Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ISLENSKIR hestar þurfa skeif- ur til vamar því að verða sár- fættir. í þessum eina tilgangi voru þeir járnaðir og gilti þar einu hvort um var að ræða sýningar- hesta eða brúkunarhross. Upp úr M 1970 fór erlendra áhrifa að gæta mjög í íslenskri hestamennsku. Ymis tól og tæki fóru að streyma hingað og er þar fyrst að nefna hringamél sem lengi vel voru kölluð band- mélsbeisli, reiðmúlar ýmiskonar fylgdu með mélunum, oftast kaliaðir nasamúlar en einnig kallaðir loft- bremsur þá í neikvæðri merkingu. Ymsar hjálparólar eins og „mart- ingal“ sem var tengd við gjörð að neðan en hringir í efri enda þar sem beislistaumarnir voru leiddir í gegn og með því móti auðveldara að varna hestunum að gana sem bar nokkuð á fyrst eftir að farið var að ríða við hringamél. Þá komu hófhlífarnar sem þóttu góð sending því þær gátu vamað því að hestar sköðuðu sig þegar þeir gripu á sig á tölti og skeiði þótt ekki kæmu þær í veg fyr- ir sjálf ágripin. Fljótlega eftir að hestamenn uppgötvuðu galdra auk- innar þyngdar fótabúnaðar á fram- fótum var farið að nota hófhlífarnar einnig sem þyngingar og er svo enn í dag. Allir höfðu rétt fyrir sér Allar þær nýjungar sem flæddu yfir einangraða íslenska reið- mennsku bæði búnaður og nýjar reiðmennskuaðferðir fengu mjög '5 misjafnar móttökur og þá sérstak- lega hjá eldri kynslóð hestamanna. Töldu hinir neikvæðu að þessir nýju straumar myndu eyðileggja íslenska hestinn, þetta væri eitthvað sem ætti bara við útlenska hesta en allt önnur lögmál giltu um íslenska hesta sem hefðu aldrei til útlanda komið. Sú þróun sem síðan varð er afar áhuga- verð og það sem var kannski dásam- legast í þessu ferli var að allir höfðu rétt fyrir sér. Gangur mála var eitt- hvað á þá leið að ungu mennirnir komu með eitthvað nýtt frá útlönd- 'um og litu á það sem algilda lausn eða ráð við einhverjum hugsanlegum vandamálum meðan gömlu mennirn- ir fundu þessu allt til foráttu. Til að byrja með ofnotuðu ungu mennirnir nýjungarnar og gömlu mennirnir gerðu grín að. Með tímanum lærðu menn að nota hlutina á skynsamleg- an máta og áttuðu sig á hvað væri Spagettibox kr. 2.850 Fyrir eggin kr. 1.920 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Glampi frá Vatnsleysu er án efa hágengasti hestur- inn sem komið hefur fram á mótum hérlendis. Hann vakti mikla hrifningu í B-flokki gæðinga á lands- mótinu þótt ekki færi hann á toppinn. Er hann glöggt dæmi um að fótaburðurinn vegur þungt þótt ekki komist hestar alla leið á fótaburðinum einum saman. Knapi er Björn Jónsson. í reglum erlendis eru víða Ieyfðar 300 g þungar hlífar sem er heldur rýmra en íslenskar reglur leyfa. Hér fer Hans Georg Gundlach á gæðingnum Skolla en saman urðu þeir Evrópumeistarar í tölti. Skolli vakti alltaf mikla athygli fyrir hreyfingafeg- urð og góðan fótaburð enda einstakur hestur. Enn þrefað um fótabúnaðarreglur Fótabúnaður keppnishrossa hefur lengi verið deiluefni meðal hestamanna á Islandi og þær þá snúist um „þyngingar“ sem hafa lengi vel haft frekar neikvæða merkingu. A nýafstöðnu ársþingi LH dúkkaði þessi um- ræða enn einu sinni upp og af því tilefni rekur Valdimar Kristinsson þróun fóta- búnaðarreglna á Islandi og tínir til helstu rök sem komið hafa fram í þessari hug- leiknu deilu íslenskra hestamanna. framfóta. Tamningamenn voru sömuleiðis búnir að uppgötva að aukavigt á framfætur gat flýtt mjög fyrir með að hreinsa upp skeið- genga hesta og óhætt að segja að þyngingarnar hafi verið sannkallað töframeðal. Viðbrögð manna voru eitthvað á þá leið að því meiri þyngd því betri árangur hvort sem menn vildu hreinsa upp skeiðtakt- inn, skerpa brokkið eða bara fá flottan fótaburð. Greinarhöfundur á meðal annars í fórum sínum frægar skeifur sem mikið voru notaðar á ónefndum bæ á Suðurlandi. Sjálfar skeifurnar eru efnislitlar en neðan á þær eru soðnir um það bil 15 mm þykkir og 25 mm breiðir flatjárns- bútar, tveir á hvorri skeifu. Þannig vigta skeifurnar vel yfir 600 grömm hvor en til samanburðar má geta þess að venjuleg 8 mm skeifa ópott- uð er um 300 grömm og 10 mm skeifa af sömu stærð er 400 grömm. Þessar skeifur voru notaðar á nokkra hesta sem síðar urðu frægir og sjálfsagt marga aðra sem ekki náðu frægð og frama. Að minnsta kosti einn hinna þekktari fór á Evr- ópumót og vann þar frækna sigra en að sjálfsögðu var hann ekki þar á þessum „töfraskeifum". Þessar skeifur voru ekkert einsdæmi á þessum tíma því menn voru ekki búnir að átta sig á neikvæðu hliðum þynginganna. Menn notuðu þyng- ingarnar óspart til að fleyta sér yfir ýmis vandamál en í framhaldinu nothæft og hvað ekki. Hægt og síg- andi tileinkuðu menn sér það af nýj- ungunum sem nothæft var en köst- uðu hinu fyrir róða. Þannig var þró- unin sem hér átti sér stað og gildir það líka um hinar svokölluðu þyng- ingar. A árunum kringum 1975 má segja að tími þynginga hafi verið í algleymingi. Lýsingur frá Voðmúla- stöðum og sonur hans, Stjarni frá Svignaskarði, höfðu þá þegar kennt mönnum að meta háan fótaburð TILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125. var létt á fótabúnaði þegar hrossin voru farin að ná valdi á réttum takti. Hóflegt svigrúm reglna Mjög fljótlega fór að gæta efasemda og neikvæðis gagnvart notkun þyng- inga og af þeim sökum voru menn ekkert að bera á torg þegar slíkur búnaður var notaður. Orðið þynging fékk mjög neikvæða merkingu og al- mennt viðurkennt að þegar mikill fótaburður náðist með þeim væri rangt haft við, slíkt væri ekki heiðar- legt. Leiddi þessi umræða til þess að settar voru reglur í íþrótta- og gæð- ingakeppni um leyfílega hámarks- þyngd hófhlífa og skorður á efnis- magn skeifna. Fótabúnaðarreglurn- ar hafa í gegnum tíðina verið snikk- aðar til eftir því sem ástæða hefur þótt til hverju sinni. Hefur nú um nokkurra ára skeið ríkt þokkalega góð sátt um þær reglur sem hér hafa gilt en þær eru heldur strangari en þær reglur sem gilda erlendis um keppni íslenskra hesta. Hér á landi er heimilt að nota annarsvegar 8x20 mm skeifur með plast- eða leður- botnum og íyllingarefni á milli hófs og botnsins. Eða þá 10 mm skeifur einar og sér án botna. Með þessu má nota hófhlífar allt að 250 gramma þungar, séu legghlífar notaðar skal samanlögð þyngd þeirra og hófhlíf- anna ekki vera meir en 250 grömm. Erlendar reglur eru mjög svipaðar hvað skeifur og botna varðar en all- víða eru leyfðar 300 gramma þungar hófhlífar. Um fótabúnað hrossa í kynbóta- sýningum hér á landi gilda mun strangari reglur. Aðeins eru leyfðar 8 mm skeifur, allir plast- eða leður- botnar eru bannaðir og hámarks- þyngd hófhlífa er 120 grömm og skulu þær vera sem næst samlita fótum hestanna. Erlendis hafa þess- ar reglur víða verið teknar upp við sýningu kynbótahrossa en þó er eitt- hvað um að reglur séu rýmri. Al- menn sátt ríkti um setningu þessara ströngu reglna í kynbótasýningum og þrátt íyrir að mörgum hrossum yrði gert erfitt fyrir voru menn sam- mála um að reglumar tryggðu hrað- ari framfarir í ræktun töltsins og þá sér í lagi hreinleika þess. Það hefur einnig komið á daginn að reglurnar stuðla ekki eingöngu að ræktunar- framför heldur einnig að framförum í reiðmennsku þeirra sem þjálfa hrossin. Auk þess sem hér að framan getur eru hámarksákvæði um lengd hófa kynbótahrossanna 105 mm. Þrátt fyrir þessar reglur hefur getið að líta margar frábærlega góðar kynbótasýningar frá árinu 1986 þeg- ar byrjað var að þrengja reglur um fótabúnað kynbótahrossa. Síðar hafa stöku sinnum dúkkað upp hugmyndir einstakra manna um að taka beri upp sömu fótabúnaðar- reglur í gæðinga- og íþróttakeppni. Tillaga þar um kom fram á síðasta ársþingi LH í Borgamesi og var far- ið að fara um marga þingfulltrúa þegar tillagan var endurflutt í þing- inu eftir að hafa verið vísað frá nefnd. Fram kom frávísunartillaga í þinginu sem var felld og fölnuðu þá margir þeirra sem töldu óðs manns æði að samþykkja slíka tillögu fyrir- varalítið. Pottunin út Til að skýra málið betur er nauðsyn- legt að vita hvað er neikvætt við þyngingar og hófasöfnun. Mikið vaxnir og langir hófar stuðla að lengri skrefum og hærri fótaburði. Því meiri sem þyngd fótabúnaðar er því hærra lyfta þau fótum sem þýðir jafnframt meira högg þegar fóturinn nemur við jörðu og höggleiðnin upp fótinn eykst. Höggleiðni (víbringur) er stór hluti af því sem kallað er álag á fætur. Þegar hestur stígur í fótinn og þyngdin kemur á fullu á fótinn teygist á, til dæmis djúpu- og ytri beygisinum sem eru aftan á fætinum. Þegar svo kemur að spyrnunni skipt- ir lengd táar máli. Því lengri sem táin er mæðir meira á sinar á framan- verðum fætinum eins og til dæmis löngu réttisin. Það sem einnig skiptir máli er harka efnis í skeifum og hversu hörð gatan er sem riðið er á og að síðustu hversu hratt er riðið. Eftir því sem skeifur eru harðari eykst höggleiðnin og má í því sam- bandi spyrja hvort ekki sé löngu tímabært að banna notkun skeifna með harðsuðu í tá og hæl eins og er í öllum erlendum reglum. Harðsuða í hæl gerir líka það að verkum að hæll skeifunnar slitnar nánast ekkert en rúnaður hæll mildar höggið þegar fótur snertir jörð. Harðsuða í tá kem- ur að sama skapi í veg fyrir að tá skeifunnar rúnist sem léttir veltu og spyrnu fótarins til muna. Mörgum þykir að ef eitthvað eigi að breyta ís- lensku reglunum sé eðlilegast að byrja á að banna ásoðnar eða pottað- ar skeifur eins og það er oft kallað. Þá er þess einnig að geta að of mjúkt og þungt undirlag reynir mjög á sin- ar og liði fóta. Annað sem ekki er tekið á í reglum um fótabúnað og járningar hrossa í keppni er fótstað- an og er þá verið að tala um afstöðu milli kjúku og hófs. Oft vill brenna við þegar menn safna hófum að halli hófs verður meiri en halli kjúkunnar, með öðrum orðum að lína sem á að vera bein verður brotin aftur sem kallað er. Eftir því sem meiru munar er álagið meira á sinar á aftanverðum fætinum og sömuleiðis á tvo liði í fæt> inum neðanverðum sem heita hóf- og hvarfliðir. Algengara er að slíkt sjáist á kynbótahrossum þar sem ekki er hægt að laga fótstöðuna með því að lyfta hælum með fleygplasti. Alag á fætur eykst eftir því sem hraðar er riðið, hófar eru lengri, fótabúnaður þyngri, skeifur og gata harðari eða þá mjög gljúpt og þungt reiðfæri. Af því sem hér er sett fram mætti ætla að málið sé einfalt og ekkert sé sjálfsagðara en að taka upp fótabún- aðarreglur kynbótadómanna þannig að hér eftir ríði íslendingar „natural" og stundi græna hestamennsku. En á málinu eru fleiri hliðar sem varða markaðssetningu hrossanna á er- lendum sem og innlendum markaði, staða íslenskrar hrossaræktar með tilliti til töltsins, þátttaka fjölda hestamanna í keppni og möguleikar á að fara með mikinn fjölda hrossa í keppni. Líklega fer best á því að byrja á því síðasttalda. Hvað sem öllum fullyrðingum um að hestamót á Islandi séu langdregin og leiðinleg stendur sú staðreynd fóstum fótum að áhugi fyrir keppni hefur aukist jafnt og þétt á undan- fornum árum. Þar veldur miklu hin nýja skipting í styrkleikaflokka á mótum. Skapast hefur vettvangur fyrir fjölmarga hestamenn að spreyta sig í keppni þar sem þeir hafa að einhverju að stefna og eiga raunhæfan möguleika á að ná sér í verðlaun. Það endast mjög fáir til að keppa upp á þau býtti að vera alltaf í neðstu sætum og sjá aldrei til sólar. Það er einkum tvennt sem hamlar framforum hjá þessum hópi sem við getum kallað frístundahópinn, fyrst er að nefna skort á kennslu og æf- ingu og svo hitt að í mörgum tilvik- um setur hestakosturinn skorður á möguleikana og er það þá helst gangsemin sem spillir fyrir. Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.