Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ^v,$**^ . • Morgunblaðið/Árni Sæberg Signar á Brúnni, menningarmálaráðherra Færeyja, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, og Lise Lennert, menningarmálaráðherra Grænlands, undirrita samning um samskipti landanna á sviði menningar-, mennta- og vísindamála. Menningar-, mennta- og vísindasamning- ur milli Færeyja, Grænlands og Islands MENNTAMÁLARÁÐHERRAR Færeyja, Grænlands og Islands undirrituðu í gær í Reykjavík samn- ing um samstarf á sviði menningar-, mennta- og vísindamála. Samkvæmt samningnum er lögð megináhersla á þijú verkefni innan ramma samningsins. Árið 2000 er ráðgert að áhersluþættir verði menning og íþrúttir, árið 2001 notkun nýrrar tækni á sviði mennt- unar og árið 2002 staða tungumála og þróun þeirra. Voru þessi verk- efni m.a. valin með hliðsjón af yfir- lýsingum Vestnorræna ráðsins á fundi þess á Grænlandi í júní 1998 og þingsályktun um eflingu íþrótta- samstarfs milli Vestur-Norður- landa sem samþykkt var á Alþingi 11. mars 1999. Samningurinn er til þriggja ára og tekur gildi 1. janúar 2000. Framlag hvers lands nemur 2,5 milljónum króna á ári. Þetta er í annað sinn að samningur um menn- ingar- og menntamál er gerður af íslenskri hálfu við Færeyjar og Grænland en hinn fyrsti var undir- ritaður á Grænlandi 26. september 1996. Síðastliðin ár var unnið að þremur meginverkefnum: Listiðn- aðarráðstefnu í Færeyjum árið 1997, ráðstefnu um tónlistarfræðslu í Grænlandi árið 1998 og ráðstefnu um vestnorræn samfélög sem hald- in var á Akureyri í samvinnu við Háskólann á Akureyri árið 1999. Fuglaskoðun markaðssett á Hornafírði Ahugi mikill víða í Evrópu FUGLAR gætu orðið eitt helsta að- dráttarafl fyrir ferðamenn á Homa- firði utan hefðbundins ferðamanna- tíma. Félag fuglaáhugamanna á Homafirði er nú, í samvinnu við markaðsráð Suðausturlands, að hefja markaðssetningu á fuglaskoðunar- ferðum á vorin og haustin og segir Brynjúlfur Brynjólfsson, formaður félagsins, að fjöldi manna í Evrópu og Ameríku hafi mikinn áhuga á ftagla- skoðun. Hann telur að Hornafjörður eigi talsverða möguleika í markaðs- setningu fuglaskoðunar og þá sér- staklega á vorin þegar farfuglamir streyma til landsins. Fuglaáhugamenn á Homafirði fengu nýlega styrk til þess að hrinda þessu verkefni af stað. Að sögn Brynjólfs verður sá styrkur notaður til að gera heimasíðu félagsins, fugl- ar.is, meira aðlaðandi og bæta þar inn fleiri upplýsingum. Vefsíðan er tengd inn á helstu fuglasíður í heiminum og þá sérstaklega í Evrópu, þar sem hún er aðgengileg áhugafólki um fugla- skoðun. Ætlunin er að útbúa fleiri út- gáfur af síðunni á öðram tungumál- um. Brynjúlfur segir að margar fyrirspumir hafi borist erlendis frá í gegnum síðuna, þar sem menn era að lýsa yfir áhuga á að koma í heimsókn og vantar upplýsingar um staðinn. Markmiðið er að síðan verði stór og öflug með öllum upplýsingum er tengjast fuglum, þar sem erlendir fuglaáhugamenn geta jafnframt nálg- ast upplýsingar um ferðir til Homa- fjarðar og gistingu þar. Að sögn Brynjúlfs era vorin besti tíminn tU að fá ferðamenn í fuglaskoð- un, frá miðjum apríl og eitthvað fram í maí. „Þegar þú sérð t.d. einhveijar þúsundir gæsa koma fljúgandi af hafi og vaðfuglana koma inn í hópum. Þetta er eitthvað sem fæstir geta not- ið þess að skoða úti í Evrópu. Einhver sem býr t.d. í Berlín, hann sér þetta ekki. í þessu sambandi er Homa- fjörður mjög sterkur, því þama koma fuglamir fyrst að landi á vorin og stoppa hér eða fljúga yfir.“ A haustin er síðan hægt að bjóða mönnum upp á að skoða flækings- fugla. Brynjúlfur segir að slíkar ferðir sé best að markaðssetja fyrir Amer- íkana, sem koma hingað til að sjá evrópska fugla. Hins vegar er Reykjanesið og það svæði hentugra fyrir Evrópubúa, en þangað koma amerískir flækingar frekar. Áhugaleysi íslendinga vekur athygli Varðandi áhuga manna á að skoða fugla segist Brynjúlfur geta tekið sem dæmi að þegar straumönd sést í Bretlandi, þá standa kannski um 3.000 fuglaáhugamenn á dag að horfa á hana. Ef það kemur einhver sjald- gæfur amerískur flækingur og lendir á eyju suðvestur af Bretlandi, þá fara kannski 200-300 manns samstundis í flugi til að sjá fuglinn. „Þannig að víða í Evrópu er áhuginn gríðarlega mikill en við eram frekar aftarlega hér á landi. Enda hlógu Bretamir þegar þrjár nýjar tegundir fyrir Evrópu komu og sett- ust á Reykjanesið og það vora skráðir Morgunblaðið/Eiríkur P. Björn G. Arnarson er mikill áhugamaður um fuglaskoðun og hefur séð manna mest af fuglategundum á Islandi. hér 14 menn sem höfðu séð þá. Þeim fannst það alveg út í hött að ekki skyldu fleiri vera búnir að sjá fugl- ana.“ Næsta skref á eftir heimasíðunni er að setja upp skilti í sýslunni á stöð- um þar sem menn geta stoppað, eins og í Óslandi, við Þveit og á Breiða- merkursandi. Á þessum stöðum er markmiðið að útbúa aðstöðu fyrir ferðamenn til þess að þeir geti stopp- að til að skoða fuglalífið og lesið af skiltum hvaða fugla er þar að finna og fræðst um þá um leið. Einnig er markmiðið að geta boðið upp á ferðir með leiðsögn, t.d. fyrir fólk sem kaupir hreinlega fuglaskoð- unarferð, tekur sér bíl og dvelur í viku við að skoða fugla. Talsverð þekking er til staðar varðandi fugla á þessu svæði og má sem dæmi nefna að þeir félagar Brynjúlfur og Bjöm G. Ám- arson hafa áram saman fylgst með fuglalífinu í Austur-Skaftfellssýslu. Bjöm hefur séð og greint flesta fugla hér á landi, eða tæplega 250 tegundir, en Hálfdán Bjömsson á Kvískerjum kemur næstur með um 230 tegundir. Verslunarmið- stöð í Keflavík Talsverðar skemmdir af völdum elds ELDUR kviknaði í mynd- bandaleigu í verslunarmiðstöð- inni Hólmgarði seint í fyrra- kvöld og hlutust af talsverðar skemmdir í myndbandaleig- unni og nærliggjandi snyrti- vöraverslun. Rannsóknardeild lög- reglunnar í Keflavík hefur mál- ið til rannsóknar og er talið hugsanlegt að kviknað hafi í út frá skreytingu í myndbanda- leigunni, en granur beinist einnig að rafmagni í húsinu. Tilkynning um eldinn barst lögreglu fáeinum mínútum eftir miðnætti aðfaranótt mánudags og vora liðsmenn Branavarna Suðumesja kallaðir á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Innréttingar í myndbanda- leigunni eyðilögðust í eldinum og i snyrtivöraversluninni sem er við hlið leigunnar eyðilögð- ust ýmsar vörur. Stóra fíkniefnamálið Gæsluvarð- hald eins sakborn- ings lengt HÆSTIRÉTTUR lengdi í gær gæsluvarðhald eins sakbom- ingsins í stóra fíkniefnamálinu og úrskurðaði hann í gæslu- varðhald til 15. mars. Lögreglan í Reykjavík hafði í héraðsdómi krafist gæsluvarð- halds til 15. mars en hér- aðsdómur féllst ekki á svo langa gæslu og úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald þar til dómur félli í máli hans en þó eigi lengur en til 5. janúar. Hæstiréttur taldi hins vegar að í ljósi umfangs málsins væra ekki efni til annars en að taka kröfu lögreglunnar um lengd gæsluvarðhaldsins til greina. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður Osammála áliti Eiríks Tómassonar lagaprófessors JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður og verjandi manns sem sýknaður var í Hæstarétti af ákæra um kynferðisbrot gegn dóttur sinni, er ósammála þeim sjónarmið- um sem fram komu í máli Eiríks Tómassonar lagaprófessors í Morg- unblaðinu sl. laugardag. Eiríkur taldi vafa leika á hvort Hæstiréttur hafi virt viðurkennda jafnræðisreglu í þessu máli gagnvart ákæravaldinu. Eðlilegt hefði verið að gefa ákæra- valdinu kost á að fá einn þeirra sér- fræðinga fyrir dóminn, er gefið höfðu álit sem verjandi lagði fram í Hæstarétti, svo ákæravaldinu gæfist kostur á að gagnspyrja. Jón Steinar bendir á að Eiríkur komist svo að orði að hann telji að Hæstiréttur hefði átt að gefa ákæra- valdinu kost á að kalla þessa aðila fyrir dóm. „Það kom engin krafa fram um þetta af ákæravaldsins hálfu,“ segir Jón Steinar. „Kannski á hann við að dómstóllinn hefði átt að hafa framkvæði að því að ákæru- valdið óskaði eftir slíku og þá er ég ósammála honum. Dómstóllinn á auðvitað að vera hlutlaus. Það er þýðingarmikil grandvallarregla og hann á ekki að mínu mati að taka beinan þátt í málflutningi af hálfu ákæruvaldsins," segir Jón Steinar. Verjandans að gera þessa kröfu Jón Steinar sagði að umræðan að undanförnu um þessi atriði kæmi honum mjög undarlega fyrir sjónir. „Ef einhver þátttakandi í þessum málaferlum átti að óska eftir því að þetta fólk kæmi fyrir dóm til þess að staðfesta skýrslu sína eða greinar- gerðir þá var það ekki sækjandinn eða dómstóllinn heldur verjandinn, sem lagði gögnin fram,“ sagði hann. Jón Steinar sagði að með því að gera ekki þessa kröfu hefði hann sem verjandi í málinu tekið áhættu á því að gögnin yrðu ekki talin vera nægilega gild. „Ef það á að áfellast einhvern í þessu máli fyrir það að hafa ekki haft frumkvæði að eða gert kröfu um að þetta fólk kæmi fyrir dóm til að staðfesta álitið þá eiga menn að beina skeytum sínum að þessum verjanda og engum öðrum. Ég hugleiddi þetta og þegar gagn- anna var aflað hafði ég samband við fulltrúa ákæravaldsins og spurði hvort því yrði mótmælt að þessi skjöl stöfuðu frá þessu fólki og því var auðvitað svarað að það yrði ekki gert. Þá taldi ég þetta nægja vegna þess að gögnin vora ekki eiginleg sönnunargögn um málsatvik heldur vora þau umsagnargögn um sönnun- arfærslu í málinu. Þau fólu þannig í sér einskonar málflutning um sönn- unarfærsluna. Ég sá því ekki ástæðu til að óska eftir því að fólkið kæmi fyrir dóm til að staðfesta þetta vegna þess að ég ætlaði bara að vitna í þessi gögn til stuðnings mínum málflutn- ingi.“ Meginforsendur dómsins snerta ekki umrædd gögn Jón Steinar sagði einnig að í um- fjöllun um þetta mál og umrædd gögn virtust margir vera þeirrar skoðunar að þessi nýju skjöl sem komu fram í Hæstarétti hafi ráðið úrslitum um dómsniðurstöðuna. „Það er alger misskilningur. Dóms- formaðurinn í héraði hafði sýknað manninn en hann hafði ekki þessi gögn. I öðra lagi er það að mínum dómi ljóst af forsendum dómsins að meginforsendurnar sem þar era til- teknar snerta ekki þessi gögn að neinu leyti,“ sagði Jón Steinar að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.