Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 53 Verslanir þurfa að vanda sig betur SIGURÐUR Jóns- son, framkvæmda- stjóri Samtaka versl- unar og þjónustu (SVÞ), setur fram býsna alvarlegar ása- kanir á samstarf- sverkefni Neytenda- samtakanna og ASÍ-félaganna á höf- uðborgarsvæðinu í grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember undir yfir- skriftinni Vafasöm vinnubrögð og rang- túlkaðar niðurstöður. Þar sendir hann Morgunblaðinu jafn- framt tóninn. í grein sinni gagnrýnir Sigurð- ur gæðakannanir á grænmeti sem samstarfsverkefnið hefur látið gera. Hér er um að ræða nýja teg- und kannana og er rétt að geta þess að sérfræðingur hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hef- ur annast gerð þeirra. Hann kaup- ir sýnishornin og dæmir gæði þeirra eftir ákveðnum reglum. Samstarfsverkefni Neytendasam- takanna og ASÍ-félaganna á höf- uðborgarsvæðinu hefur tvisvar gert slíka könnun í verslanakeðj- unum á höfuðborgarsvæðinu og niðurstöðurnar hafa verið heldur dapurlegar. Deilt um aðferðir Þegar búið var að birta niður- stöður úr fyi’ri könnuninni óskuðu fulltrúar SVÞ eftir fundi um þess- ar kannanir og mætti sá sem þetta skrifar á fund með tveimur full- trúum SVÞ. Þeir sögðust þá telja að gera þyrfti slíka könnun dag- lega í heila viku áður en hægt yrði að birta niðurstöður. Eg hlustaði á rök þeirra, enda viljum við gjarn- an leita leiða til að vanda starf okkar enn frekar. Ég sagði full- trúum SVÞ að samstarfsverkefnið myndi skoða rök þeirra nánar. í framhaldi af því var farið yfir málið hjá okkur. Ljóst var að sú aðferð sem SVÞ lagði til myndi kosta umtalsverða fjármuni og þar eð tekjur vegna þessa verk- efnis koma ekki úr opinberum sjóðum, eins og Sigurður leyfir sér þó að halda fram í grein sinni, eru auraráð þess takmörkuð. Okkur þótti jafnframt ljóst að yrði þeirri aðferð beitt sem SVÞ lagði til myndu verslanirnar fljótt gera sér grein fyrir hvað væri á seyði og byrja að gera ráðstafanir til að hafa áhrif á niðurstöðu könn- unarinnar. Hætt er við að þegar líða tæki á umrædda könnunar- viku kæmust gæði grænmetis víða í áður óþekktar hæðir, langt um- fram það sem verslanirnar töldu áður nógu gott oní neytendur. Niðurstaða okkar varð því sú að skyndikannanirnar eins og við gerðum þær segðu neytendum ýmislegt um gæði grænmetis hjá matvörukeðjunum og því væri rétt að halda þeim áfram í óbreyttri mynd. Með því teljum við að mat- vörukeðjunum sé veitt verðugt að- hald. Þessa niðurstöðu tilkynnti ég Sigurði Jónssyni og síðan gerð- um við seinni grænmetiskönnun okkar og sendum fjölmiðlum nið- urstöðurnar. Niðurstöður valda vonbrigðum Niðurstöður þessara gæðakann- ana hafa verið hálfdapurlegar fyr- ir okkur neytendúr. Þær hafa ekki aðeins sagt okkur að oft sé verið að selja slakt grænmeti. Það vek- ur ekki síður athygli að þær versl- anir sem komu sæmilega eða vel út í fyrri könnun fá slaka einkunn í þeirri síðari. Það er aldrei á vísan að róa þegar gæði grænmetis eru metin. Fullyrðingum um að niður- stöður séu falskar vísa ég hins vegar til föðurhúsanna. Þegar nið- urstöður voru birtar var enda skýrt tekið fram hvaða dag könn- Jóhannes Gunnarsson unin var gerð og að hana gerði sérfræð- ingur á þessu sviði. Ef samstarfsverkefn- ið vill hafa þennan hátt á við að veita verslunum eðlilegt aðhald hlýtur það að hafa rétt til þess. N eytendasamtökin vilja eiga eðlilegt samstarf og samráð við Samtök verslunar og þjónustu. Það þýð- ir hins vegar ekki að N eytendasamtökin breyti vinnubrögðum að þeirra ósk þegar ekki eru til þess nægi- leg rök. Fullyrðing Sigurðar um að Morgunblaðið hafi rangtúlkað nið- urstöður í fyrirsögn er einnig afar Verslun Ég er því hræddur um, segir Jóhannes Gunn- arsson, að fullyrðingar Sigurðar um að Neyt- endasamtökin og Morg- unblaðið þurfí að vanda sig betur hitti helst hann sjálfan fyrir. athyglisverð. Sannleikurinn er þó því miður sá að blaðið sagði aðeins sem var. Gæðum grænmetis hafði einfaldlega hrakað milli kannana. Ég er því hræddur um að full- yrðingar Sigurðar um að Neyt- endasamtökin og Morgunblaðið þurfi að vanda sig betur hitti að- eins hann sjálfan fyrir. Neytenda- samtökin munu hins vegar halda ótrauð áfram að sinna þeirri skyldu sinni að veita verslunum og þjónustuaðilum nauðsynlegt að- hald, meðal annars með vönduðum könnunum af ýmsu tagi. Höfundur er fornmður Neytenda- samtakanna. tim eless utsolu staðir JMJ Akureyri. Esar Húsavík. kurinn Neskaupstaö. Hagkaup sérvöruaeildir. Bjarg Akranesi. Jón og Gunna Isafjörður. Skagfirðingabúð Sauðárkrókur. Kf. Héraðsbúa Egilsstaðirf rn Im.........É Samkaup Reykjanesbaf. i Kf. Borgfirðinga Borgarnesi. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema L OFTHREINSI BÚNMOUR FYRIR VERKSTÆDI Euromate hefur sterkt og stöðugt sog sem tryggir gott loft ó vinnustaðnum. Euromate loftsugur eru þægilegar, hljóðlátar og öruggar í notkun. Euromate loftsugur fást með sjálfhreinsibúnaði bæði sem veggfastar sugur eða færanlegar. Euromate lofthreinsibúnað má fá af ýmsum gerðum. Val á búnaði fer eftir tegund suðu og vinnuaðstöðu á hverjum stað. Hönnun • teinknun • róðgjöf fNÞtfNrflfrmi, VÉLAR, TÆKI, VERKFÆRI Nethyl 2 110 Reykjavík Sími: 510 9100 Fax: 510 9109 m. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.