Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 14

Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Neytendasamtökin á Akureyri Um 27% verðmun- ur á laufabrauði TÆPLEGA 27% verðmunur er á ósteiktum laufabrauðskökum að því er fram kemur í verðkönnun sem Neytendasamtökin á Akureyri gerðu fyrr í nóvember. Verð var kannað hjá fjórum brauðgerðum á Akureyri, Bakaríinu við brúna, Brauðgerð Axels, Brauðgerð Kr. Jónssonar og Veislubakstri, einnig hjá Axinu á Dalvík og Heimabakaríi á Húsavík og þá var verð kannað hjá tveimur verslunum, KEA-Nettó og Hagkaupi á Akureyri. I öllum tilfellum var tekið lægsta verð miðað við eina köku, stærsta pakkningin var 22 kökur. Víða er veittur magnafsláttur ef fjöldinn fer að skipta hundruðum. Lægsta verð fyrir ósteikt laufa- brauð var 30 krónur stykkið hjá Veislubakstri og KEA-Nettó, en hæsta verðið var 38 krónur stykkið hjá Heimabakaríi á Húsavík, þannig að verðmunurinn er 26,7%. Hag- kaup og Brauðgerð Axels selja kök- una á 33 krónur, Axið á Dalvík á 34 krónur og í Bakaríinu við brúna og Brauðgerð Kr. Jónssonar kostar kakan 36 krónur. 20% munur á steiktu laufabrauði Steikt laufabrauð er ódýrast hjá KEA-Nettó, 65 krónur hver kaka, en hæsta verðið er hjá Brauðgerð Axels, 78 krónur stykkið þannig að verðmunur er 20%. Axið selur steikta laufabrauðsköku á 75 krón- ur og Brauðgerð Kr. Jónssonar og Hagkaup á 76 krónur, en aðrir sem kannað var verð hjá selja ekki steiktar kökur. Aðeins var um beinan verðsam- anburð að ræða í könnuninni, ekki var lagt mat á gæði laufabrauðsins. --------------- Hitnaði í hamsi í fótbolta SNJÓ hefur kyngt niður norð- anlands síðustu daga og er þeg- ar kominn allmikill snjór víðast hvar. Þá hefur verið nokkuð kalt, svo segja má að veturinn hafi tekið öll völd norðan heiða. Þessir ungu drengir létu snjó og kulda ekki á sig fá, en þeim hefur eflaust hitnað í hamsi þegar þeir reyndu með sér í knattspyrnu á skólalóðinni við Síðuskóla í gærdag. Morgunblaðið/Kristján Jólahrein- gerning aldarinnar ANNA Richards, dansari á Akureyri, lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, en hún sýndi gestum í miðbæ Akureyrar hvernig á að bera sig að við jólahreingerninguna. Hrollur fór um úlpuklædda áhorfendur sem fylgdust með en frostið virtist ekki bíta svo mjög á dansarann, sem fór fáklædd um með fötu og skrúbb. Ekki ér víst að allar húsmæður landsins leiki kúnstir Önnu eft- ir við jólahreingerninguna, en nokkra fimi og hugmyndaflug þarf til. Morgunblaðið/Kristján Skilorð fyrir líkamsárás Létu höggin dynja TVEIR sautján ára piltar hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norður- lands eystra íyrir líkamsárás. Annar var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára en hinn í eins mánaðar fangelsi, einnig skil- orðsbundið í tvö ár. Þá voru piltarnir dæmdir til að greiða tvítugum manni skaðabætur vegna árásarinnar. Piltarnir voru kærðir fyrir líkamsárás með því að hafa veist að ökumanni bifreiðar sem þá var staðsett í miðbæ Akureyrar, slegið hann í höfuðið og víðar í líkamann með þeim afieiðingum að hann hlaut nokkur meiðsl, aðallega maráverka undan höggum. Piltamir játuðu brot sitt íyrir dómi. Þeir kváðust ekki þekkja til mannsins sem þeir réðust að, en tildrög em þau að ökumaður tók upp í bfl sinn stúlku sem hann kannaðist lítillega við og í framhaldi af því tvo kunningja hennar. Eftir að hafa ekið stúlkunni heim hugðist hann losa sig við piltana út úr bflnum. Neituðu þeir að yfirgefa bflinn þannig að maðurinn ætlaði að aka að lögreglustöðinni og fá að- stoð þar, en piltarnir bmgðust þá hinir verstu við og létu höggin dynja á andliti og höfði mannsins áður en þeir hlupust á brott. Stefnt að uppsetningu svifbrautar upp á Hlíðarfjall við Akureyri Hlutafjárútboð í byrjun næsta árs ÁHUGAMENN um uppsetningu svifbrautar upp á Hlíðarfjall við Akureyii stefna að því að hefja hlutafjárútboð í byrjun næsta árs. Stofnað hefur verið einkahlutafélagið Hlíðar- fjall ehf. og hefur félagið leitað tilboða í svif- braut frá tveimur fyrirtækjum í Evrópu. Sveinn Jónsson, framkvæmdamaður á Kálfs- skinni á Árskógsströnd, hefur verið helsti talsmaður þess að setja upp slíkt mannvirki í fjallinu en hann fór fyrst að ræða þann mögu- leika af alvöra fyrir fimm áram. Kaupþing Norðurlands vinnur að undir- búningi hlutafjárútboðsins og arðsemisút- reikningum og sagðist Sveinn sjá fyrir sér að bæði félög og einstaklingar legðu fram hluta- fé. Hafa nokkrir aðilar þegar skráð sig fyrir hlutafé. Hann sagði nauðsynlegt að vanda mjög allan undirbúning, þannig að þessi framkvæmd yrði ekki neitt vandræðabarn. „Hér er vissulega um áhættufjárfestingu að ræða en hún getur skilað sér vel með góðri markaðssetningu. Framhaldið ræðst hins vegar af viðbrögðum fjárfesta og almenn- ings.“ I síðustu viku var haldinn fjölmennur fund- ur á Akureyri vegna þessa máls og er greini- legt að bæjarbúar era farnir að sýna því tölu- verðan áhuga. Þar flutti m.a. erindi Ralph Nachbaur, verkfræðingur frá Doppelmaier í Austurríki, auk þess sem hann skoðaði að- stæður í Hlíðarfjalli. Sveinn sagði að Austur- ríkismaðurinn hafi opnað augu manna fyrir mörgum hlutum og einnig þeir Jónas Frímannsson, yfirverkfræðingur Istaks, og Jón Bjömsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, sem einnig fluttu erindi á fund- inum. Kostnaður 320-350 milljónir króna Sveinn sagði nauðsynlegt að halda áfram uppbyggingu í Hlíðarfjalli, þannig að Akur- eyri standi undir nafni sem vetraríþróttamið- stöð Islands. Jafnframt þurfi markaðssetning svifbrautarinnar að vera í tengslum við annan rekstur í fjallinu. Hann sagði að kostnaður við uppsetningu 2,3 km svifbrautar frá Skíðastöð- um í Hlíðarfjalli og upp á brún væri um 320-350 milljónir króna og þyrfti stofnhlutafé að verða að lágmarki 60% af þeim kostnaði. Hæðarmunur frá Skíðastöðum og upp á brún Hlíðarfjalls er um 700 metrar. Sveinn sagði að samkvæmt fyrstu hug- myndum væri gert ráð fyrir 20 átta manna klefum á svifbrautinni og að þannig væri hægt að flytja 500 manns á klukkustund upp á brún. Með 10 klefum til viðbótar væri hægt að flytja 300 manns til viðbótar á klukkustund. Sveinn sér fyrir sér rekstur í Hlíðarfjalli allan ársins hring og hann telur möguleikana í kringum fjallið, Vindheimajökul og Bægisár- jökul mjög mikla. Þar þurfi þó að bjóða upp á mjög fjölbreytta afþreyingu og góða veitinga- aðstöðu, þannig að fólk geti notið svæðisins jafnt sumar sem vetur og þá ekki síst á sól- skinsdögum. Erum gjaldgeng á þessum markaði Markaðssetningin er mikilvægur þáttur og sagði Sveinn að auk þess að kynna svæðið fyr- ir innlendum ferðaþjónustuaðilum, þyrfti jafnframt að matreiða þetta ofan í erlenda ferðaþjónustuaðila. Hann nefndi sem dæmi skemmtiferðaskipin sem markað sem ekkert hafi verið unnið í en árlega koma til Akureyr- ar um 30 skemmtiferðaskip með tugi þúsunda ferðamanna. „Mikið af þessu yrði hrein viðbót við ferða- mannaiðnaðinn, þannig að það myndu allir hagnast á þessu. Það styttist í að við fáum hingað norður um 150 þúsund ferðamenn á ári og ef okkur tekst að fá þennan fjölda til að staldra hér við eina nótt til viðbótar, þýðir það auknar tekjur upp á 1,5 milljarða króna. Það er því til mikils að vinna en við verðum að trúa því að við séum gjaldgeng á þessum markaði. Og það er því ekki nóg að vera með eilífar bollaleggingar, við þurfum að vinna í málunum og við vitum að það er eftir tölu- verðu að slægjast. Þetta snýst um bjartsýni, auk þess sem hér þarf að samræma vinnu- brögð ferðaþjónustuaðila og betur má ef duga skal.“ Fleiri hundruð ný störf Síðastliðið eitt og hálft ár hafa verið stund- aðar veðurathuganir á fjallsbrúninni og sagði Sveinn að þar væra vissulega misjöfn veður. „Það getur orðið mjög vont veður þama uppi á veturna en sumarið er yfirleitt gott. Okkar áætlanir gera ráð fyrir því að 50.000 manns komi í fjallið yfir sumartímann og önnur notk- un svifbrautarinnar er þá bara bónus.“ Sveinn hefur í tengslum við þetta mál rætt þá hugmynd að byggja lúxushótel á Akureyri með góðri aðstöðu til ráðstefnuhalds og horfir hann til uppfyllingarinnar austan Glerárgötu og sunnan Strandgötu. Þar hefur einnig verið rætt um að byggja menningarhús og sagðist Sveinn vel geta séð fyrir sér lúxushótel og menningarhús á sama svæðinu. Með öllum þessum framkvæmdum mætti skapa fleirí hundrað ný störf í bæjarfélaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.