Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 35
Kammersveit Reykjavíkur flytur dagskrá í Reykholtskirkju sem síðar verður flutt í Reykjavík.
Kammersveit Reykja-
víkur í Reykholtskirkju
Grund. Morgunblaðið.
TÓNLISTARFÉLAGIÐ og
Borgarfjarðarprófastdæmi og
kirkjan í Reykholti munu standa
fyir aðventutónleikum með Kam-
mersveit Reykjavíkur í Reyk-
holtskirkju miðvikudaginn 1. des-
ember nk. kl. 20:30. Flutt verða
verk eftir: Antonio Vivaldi,
Johann Sebastian Bach og
Archangelo Corelli.
Einleikarar eru sveitarinnar:
Eiríkur Örn Pálsson trompet,As-
geir H. Steingrímsson trompet,
Rut Ingólfsdóttir fiðla, Daði Kol-
beinsson óbó, Unnur María Ing-
ólfsdóttir fiðla, Hildigunnur Hall-
dórsdóttir fiðla, Sigurlaug
Eðvaldsdóttir fiðla. Hér í Reyk-
holtskirkju verður flutt sú efnis-
skrá sem Kammersveitin flytur
síðan í Reykjavík 19. desember
nk.
Kammersveit Reykjavíkur hef-
ur gert víðreist á þessu hausti,
en 15 hljóðfæraleikarar hennar
fóru til Kína í tónleikaferð í októ-
ber og héldu tónleika í Nanjing
og í Peking. I nóvemberbyrjun
hélt átta manna hópur til Bonn í
Þýskalandi þar sem leikið var í
Beethoven Kammermuziksaal.
Kammersveit Reykjavíkur hefur
leikið inn á fjölda geisladiska, en
nýlega kom út geisladiskur með
upptöku frá tónleikunum 1977,
þar sem Kvartett um endalok
tímans var fluttur í fyrsta sinn á
Islandi. Þá eru væntanlegir á
næstu vikum 2 geisladiskar. Ann-
ar þeirra ber heitið Kvöldstund
með Mozart, þar sem leikin eru
kammerverk hans og svipar til
efnisskrár sem Kammersveitin
gerði víðreist með um ísland fyr-
ir nokkrum árum. A hinum eru
verk eftir Jón Leifs, þau sömu og
Kammersveitin flutti á aldar-
afmæli hans.
Manstu gamla dag*a?
TOJVLIST
G e i s 1 a p I ii t u r
Elsa Sigfúss:
Vals Moderato I
Elsa Sigfúss syngur ýmis dægurlög
frá lokum millistríðsáranna til upp-
hafs sjöunda áratugarins. Hljóm-
sveitir: hljómsveit Elo Magnussen,
Jens Warnay, Christian Thomsen,
Aage og Christian Thomsen, Leo
Mathiesen, Aage Juhl Thomsen,
Kai Mortensen, Sven Gyldmark og
Bjarna Böðvarssonar. Aðrir hljóð-
færaleikarar: Carl Billich, Valborg
Einarsson, Svend Lynge Nielsen og
Axel Arníjörð (píanó), Elo Magnus-
sen (fiðla), Johan Lange (havaígít-
ar). Upptökur: Polyphon (1937-
1939), HMV (1939-1949), Odeon
(1939-1941), Tono (1951-1953),
Parlophone Odeon (1960). Útgáfa;:
Smekkleysa s.m. hf. SMG 3CD.
Lengd: 72’21.
ÞESSI nýja útgáfa Smekkleysu
sm.hf. er eins langt frá því að vera
einssmekklaus og hægt er. Reynd-
ar er platan ákaflega smekkleg
hvernig sem á hana er litið.
Það fyrsta sem vekur athygli er
óvenju vandað hefti sem fylgir út-
gáfunni þar sem finna má nákvæm-
ar upplýsingar um upptökustað og
tíma auk tveggja áhugaverðra
greina. Trausti Jónsson, annar að-
alumsjónarmanna útgáfunnar,
skrifar grein um listamanninn, ævi
hennar og feril, söngstíl og tvíþætta
stöðu hennar í tónlistarheiminum.
Var hún fyrst og fremst dægur-
lagasöngkona eða túlkandi alvar-
legrar tónlistar? Hann nefnir líka
þann vanda sem listamönnum er á
höndum þegar þeir vilja brúa bilið
milli þessara ólíku tónlistarheima.
Seinni greinina skrifar Halldór
Hansen um söngkonuna Elsu Sig-
fúss sem hann þekkti ekki en gjör-
þekkti þó í gegnum list hennar.
Skemmtileg og persónuleg umfjöll-
un Halldórs fjallar einnig um um-
deilda stöðu Elsu í tónlistarheimin-
um. Það er alltaf gaman að lesa
skrif Halldórs um söng og söngv-
ara.
Enginn vafi leikur á því að Elsu
Sigfúss hafí tekist að sameina hina
meintu ögun og fágun fagurtónlist-
arinnar frjálslegum túlkunarmáta
dægurlaganna. Ólikt því þegar
margar stórstjörnur söngsins, líkt
og Te Kanawa, Norman, Carreras,
Domingo o.fl., reyna að syngja
dægurlög sem þeir kunna ekkert
með að fara. Elsa skiptir hiklaust
um söngstíl í íslensku lögunum,
Fjólan (nr. 19), og tveimur útgáfum
af Bí, bí og blaka (nr. 20 og 21) sem
hún túlkar á sakleysislegan, jafnvel
barnslegan hátt. Én ég er ekki frá
því að mér líki betur dægurlagast-
íllinn. Þar er Elsa sannarlega á
heimavelli.
Það eru engar ýkjur að rödd
Elsu Sigfúss hafi verið „flauels-
mjúk“ eins og Halldór Hansen
kemst að orði. Söngurinn er í hví-
vetna fallegur og textaframburður
framúrskarandi. Val Trausta Jóns-
sonar og Völu Kristjánsson allt hið
smekklegasta en þar er að finna
nítján lög með dönskum texta sem
ýmist eru dönsk að uppruna eða al-
þjóðlegir slagarar millistríðsáranna
og átta lög sungin á íslensku.
Söngstíll Elsu ber að sjálfsögðu
mark síns tíma og það sama á við
um hljóðfæraslátt dönsku
dægurlagahljómsveitanna. Þar er
ekkert dregið úr sætleikanum, fiðl-
urnar syngja svo um munar og til-
finningarnar flæða út um allt. En
svona var þetta á þessum árum.
Notalegt! Upptökusuðið tilheyrir
líka þessum tíma. Aðstandendur
þurfa ekkert að biðjast afsökunar á
því óhjákvæmilegu suði sem alltaf
er á gömlum upptökum og ég styð
heils hugar þá skoðun þeirra að
„hreinsibúnaður“ (stafrænn og/eða
vélrænn) sé af hinu illa og eigi að-
eins að nota í neyðartilfellum.
Elsa Sigfúss á vafalaust enn
marga aðdáendur meðal eldri kyn-
slóðarinnar jafnt hér á landi sem í
Danmörku. Þessi plata ætti að
hlýja þeim öllum um hjartaræturn-
ar og er einnig kærkomið tækifæri
til að kynna þessa ágætu söngkonu
fyrir yngri aldurshópum sem hafa
áhuga á því að heyra dægurlögin
sem afi og amma eða jafnvel langafi
og langamma voru að hlusta á „í
denn“.
Virðingarvert framtak allra hlut-
aðeigandi.
Valdemar Pálsson
Silkibolirnir fást
í Glugganum
Glugginn
Laugavegi 60, sími 551 2854
Dásamlegur
Bach
TOJVLIST
Hafnarborg
KAMMERTÓNLEIKAR
Tríó Reykjavíkur flutti tónlist
eftir FranQois Couperin og
Jóhann Sebastian Bach.
Sunnudagskvöld kl. 20.
HÚN var ekki af verri endanum
efnisskrá tónleika Tríós Reykjavíkur
í Hafnarborg á sunnudagskvöldið,
þótt þar hafi verið annað prógram en
auglýst hafði verið. Tveir þriðju hlut-
ar tríósins, þeir Peter Máté og Gunn-
ar Kvaran, léku fyrst Piece en
concert eftir Frangois Couperin, litla
fimm þátta svítu í léttum dúr.
Frangois Couperin var kallaður
Couperin mikli af samtímamönnum
sínum; - ekki bara til að greina hann
frá föður og ættingjum sem báru
sama nafn og voru einnig tónskáld og
tónlistarmenn, heldur ekki síður til
að lýsa þeirn virðingu sem hann naut
sem einn virtasti tónlistarmaður
samtíðar sinnar. Þessi litla svíta sem
þeir Gunnar og Peter léku er fáguð
og létt og áhyggjuleysi tiplandi hirð-
ar Loðvíks fjórtánda svífur yfir vötn-
um. Mjúkur og fallegur tónn Gunn-
ars, spör pedalnotkun Peters og
kristaltærar trillur einkenndu flutn-
inginn og léttleikinn í leik þeirra og
elegant spilamennska sköpuðu
stemmningu þokka og yndis og verk-
ið var sérstaklega ljúft á að hlýða.
Gunnar lék tvær fyrstu sellósvítur
Jóhanns Sebastians Bachs, m-. 1 í G-
dúr og nr. 2 í d-moll. Það þarf ekki að
fara mörgum orðum um þessi meist-
araverk Bachs, - sellósvíturnar sex
era gimsteinar sem maður fær seint
nóg af að njóta. Allir sellistar sem
eitthvað kveður að leika þessi verk og
kunna og til era ótal hljóðritanir með
nánast öllum sellistum sem nafn-
kunnir era. Ekki era þær allar jafn
góðar. En nú er beðið eftir að Gunnar
Kvaran láti til sín taka í þessum hópi
og gefi sellósvítumar út á geisladiski.
Að því yrði mikill fengur. Gunnar
Kvaran ann þessum verkum nefni-
lega, svo heyra má. Innileg og einlæg
túlkun og óbrigðult músíkalitet í leik
hans á tónleikunum ristu djúpt. í
fyrri hluta fyrri svítunnar virtust
Gunnari verða á smávægilegir minn-
isbrestir, en það var ekki til annars
en að minna mann á að það er enginn
fullkominn, og listrænn leikur Gunn-
ars bar engan skaða af. Flutningur
seinni svítunnar var svo nærri full-
komnuninni að engu mátti muna. Sal-
urinn var sem festur upp á þráð, -
þögull sem steinn, - hvorki stuna né
hósti heyrðist, og milli þátta var sem
enginn þyrði jafnvel að anda, svo
þessi músíkalska upplifun yrði ekki
trafluð. Það er erfitt að nefna eitt
öðra fremur, - en þó maður hefði ekki
komið til annars en að hlusta á sara-
bönduna eina saman, hefði það verið
margfaldlega þessi virði svo fallega
sem hún var spiluð. Þetta var stund
sem mun lýsa af í endurminningunni.
Bergþóra Jónsdóttir
♦ ♦ ♦
Nýjar plötur
• AFTANSÖNG UR jóla - Að-
fangadagskvöld í Hallgrímskirkju
hefur að geyma jólamessu með
prédikun Karls Sigurbjörnssonar
biskups og þjónar Jón Dalbú Hró-
bjartsson prófastur fyrir altari.
Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur í messunni. Kórstjóri og org-
anisti er Hörður Askelsson. Einnig
leika Douglas Brotchie og Daði Kol-
beinsson á orgel og óbó.
Sálmarnir sem sungnir eru í
messunni era Nóttin var sú ágæt
ein, Það aldin út er sprangið, I Bet-
lehem er barn oss fætt, Mig huldi
dimm og döpur nótt og Heims um
ból. Jafnframt er sungið Hátíðartón
sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan.
Upptakan vargerð í Hallgríms-
kirkju af Stafræna hljóðupptökufé-
Inginu ehf. ogstjórnaði Sveinn
Kjartansson upptökunni. Agóði af
sölu plötunnar rennur til Hjálpar-
starfs kirkjunnar. Verð: 1.990 kr.
Breririarar
og aukahlutir
PRIMUS
SIEVERT
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is