Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 49. A besta aldri í Morgunblaðinu 8. apríl sl. var frétt frá alþjóðlega heilbrigðis- deginum 7. apríl sl. þar sem forseti Is- lands gerði hugtakið eldri borgarar að um- talsefni. Hann ræddi m.a. um starfslok eldri borgara og setti fram þessa óvenjulegu spumingu: „Er það ávísun á brotthvarf úr önn hversdagsins, iðjuleysi og rólegt líf? Eða er það þægileg formúla sem þjóðfé- lagsþróunin hefur smátt og smátt smíðað til að rýma til á vinnumarkaði og skapa reglur og siði sem henta hin- um yngri?“ Þá spurði forsetinn einnig hvað væri aldur eða öldrun, hvort það væri ákveðin vegamót, þáttaskil, þar sem tilkynnt er með tilstuðlan laganna að nú sé ævistarfið orðið nokkuð gott, best fyrir alla að hætta á sama tíma og sætta sig við | að vera samkvæmt skilgreiningum byrði á lífeyrissjóðum, Trygging- astofnun og ríkiskassanum. „Hvernig í ósköpunum höfum við og aðrar vestrænar þjóðir náð að koma þessari firru í skipulagt laga- kerfi og þar með gefa út leiðarvísi sem færir okkur frá frjóum akri og út í botnlausa mýri?“ Eg hef ekki í annan tíma lesið eins áhugaverða grein um aldraða og það nú þegar umræðan í þjóðfélaginu er allt önn- ur. Forsetinn talaði einnig um „ólg- andi nýsköpunarkraft hinna öldr- uðu, sem bæri að virkja og gera síðan lög og reglugerðir þannig úr garði að þessi fjársjóður nýtist þjóðfélagi okkar, menningu, mann- lífi og framföi-um til hins ýtrasta". Það er óskandi að orð hans nái eyr- um og augum þeirra sem stjórna þessu landi og að þau verði notuð sem leiðarljós fyrir eldra fólk í bar- áttu fyrir bættum kjörum. Daglega dundi á okkur í auglýs- ingum í blöðum og sjónvarpi setn- ingin: „Þú ert á besta aldri.“ Þessu var sérstaklega beint til aldraðra. Bankar og fjárfestingarfélög auglýstu í gríð og erg bestu kosti og hvar best væri að leggja inn sparifé sitt. Þessi trú banka og fjárfesting- arfélaga á sparifjáreign lands- manna er með ólíkindum. Jafnvel var kallað til fólks á sjötugs- og átt- ræðisaldri um að ná betri og betri arði af sparifé sínu. Hvaða sparifé? sPyrja þessi öldruðu sem unnið Bhafa hörðum höndum á lágum laun- um allt sitt líf. Halda menn virki- lega að hjá því fólki fmnist ein- hverjir sjóðir sem hægt er að seilast í? Nei því miður, eldra fólk í dag hefur flest haft nóg með aura sína að gera hér á Islandi við að byggja yfir sig og sína, mennta börnin sín og svo núna árið 1999 að lifa í óvissu um það hvort það fái nú að halda vinnu til sjötugs. Áður var almennt ekki brýnt fyrir fólki að spara og leggja fyrir. Sparnaður var hvort sem er enginn hjá alþýðu- fólki, það hafði ekkert afgangs til að leggja til hliðar. Lífsbaráttan hefur alla tíð verið hörð á íslandi og svo mun verða áfram eins og dæmin sýna að afstöðnum kosningum. Nú vilja margir vinnuveitendur ólmir losna við eldra fólk af vinnu- stöðum sínum. Ef til vill er orðið svo mikið framboð af ungu fólki sem útskrifast úr háskólanámi sem þarf að rýma fyrir. Best væri að losna við eldra fólkið um sextugt og ekki seinna en 65 ára. Það er miður að unga fólkinu er ekki gefið tóm til þess að læra af hinum eldri og reyndari. Eðlilega veit það ekki af hverju það missir, en sannleikurinn er sá að fátt er hollara en að læra af hinum eldri. Eg er ekki að segja að hinir eldri séu svona fullkomnir, en það er hægt að nýta sér og læra af reynslu þeirra. Áuk þess er fólki hollt að blanda geði við sem flesta aldurshópa, vera ekki alltaf að hugsa um aldurinn. Aldur er svo af- stæður að hann ætti ekki einu sinni að koma í hug manna. Hér á landi hefur það verið venja að fólk vinni eins lengi og það sjálft hefur krafta og getu til og margir jafn- vel lengur. Nú er aftur á móti algengt að fólk fái uppsagnarbréf fyr- irvaralaust, jafnvel þó að stutt sé til starfs- loka við 70 ára aldur- inn. Mörgum kemur uppsögnin á óvart, sérstaklega þegar ætl- ast er til að þeir hætti samstundis. Fólk hef- ur engan tíma til þess að venjast tilhugsun- inni um að hætta að vinna og því hvað taki svo við. Þetta er okkur til vansa, allir eiga rétt á að ljúka sín- um starfsdegi með reisn, en ekki að læðast heim eins og barðirhundar. Hjá ríkisfyiirtækjum er tíðkað að gera svokallaða starfslokasamn- inga við starfsmenn sem eru að nálgast sjötugsaldur. Þeir samn- ingar eru mishentugir þar sem fólkið hefur mislangan starfsaldur að baki hjá hinu opinbera. Þó má segja að starfsmenn sem unnið Mannauður Aldur er svo afstæður, segir Guðfínna Lilja Gröndal, að hann astti ekki einu sinni að koma í hug manna. hafa tugi ára hjá ríkinu búi best hvað starfslok og eftirlaun snertir, þar sem Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins er elsti lífeyrissjóð- urinn í landinu. Þessi lífeyrissjóður er á ábyrgð ríkisins og þess vegna tiltölulega öruggur með greiðslur í framtíðinni. Ég ætla að enda þess- ar hugrenningar mínar með þeirri ósk að menn hugleiði orð forsetans um nýtingu sköpunarkraftsins og starfsgetu hvers og eins. Hver maður á heimtingu á virðingu ann- arra, hvar og hve gamall sem hann er. Við félaga mína á vandamála- aldrinum vil ég segja þetta: „Réttum úr bakinu og hættum að taka því sem sjálfsögðum hlut að við séum úreld, ónothæf og óásjá- leg. Látum heyra meira í okkur, neitum því að vera sett til hliðar. Gerum orðin sem fóru sem mest fyrir brjóstið á mér að okkar: „Við erum á besta aldri.““ Höfundur er fulltrúi í Reykjavfk. TRIUMPH-ADLER FX610Í FAXTÆKI Fyrirferðalítið faxtæki fyrir heimilið og skrifstofuna Bleksprautuprentun Kr. 27.900 m/vsk . = SKRIFSTOR'VÖRLR = = J. nSTVOLDSSON Hf. j= = Skipholti 33,105 Reykjavik, simi 533 3535 Guðfinna Lilja Gröndal ! Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, til hamingju RÍKISSTJÓRNIR undafarinna ára hafa legið undir miklum ámælum frá almenn- ingi og forustumönn- um hinna ýmsu félaga- samtaka í landinu fyrir aðgerðarleysi varðandi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Menn segja með tárin í aug- unum að hinum dreifðu byggðum sé að blæða út og eitthvað verði að gera, talað er um að það þjóðfélagslega tjón sem verður þegar ver- stöðvar landsbyggðar- innar verða yfirgefnar, muni kosta samfélagið tugi eða hundruði millj- arða króna og höfuðborgarsvæðið geti ekki tekið við þessu fólki, til þess séu hvorki aðstæður né atvinna þegar fram í sækir. Tækifæri til atvinnuuppbygging- ar á landsbyggðinni eru í reynd ekki mörg, þó að ýmsir draumaóramenn haldi öðru fram og bendi á alls konar vitleysu sem dæmi um atvinnu- möguleika, en þeim dettur ekki í hug að reyna sig sjálfir við sínar eig- in hugmyndir og hætta eigin fé, heldur ætla öðrum að gera það. Islendingar eiga nú þegar í mikl- um erfiðleikum vegna öfgasamtaka utan úr heimi og á Islandi sem kalla sig náttúruunnendur, vegna sjálf- sagðra og nauðsynlegrar nýtingar íslendinga á auðlindum sjávar t.d. hvalastofninum, erfíðleikum sem þegr í dag hafa mikil áhrif á veiðar íslenskra fískiskipa og þar með á okkar efnahag, vegna þess hvað hvalir borða mikið af fiskafurð. Fá- um dettur í hug að gleypa við skoð- unum þessa fólks og leyfa hvala- stofninum að vaxa óáreittum um alla framtíð og hætta þar með okkar fiskimiðum. Vinnubrögð náttúruvemdarsinna á Islandi í málefnum vh-kjunar og uppbyggingu stóriðju minnir mjög á þessar rugluðu grænmetisætur sem vilja banna hvalveiðar með öllu og eru í dag famar að berjast gegn venjubundnum fisk- veiðum. íslenskar grænmet- isætur, menntagengið og afturhaldið af höf- uðborgarsvæðinu sem býr við atvinnu og fjár- haglegt öryggi og aldrei hefur dýft putt- unum í kalt vatn, og þekldr ekkert til mannlífsins í hinum dreifðu byggðum, komast ekki upp með að eyðileggja það tæki- færi sem nú býðst og Austfirðingar hafa beðið eftir í marga ára- tugi, sem er að auka fjölbreytni í at- vinnulífi Austurlands og auka vonir þeirra sem byggja þessi byggðar- lög, vonir fólks sem horfir á ævistarf sitt og eignir brenna upp í þeim gengdarlausa fólksflótta héðan sem nú á sér stað. Marg oft hefur komið fram í máli ýmissa þingmanna og annarra sem era á móti málinu, að fólk muni ekki sækjast eftir því að vinna í álveri og ekki muni fjölga á Austurlandi vegna álvers. Þetta er ósannur málflutningur og lýsir best þeim sem hann setja fram, þeim hefði verið nær að halda sig ein- göngu við náttúruvernd og vitna ekki í vonir Austfirðinga um öðra- vísi störf. Ég fullyrði hér í þessari grein að tugir manna frá Fáskrúðs- fyrði bíða milli vonar og ótta eftir því að þessi stórframkvæmd verði að veruleika og þeir geti breytt til með atvinnu án þess að þurfa að flytja burt úr sinni heimabyggð. Gaman væri að gerð yrði könnun á Austurlandi um hvað margir gætu hugsað sér að starfa í álveri á Reyð- arfirði. Stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi, era löngu búnir að glata tniverðugleika sínum, ekki bara í þessu máli, heldur almennt, því að þeir virðast vera með eða á móti málum eftir því hvort þefr era í stjómarandstöðu eða stjóm, slíkt er ekki trúverðugt þegai’ til lengdar lætur. Stóriðja / Eg fullyrði, segir Eiríkur Stefánsson, að tugir Fáskrúðsfírð- inga bíða milli vonar og ótta eftir því að þessi stórframkvæmd verði að veruleika. Ég fullyrði að væri Samfylkingin í ríldsstjórn með Framsóknarflokkn- um í dag þá styddi hún bæði Fljóts- dalsvirkjun og álver á Reyðarfirði frekar en að slíta stjómarsamstai’fi, og ég veit hvað ég er að segja því ég hef upplifað ýmislegt í pólitík, en mér hefur aldrei líkað tvískinningur og undirferli sem því miður við-^. gengst allt of mikið í íslenskuni stjómmálum. Vinstri grænir sem gerðu út í síð- ustu kosningum á tíu prósentin sem era til í öllum þjóðlöndum og era yf- irleitt á móti öllu og komast sjaldan til áhrifa sem betur fer, enda um aft- urhaldsöfl að ræða sem gera sig yf- irleitt breiða í stjórnarandstöðu. Ég vil skora á Samfylkinguna að ná átt- um í eþssu máli og styðja uppbygg- ingu atvinnulífs og byggðar á Aust- ui-landi, því að eþfr hafa engar aðrar vitrænar hugmyndir og hafa veriá-_ rasskelltir í umræðm á Alþingi ao undanförnu í eþssu máli og ríkis- stjómin fór þar með sigur af hólmi. Ljótt er til þess að vita að maður geti þakkað fyrir að Samfylkinginn og vinstri grænir skyldu ekki hafa fengið meira fylgi í síðustu kosning- um og komist í ríkisstjom, því að þá hefði þessu máli veirð drepið á dreif miðað við málfluttning þeirra í dag, en þeir era nú reyndar í stjómar- andstöðu og verða að vera á móti ríkisstjórninni, eða hvað. Höfundur er fomaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Skícfafercfir árið 2000 Vaíl 18.02-03.03 Vail í Colorado er talið eitt besta og stærsta skíðasvæði vestan hafs. Þar finna allir skíðaáhugamenn eitthvað við sitt hæfi. Flogið verð- ur um Minneapolis til Denver og ekið þaðan til Vail. Þar verður dvalið á Chateu at Vail hótelinu sem er staðsett í miðjum bænum, búið öllum þægindum og stutt í skíðalyfturnar. Innifalið í verði er flug, akstur, gisting 1 13 nætur á Chateau at Vail, íslensk fararstjórn og flug- vallaskattar. Verð 170.010 krónur Crans Montana 11.-i8.02 og 18.-25.02 Frá árinu 1981 hefur Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar boðið upp á skíðaferðir til Crans Montana í Valais í Sviss. Svæðið er einstak- lega skemmtilegt, sjnóöruggt og búið góðum lyftum. Flogið verður til Frankfurt og ekið þaðan til Crans Montana en þar er boðið upp á nokkra gistimöguleika. f boði eru bæði viku og tveggja vikna ferðir. Innifalið í verði er flug, akstur, gisting í 6 nætur í Crans Montana og eina nótt í Þýskalandi á heimleið og flugvallaskattar. Verð frá 59.510 krónum. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar Páskaferðir til Crans Montana verða einnig í boði 15.-24.04 og 20.-25.04. fe röaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHf. Borgartúni 34, sími 511 1515
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.