Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 65

Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 65 BRIDS llmsjón Giirtmiiiidur 1‘áll Arnarson ÞEIR sem kannast við Kanadamanninn Eric Kokish eiga erfltt með að trúa því að hann hafi setið í vestur í spili dagsins. En Kokish var einu sinni ungur eins og aðrir, og þetta spil erfrá 1981: Ausur gefur; NS á hættu. Norður * K843 V DG2 * Á3 * ÁG109 Austur * D62 V K7654 ♦ 1097 *K4 Suður * Á7 V Á9 * KDG6542 *D3 Vestur Norður Austur Suður - Pass 1 tígull Dobl!! Redobl 2h)örtu 3hjörtu Pass 3spaðar Pass 3grönd Pass 4 lauf Pass 6 tíglar Pass 7tíglar Dobl Allirpass Spilið er frá fyrsta Sunday Times-mótinu, sem ekki var Sunday Times- mót! Þetta hljómar ein- kennilega, en á 17 ára tíma- bili, frá 1963-1980, var hald- ið veglegt boðsmót í London í janúarmánuði „í boði“ Sunday Times. Árið 1981 hætti Sunday Times stuðn- ingi við mótið, og í tvö ár fór það fram í nafni annarra kostara. Þeir fengu þó litla kynningu, því í hugum bridsspilara var orðið úti- lokað að tengja þennan við- burð við annað fyrirtæki. Mótið lagðist af á tímabilinu frá 1983-1990, en var þá endurreist með stuðningi viskíframleiðandans Macall- an og auðvitað Sunday Times. En nokkru síðar hætti Sunday Times aftur að styrkja mótið og á und- anförnum árum hafa verið spiluð nokkur ekki-Sunday Times-mót í boði annarra. En þetta var sögulegur útúrdúr. Erie Kokish var glaðbeittur á þessum árum og eftir pass makkers í upp- hafi ákvað hann að grugga vatnið með nokkuð „iéttu“ opnunardobli. í NS voru Silverman og Granovetter og þeir létu doblið sem vind um eyru þjóta og keyrðu í alslemmu. En þá doblaði austur, sem átti tvo kónga og eina drottningu og makker hafði opnunardo- blað. Auðvitað grunaði aust- ur að opnun makkers væri í léttara lagi, en samt..; Hvað um það. Útspilið yar spaðagosi og Silverman ákvað að svína fyrir lauf- kóng og fór einn niður. En hann var fijótur að benda á að slemmuna mætti vinna ef gert væri ráð fyrir báðum kóngunum í austur. Það skoðum við betur á morgun. morgunblaðið birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með fveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Póik getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Vestur ♦ G1095 »1083 ♦ 8 * 87652 í DAG Árnað heilla Q p' ÁRA afmæli. Á O O morgun, miðvikudag- inn 1. desember, verður áttatíu og fimm ára Herdís Steinsdóttir, Akurgerði 44, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Baldur Jónsson frá Söndum, Miðfirði, V- Hún. Hann lést árið 1995. Herdís tekur á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sínu frá kl. 15-22 á afmælis- daginn. Barna- og fjölskylduljósmyndir, BRÚÐKAUP Gefin voru saman 20. mars sl. í Lága- fellskirkju af sr. Jóni Þor- steinssyni Valborg Ólafs- dóttir og Elías Pélursson. Heimili þeirra er á Stóra- tegi 18, Mosfellsbæ. ^/\ÁRA afmæli. í dag, I V/ þríðjudaginn 30. nóv- ember, verður sjötug Mál- fríður Guðmundsdóttir, Barmahlið 39. Hún tekur á móti gestum í dag kl. 17 í Akoges-salnum, Sóitúni 3. Barna- & fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júní í Grensás- kirkju af sr. Óiafi Jóhanns- syni Árni Pétur Reynisson og Erla Sigurðardóttir. Heimili þeirra er í Drápu- hlíð 15, Reykjavík. Barna- & fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 7. ágúst í Kálfatjarnar- kirkju af sr. Þóreyju Guðmundsdóttur hálfbræðurnir og systurnar Árni Björnsson og Sigríður Hinriksdóttir. Þau eru til heimilis í Dalseli 17, Reykjavík; og Bergur Hólm Að- alsteinsson og Svanbjörg Gróa Hinriksdóttir. Heimili þeirra er á Kleppsvegi 2, Reykjavík. UOÐABROT í VORÞEYNUM Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett og átti að vinum gamburmosa og stein, er illa rætt og undarlega sett hjá aldintré með þunga og frjóa grein. Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn um rót er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr. Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. Jón Helgason. STJORJYUSPA pftir Rraupos II «• ;i k e BOGMAÐUR Aímælisbarn dagsins: Að skipuieggja hlutina er þín sterka hlið og þú hefur næm- an skilning á þörfum annarra. Þú ert ávalit reiðubúinn. Hrútur - (21. mars -19. apríl) Vertu ekki niðurdreginn þótt ekki sértu að fást við skemmtilegustu hluti í heimi. Það auðveldar allt að sjá mál- in í víðara samhengi. Naut (20. apríl - 20. maí) Eyddu ekki orku þinni í að hugsa um það neikvæða. Farðu út og njóttu þess sem lífið hefúr upp á að bjóða og einhvers sem gefur sanna lífs- fyllingu. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) AÁ Það veldur bara misskilningi að tala í hálfum hljóðum. Fólk kann miklu betur að meta það að þú komir þér beint að efn- inu og þá er hægt að ræða málin. Krabbi (21. júní-22. júlí) Vefjist eitthvað fyrir þér skaltu skoða hvort þú hafir ekk einblínt á aðalatriðin og látið smáatriðin fram hjá þér fara. Þar gæti svarið verið að finna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfiriit og þá sérðu hvert peningarnir hafa farið. Gerðu svo betur næst. Meyja (23. ágúst - 22. september) (SÍL Árangur þinn í starfi fer nú ekki lengur framhja yfir- mönnum þínum svo þú mátt eiga von á umbun í einhverri mynd. Gerðu þér samt ekki of miklar vonir. (23. sept. - 22. október) m Hlustaðu á röddina innra með þér sem segir að tími sé kom- inn til að slaka á. Skoðirðu stöðu þína frá öðrum sjónar- hóli muntu skilja málið betur. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Bjóddu þeim nú aðstoð þína sem hafa hjálpað þér. Þeir verða alsælir en þú manna ánægðastur með að geta loks- ins launað þeim greiðann. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ít-f Það hafa verið erfiðir tímar á vinnustað og þú efast um að þú sért metinn að verðleikum. Skoðaðu stöðuna vandlega áð- ur en þú ákveður að breyta til. Steingeit (22. des. -19. janúar) /K Ef þú ert einmana skaltu hafa samband við fólk sem þér þykir vænt um og hefur sakn- að í langan tíma.Ef þú getur ekki hringt skaltu bara senda bréf. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Vertu á verði gagnvart tungulipru fólki og mundu að ekki er það alltaf sannleikur- inn sem hrýtur af munni þess. Ilæmdu aldrei það sem þú þekkir ekki. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Hafðu ekki áhyggjur af því sem aðrir eiga að sjá um og haltu bara vel utan um þitt því þótt þú sjáir það ekki fyrir mun allt falla saman á endanum. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum gninni vísindalegra staðreynda. Jólafötin komin! Kjólar, jakkar, buxur, blússur Munið 10% staðgreiðsluafsláttinn! /a/vsa/% f úf'S'/a/'oe/v/ Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. / llmvatnspennar, englakerti, ^ englaspeglar. Glæsilegir jólatréstoppar. Jólaqjöfin fœst i Kitju! Kitja Háaleitisbraut 58—60, sími 553 5230. Álfhólsvegur - sérhæð Falleg 130 fm sérhæö á 1. hæð f þríbýli ásamt 25 fm upp- hituðum bílskúr. 3 svefnherbergi (voru upprunalega 4), flísa- lagt baðherb., sérþvottahús og búr innaf eldhúsi og stofa með glæsilegu útsýni til norðurs. Frábær staðsetning, nálægt skólum, t.d. fyrir barnafólk. Verð 13,8 millj. Séreign, fasteignasala, Skólavörðustíg 41, sími 552 9077. Selsklnn natur - svart - litað L7r LEÐURVÖRUDEILD BYGGGARÐAR 7 • 170 SELTJARNARNES • S. 561 2141 • FAX 561 2140 Ný sending af sparifatnaði Hverfisgötu 78, sími 552 8980

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.