Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 42

Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Lestu, dreng- ur, lestu s „Ertu búinn að lesa Olaf?“spyr einkver í röðinni á verkstæðinu og lesandinn s s s svitnar:„Olafhvaða? Olafjóhann? 01- s aflandlækni? OlafGunnarsson... Kapphlaupið hefur verið undirbúið al- veg frá síðasta hlaupi og um helgi- na hófst það fyrir alvöru. Ekki var hleypt af skammbyssu, heldur var lítil eldspýta tendruð og kveikt á kerti. Reglan er nefnilega sú að um leið og lifnar á fyrsta að- ventukertinu hefst fonnlega hið árlega spretthlaup bóksala og út- gefenda; jólabókaflóðið. í fjölmiðlum er spáð í hugsan- lega frammistöðu ákveðinna keppenda út frá formi, úthaldi og reynslu, auk þess sem leikfléttur eru krufnar til mergjar af gagn- rýnendum og höfundunum sjálf- um. Inn í þetta flóð allt saman sogast svo grandalausir borgar- ar, því forsenda þess að bækur seljist er jú sú aðlesendur fyrirfinnist. Og þar sem málsvæðið er lítið er nauð- VIÐHORF Eftir Sigur- björgu Þrastardóttur ~'s synlegt að telja hvem einasta íbúa með þegar talað er um les- endur - það verður að gera ráð fyrir því að allir Islendingar lesi til þess að hægt sé að réttlæta út- gáfu 455 titla á ári. Hinn almenni borgari heitir þannig „hinn almenni lesandi", rétt á meðan hlaupið gengur hjá, og þeim nafnskiptum fylgir ekki lítill þrýstingur. Lesandinn verð- ur að fylgjast með. Hann verður að vera viðræðuhæfur um allt frá litríkum bamabókum til lærðra fræðirita, hann verður að þekkja alla heimsins höfunda með nafni og geta borið ný verk þeirra sam- an við fyrri verk. Hann verður að mynda sér skoðanir í ljósi nýj- ustu gagnrýni og geta með rök- um hrakið eða samþykkt tvær stjömur, fjórar stjörnur, tilnefn- ingar til verðlauna eða efasemdir um snilligáfu. Lesandinn verður að fylgjast með. En kannski er umræddur borgari, sem nú heitir lesandi, alls ekkert bókhneigður í raun og veru. Hann er sennilega læs, en samt er ekki þar með sagt að hann nenni, geti eða vilji lesa all- ar bækumar í flóðinu. Það er líka nógu tímafrekt að fylgjast með skáldaviðtölum, dómum, upp- lestrarkvöldum, útvarpspistlum og sjónvarpsþáttum um bækur, svo ekki bætist við að þurfa að lesa sjálfar bækumar líka. Þetta má lesandinn hins vegai- hvergi segja upphátt, sér í lagi ekki í desember þegar hann á möglun- arlaust að vera að lesa bækur. Hann á líka að vei-a að baka, skreyta, vinna, versla, pakka inn, þrífa og drekka glögg - en fyrst og síðast að lesa bækur. Þær bera nefnilega uppi allar samræður út mánuðinn á vinnustöðum, í sam- kvæmum og í biðröðum. „Ertu búinn að lesa 01af?“ spyr einhver í röðinni á dekkjaverk- stæðinu og hinn almenni lesandi svitnar og byijar að hugsa: „Ólaf hvaða? Ólaf Jóhann? Ólaf land- lækni? Ólaf Gunnarsson ... já, hvað heitir hún aftur Vetrarkirkj- an, nei, Fjallaferðin ... nei, Fjall- kirkjan, já, auðvitað eða bíddu var það ekki einhver annar...?“ Vaxandi sviti. Svona lendir hinn meinti les- andi endurtekið í klemmu á al- mannafæri þar sem hann reynir að hylma yfir fákunnáttu sína í flóðinu. Til þess að halda and- litinu bregður hann á það ráð að læra bestu frasana úr Bóka- tíðindum utan að, slípaðar auglýsingalínur eða kynningar- orð af bókarkápum: „Magnaður söguþráður, meitlaður stíll.“ Með þessari lýsingu getur hann slegið um sig margsinnis því hún á áreiðanlega við um fjölda bóka. Sumar sögur em um „mikinn metnað, miklar fómir og mikinn harm“ og aðrar „halda lesanda í heljargreipum frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu". Hið eina sem okkar ágæti les- andi þarf að passa er að rugla ekki saman bókum og umsögnum og halda því þá kannski fram um frumlega skáldsögu að hún „sé byggð á Disney-teiknimynd" eða segja um ættfræðirit að þar ríki „dulúð og spenna á hverri síðu“. Hann má heldur ekki fullyrða að Gísla saga Súrssonar sé „einnig til sem hljóðbók í lestri höfundar“ og ef hann segir um mynd- skreytta matreiðslubók að „hún hlífi engum með óvægnum lýs- ingum“ þá kemst endanlega upp um hann. Það besta sem lesandinn getur gert í stöðunni er að leggja leið sína í bókabúð og kaupa eins og eina bók. Um hana getur hann þá alla vega rætt með góðri sam- visku og hver veit nema fleiri fylgi í kjölfarið. En um leið og gengið er inn í bókabúðina tekur vanmáttarkenndin völdin á nýjan leik, því bókaverslanir eru fleyti- fullar af bókum sem lesandinn hefur ekki lesið. Þessu er vel lýst í bókinni Se una notte d’invemo (Ef ferðalangur á vetramóttu) eftir ítalska höfundinni Italo Calvino og er stuttur kafli hér til- færður í lauslegri snömn: „Þegar í útstillingai-glugga bókabúðarinnar komstu auga á kápuna með titlinum sem þú leit- aðir að. Þú eltir þessa sjáanlegu slóð með því að olnboga þig í versluninni í gegnum hina þungu stíflu Bókanna-sem-þú-hefur- ekki-lesið þar sem þær horfðu grettnar á þig af borðunum og úr hillunum í von um að fá þig til að fara hjá þér. En þú veist að þú átt ekki að þurfa að skammast þín, þú veist að á meðal þeirra em hektarar á hektara ofan af Bók- um-sem-þú-kemst-af-með-að- lesa-ekki, Bókum-sem-gerðar- era-til-annarra-nota-en-lesturs og Bókum-sem-þegar-era- lesnar-án-þess-að-þær-þurfí- einu-sinni-að-opna-þar-sem-þær -tilheyra-flokknum „þegar- lesnar-áður-en-þær-vora- skrifaðar". Þannig kemstu gegnum fyrstu vamarmúrana og fyrir framan þig sprettur upp fótgöngulið Bókanna-sem-þú-myndir-að- sjálfsögðu-lesa-með-ánægju-ef- þú-hefðir-níu-líf-en-því-miður- era-dagar-þínir-jafnfáir-og -raun-ber-vitni. Með snöggii bol- vindu kemstu hjá þeim og lendir í miðri breiðfylkingu Bókanna- sem-þú-hefur-í-hyggju-að-lesa -en-þarft-fyrst-að-lesa-nokkrar- aðrar, Bókanna-sem-era-of- dýrar-þannig-að-þú-hyggst-bíða -þar-til -þær-verða-seldar-á- hálfvirði, Bókanna-(sama og að ofan)...þar-til-þær-koma-út-í- kilju, Bókanna-sem-þú-gætir -beðið-einhvern-að-lána-þér og Bókanna-sem-allir-hafa-lesið -þannig-að-það-er-eiginlega- -eins-og-þú-hafír-lesið-þær- -sjálfur." HJÖRTUR MAGNÚS SVAVARSSON + Hjörtur Magnús Svavarsson fæddist 5. desember 1961. Hann lést 22. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Svavar Sveins- son, f. 6.2. 1936, d. 5.2. 1966, og Elsa Valdís Engilberts- dóttir, f. 24.8. 1940, d. 7.4. 1989. Systkini Hjartar eru: 1) Kristín Friðr- ika Svavarsdóttir, f. 2.6. 1959. Hennar maður er Stefán Magnússon og eiga þau fimm börn. 2) Sveinn Ingi Svavarsson, f. 4.11. 1960. 3) Árni Garðar Svavarsson, f. 14.4. 1964. Hans kona er Inga Hrefna Jónsdóttir og eiga þau eitt barn. 4) Hulda J. Jónsdóttir, f. 22.3. 1969. Hennar mað- ur er Gísli Gunn- steinsson og eiga þau þrjú börn. Eftirlifandi eigin- kona Hjartar er Sól- rún Sigurðardóttir, f. 7.6. 1951. Þeirra sonur er Davíð Orn. Börn Sólrúnar er ól- ust upp hjá þeim eru Gísli Guðmunds- son og Ingvi Arnar Halldórsson. títför Hjartar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kæri bróðir. Þegar ég sit hér og rifja upp ævi þína sem lauk svo skyndilega vona ég og trúi að þér líði betur og sért kominn í faðm mömmu og pabba. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt en þú áttir vissulega þínar góðu stundh-. Eg man þegar við vorum börn hvað þú og Sveinn bróðir áttuð stórt og fallegt bú og gátuð leikið ykkur þar þó ég skildi ekki hvernig væri hægt að „hanga“ í svona búi í lengri tíma. Ungur fórst þú að heiman og fórst að vinna fyrir þér. Fyrst í Björk hjá Maríu og Reyni, sem reyndust þér mjög vel á unglingsáranum og síðar og eiga þau þakkir skildar fyrir það. Eftir að þú laukst gagnfræðaprófi fórst þú í Vélskólann og bjóst hjá ömmu og afa á Grensásveginum og fór vel um þig þar og reyndust þau þér alltaf vel. Þú laukst Vélskólanum með sóma og sama vor kynntist þú Sólrúnu, sem síðar varð kona þín og áttuð þið saman Davíð Örn. Einnig ólust synir Sólrúnar, þeir Gísli og Ingvi, upp hjá ykkur. Ekki var sam- búðin ykkur auðveld síðari árin og höfðuð þið slitið sambúð sem þú varst ekki sáttur við, en Sólrún reyndist þér alltaf vel en það gat oft verið erfitt. Eftir margra ára störf á skipum hjá Eimskip söðlaðir þú um vegna vinnuslyss og fórst í Iðnskólann að læra rafeindavirkjun. Þú laukst því námi með glæsibrag eins og þín var von og vísa. Þú fórst að vinna hjá Al- tec, fyrst upp á Grundartanga og síð- an í Reykjavík. Starf sem þér líkaði vel. Þú vildir helst gera allt fullkom- ið. Þú teiknaðir og hannaðir sög tengda vinnu þinni og þegar vélin var smíðuð og sett saman var allt eins og það átti að vera. Vinnan var þér mikils virði, þú varst nýkominn frá Suður-Afríku og þú virtist vera ánægður og að sættast við tilveruna eins og hún var. En eitthvað varð til þess að þú gafst upp og sást ekki Íjósið í myrkrinu. Elsku Hjörtur, það er ekki okkar að dæma en við reynum að skilja og fyrirgefa. Guð blessi þig og varðveiti og Guð gefi okkur styrk og kærleik til að standa saman sem fjölskylda og styðja hvert annað. Farðu í friði, kæri bróðir. Þín systir, Kristín. Elsku mágur og frændi. Margserað minnast, margter héraðþakka. Guði sé lof fyrir Íiðna tíð. Margserað minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hjörtur mágur minn er látinn langt fyrir aldur fram. Fyrstu kynni okkar Hjartar vora þegar hann kom vestur í heimsókn til móður sinnar og systur. Voru kynni okkar ágæt og reyndist hann mér mjög vel alla tíð síðan. Ég man eftir því þegar þú, Sólrún og Davíð komuð í heimsókn til okkar systur þinnar Kristínar. Þá vorum við að byggja bílskúr, ekki lást þú á liði þínu við að aðstoða mig við undir- búninginn. Við ætluðum að steypa eftir hádegi daginn eftir. Þegar smiðurinn kom vorum við systir þín ekki heima og þú sagðir við smiðinn: „Ætli þau séu ekki farin í berjamó." Hefði þetta aldrei gengið nema með þinni hjálp og frænda þinna, sem sakna þín sárt, þar sem þú reyndist þeim vel. Síðastliðinn vetur áttum við fjöl- skyldur okkar og systkini þín ánægjulega helgi á vélsleðum og ánægjulegar kvöldstundir sem hefði verið gaman að endurtaka í vetur. Síðast þegar ég hitti þig varstu að undirbúa sendingu á tækjum til út- landa. Spennan og áhuginn við að fara að setja tækin upp voru mikil og fórstu stuttu seinna. Gekk ferðin vel hjá ykkur vinnufélögunum. En það er erfítt að takast á við það að standa í þeim erfíðleikum sem þú varst búinn að lifa við, missa foður þinn mjög ungur, móður og móðurömmu fyrir nokkram áram, sem reyndu að reynast þér vel, og standa í skilnaði sem þú sættir þig ekki við, en fannst eins og þú stæðir einn og varst hræddur. En, Hjörtur minn, það var ekki rétt, systkini þín og fjölskyldur þeirra voru tilbúin að hjálpa þér og fleiri. Kristín systir þín var nýbúin að hitta þig. Þá varstu svo jákvæður. Þetta er mikill söknuður fyrir hana sem tók við móðurhlutverkinu þegar mamma ykkar systkina dó. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Innilega samúð vottum við fjöl- skyldu þinni, Sólrúnu og sonum, systkinum og öðrum aðstandendum. Meðal okkar lifir minning um góðan dreng. Stefán Magnússon, Engilbert, Svavar, Pétur, Sveinn og Magnús. Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, Hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti Hann. „Mitt barn,“ Hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var.“ Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð, hvað var mín vörn í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við, að sporin voru aðeins ein. - Gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „Þá varstu sjúkur, blessað bam, þá bar ég þig á herðum mér.“ (Sigurbj. Ein.) Far í friði, bróðir. Hulda. Elsku Hjörtur. Ekki hefðum við trúað því á föstu- dagskvöldið þegar þú kvaddir okkur að það yrðu okkar síðustu samvera- stundir. Þú komst til okkar í heimsókn, eins og þú gerðir oft, borðaðir með okkur kvöldmat og við áttum nota- lega kvöldstund. Þín síðustu orð vora: „Ég er oft heima á kvöldin." Við ætluðum að kíkja til þín fljótlega, en það verður víst ekki af því. Þú varst hjartahlýr og góður drengur. Okkur leið vel nálægt þér. Hjörtur minn, þú varst greiðvikinn mjög og hjálpaðir okkur oft, þegar við vorum að byggja, bæði hús og sumarbústað. Þú varst búinn að vera veikur lengi og líða illa. Þjáningum þínum er lokið, og við trúum því að þér líði vel núna. Hjörtur minn, minningin um þig lifír. Við biðjum góðan Guð að geyma þig. Elsku Sólrún, Davíð, Gísli, Ingvi, systkini og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón (Donni) og Guðbjörg. Nú þegar líður að hátíð ljóss og friðar hefur Hjörtm- frændi barn- anna minna kvatt sitt jarðneska líf. Aldrei grunaði mig að ég ætti eftir að rita minningarorð um þennan unga mann en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ekki er það ætlun mín að rekja ættir hans eða lífsferil heldur þakka honum það sem hann var mér og hugleiða örlítið. Einn af örfáum frá mínu „fyrra“ lífi sýndi hann mér tryggð og vináttu sem ég mat mikils. Hann virtist skynja hversu erfitt það væri að kveðja nánast heila fjölskyldu eftir langa samvera. A mitt heimili gat hann komið óboðinn og sl. fjögur ár hefur hann gefið sér tíma frá dagsins önn og litið inn kringum jólin eða haft samband og mun ég af einlægni sakna þess. Hjörtur minn, hafðu þökk fyrir það. Ég minnist síðustu samræðna okkar og eftir situr sektarkennd. Hefði ég getað gert betur? Ef til vill. En þú varst miklu veikari en ég gerði mér grein fyrir og mér til huggunar verð ég að hugsa að allt hefur sinn tíma. Frá hverju ertu á flótta? Finnurðu hjá þér ótta - við eitthvað - sem enginn sér? Finnurðu um þína fætur - fjötra-svoþúgrætur tárum-semtilheyraþér. (G.V.G.) - Nú er þjáningum þínum lokið og þú ert kominn heim. Þar veit ég að þú hefur mætt foreldram þínum og öðram sem á undan eru gengnir og öðlast frið í faðmi þeirra. Systkinum, ættingjum og öðrum sem eiga um sárt að binda sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Sólrún mín og börn. Mínar innilegustu samúðarkveðjur. Orð eru lítils megnug þegar sorgin ber að dyi'um. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ognæturyfirþér. Blíðlynd eins og besta móðir berhannþigífaðmisér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ognæturyfirþér. (Sig.Kr.Pét) Blessuð sé minning Hjartar. Hann hvíli í friði. Drottinn vemdi hann og blessi. Sóley Benna Guðmundsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.