 79.800 kr. á manninn. Korthafar fá ferðaávísun að upp- hæð 10 þúsund krónur sem gildir sem greiðsla við lokauppgjör ferðar- innar hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Þeim bjóðast einnig svokölluð ferða- lán. Sé ferðin greidd með veltukorti er hægt að sækja um ferðalán til 12 mánaða með 14% vöxtum. Ferðin er ekki eingöngu hugsuð íyrir við- skiptavini bankans en sé ekki greitt með kortum frá SPRON kostar ferð- infrá 89.800 kr. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem flogið er í beinu leiguflugi frá íslandi til Indlands, segir í tilkynningunni. Flogið er frá Keflavík til Delhí 11. janúar og aftur heim 19. janúar. Mæðrastyrks- nefnd tekur við umsóknum ÞEIR einstaklingar sem ætla að sækja um aðstoð hjá Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur fyrir jólin eru vinsamlegast beðnir að fylla út um- sóknareyðublöð sem liggja frammi á skrifstofu nefndarinnar á Sólvalla- götu 48, 101 Reykjavík frá 1. til 13. desember. Skrifstofa nefndarinnar er opin alla virka daga frá 1. desember fram að jólum frá kl. 14 til 17. Phiiips VR7QQ Hi-Fi steríó myndbandstæki ■ Svartur, flatur skjár. • 100 riða, stafræn myndsía gefur 100% flöktfría mynd ■ Tærari, hreinni og skarpari mynd - sjálfvirk stilling. ■ Velur sjálfvirkt bestu mögulegu myndgæði. • Sjálfvirk, stafræn myndhreinsun. « Tveir hátalarar 2x30 w. ■ 1200 síðna minni í textavarpi o.fl. StaðgreiÖsluverÖ: 1 1 9.900 kl1. ■ Fjórir myndhausar og tveir hljóðhausar. • Kristaltær myndgæði. « Sýnir einnig breiðtjaldsmyndir. • „Turbo drive" hraðspólun (90 sek. - 180 mín. spóla). ■ NTSC afspilun (spilar amerískar spólur). Staðgreiðsluverð 49.900 kf. (sjá tilboð) Tilboöiö gildir til 24. desember eöa meðan birgöir endast. Heimilistæki ........ *i Philips 29" sjónvarp H og þú getur fengið I Philips myndbandstæki 1 iHLBn_ineð 50% afslættifl Ef þú kaupir 29 tommu Philips 29PT8304 sjónvarp fyrir jól, færðu Philíps VR700 myndbandstækl i 5 Þjónustuver Símans 01207000 | Gjaldfrjálst númer Fylgstu með o o © símtalskostnaðinum Nú er hægt að fylgjast með símtalskostnaði á skjánum á ISDN símtækinu þínu, jafnóðum og talað er. SÍMINN www.simi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.