Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 M0RGUN3LAÐIÐ FRÉTTIR Breska forsætisráðherrafrúin með bam undir belti: How did you do it, my love? Frummatsskýrsla um álver í Reyðarfirði Athugasemdir almenn- ings aldrei verið fleiri TÆPLEGA 80 athugasemdir frá al- menningi og félagasamtökum við frummatsskýrslu skipulagsstjói-a um 480 þúsund tonna álver á Reyð- arfirði bárust skipulagsstjóra, en frestur rann út hinn 19. nóvember. Aldrei munu hafa borist jafn- margar athugasemdir frá almenn- ingi við frummatsskýrslu skipulag- sstjóra og má til samanburðar nefna að sex athugasemdir við skýrslu um álver á Grundartanga bárust frá al- menningi áður en úrskurður var kveðinn upp 19. febrúar árið 1996. Úrskurður skipulagsstjóra verð- ur kveðinn upp eigi síðar en 10. des- ember, en samkvæmt upplýsingum frá skipulagsstofnun verður allur tíminn nýttur vegna umfangs þeirra mörgu athugasemda sem bárust embættinu. Því má bæta við að skipulag- sstjóri hefur kveðið upp nákvæm- lega 100 úrskurði og verður því úrskurðurinn hinn 10. desember sá 101. Eftir frummat getur úrskurður skipulagsstjóra orðið á þann veg að annaðhvort verði fallist á fram- kvæmd með eða án skilyrða, eða þá að ráðist verði í frekara mat, en ekki er unnt að hafna framkvæmd fyrr en eftir frekara mat. Þangað til úrskurður skipulag- sstjóra verður kveðinn upp mun hann skoða þær athugasemdir sem borist hafa auk þeirra umsagna sem hann hefur fengið. Mun fram- kvæmdaraðili gefa svör við athuga- semdum og umsögnum og verður tekið tillit til þeirra svara ásamt frummatsskýi’slunni en ennfremur getur skipulagsstjóri leitað sérf- ræðiálits vegna málsins. Vél frá British Airways lenti í Keflavík með veikan farþega VÉL frá flugfélaginu British Airways á leið frá London til Los Angeles sneri við þegar hún var rétt komin yfir Vestfirði og lenti með veikan farþega á Keflavíkur- flugvelli klukkan fjögur síðdegis í gær. Sjúkrabfll beið farþegans sem var alvarlega veikur. Vélin er af gerðinni Boeing 747 og voru um 360 farþegar um borð. Að sögn Hauks Einarssonar, stöðvarstjóra hjá Flugleiðum, er nokkuð um að flug- vélar erlendra flugfélaga lendi hér með veika farþega en þó sé það al- gengara á sumrin. cm 1.090 kr. 60 cm 1.290 kr. 50 cm 880 kr. Z-brautir & iuggatjöld Faxafeni 14 simi 533 5333 Ráðstefna um forvarnir og vímuefni Frá foreldrum til foreldra Þórólfur Þórlindsson A IDAG, þriðjudag, verður í Salnum í Kópavogi ráðstefna um forvarnir og vímu- efnavanda undir yfir- skriftinni: Frá foreldrum til foreldra. Er þetta í annað sinn sem slík ráð- stefna er haldin undir þessari yfirskrift. Ráð- stefnan erá vegum áætl- unarinnar Island án eitur- lyfja, í samstarfi við Kópavogsbæ, landssam- tökin Heimili og skóla, Samstarfsnefnd Reykja- víkurborgar um afbrota- og fíkniefnavarnir, for- eldrasamtökin Vímulausa æsku, SAMKÓP - for- eldrasamtök Kópavogs, LFL - landssamtök for- eldrafélags - leikskóla, SAMFOK - foreldrafélag Reykjavíkur, forvamanefnd Kópavogs og fleiri, með sérstök- um stuðningi Eimskips. Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Sólveig Pét- ursdóttir, dóms- og kirkjumála- ráðherra, og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, flytja ávörp. Biskup Islands, Karl Sig- urbjörnsson, flytur hugleiðingu. A dagskránni eru ávörp foreldra, unglinga, svo og nokkrir íýfir- lestrar. Einn þeirra flytur dr. Þórólfur Þórlindsson, um hvað skyldi hann fjalla í sínum fyiár- lestri? „Ég fjalla fyrst og fremst um vimuefnaneyslu ungs fólks, fyrst þróunina á undanförum árum og til dagsins í dag, síðan um helstu áhættuþætti sem komið hafa fram í íslenskum og erlendum rannsóknum. Þá reyni ég að end- urmeta þær upplýsingar sem fyrir liggja og skoða bæði þróun- ina og áhættuþættina í nýju ljósi og að lokum að draga ályktanir um forvamarstarf á Islandi.“ - Hvemig virðist þér þróunin í þessum efnum hafa orðið á Is- landi miðið við nágrannaríki? „Þróunin hér hefur verið mjög lík því sem gerst hefur í ná- grannalöndunum, raunar má segja að það sé athyglisvert hve lík þróunin hefur verið í Evrópu og Bandaríkjunum á undanförn- um árum. I öllum þessum lönd- um höfum við séð meira og minna aukna neyslu ungs fólks á ólöglegum vímuefnum frá um 1990 fram til 1998. Þarna hefur farið saman aukning á neyslu nánast allra vímuefna. Það verð- \ir örlítil breyting á þessu árið 1999, þá sjáum við í fyrsta skipti í tæp tíu ár að aðeins hefur dregið úr neyslunni." - Hvers vegna telur þú að það sé?, „I þessu sambandi er rétt að hafa í huga að það er of fljótt að draga þær ályktanir af þessum niðurstöðum að nú sé að verða mikil breyting á neyslunni. Við verðum að sjá hvað gerist á næstu tveimur til þremur árum til þess að geta dregið skýrar ályktanir. Sannleikurinn er sá að vandinn hefur aldrei verið meiri. Við verð- um að hafa í huga að vegna þess hve neysla ólöglegra vímuefna hefur verið mikii meðal unglinga á undan- förnum árum þá mun vandinn t.d. hvað meðferð snertir verða mikill á næstu árum.“ -Hvers vegna hefur neyslan vaxið frá 1990 og svo allt í einu fer að draga úr henni á þessu ári? „Við vitum það úr rannsóknum okkar bæði hér heima og í er- ► Þórólfur Þórlindsson fæddist á Eskifirði 27.12.1944. Hann lauk stúdentsprófí frá Kennara- háskóla fslands, BA-prófi frá Háskóla íslands í félagsfræði og doktorsprófí í félagsfræði sem aðalgrein og tölfræði og að- ferðafræði sem aukagrein frá háskólanum í Iowa í Banda- ríkjunum 1977. Hann var lektor við Háskóla ísiands frá 1976 til 1980 og prófessor frá þeim tíma. Þórólfur er kvæntur Jónu Siggeirsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau tvö böm. lendum rannsóknum að það eru margir þættir sem hafa áhrif á vímuefnaneyslu ungs fólks. Það skiptir hins vegar miklu máli að átta sig á því að það er ófullnægj- andi að skoða einstaka áhættu- þætti hvem fyrir sig, það skiptir mjög miklu máli hvernig samspil þessara þátta er. Eitt af því sem ég reyni að gera í þessu erindi mínu er að draga upp skýrari mynd af því hvernig þessir ólíku áhættuþættir vinna saman. Ann- að atriði sem ég held að skipti miklu máli í þessu sambandi er að átta sig á því að neysla ólög- legra vímuefna á sér mjög sterk- ar þjóðfélagslegar rætur. Þegar sveiflur verða á neyslunni eins og við höfum séð hér á íslandi þá verðum við að draga þær álykt- anir að hér sé um að ræða þjóðfé- lagslegar ástæður. Til dæmis hefur verið bent á það í rann- sóknum að jákvætt sjálfsmat unglinga skipti máli. Unglingar sem hafi jákvæða sjálfsmynd segi frekar nei við tilboðum um vímuefni. Það er nokkuð til í þessu, hins vegar skýrir þetta ekki hvers vegna sveiflurnar á neyslunni verða svona miklar. Það er ekkert sem bendir til þess að sjálfsmat íslenskra unglinga hafi frá 1990 til 1998 farið niður úr öllu valdi. Það er heldur ekk- ert sem bendir til að sjálfsmat ís- lenskra unglinga hafi skyndilega vaxið milli áranna 1998 og 1999. Það er meginskylda okkar í dag að reyna að glöggva okkur betur á þessum þjóðfélags- legu aðstæðum því þar liggur kannski vand- inn. Það er því megin viðfangsefni mitt að reyna að varpa svolitlu nýju ljósi á áhættu- þætti í vímuefnaneyslu unga fólksins með því að reyna að sjá hvernig þeir spila saman og reyna síðan að setja þá í víðara samhengi en gert hefur verið hingað til. Þannig virðist mér að við fáum miklu skýrari mynd af þessum vanda en ef hver þáttur er skoðaður sem einangrað fyrir- bæri.“ Samspil áhættuþátta skiptir miklu máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.