Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Jólaljósin tendr- uð á Laugavegi Miðbær Samkomulag um bætur vegna Laugavegar 53b Laugavegur MIÐBÆR Reykjavíkur setti upp jólasvip um helgina, borgarbúum, ungum sem öldnum, til mikillar ánægju. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri tendraði jólaljósin sem skreyta mið- bæinn, síðdegis á laugar- dag. Þá hélt skrúðganga niður Laugaveg með lúðra- blæstri og söng, þar sem börn og fullorðnir virtu fyrir sér skreyttar göturn- ar, húsin og gluggana. A aðventunni munu Laugavegssamtökin standa fyrir uppákomum af ýmsu tagi til að gleðja fólk í jóla- ösinni og munu kaupmenn leggja sitt af mörkum til að jólastemmningin í miðbæn- um verði sem skemmtileg- ust. Ymislegt verður um að vera, lúðrasveitir og fleiri hljóðfæraleikarar verða á ferð, kórar og annað söng- fólk, sem og alls kyns óvæntar uppákomur. Þjóð- leikhúsið mun leggja sitt af mörkum til að skemmta vegfarendum og að sjálf- sögðu má búast við að jóla- sveinarnir gefi sér tima til að koma við, þrátt fyrir allt annríkið. Dagskrá Laugavegssam- takanna lýkur svo með frið- argöngunni sem fer frá Hlemmi að Ingólfstorgi sí- ðdegis á Þorláksmessu. BORGARLÖGMAÐUR hef- ur náð samkomulagi við bygg- ingaraðila hins umdeilda húss að Laugavegi 53b, þar sem byggingarleyfi hefur tvívegis verið fellt úr gildi, um greiðslu bóta vegna tafa á fram- kvæmdum. íbúar nærliggjandi húsa hafa tvívegis kært útgefið byggingarleyfi vegna þessa verslunarhúss og í bæði skipt- in hefur leyfið verið fellt úr gildi. Að sögn Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns hefur náðst samkomulag um að borgin greiði byggingaraðilanum 10,8 milljónir króna í bætur vegna tafanna. Borgin mun þó alls greiða byggingaraðilanum 24,5 mil- ljónir króna, þar sem jafn- framt bótagreiðslunum hefur verið gerður samningur um greiðslu 13,7 milljóna króna vegna kvaðar sem sett hefur verið á lóðina 53b, samkvæmt nýju deiliskipulagi, vegna húss sem gert er ráð fyrir að byggt verði á Laugavegi 55. Kvöðin gerir ráð fyrir því að aðkoma að bílageymslukj- allara væntanlegs húss á Laugavegi 55 verði um bíla- kjallarann við Laugaveg 53b. Hjörleifur sagði að með þessu væri eignarréttur á Laugavegi 53b skertur og verið væri að borga fyrir þá skerðingu núna en á móti mundi borgin innheimta þetta fé af væntanlegum bygginga- raðila að Laugavegi 55, þegar og ef að því kemur að byggja það hús. Hjörleifur sagði að verk- fræðingar hefðu verið látnir meta tjónið og hefði niður- staðan orðið sú að 13,7 mil- ljónir væru sannvirði fyrir þessa kvöð. Eftir að byggingarleyfi hússins að Laugavegi 53b var fellt úr gildi öðru sinni var gert nýtt deiliskipulag fyrir svæðið og hefur það verið samþykkt og auglýst í stjórn- artíðindum. Hjörleifur kvaðst gera ráð fyrir því að nýjar teikningar af hinu umdeilda húsi færu fyrir næsta fund byggingarnefndar. Borgarráð hefur fjallað um og samþykkt bréf borgarlög- manns vegna málsins. Morgunblaðið/Kristinn Haraldur Sigurðsson skemmtikraftur- leiðir hestvagn niður ljósum prýddan Laugaveg á laugardag. Börn héldu á Ijósum og sungu jólasöngva í mið- bæ Reykjavíku- um helgina. Breytingar á reglum um niðurgreiðslu á dagvist barna Hafnarfjörður UNGIR foreldrar, átján ára og yngri, njóta nú sömu réttinda og einstæðir foreldrar varðandi niður- greiðslu á dagvist, hvort sem þeir eru í sambúð eða ekki. Þetta var samþykkt með öllum greiddum at-' kvæðum á fundi félagsmál- aráðs í Hafnarfirði fyrir skömmu. Einnig var samþykkt, með öllum greiddum at- kvæðum, tillaga um niður- greiðslu á dagvistargjöld- um til foreldra sem eru í námi. Þegar báðir foreldr- ar barns eru í námi og barn er hjá dagmóður eiga þeir nú rétt á sambærilegri nið- urgreiðslu og væri barnið á leikskóla og gildir þetta frá tveggja ára aldri barnsins. Niðurgreiðsla á dagvistun barna hjá dagmæðrum fer eftir tímafjölda og er jafn há niðurgreiðslu á leik- skólagjöldum sem einnig fer eftir tímafjölda. Ámi Þór Hilmarsson, forstöðumaður fjölskyldu- sviðs Hafnarfjarðarbæjar, segir það hafa verið talið réttlætismál að gera þessa breytingu og að mikilvægt hafi þótt að fólki yrði ekki mismunað eftir því hvort börnin væru á leikskóla eða hjá dagmömmu. Kaffíhús klæðist vetrarbúningi Nauthólsvík KAFFIHÚSIÐ Kaffi Naut- hóll var opnað í Nauthólsvík í sumar og var vel þegin nýjung í kaffihúsaflóru Reykjavíkur. Víðsvegar um landið hafa verið opnuð lítil kaffihús á fallegum og jafn- vel afskekktum stöðum og núna er eitt slíkt einnig að finna í miðri Reykjavík. Kaffi Nauthóll stendur svolítið afskekkt, en samt ekki of langt frá miðbænum og er tilbreyting fólgin í því fjrir borgarbúa að vera á kaffihúsi en samt í nánd við náttúruna. Skyndiákvörðun að fara í rekstur Húsið var byggt með það sérstaklega í huga að þar yrði starfrækt kaffihús. María Björnsdóttir, einn eigenda Kaffi Nauthóls, er þaulreynd kaffihúsakona en hún rak kaffihúsið Café au lait í Hafnarstræti í mörg ár. Hún segist hafa tekið al- gjöra skyndiákvörðun um það að hella sér út í kaffi- hússreksturinn í Nauthóls- vík, en mágur hennar hafði fest kaup á húsinu og bauð henni að taka þátt í því að búa þar til kaffihús. Hún lét slag standa og nú er þetta orðið sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki, því hinir eigend- urnir eru móðir hennar og systir. Farið úr strandstemmn- ingunni í vetrarklæðin í sumar sátu gestir kaffi- hússins bæði inni og úti og segir María að oft og tíðum hafi ríkt sannkölluð strand- stemmning á pallinum hjá þeim. Fólk sem var að baða sig í Nauthólsvíkinni kom hlaupandi í sundfötunum og fékk sér hressingu úti í sól- inni. Setið var úti fram eftir hausti og vetri og segir María að þeir allra hörðustu hafi bara klætt sig í snjóg- alla og ekkert látið kuldann á sig fá. En nú er kaffihúsið komið í vetrarklæðin og segir Ma- ría vetrarstemmninguna þar ekki síður skemmtilega. Fólk sem sé á gangi í Öskju- hlíðinni eða nágrenni komi inn í hlýjuna og fái sér kaffi- eða kakóbolla og einnig sé nokkuð um að gönguklúbbar eða hlaupahópar eigi þar stefnumót. María segir rómantískt og rólegt andrúmsloft ríkja á kaffihúsinu og margir kjósi það að koma þangað á stefnumót. Enda sé lítið sem trufli, hvorki umferð né önn- ur læti, og því tilvalið fyrir þau sem vilja vera út af fyr- ir sig og eingöngu einbeita sér að þeirri manneskju sem þeir eru með. Margir komi þangað einnig til að halda fundi af ýmsu tagi. Myndlistarsýning prýðir yfirleitt veggi kaffihússins og er skipt um sýningu á mánaðarfresti. Nú á aðvent- unni fær jólaskrautið hins vegar að njóta sín og einnig má búast við tónlistarflutn- ingi og upplestri úr nýjum bókum einhver kvöld nú fyr- ir jólin. Á daginn tekur jólasveinn á móti hópum úr leikskólum sem þangað tilkynna komu sína, enda auðvelt að ím- ynda sér að jólasveinar búi einmitt í timburhúsum af svipaðri gerð og þeirri sem hýsir Kaffi Nauthól. María Björnsdóttir, einn eigenda Kaffi Nauthóls. Morgunblaðið/Golli Kaffi Nauthóll í Nauthólsvík er komið í vetrarskrúðann og skrýtið að hugsa til þess að fólk hafi setið þar úti á palli í sundfötum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.