Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM WARREN BEATTY EINHVERJIR hafa talað um klíku- skap og fjölskyldubönd þegar Warren Beatty, (f. 1938), skaust skyndilega upp á stjörnuhimininn, rétt liðlega tvítugur, í mynd Elia Kazans, Splendor In the Grass, (’61). Það kom hins vegar von bráð- ar í ljós að Beatty var fleira gefið en vera litli bróðir Sliirley McLaine, sem þá var ein vinsælasta stjarnan á Hollywood-hvelfingunni. Maður minnist þess að strax í upphafi tengdist nafn leikarans fögrum konum og því linnti ekki fyrr en hann gekk í hnappelduna með An- ette Bening, sem hann kynntist er þau unnu saman við gerð Bugsy, (’9I). Maðurinn gerði ekki aðeins allan kvenstjörnufansinn snældu- vitlausan og eignaðist að nánustu vinum stórkarla á borð við Jack Nicholson og Robert Evans, heldur reyndist hann snillingur í verkefna- vali og peningamálum. Þar fyrir ut- an reglusamt, samkvæmisljón sem virtist alls staðar innsti koppur í búri og hóf fljótlega afskipti af stjórnmálum í ofanálag. Varð áber- andi stuðningsmaður Demókrata- flokksins og hefur unnið mikið *starf fyrir þingmenn hans og for- setaframbjóðendur. Með miklum mun slakari árangri reyndar en f skemmtanaiðnaðinum. Beatty er fæddur í Richmond, Virginíu, þar sem móðir hans var leiklistarkennari. Þremur árum yngri en Shirley, og fylgdi henni fljótlega eftir á listabrautinni til New York. Þar vann Beatty sem byggingaverkamaður og stundaði jafnframt nám við Ieiklistarskóla hinnar goðsagnakenndu Stellu Ad- ier, sem hefur komið við sögu fjöl- ' inargra stórstjarna í kvikmyndum og leikhúsi. Pilturinn þótti einkar glæsilegur, það hjálpaði honum við að fá smáhlutverk í þáttunum um Dobie Gillis i sjónvarpi og Iiðlega tvítugur var hann kominn á fjalirn- ar á Broadway. Þar fékk hann m.a. hlutverk í nýjasta stykki WiIIiams Inge, A Loss OfRoses. Nú var Shir- ley að komast í fremstu röð ungra Ieikkvenna en Beatty þurfti ekki að nota nafn hennar til að fá sitt fyrsta hlutverk í Hollywood, í fyrr- greindri mynd Kazans. Mótleikari hans var Natalie Wood og þau hlutu góða dóma. Beatty var líkt við Brando, sem leikarinn ungi gaf ekki mikið fyrir. Þá þegar kom óvenjumikill metnaður Beattys í Ijós. Nú gat hann valið úr fjölda álitlegra hlutverka, en kaus þess í stað tvö óvenjuleg en ögrandi verk- efni, The Roman Spring ofMrs Sto- ne, (’61), á móti Vivian Leigh, og harla utangátta hlutverk í Mickey One, (’62), undarlegri mynd leik- stjórans Arthur Penn. Myndin hlaut góða dóma og talsvert umtal en vegnaði illa í miðasölunni. Hún varð hins vegar kveikjan að frek- ara samstarfi þeirra félaga. Af- raksturinn var Bonnie and Clyde, (’67), mynd sem skráð er stórum stöfum í kvikmyndasöguna. Fáar ef nokkrar hafa valdið slíkum straum- hvörfum sem þessi framúrskarandi vel gerða glæpamynd sem fléttaði saman óstjórnlegu ofbeldi, kómedíu og þjóðfélagsgagnrýni. Auk þess að fara með aðalhlutverk skálksins Clydes, framleiddi Beatty þessa vel lukkuðu aðsóknarmynd. Hún færði honum því ekki aðeins heimsfrægð heldur morð fjár upp í hendurnar. Allar götur síðan hefur Beatty ver- ið einn af eftirlætissonum Holly- wood-borgar. Myndin hlaut óvægna dóma í upphafi, en þegar ljóst var hvert stefndi, sneru fjölm- argir gagnrýnendur blaðinu við, drógu orð sín til baka, báðu-Beatty afsökunar og tóku til við að mæra myndina og aðstandendur hennar upp í hástert. Mun slíkt teljast frek- ar óalgengt. Upp frá þessu hefur Beatty verið afar vandfýsinn á öll sín verkefni og lék í aðeins tveimur myndum uns hann leikstýrði Shampoo, (’75). Þær voru ekki af verri endanum; ~McCabe and Mrs Miller, (’71), þar Ur Bulworth, (’98), nýjustu mynd leikarans og leikstjórans. Rannn- pólitisk, óvenjuleg, metnaðarfull ádeila, sem kom út á myndbandi hér- lendis í haust. Beatty hitti í mark á öllum sviðum; sem leikari, framleiðandi og meðhöf- undur Heaven Can Wait, (’ 78). sem Beatty leikur torgefinn og ást- fanginn framkvæmdamann í land- nemaþorpi í Villta vestrinu. Ljóð- ræn, með ágætu tónlistarinnleggi eftir Leonard Cohen, sjúskuð og kaldhæðnisleg, ein af bestu mynd- um Roberts Altmans. Hin er Parall- ax View, (’74), pólitískur tryllir frá Alan J. Pakula, og hlutu báðar þess- ar myndir afgerandi góða dóma. Shampoo, (’75), þjóðfélagsádeil- an sem Beatty valdi sem sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, hugnast sjálf- sagt best vinstri sinnuðum Banda- ríkjamönnum áttunda áratugarins. Þegar Nixon og repúblikanar sátu einir að kjötkötlunum en kratar urðu að láta sér nægja hlutverk Gáttaþefs. Myndin er ekki beysin í dag sem háðsádeila á válegt stjórn- málaástand sjöunda áratugarins, en á sína spretti. Ekki síst Lee Grant, Julie Christie og Goldie Hawn, sem vinkonur hárgreiðslu- pinnans og kyntröllsins. Beatty endurtók leikinn í Heaven Can Wa- it, (’78), sem hann framleiddi og leikstýrði auk þess að fara með að- alhlutverkið. Myndin naut góðs gengis og var tilnefnd til Óskar- sverðlaunanna. Hann hlaut þau sjálfur þrem árum síðar fyrir Rauðliða - Reds, draumaverkefni um síðasta árið í ævi bandarfska kommans Johns Reed. Ferðalag hans til Moskvu og dálæti á Bylting- unni. Beatty hvfldi sig frá stjórnmálun- um í Ishtar, (’84), sem er hans eina, alvarlega feilspor á gifturíkum ferli. Að þessu sinni framleiddi hann og fór með aðalhlutverkið ásámt Dustin Hoffman, en lét vin- konu sinni, Elaine May, eftir leik- stjórnina. Meiningin var að endur- vekja galsafenginn ævintýraheim „Road-“mynda þeirra Bob Hope, Dorothy Lamour og Bing Crosby, og annarra slíkra gamanmynda fyrri ára. Þær fyrirætlanir runnu Kvikmyndaleikarinn, leikstjór- inn, framleiðandinn og kvenna- ljóminn, Warren Beatty, um það leiti sem hann sló í gegn í Bonnie ogClyde, (’67). út í sandinn, í orðsins fyllstu merk- ingu, þar sem myndin gerist að tals- verðu leyti í Sahara-eyðimörkinni! Betur gekk til með Dick Tracy, (’90), byggð á geysivinsælli teikni- myndasögu og tvímælalaust lang- besta mynd Beattys sem framleiddi, leikstýrði og fór með titilhlutverk spæjarans. Árið eftir kom Bugsy, afbragðsmynd um ævi hins goð- sagnakennda stórglæpamann. Sem átti (líkt og Beatty), rjómann af Hollywood-aðlinum að vinum, kunni að blanda saman myrkra- verkum glæpaheimsins og sljörn- uskini skemmtanaiðnaðarins og stofnsetti að lokum spilaborgina Las Vegas. Þetta bragðmikla og lit- ríka efni fær stórkostlega með- höndlun hjá Barry Levinson, hand- ritshöfundinum James Toback og firnasterkum Ieikhóp með Beatty og Benign í aðalhlutverkunum. Eftir þetta hefur Beatty haft frekar hljótt um sig. Lék ásamt Benign, konu sinni, og framleiddi Love Affair, (’94), sína verstu mynd. I fyrra kom Bulworth fram í dagsljósið. Þar var karl kominn aft- ur á gamalkunnar heimaslóðir stjórnmálanna og ekki að sökum að spyrja; myndin hlaut afbragðsdóma en því miður alltof dræma aðsókn. Þessa dagana er Beatty að ljúka við leik í aðalhluverki Town and Coun- rtry, sem á að frumsýna að ári og strax að því loknu hefjast tökur á Mr. Hughes, þar sem Beatty fer með titilhlutverk goðsagnarinnar. Annars er það helst að frétta að Beatty íhugar nú að snúa sér að stjórnmálum í fullri alvöru - bjóða sig fram í Kaliforníu í næstu kosn- ingum. Þá eru Samtök Bandarískra kvikmyndatökustjóra (ASC), búin að ákveða að sæma hann sínum eft- irsóttu „Governor-“verðlaunum í febrúar nk., fyrir einstakt framlag sem leikari, framleiðandi og Ieik- stjóri. Sæbjörn Valdimarsson Sígild myndbönd BULWORTH (’98) 'k'k'kV.2 Beatty fer sjálfur með titilhlut- verkið í nýjasta leikstjórnarverk- efninu. Þingmann sem berst fyrir pólitísku lífi sínu við kosningar til öldungadeildarinnar ’96. Gerir stólpagrín að bandarískum stjórn- málum, lygavefnum, lobbíisman- um, blekkingunum sem halda mönnum öðru fremur í æðstu em- bættum landsins. Bulworth kemur öllum á óvart, fer að segja sann- leikann umbúðalaust í miðri kosn- ingabaráttunni og gerir allt snar- vitlaust. Fer aukinheldur að eltast við þeldökka fegurðardís (Halle Berry) og tekur rapptónlist uppá arma sína og gerir að vopni í bar- áttunni. Rappar sig að lokum út úr vandræðunum. Beatty skýtur fast og stundum yfir markið en myndin verður engu að síður með eftir- minnilegri stjórnmálasatírum 10. áratugarins. Þar sem hún gekk ekki of vel í heimalandinu urðu þau örlög hennar að fara beint á myndband hérlendis. DICK TRACY, (’90) ★★★V2 Beatty hefur tekist að skapa eina bestu, leiknu teiknimynd allra tíma. Einfaldlega með því að lyfta sögunni með varúð yfir á tjaldið, raska útliti hennar sem minnst og fá til þess aðstoð færustu manna einsog hönnuðarins Richards Syl- berts og kvikmyndatökustjórans Vittorios Storaros. En þessi óvenju persónulega stíliseraða mynd á sinn akkilesarhæl sem er söngkon- an Madonna. Engu að síður einstök mynd og leikur og gervi nokkurra litríkustu aukapersóna kvikmynda- sögunnar er enn ein fjöðrin í hatt- inn. A1 Pacino, Dustin Hoffman. HEAVEN CAN WAIT (’78) ★★★Vfe Ruðningskappi (Warren Beatty) deyr og fer til himna. Finnst sinn tími engan veginn kominn, kjaftar sig út úr því og er sendur niður aft- ur í líki milljónera. Bráðskemmti- leg kómedía með úrvalsleikurum í hverju hlutverki (Julie Christie, Jack Warden, Dyan Cannon, Ja- mes Mason, Charles Grodin). End- urgerð myndarinnar Here Comes Mr. Jordan frá árinu 1941. Beatty framleiðir og leikstýrir sömuleiðis og tekst eftirminnilega ánægjulega vel upp á öllum sviðum. Fín afþrey- ing fyrir alla aldurshópa. MYNDBOND Franskur hasar Helmingslíkur (Une chance sur deux) S p e 111111111 y n d ★★ Framleiðandi: Christian Fechner. Leikstjóri: Patrice Leconte. Hand- rit: Patrick Dewolf og Serge Frydman. Aðalhlutverk: Jean-Paul Belmondo, Alain Delon og Vanessa Paradis. (109 mín.) Frakkland. Skífan, nóvember 1999. Bönnuð innan 16 ára. ÞESSI kvikmynd á sér litla sam- svörun við hina listrænu ímynd franskrar kvikmyndagerðar. Hún á hins vegar mikið skylt við bandarísk- ar hasarmyndir og leggur sig jafnvel í líma við að bæta um betur. Sportbíl- ar, mafíur og þyrlueltingarleikir eru meðal efnis sem og byssubar- dagar og spreng- ingar mannvirkja af ýmsu tagi. Aðal- persónurnar eru vandræðaungling- urinn Alice (Vanessa Paradis) og tveir hugsanlegir feður hennar sem frönsku nýbylgjukempurnar Jean- Paul Belmondo og Alain Delon leika. Samleikur þeirra Belmondos og Del- ons er skemmtilegur og gefur þess- ari fjarstæðukenndu hasarmynd létt og kæruleysislegt yfirbragð. Það er dálítið gaman að þessari mynd, þótt fáránleg sé. Heiða Jóhannsdóttir Fullur af tómleika Hringiðan (Hurlyburly) D r a m a ★★>/!> Leikstjóri: Anthony Drazan. Hand- rit: David Rabe, byggt á leikriti eft- ir sama höfund. Aðalhlutverk: Sean Penn, Kevin Spacey, Robin Wright Penn, Chazz Palminteri og Meg Ryan. (122 mín.) Bandaríkin. Há- skólabfó, nóvember 1999. Bönnuð innan 16 ára. HÉR segir frá hinum sálar- kreppta Eddie (Sean Penn) sem náð hefur langt í Hollywood en er um það bil að glata fótfestunni í tilverunni. Hann gengur um gólf í eiturlyfja- vímu og reynir að rökræða tilgan- gsleysi sitt við sjálfan sig og álíka ruglaða félaga sína og ástvini. Um er að ræða kvikmyndaútgáfu af frægu leikriti eftir David Rabe sem fjallar um firrtar og sjálfhverfar manneskjur í draumaborginni. Þetta er ákaílega vel skrifað verk sem flæðir áfram í misóráðskenndum sam- og símtöl- um. I gegnum orðaflauminn vinna persónurnar sig ýmist í átt til tortím- ingar eða algerrar sjálfselsku. Hin vonlitla endurspeglun á tómlegri til- veru yrði ef til vill leiðigjörn, a.m.k. þreytandi ef ekki kæmu til stórgóðir leikarar í flestum hlutverkum. Mæð- ir þar mest á Sean Penn sem sýnir stórleik en aðrir leikarai-, s.s. Kevin Spacey, Chazz Palminteri, Robin Wright Penn og Meg Ryan leyfa snjöllum textanum að njóta sín. Óvenjusterkur leikritabragur er yfir þessari mynd, áherslan á texta og framsögn er mikill. Hringiðan er áhugaverð, heimspekileg kvikmynd sem mun sérstaklega henta þeim sem leita einhvers annars en dæmig- erðra afþreyingarmynda. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.