Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 23
—
I
göngudyr. í fyrra var um 30%
stofa með verðskrá við inngöngu
en í ár eru einungis 26% hársnyrt-
istofa sem fara eftir þessum
reglum. Þegar Kristín er spurð
hverju þetta sæti segir hún að lík-
legasta skýringin sé trassaskapur.
Hún segir ennfremur að sumar
stofur haf! ekki aðstöðu til að
hengja verðskrá við inngöngudyr
eins og í þeim tilfellum þegar stof-
urnar eru í heimahúsum.
Kristín bendir á að við vinnslu
könnunarinnar sé viðkomandi
hársnyi-tistofum bent á þessa
skyldu sína og oft sé því síðan fylgt
eftir og athugað hvort búið er að
kippa þessu í lag
85% með verðskrá
við kassa
Samkvæmt reglum eiga einnig
verðskrár að liggja frammi við af-
greiðslukassa eða á öðrum áber-
andi stað. í 85% tilvika var þeim
reglum framfylgt sem er betra en í
fyrra en þá var talan 77%.
Kristín segir vert að benda neyt-
endum á að í uppgefnu verði á
þjónustu í verðskrá skulu öll efni
sem notuð eru vera innifalin. Hún
vill í lokin minna neytendur á að
kynna sér verð á þjónustu hár-
snyrtistofa áður en hún er veitt til
að koma í veg fyrir allan misskiln-
ing.
I
segir hann fyrst og fremst þá sam-
keppni sem á sér stað í gegn um
uppboðsmarkaðinn.
,,Aftur á móti skilar lægra verð á
ákveðnum hlutum svínsins eftir
árstímum sér ekki í verði á unnum
vörum. Til að mynda hef ég ekki
séð verð á skinku hreyfast árum
saman, en verð á kótilettum hefur
farið lækkandi á sama tíma,“ segir
hann.
Ásgeir hjá Kjötumboðinu svarar
þessu þannig að m.a. hafi orðið
miklar kostnaðarhækkanir á unn-
um vöram að undanförnu. „Margir
aðrir þættir en verð á kjöti hafa
áhrif á verð vörannar. Þættir sem
ráða þar miklu eru til dæmis kostn-
aður við umbúðir og launakostnað-
ur, sem hefur farið hækkandi að
undanförnu. Segja má að í raun
hafi lækkun á hráefnisverði á
svínakjöti komið í veg íyrir að vör-
ur úr unnu svínakjöti hafi hækkað
til jafns við aðrar vörar.“
Tíðar svínakjötsútsölur skila
lægra verði til neytenda
Ami Ingvarsson, innkaupastjóri
hjá Nýkaupi, segir að stærsti hluti
þess svínakjöts sem seldur sé í
Nýkaupi sé unnið eða pakkað kjöt
og verð á því hafi haldist nánast
óbreytt að undanskildum smávægi-
legum hækkunum frá framleiðend-
um. „Það er líka hægt að setja
spurningamerki við tölur Hagstof-
unnar. Svínakjötsútsölur hafa verið
mjög tíðar og standa mjög stutt yf-
ir. Hins vegar er ekki víst að þær
hafi verið í gangi einmitt á þeim
tíma sem verð var kannað og skila
sér þvi ekki í lækkun á meðaltali
smásöluverðs. Verðmæling á svína-
kjöti einu sinni í mánuði gefur því
alls ekki rétta mynd af verðþróun á
markaðinum.“
Hann segir að nú sé nægjanlegt
framboð á svínakjöti en þrátt fyrir
það séu bændur og framleiðendur
að hækka verð og það sé einungis
vegna þess að nú sé jólaverslunin
að fara í gang með aukinni eftir-
spum eftir svínakjöti.
Bændur ekki fyllilega sáttir
við misræmi í verðþróun
„Verðlækkanir sem hafa orðið
hjá bændum hafa ekki skilað sér í
fullum mæli til neytenda," segir
Kristinn Gylfi Jónsspn, formaður
Svínaræktarfélags Islands. „A
frjálsum markaði er hins vegar
ekki alltaf sjálfgefið að verðlækk-
anir skili sér niður alla keðjuna og
út í endanlegt söluverð. I sumar
var almenn verðhækkun á mat-
vöruverði og vel má vera að svína-
kjöt hafi flotið þar með. Aukin
framleiðsla á svínakjöti meðal ann-
arra þátta, lækkaði verðið til
bænda og voram við ekki fyllilega
sáttir við að þær lækkanir skiluðu
sér ekki út í verðlagið."
Morgunblaðið/RAX
Tæp 8% verðlækkun
á „BigMac “-mállíð
FYRR í þessum mánuði lækkaði
verð á BigMac-stjörnumáltíð hjá
MacDonalds um tæp 8% eða úr 649
krónum í 599 krónur. í BigMac-
stjörnumáltíð er tvöfaldur hamborg-
ari, franskar kartöflur og gosdrykk-
ur. Nokkra áður hafði barnagamans-
askjan hjá MacDonalds lækkað úr
399 krónum í 349 krónur sem nemur
12,5%. Pétur Þórir Pétursson mark-
aðsstjóri hjá Lyst ehf. segist vona að
lækkunin sé varanleg en um tilraun
sé að ræða.
„Við höfum eins og aðrir þurft að
taka á okkur hráefnis- og launa-
hækkanir og það má nefna að hrá-
efnisverð er stór hlut af verði. Við er-
um til dæmis að borga 200-250%
meira fyrir kjöt en MacDonalds í
nágrannalöndunum. Við vorum á
hinn bóginn að stækka við okkur
með opnun MacDonalds í Kringlunni
og sjáum með því færi á hagræðingu
í rekstri."
Þegar Pétur er spurður hvort um
frekari verðlækkun hjá MacDonalds
verði að ræða segir hann að eins og
ástandið sé í þjóðfélaginu núna með
yfirvofandi kjarasamninga og launa-
hækkanir sé erfítt að lofa því.
VIT frá Símanum GSM eflir þinn síma svo um munar.
Margt býr
■ S1 ■ m um u u ,
I ■ ■ ■ ■ I ■ Ui ■ ■ ■
Þarftu að komast í tölvupóstinn?
• Finna nafn í símaskránni
• Staða á símreikningi
• Sækja og senda tölvupóst
Náðu því besta úr þínum síma
SÍMINN-GSM
WWW.BSM.IS
Komdu og náðu í Gagnakortið!
VIT er endurgjaldslaus þjónusta fram til áramóta
Til þess að geta notað þjónustuna þarftu Gagnakort
Gagnakortið er nýtt símkort sem viðskiptavinir
Símans GSM geta nálgast í verslunum Símans
og gengur í alla nýjustu GSM símana.
Notendurfyrirframgreiddra símkorta (Frelsi)
geta ekki nýtt sér þjónustuna.
Gerir meira.fyrirþig