Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 15 LANDIÐ OAT*l O 200 ljósa 1.990 kr. Grýlukertá Mikið úrval af ljósaseríum, aðventuljósum og perum í ýmsum gerðnm HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is s Attræður og marka- glöggur Borgarnesi - Ásmundur Eysteins- son frá Högnastöðum í Þverárhlíð er markaglöggur mjög. Hann hefur unnið í áratugi sem markaeftirlits- maður við sláturhúsið í Borgarnesi og starfaði þar sl. haust. Hann varð áttræður 23. október sl. og er trú- Iega með elstu starfsmönnum slát- urhúsa hér á landi. Ásmundur er heimilismaður á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. FuIIvíst má telja að hann mæti í sláturhúsið næsta haust svo framarlega sem líf og heilsa leyfir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Börnin tóku vel á móti kvenfélagskonunum og fögnuðu gjöfinni, Á myndinni eru standandi Eygló Aðal- steinsdóttir, leikskólastjóri, Iðunn Gísladóttir, Heiðdís Gunnarsdóttir, Alda Alfreðsdóttir, Sandra Silfá Ragnarsdóttir, Sigríður Rósa Björgvinsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss, og Þórdís Frímannsdóttir. Kvenfélag Selfoss með gjöf til fyrsta leikskólans KVENFÉLAG Selfoss afhenti ný- lega leikskólanum Glaðheimum á Selfossi sjónvarpstæki að gjöf. Kvenfélagið hefur alla tíð stutt við bakið á öllu því sem lýtur að velferð barna og unglinga en frá upphafi byggðar á Selfossi og frá stofnun félagsins hefur megináhersla þess Iegið á þessum málaflokki. Það var Sigurveig Sigurðardótt- ir, formaður kvenfélagsins til margra ára, sem afhenti tækið. Hún hefur einnig verið í for- ystusveit kvenfélaganna á Suður- landi. I ávarpi við afliendinguna rifjaði Sigurveig upp sögu leikskól- anna á Selfossi og gat þess að í framhaldi af áherslum félagsins á leikvelli fyrir börnin hefði komið fram þörfin á leikskóla. Fyrsti leik- skólinn sem kvenfélagið beitti sér fyrir var starfræktur í barnaskól- anum 1963 með Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur sem leikskóla- sljóra. Þessi starfsemi þótti takast það vel að farið var að huga að bygg- ingu leikskóla og árið 1966 var samþykkt teikning af fyrsta leik- skólanum. Hann var síðan tekinn í notkun 1. apríl 1968. Kvenfélagið átti 15% hlut í húsinu en félagið gaf öll húsgögn og leikföng til starfseminnar. Félagið annað- ist síðan rekst- ur skólans með bakstuðningi frá hrepp- snefnd fram til ársins 1977 að sveitarfélagið tók við rekstr- inum. Fyrsti leikskólastjór- inn í Glaðheim- um var Heiðdís Gunnarsdóttir og með henni starfaði Iðunn Gísladóttir sem leikskólakenn- Sigurveig Sigurðardóttir með fyrstu leikskólakenn- urunum í leikskólanum Glaðheimum á Selfossi, Ið- unni Gísladóttur og Heiðdfsi Gunnarsdóttur, ásamt Eygló Aðalsteinsdóttur, núverandi leikskólastjóra. *_ ATVR opnar verslun í Grindavík Islensk lömb kosta ekki undir 80 þús. krónum í Ameríku Bdk og bjdr í konuríki Grindavík - ÁTVR opnaði 24. nóvember verslun í Grindavík í Eyja- og Miklaholtshreppi - Sauð- fjársæðingastöð Vestui-lands hélt al- mennan fund fyrir sauðfjárbændur á Snæfellsnesi 23. nóvember sl. Ráðu- nautarnii- Lárus G. Birgisson og Jón Viðar Jónmundsson kynntu þá hrúta sem verða til noktunar í vetur. Ráðunautamir fóru yfir það helsta sem er að gerast í sauðfjárræktinni hérlenids, aðallega hvað varðar fram- farir í ræktun á kjöti sem hentar markaðnum þ.e. ræktun á sauðfé þar sem kjötmagn eykst en fitumagn minnkar. Einnig var minnst á markaðsmál. Þar kom m.a. fram að íslenskt sauðfé í Ameríku er mjög dýrt, venjulegt lamb á fæti er selt á um 80.000 kr. en þau dýrustu eru seld á allt að 250.000 ki'. Eru þau dýrustu forystulömb, móbotnótt og lömb sem eru með sjaldgæfan lit. Dálítið hefur verið selt af hrútasæði til Ameríku til að við- halda og framrækta íslenska stofninn þar. Sauðfjársæðingastöð Vesturlands og Sauðfjársæðingastöð Suðurlands hafa gefið út í sameiningu veglegt rit þar sem allir hrútar eru kynntir í máli og myndum. Er þetta hið glæsileg- asta rit og mikill fengur í því fyrh' alla þá sem áhuga hafa á ræktunarstarfi. Morgunblaðið/Daníel Sauðfjárbændur á Snæfellsnesi ræða málin. samvinnu við Bókabúð Grinda- víkur. Eftir margra ára bið eru Grindvíkingar komnir með áfeng- isverslun í bæinn en þessi versl- un er sú þrítugasta og önnur hjá ÁTVR. í „opnunarteiti“ sem haldið var af þessu tilefni hélt Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, örlitla tölu og kom fram í máli hans að hann er óhress með umræðuna um þessar mundir um áfengis- útsölu; að látið sé að því liggja að hægt sé að aðskilja sölu á léttum vínum og bjór frá því sterka. „Það er ekki nema um 10% af þeim 11 milljón lítrum sem við áætlum að selja á þessu ári sem er sterkt vín þannig að ef taka á bjór og léttvín út úr rekstrinum er ekki neinn grundvöllur fyrir þesskonar verslun," sagði Hösk- uldur. Hann sagði einnig: „Hér hefur tekist vel til með alla hluti og vonandi þjónar þessi verslun Morgunblaðið/Garðar Páll Höskuldur Jónsson afhenti Helgu Emilsdóttur lyklana að áfengis- versluninni. Grindvíkingum vel.“ Helga Em- ilsdóttir verslunarstjóri þakkaði hlý orð og sagði jafnframt frá því að þennan opnunardag væri 15 ára afmæli Bókabúðar Grindavík- ur. „Þessi búð verður konuríki því hér ráða konur ríkjum,“ sagði „ríkisstjórinn", Helga Emilsdótt- ir, um leið og hún tók við lykla- völdunum úr hendi Höskuldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.