Morgunblaðið - 30.11.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 30.11.1999, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinnslustöðin vann málið í Héraðsdómi Reykjavíkur Fiskistofa dæmd til að greiða um fimm milljónir auk vaxta HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dsemdi í gær Fiskistofu til að greiða Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um röskar 4,8 milljónir króna með vöxtum og dráttarvöxtum frá 30. mars í fyrra og hálfa milljón í máls- kostnað vegna gjaldtöku fyrir meintan umframafla Sighvats Bjarnasonar VE úr norsk-íslenska síldarstofninum 1997. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort mál- inu verði áfrýjað til Hæstaréttar en það hefur ekki fordæmisgildi þar sem ný lög um veiðamar voru sam- þykkt 1998, að sögn Jóns B. Jónas- sonar, skrifstofustjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu. Rétturinn komst að þeirri niður- stöðu að stjórn sjávarútvegsráð- herra á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum vorið og sumarið 1997 á grundvelli reglugerðar, sem hann hefði gefið út í mars á sama ári, hefði ekki verið lögum sam- kvæm. Hefði ráðherra borið að ákveða aflahlutdeild einstakra skipa á grundvelli laga nr. 38 frá árinu 1990. Það var ekki gert heldur veiddu skipin þar til heildaraflanum var náð. Þar sem ekki hefði verið heimilt að ákveða veiðarnar eins og ráðuneytið gerði með reglugerð nr. 190/1997 komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að álagning sér- staks aukagjalds á Vinnslustöðina vegna meints 809 tonna umframafla Sighvats Bjarnasonar VE hefði ver- ið ólögmæt. Tvö önnur skip greiddu sekt með fyrirvara „Þessi dómur hefur ekkert for- dæmisgildi því árið eftir voru sam- þykkt ný lög um stjórnun á þessum veiðum," segir Jón B. Jónasson. Hann segir að tveimur öðrum skip- um hafi verið gert að greiða gjald vegna umframafla, en það hafi verið lægra en gjald Vinnslustöðvarinnar. Verði málinu ekki áfrýjað til Hæsta- réttar feli niðurstaða héraðsdóms í sér að Fiskistofu beri að endur- greiða þeim á sama hátt enda hafi verið um sambærileg tilvik að ræða. Jón segir líklegt að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar til að fá end- anlega niðurstöðu því einn dómari hafi dæmt í málinu hjá undirrétti og menn séu ekki sammála um lagalega túlkun þess. í umfjöllun í ráðuneyt- inu á sínum tíma hefðu lögfræðingar komist að því að leiðin sem farin var stæðist. Ennfremur hafi við umfjöll- un fiumvarpsins í sjávarútvegs- nefnd á sínum tíma verið gengið út frá því að ekki kæmi til varanlegrar úthlutunar úr umræddum sfldar- stofni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Þrengir að smáfuglum Samræmd próf í 4. og 7. bekk Landsbyggðin sækir sig miðað við Reykjavík REYKJAVÍK var undir landsmeð- altali í stærðfræði í samræmdum prófum 4. bekkinga, sem haldin voru í oktdbermánuði, en í íslensku var árangurinn jafn meðaltalinu. I 7. bekk voru nemendur í Reykjavík yfir meðaltali í báðum námsgrein- um, en nemendur af Vestíjörðum, Suðurlandi og Suðumesjum voru með lakasta árangurinn í báðum aldurshdpum. Meðaleinkunnin í stærðfræði hjá 4. bekkingum í Reykjavík var 6,5 en landsmeðaltalið var 6,7 og í ís- lensku var meðaleinkunnin 6,5 í Reykjavík og landsmeðaltal hið sama. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsdknastofnun uppeldis- og menntamála vekur árangur 4. bekkinga í Reykjavík athygli. Sam- ræmd prdf í þessum aldurshdpi voru fyrst þreytt árið 1996 og að því ári undanskildu hefur árang- urinn í bæði stærðfræði og íslensku farið versnandi. Miðað við það að einkunnirnar séu normaldreifðar á kvarðanum 1 til 9 og landsmeðaltalið alltaf haft 5,0 var meðaleinkunnin í Reykjavík árið 1996 5,0 í stærðfræði og 5,2 í islensku. Árið 1997 var meðaltalið 5,3 í stærðfræði en 5,2 í íslensku; árið 1998 var meðaltalið 5,1 í stærð- fræði og í íslensku og í ár fdr það undir Iandsmeðaltalið og var 4,9 í báðum greinum. Tvær skýringar á þróuninni í Reykjavík Samkvæmt upplýsingum frá Rannsdknastofnun uppeldis- og menntamála eru tvær mögulegar skýringar á þessari þrdun í Reykja- vík. Annars vegar að landsbyggðin hafi bætt árangur sinn undanfarin ár en Reykjavík staðið í stað og landsbyggðin þannig dregið meðal- tal nemenda í Reykjavík niður mið- að við heildina. Hins vegar gæti skýringin verið sú að árangurinn í Reykjavík væri einfaldlega lakari en undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsdknastofnun uppeldis- og menntamála eykst munurinn á milli Reykjavíkursvæðisins og lands- byggðarinnar eftir því sem nem- endur verða eldri. Arangur 7. bekkinga í Reykjavík hefur verið mun jafnari en árangur 4. bekkinga frá því prdfin voru haldin í fyrsta skipti árið 1996. Reyndar hefur meðaltalið í stærð- fræði farið sífellt lækkandi frá 1997, ef miðað er við normaldreifð- ar einkunnir. Einkunnir í stærðfræði lækka f prdfunum sem haldin voru í oktdber voru nágrannasveitarfélög Reykjavíkur (Kdpavogur, Hafnar- fjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær) með besta árang- urinn í stærðfræði 4. bekkinga og í íslensku voru þau ásamt Norður- landi eystra og Austurlandi með bestan árangur. í 7. bekk voru Reykvíkingar með besta árangurinn í stærðfræði og í íslensku voru þeir, ásamt ná- grannasveitarfélögunum, með besta árangurinn. Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk 1999 Samræmdar einkunnir á kvarðanum 1-10 ‘v Umdæmi 4.bekkur 7. bekkur Stærðfræði íslenska Stærðfræði íslenska Fjöldi M Fjöldi M Fjöldi M Fjöldi M Reykjavík 1.545 6,5 1.531 6,5 1.332 7,3 1.318 6,9 Nágr. Reykjav. 1.089 6,9 1.081 6,7 950 7,3 940 6,8 Suðurnes 237 6,8 236 6,2 285 7,2 284 6,4 Vesturland 255 6,6 250 6,4 218 7,1 219 6,5 Vestfirðir 140 6,4 140 6,4 126 6,8 123 6,4 Norðurl. vestra 159 6,6 156 6,6 145 7,1 144 6,5 Norðurl. eystra 505 6,8 500 6,7 400 6,9 403 6,7 Austurland 185 6,7 184 6,7 173 7,1 172 6,7 Suðurland 357 6,3 354 6,4 344 6,7 345 6,5 Landið allt 4.472 6,7 4.432 6,5 3.973 7,1 3.948 6,7 VETUR konungur gerir vart við sig þessa dagana og smáfuglarnir kunna eflaust vel að meta korn í gogginn. Arekstur í Húnaþingi TVÆR bifreiðar lentu í árekstri við Lækjarmót í Vestur-Húnavatns- sýslu, um klukkan 19 í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi urðu ekki slys á fólki en bflarnir, jeppi og fólksbfll, skemmdust mikið og voru dregnir í burtu með dráttarbifreið. Að sögn lögreglu var talsverð hálka á veginum er slysið varð og olli hún því að önnur bifreiðin rann yfir á rangan vegarhelming með þeim af- leiðingum að hún lenti á bifreið er ók í gagnstæða átt. Rfkisstjórnin fjallar um fjárlög og fjáraukalög Aukin framlög þarf til sjúkrahúsa LJÓST er að töluvert meiri framlög þarf til heilbrigðisstofn- ana á fjáraukalögum og á fjárlög- um næsta árs en þegar er gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsing- um fjármálaráðherra, en ríkis- stjórnin fjallaði um ríkisfjármálin á fundum sínum á föstudag og um helgina. I fjáraukalögum vegna ársins í ár er gert ráð fyrir þremur milljörðum króna í við- bótarframlög vegna heilbrigðis- og tryggingamála og þar af eru um tveir milljarðar króna ætlaðir vegna fjárþarfa sjúkrahúsanna. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundunum hefði verið fjallað um fjárlögin og fjáraukalögin. Farið hefði verið yfir þessi mál í heild sinni og þar inn í kæmi fjárhagsstaða heilbrigðisstofnan- anna. „Það er alveg ljóst að þarna er veruleg fjárþörf og við þurfum að reyna að leysa það með einhverjum hætti,“ sagði Geir. Hann sagði að á þessu stigi væri ekki hægt að segja hversu mikil fjárþörf sjúkrahúsanna væri til viðbótar við það sem þeg- ar væri ætlað að verja til þeirra í fjáraukalögum, en það væru um það bil tveir milljarðar króna af um þriggja milljarða króna við- bótarfjárveitingu vegna heil- brigðis- og tryggingamála. „Það verður væntanlega ein- hver töluverð aukning. Það er ljóst af þessum athugunum okk- ar,“ sagði fjármálaráðherra enn- fremur. Hann sagði að bæði þyrfti viðbótarfjárveitingu vegna ársins í ár og eins vegna fjárlaga næsta árs, hvort tveggja væri samhangandi. Aðspurður um vinnuna við fjárlögin almennt sagði Geir að hún væri í hefðbundnum farvegi. Stefnt væri að því að hafa fjár- lagaafganginn sem mestan, en á þessu stigi væri ekki rétt að vera með neinar heitstrengingar í þeim efnum. I Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Ágústi Ármann „Jól 1999“ www.mbl.is Þormóður verður aðstoðar maður Péturs hjá KR / C1 •••••••••••••••••••••••••••• Þórður valinn maður leiksins gegn Anderlecht / C2 JHorjjunblníúti mi \M\«; I.ISTIH Nóoiatot BÆKUR Bitist um Bookerinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.