Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 23 — I göngudyr. í fyrra var um 30% stofa með verðskrá við inngöngu en í ár eru einungis 26% hársnyrt- istofa sem fara eftir þessum reglum. Þegar Kristín er spurð hverju þetta sæti segir hún að lík- legasta skýringin sé trassaskapur. Hún segir ennfremur að sumar stofur haf! ekki aðstöðu til að hengja verðskrá við inngöngudyr eins og í þeim tilfellum þegar stof- urnar eru í heimahúsum. Kristín bendir á að við vinnslu könnunarinnar sé viðkomandi hársnyi-tistofum bent á þessa skyldu sína og oft sé því síðan fylgt eftir og athugað hvort búið er að kippa þessu í lag 85% með verðskrá við kassa Samkvæmt reglum eiga einnig verðskrár að liggja frammi við af- greiðslukassa eða á öðrum áber- andi stað. í 85% tilvika var þeim reglum framfylgt sem er betra en í fyrra en þá var talan 77%. Kristín segir vert að benda neyt- endum á að í uppgefnu verði á þjónustu í verðskrá skulu öll efni sem notuð eru vera innifalin. Hún vill í lokin minna neytendur á að kynna sér verð á þjónustu hár- snyrtistofa áður en hún er veitt til að koma í veg fyrir allan misskiln- ing. I segir hann fyrst og fremst þá sam- keppni sem á sér stað í gegn um uppboðsmarkaðinn. ,,Aftur á móti skilar lægra verð á ákveðnum hlutum svínsins eftir árstímum sér ekki í verði á unnum vörum. Til að mynda hef ég ekki séð verð á skinku hreyfast árum saman, en verð á kótilettum hefur farið lækkandi á sama tíma,“ segir hann. Ásgeir hjá Kjötumboðinu svarar þessu þannig að m.a. hafi orðið miklar kostnaðarhækkanir á unn- um vöram að undanförnu. „Margir aðrir þættir en verð á kjöti hafa áhrif á verð vörannar. Þættir sem ráða þar miklu eru til dæmis kostn- aður við umbúðir og launakostnað- ur, sem hefur farið hækkandi að undanförnu. Segja má að í raun hafi lækkun á hráefnisverði á svínakjöti komið í veg íyrir að vör- ur úr unnu svínakjöti hafi hækkað til jafns við aðrar vörar.“ Tíðar svínakjötsútsölur skila lægra verði til neytenda Ami Ingvarsson, innkaupastjóri hjá Nýkaupi, segir að stærsti hluti þess svínakjöts sem seldur sé í Nýkaupi sé unnið eða pakkað kjöt og verð á því hafi haldist nánast óbreytt að undanskildum smávægi- legum hækkunum frá framleiðend- um. „Það er líka hægt að setja spurningamerki við tölur Hagstof- unnar. Svínakjötsútsölur hafa verið mjög tíðar og standa mjög stutt yf- ir. Hins vegar er ekki víst að þær hafi verið í gangi einmitt á þeim tíma sem verð var kannað og skila sér þvi ekki í lækkun á meðaltali smásöluverðs. Verðmæling á svína- kjöti einu sinni í mánuði gefur því alls ekki rétta mynd af verðþróun á markaðinum.“ Hann segir að nú sé nægjanlegt framboð á svínakjöti en þrátt fyrir það séu bændur og framleiðendur að hækka verð og það sé einungis vegna þess að nú sé jólaverslunin að fara í gang með aukinni eftir- spum eftir svínakjöti. Bændur ekki fyllilega sáttir við misræmi í verðþróun „Verðlækkanir sem hafa orðið hjá bændum hafa ekki skilað sér í fullum mæli til neytenda," segir Kristinn Gylfi Jónsspn, formaður Svínaræktarfélags Islands. „A frjálsum markaði er hins vegar ekki alltaf sjálfgefið að verðlækk- anir skili sér niður alla keðjuna og út í endanlegt söluverð. I sumar var almenn verðhækkun á mat- vöruverði og vel má vera að svína- kjöt hafi flotið þar með. Aukin framleiðsla á svínakjöti meðal ann- arra þátta, lækkaði verðið til bænda og voram við ekki fyllilega sáttir við að þær lækkanir skiluðu sér ekki út í verðlagið." Morgunblaðið/RAX Tæp 8% verðlækkun á „BigMac “-mállíð FYRR í þessum mánuði lækkaði verð á BigMac-stjörnumáltíð hjá MacDonalds um tæp 8% eða úr 649 krónum í 599 krónur. í BigMac- stjörnumáltíð er tvöfaldur hamborg- ari, franskar kartöflur og gosdrykk- ur. Nokkra áður hafði barnagamans- askjan hjá MacDonalds lækkað úr 399 krónum í 349 krónur sem nemur 12,5%. Pétur Þórir Pétursson mark- aðsstjóri hjá Lyst ehf. segist vona að lækkunin sé varanleg en um tilraun sé að ræða. „Við höfum eins og aðrir þurft að taka á okkur hráefnis- og launa- hækkanir og það má nefna að hrá- efnisverð er stór hlut af verði. Við er- um til dæmis að borga 200-250% meira fyrir kjöt en MacDonalds í nágrannalöndunum. Við vorum á hinn bóginn að stækka við okkur með opnun MacDonalds í Kringlunni og sjáum með því færi á hagræðingu í rekstri." Þegar Pétur er spurður hvort um frekari verðlækkun hjá MacDonalds verði að ræða segir hann að eins og ástandið sé í þjóðfélaginu núna með yfirvofandi kjarasamninga og launa- hækkanir sé erfítt að lofa því. VIT frá Símanum GSM eflir þinn síma svo um munar. Margt býr ■ S1 ■ m um u u , I ■ ■ ■ ■ I ■ Ui ■ ■ ■ Þarftu að komast í tölvupóstinn? • Finna nafn í símaskránni • Staða á símreikningi • Sækja og senda tölvupóst Náðu því besta úr þínum síma SÍMINN-GSM WWW.BSM.IS Komdu og náðu í Gagnakortið! VIT er endurgjaldslaus þjónusta fram til áramóta Til þess að geta notað þjónustuna þarftu Gagnakort Gagnakortið er nýtt símkort sem viðskiptavinir Símans GSM geta nálgast í verslunum Símans og gengur í alla nýjustu GSM símana. Notendurfyrirframgreiddra símkorta (Frelsi) geta ekki nýtt sér þjónustuna. Gerir meira.fyrirþig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.