Morgunblaðið - 30.11.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 30.11.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 59 t FRÉTTIR í Stofnfundur ! Samfylking- arinnar á Reykjanesi STOFNFUNDUR kjördæmafélags Samfylkingarinnar á Reykjanesi verður haldinn í Félagsheimili Kópa- vogs í kvöld, þriðjudaginn 30. nóvem- berkl.20. Á Reykjanesi hefur þegar verið stofnað Samfylkingarfélag í Hafnar- firði og teljast fimm bæjarfulltrúar þar í bæ þannig bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar. J-listinn í Reykjanes- bæ mun að óbreyttu ennfremur verða Samfylkingin í því bæjarfélagi í jan- úar nk. með sína fjóra bæjarfulltrúa. Undirbúningur að stofnfundinum hefur staðið í nokkurn tíma og að honum komið fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista þ.á m. formenn kjördæmisráða A-flokk- anna, Eyjólfur Sæmundsson og Garðar Vilhjálmsson og Dóra Hlín Ingólfsdóttir. Á stofnfundinum verða afgreiddar tillögur um lög hins nýja félags, því kjörin stjórn, auk þess sem þingmenn Samfylkingarinnar í kjör- dæminu, Rannveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Ámi Stefánsson, Sigríð- ur Jóhannesdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir munu ávarpa fundinn. í upphafi fundar og milli at- riða verða flutt tónlistaratriði. Fundurinn er opinn öllum stuðn- ingsmönnum Samfylkingarinnar í kjördæminu. Gulldebet- og veltu- korthafar SPRON Beint leiguflug til Indlands SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og ná- grenni, SPRON, hefur gert samning við Samvinnuferðir-Landsýn um átta daga ferð til Nýju Delhí á Indlandi í byijun næsta árs. Gulldebet- og veltukorthöfum SPRON bjóðast hag- stæð kjör, segir í fréttatUkynningu. Verðið er frá 79.800 kr. á manninn. Korthafar fá ferðaávísun að upp- hæð 10 þúsund krónur sem gildir sem greiðsla við lokauppgjör ferðar- innar hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Þeim bjóðast einnig svokölluð ferða- lán. Sé ferðin greidd með veltukorti er hægt að sækja um ferðalán til 12 mánaða með 14% vöxtum. Ferðin er ekki eingöngu hugsuð íyrir við- skiptavini bankans en sé ekki greitt með kortum frá SPRON kostar ferð- infrá 89.800 kr. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem flogið er í beinu leiguflugi frá íslandi til Indlands, segir í tilkynningunni. Flogið er frá Keflavík til Delhí 11. janúar og aftur heim 19. janúar. Mæðrastyrks- nefnd tekur við umsóknum ÞEIR einstaklingar sem ætla að sækja um aðstoð hjá Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur fyrir jólin eru vinsamlegast beðnir að fylla út um- sóknareyðublöð sem liggja frammi á skrifstofu nefndarinnar á Sólvalla- götu 48, 101 Reykjavík frá 1. til 13. desember. Skrifstofa nefndarinnar er opin alla virka daga frá 1. desember fram að jólum frá kl. 14 til 17. Phiiips VR7QQ Hi-Fi steríó myndbandstæki ■ Svartur, flatur skjár. • 100 riða, stafræn myndsía gefur 100% flöktfría mynd ■ Tærari, hreinni og skarpari mynd - sjálfvirk stilling. ■ Velur sjálfvirkt bestu mögulegu myndgæði. • Sjálfvirk, stafræn myndhreinsun. « Tveir hátalarar 2x30 w. ■ 1200 síðna minni í textavarpi o.fl. StaðgreiÖsluverÖ: 1 1 9.900 kl1. ■ Fjórir myndhausar og tveir hljóðhausar. • Kristaltær myndgæði. « Sýnir einnig breiðtjaldsmyndir. • „Turbo drive" hraðspólun (90 sek. - 180 mín. spóla). ■ NTSC afspilun (spilar amerískar spólur). Staðgreiðsluverð 49.900 kf. (sjá tilboð) Tilboöiö gildir til 24. desember eöa meðan birgöir endast. Heimilistæki ........ *i Philips 29" sjónvarp H og þú getur fengið I Philips myndbandstæki 1 iHLBn_ineð 50% afslættifl Ef þú kaupir 29 tommu Philips 29PT8304 sjónvarp fyrir jól, færðu Philíps VR700 myndbandstækl i 5 Þjónustuver Símans 01207000 | Gjaldfrjálst númer Fylgstu með o o © símtalskostnaðinum Nú er hægt að fylgjast með símtalskostnaði á skjánum á ISDN símtækinu þínu, jafnóðum og talað er. SÍMINN www.simi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.