Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Winnie sögð hafa fyrirskipað morð Jöhannesarborg. AFP, AP. MAÐUR sem tilheyrði hópi stuðn- ingsmanna Winnie Madikizela- Mandela, fyrrverandi eiginkonu for- seta Suður-Afríku, segir að hún hafi skipað sér að myrða stúlku árið 1988 sem hún hafi grunað um að ganga er- inda lögreglunnar. Winnie Mandela hefur lengi verið grunuð um aðild að ódæðisverkum stuðningsmanna hennar á tímabili aðskilnaðarstefn- unnar í Suður-Afríku en hún hefur ávallt neitað ásökunum þess efnis. Maðurinn, Jen'y Richardsson, hefur þegar verið sakfelldur fyrir morð sem hann framdi þegar hann var yfirmaður illræmds hóps stuðn- ingsmanna Winnie Mandela á m'unda áratugnum. Fjölmörg meint ódæði hópsins hafa verið til rann- sóknar undanfarið af sannleik- snefndinni svokölluðu sem hefur það verkefni að upplýsa ódæðisverk framin á tímabili aðskilnaðarstefn- unnar í Suður-Afríku. Nefndin hefur vald til að veita einstaklingum upp- gjöf saka og hefur Richardson leitað eftir því að fá sakaruppgjöf í skiptum fyrir upplýsingar. Hann verður þó að geta sýnt fram á að glæpirnir hafi verið framdir í pólitískum tilgangi til að sleppa við refsingu. Samkvæmt frásögn mannsins skipaði Winnie Mandela honum og öðrum félaga hans að fara að kær- ustu eins meðlima stuðningsmanna- hópsins og drepa hana þar sem hún væri njósnari á vegum lögreglunnar. Hann hefur einnig sagt að Winnie Mandela hafi fyrirskipað fleiri morð á meintum njósnurum lögreglunnar. Nakinn maður vopnaður sverði réðst á kirkjugesti á Suður-Englandi „Eins og atriði í hryllingsmynd“ London. The Daily Telegraph. Reuters Prestur huggar sóknarbarn í Surrey-héraði eftir árás manns í kirkju þeirra á sunnudag. „Þetta var eins og atriði í hryll- ingsmynd," er haft eftir konu sem varð vitni að því er nakinn maður ruddist inn í kirkju í Surrey-hér- aði í Englandi á sunnudag og hjó að því er virtist tilviljanakennt til kirkjugesta með japönsku samúr- aí-sverði. Arásin var gerð í kaþ- ólskri kirkju, kenndri við heilagan Andrés, í Thornton Heath skammt sunnan við Lundúnir. Alls slösuðust 11 manns í árásinni og þar af hlutu 6 sár af völdum mannsins en aðrir hlutu beinbrot þegar um 400 kirkjugest- ir reyndu allt hvað þeir gátu til að forða sér. Sjónarvottar segja að maðurinn hafi hrópað á meðan á árásinni stóð en gátu að eigin sögn ekki greint orðaskil fyrir neyðarópum fólksins. Arásarmað- urinn er sagður 26 ára Surrey-búi og mun hafa þjáðst af þunglyndi. Margir kirkjugesta þustu inn í aðra álmu kirkjunnar þar sem barnaguðsþjónusta stóð yfir og hrifsuðu börn sín með sér á flótt- anum. Kona sem stýrði guðsþjón- ustunni segir að dyrunum hafi skyndilega verið hrundið upp og skelfingu lostnir foreldrar hafi ruðst inn með ópum og köllum. „Ég greip þrjú barnanna, mitt eigið og tvö önnur, og hljóp út. Á leiðinni sá ég eldri konu með blóð- uga skurði í andlitinu,“ segir kon- an. Aldrei séð jafn hryllileg sár Kona á sjötugsaldri ségist hafa staðið við hlið manns síns aftar- lega í kirkjunni þegar árásarmað- urinn kom æðandi inn. Hún segir að skyndilega hafi hún séð hvar maðurinn hennar var höggvinn með sverði í andlitið og segist hafa þurft að toga hann niður á gólfið til að koma í veg fyrir að árásarmaðurinn hyggi af honum höfuðið. Fimmtíu og fimm ára gamall maður var meðal þeirra sem hlutu alvarlegasta áverka í árásinni. Sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn eftir árásina gátu rakið blóðuga slóð hans út úr kirkjunni og fundu hann liggjandi á gang- stétt í nokkurra metra fjarlægð. Maðurinn var með djúpa skurði í andliti og á hálsi og hafði misst tvo fingur þegar hann reyndi að bera hendurnar fyrir sig til að verjast höggunum. Læknir á sjúkrahúsi þangað sem komið var með manninn segist aldrei á 15 ára starfsferli sínum hafá séð jafn hryllileg sár. „Þetta hefur verið mjög beitt og öflugt samúraí- sverð og skilið eftir sig mjög djúpa skurði. Það er kraftaverk að hálsslagæðin skyldi sleppa." Var algerlega trylltur Lögreglumaður, sem var við messu ásamt þrettán ára dóttur sinni, reif lausa tæplega tveggja metra langa pípu úr pípuorgeli kirkjunnar og tókst ásamt ásamt öðrum safnaðarmeðlimi, sem not- aði stóran kross, að króa árás- armanninn af og afvopna hann. Hann sagði að maðurinn hefði verið algerlega trylltur. „Fimm mínútum áður hafði maður staðið og sungið sálm og svo er maður skyndilega lentur í bardaga við óðan vígamann,“ er haft eftir lög- reglumanninum. I gær komu sóknarbörn saman í kirjkunni í Thornton Heath og báðu fyrir fórnarlömbum árásar- innar. —T OROBLU Master 20den „skrefi framar” Stuðningur yfir magasvœði. Þunnar á tám. Sokkabuxur Jyrir opna skó. Unnið að stjórnarmyndun á Nýja-Sjálandi Reuters Jim Anderton, leiðtogi Bandalags vinstrimanna á Nýja-Sjálandi, og Hel- en Clark, leiðtogi og forsætisráðherraefni Verkamannaflokksins, mæta til fundar um hugsanlega stjórnarmyndun flokkanna í gær. Stefnt að stj’órnar- sáttmála fyrir helffi Wellington. AFP. •' ^ VERKAMANNAFLOKKURINN á aratkvæði hafa ekki verið talin. Talið Nýja-Sjálandi, sigurvegari þingkosn- inganna á laugardag, hyggst hefja stjómarmyndunarviðræður við Bandalag vinstrimanna í dag og flokkamir stefna að því að ná sam- komulagi um stjórnarsáttmála fyiir næstu helgi. Verkamannaflokkurinn, undh1 stjórn Helen Clai-k, jók fylgi sitt úr 28% í 38,9% í kosningunum og fær 52 þingsæti af 120, samkvæmt síðustu tölum. Bandalagið fékk ellefu þing- sæti en skipting þingsætanna gæti breyst þar sem 200.000 utankjörstað- BURNHAM INTERNATIONAL VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI SÍMI 510 1600 er þó nánast öraggt að Verkamanna- flokkurinn og Bandalagið fái meiri- hluta á þinginu. Jim Anderton, leiðtogi Bandalags- ins, sagði að stefnt væri að því að samkomulag næðist um stjómarsátt- mála ekki síðar en á fostudag og að flokkamir myndu samþykkja hann um helgina. Gert er ráð fyrir því að Bandalagið fái fjóra ráðherra af tutt- ugu. Hátekjuskattar hækkaðir Búist er við að nýja stjórnin verði mynduð í lok næstu viku og for- gangsverkefni hennar verði að end- urskoða lágmarkslaunin í landinu og afnema vexti á námslán. Gert er ráð fyrir því að þingið komi saman síð- ustu vikuna fyrir jól til að nýja stjóm- in geti lagt fram frumvarp til laga um hækkun hátekjuskatta. Með sigrinum batt Verkamanna- flokkurinn enda á níu ára valdatíma Þjóðarflokksins, sem er íhaldsflokk- ur. Búist er við að Jenny Shipley, frá- farandi forsætisráðherra, verði áfram leiðtogi flokksins þrátt fyrir ósigur- inn. Fylgi flokksins minnkaði úr 33% í 30% og hann fékk 41 þingmann, sam- kvæmt bráðabirgðatölunum. Gert er ráð fyrir því að lokatölum- ar liggi fyrir eftir tíu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.