Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ NÝJARVÖRUR í HVERRIVIKU Jakkar frá kr. 5.900 Buxur frá kr. 1.690 Pils frá kr. 2.900 Blússur frá kr. 2.800 Anna og útlitið verður með fatastíls- og litgreiningamámskeið Uppl. í síma 892 8778 w /i Nýbýlavegi 12 Kópavogi Sími 554 4433 KENNARAR, FORELDRAR, AFAR ÖMMUR! • Er íslenski skólinn bestur oHro skóla? • Hvers vegna „fellur" þó fimmta hvert barn ó lokaprófum i 10. bekk? • Er sérkennsla í grunnskólum ó villigötum? • Á hún samt að verða leiðarljós í leikskólum og framhaldsskólum? • Hvers vegna hafa karlmenn flúið kennorastarfiÓ? • Eiga kennarar undir högg að sækja hjó sérfræðingum og stjórnvöldum? • Er hófimbruð yfirbygging í fræðslukerfinu nauðsynleg? Þessum spurningum og fleirum svarnr Helga Sigurjónsdóttir í bók sinni: Meistarar eða þjónar - kennarar við aldarlok og gleymdu börnin. Bókin fæst í Bókabúð Móls og menningar, Laugavegi 18, og hjó höfundi, Meðalbraut 14, Kópavogi. Sími og bréfsími: 554 2337. Útgefandi. Mánalind 5 - Kópavogi Höfum fengið í einkasölu í nýja Lindahverfinu í Kópavogi þetta glæsi- lega ca 200 fm parhús. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið er tilbúið til innréttínga. Gert er ráð fyrir ami í stofu. Húsið er frágengið að utan, en ómálað. Teikningar af innréttingum innanhússarkitekts fylgja og liggja frammi á skrifstofu okkar. Húsið er mjög vel staðsett og útsýnið frábært. Verð 15,5 m. Áhv. íbúða- lánasjóður kr. 7.344.918. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar í síma 555 1500 eða 897 4788 (Stefán). pF_Fasteignasala, i ■Strandgötu 25, Hfj. Sími 555 1500, bréfsími 565 2644 I ■Arm Grétar Finnsson, hrl. Netfang: stefanbj@centrum.is. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. í DAG VELVAKAJVPl Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Þor- geirs Ingvasonar og fslandspósts í APRÍL ‘98 fór ég til S- Afríku á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Tilefnið var þátttaka mín í verkefninu „Shuttle ‘99“ sem var og er til þess að efla menningarleg tengsl milli Norðurlandanna og S-Afríku. I Jóhannesar- borg og héruðunum í kring heimsótti ég nokkra skóla, listaskóla og leik- skóla. Þarna er mikið allsleysi og atvinnuleysið er allt upp í 90% á sumum svæð- unum. Þrátt fyrir ótrúleg- an skort á nánast öllu kennsluefni, tækjum, bók- um, ritföngum o.s.frv. varð ég vitni að mikilli vakningu sem er í menntakerfinu þarna. Þarna býr kraftmikið fólk sem er að gera kraftaverk á hverjum degi. Það var svo frábært að sjá hvernig vandamál og erfið reynsla voru oft meðhöndluð í gegnum listræna tján- ingu. Ég varð fyrir mikl- um áhrifum þarna. Þegar heim kom lang- aði mig til að senda nokkrum skólum liti, pappír, ritfóng, fatnað og fleira. Það gekk vel að safna, „sortera" og setja ofan í kassa, enda hlóðust þeir upp. Þegar kom að því að senda þetta voru kassarnir orðnir 160 kg. Næsta skref var að at- huga með sendingar- kostnaðinn og runnu þá á mig tvær grímur því þetta var svo rosalega dýrt. Ég reyndi að koma þessu á skip og það gekk innan Evrópu en svo tók við flókið ferli fylgiskjala og mildll kostnaður. Þá kemur að þætti Þor- geirs Ingvasonar stöðvar- stjóra Islandspósts í Póst- hússtræti. Ég leitaði til hans og bað hann um að styrkja þetta framtak. Hann gerði gott betur því Islandspóstur sendi þetta allt út mér að kostnaðar- lausu. Nú hef ég frétt að kass- arnir hafi komist á leiðar- enda og þið rétt getið ímyndað ykkur hve marg- ir urðu glaðir þegar þeir voru opnaðir. Kærar þakkir, Þorgeir, og takk fyrir, Islandspóst- ur. Sesselja Björnsdóttir, Grenimel 7, Rvík. Segja eitt en gera annað ÉG hef alla tíð reynt eftir bestu getu að segja satt. Nú á undanfornum vikum hefur verið sýnd þáttaröð á Stöð 2 sem ber heitið „Sögur af landi“, undirtit- ill „Flóttinn mikli“. Þetta er 9 þátta röð. Þessir þættir voru auglýstir til sýninga í opinni dagskrá, bæði á prenti og í sjón- varpi, nokkru áður en sýningar hófust. Svo bregður við að einungis 3 þættir voru í opinni dag- skrá, hinir í lokaðri (rugl- aðir). Ég hélt í einfeldni minni að það sem auglýst er eigi að standa. Greini- legt var eftir kynningu að fjalla átti um efni sem öll- um kemur við, hvar sem er á landinu. Þessi framkoma er ósvífni. Þeim ágætu mönnum, sem stjórna Stöð 2, hefði verið nær að hugsa aðeins betur það sem þeir voru að gera. Ásmundur U. Guðmundsson, Suðurgötu 124, Akranesi. Með morgunkaffinu SKAK IJmsjón Margeir Pétursson Við höldum hér áfram þar sem frá var horfið á sunnudaginn í viðureign stór- meistaranna Shabalovs (2.565), Bandaríkjunum, og Rússans Smagíns (2.580), sem hafði svart og átti leik. Lokin urðu 23. - Hf8? 24. Hf2 - He8 25. Dd7 - De4 26. Hf7 - He7 27. Dc8+ - He8 28. Dxc7 - Re7 29. Hxg7 og svartur gafst upp. Vinningsleikurinn var 23. - Rxd4! 24. cxd4 - Bxd4+ 25. Khl - Dxfl+ 26. Kh2 - Bgl+! 27. Khl - Bf2+ 28. Kh2 - Bxg3+ 29. Hxg3 - Df2+ 30. Dg2 - Df4 og hvit- ur er glataður. Dd7 - Rd5 30. SVARTUR leikur og vinnur. COSPER Nýjar vörur Peysa 2.990 Buxur 2.990 Opið: inán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 13-17 108 Reykjavfk Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjavík sími: 533 1555 Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur haft af því spurnir að um það sé rætt í nokkurri alvöru að banna eldi loð- dýra í Bretlandi. Mun Bretum þykja það afar ill meðferð á dýrum og ómannúðlegt að ala dýr einung- is til slátrunar og nýta aðeins af þeim feldinn. Víkverji á fremur erfitt með að átti sig á þessu máli. Hann veit ekki betur en nánast allt kjöt sem Bretar borða sé komið af dýrum, sem eingöngu eru alin til slátrunar og veit ekki betur en Bretar standi í stríði við Frakka af því að þeir leyfa ekki innflutning á nautakjöti frá Bretlandi. Þessi tví- skinnungur er því miður allt of al- gengur. „Réttindi" dýra eru mikið í tízku um þessar mundir, en þau virðast ekki vera í neinum beinum tengslum við meðferð á þeim. 111 meðferð á dýrum er forkastanleg, en það kann svo að vera erfitt að meta hvað sé ill meðferð á dýrum. Víkverji hefur séð að til sölu eru egg úr svokölluðum lausagöngu- hænum í verzlunum. Hann hefur meira að segja keypt þau nokkru hærra verði en egg úr öðrum hæn- um, en reyndar engan mun fundið á bragðgæðum. Hvort hinar svokölluðu lausagönguhænur séu svo hamingjusamari en aðrar veit hann ekkert um. Víkverja finnst sjálfsagt að fara vel með dýr. Honum finnst einnig sjálfsagt að nýta þau til matar og annarra hluta eins og pelsagerðar. Honum finnst umhverfis- og dýra- verndarmenn oft ganga anzi langt og sýnist að öfgafólk í þessum efn- um sé fjarri því að vera í tengslum við raunveruleikann. Honum dett- ur helzt í huga að stefna þessa fólks sé að banna alla nýtingu á dýrum til matar og annarra þátta og láta þá mannskepnuna líklega leggjast á beit við hlið dýranna, því fiskinn má heldur ekki veiða, því honum finnst það svo vont sjálfum. En stöndum við þá ekki frammi fyrir því að við étum grasið frá dýrunum og göngum á rétt þeirra? Það er sjálfsagt að vernda þau dýr og fugla, sem eru í útrýmingar- hættu, en að leggjast gegn línu- veiðum af því að töluvert af fýl drepst við þær veiðar er hreinasta fásinna. Stofn fýls á Norður-Atl- antshafi telur marga milljónir fugla og er stofninn fremur í vexti en hitt enda er fyllinn nánast ekkert nýtt- ur, nema á afmörkuðu svæði í Mýr- dal og eitthvað í Færeyjum og á Grænlandi. Þótt nokkrar þúsundir fugla falli í valinn við línuveiðar, skiptir það engu máli fyrir vöxt og viðgang stofnsins, en veiðarnar skOa á land miklum mat handa hungruðum heimi. Maðurinn hefur alltaf lifað í nán- um tengslum við náttúruna og mun svo gera enn um sinn, þótt þau tengsl séu minnkandi. Víkverja grunar að yngstu kynslóðirnar úti í hinum stóra heimi, haldi í einhverj- um tilfellum að maturinn verði til í verzlunum og kjöt og fiskur hafi ekki verið lifandi dýr áður en það lenti á matardisknum. Maðurinn verður að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna, nýta hana sér til hags- bóta með skynsamlegum hætti og verður að gæta þess að öfgar ráði ekki ferðinni á hvorn veginn sem þær eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.