Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ríkisstjórnin hyggst selja 15% hlut í Landsbanka og Búnaðarbanka fyrir áramót Sölunni ætlað að slá á þensluna Finnur Ingólfsson Halldór J. Kri- stjánsson RÍKISSTJÓRNIN heíur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp við- skiptaráðherra sem kveður á um heimild til að selja af hlutafé ríkis- sjóðs í Landsbanka og Búnaðar- banka, 15% hlut í hvorum banka fyrir sig. Miðað við gengi bréfa í bönkun- um upp á síðkastið er um að ræða sölu fyi'ir tæplega sex milljarða króna samtals. Stefnt er að því að selja 15% af hlutafé ríkissjóðs í bönkunum tveim- ur nú í lok desember með áherslu á dreifða sölu til almennings, en með því á að hvetja til aukins spamaðar heimilanna, efla hlutabréfamarkað- inn og treysta verðmyndun hluta- bréfa í bönkunum. Aimenningi gefst jafnframt kostur á að nýta sér kaup hlutabréfa í bönkunum tii skatt- afsláttar í samræmi við reglur ríkis- skattstjóra. Viðskiptaráðherra tekur ákvörðun um útfærslu sölunnar að fengnum til- lögum framkvæmdanefndar um einkavæðingu, en að sögn Finns Ing- ólfssonar viðskiptaráðherra hefur fyrirkomulagið við söluna ekki end- anlega verið ákveðið. „Eg á hins vegar von á því að þar verði um áskriftarfyrirkomulag að ræða líkt og þegar tugir þúsunda ís- lendinga skráðu sig fyrir hlutafé bæði í Landsbanka og Búnaðarbanka í fyrra, þannig að við veljum svipað fyrirkomulag og þá í þeim tilgangi að fá sem virkasta þátttöku almennings í málinu," sagði Finnur. Tækifæri til að slá á þensluna Hann sagði að sala á 15% hlut í bönkunum núna væri tilkomin vegna reglna Verðbréfaþings um að fyrir mitt næsta ár skuli 25% af eignar- hlutum bæði í Landsbankanum og Búnaðarbankanum vera orðin í eigu annarra aðila en ríkisins. Viðskipta- ráðherra hefur heimild til að auka hlutafé í bönkunum allt að 35%, en Finnur sagði að í um- ræðu um þenslu í þjóðfélaginu hefði það meðal annars verið gagnrýnt hve mikil útlána- aukning viðskiptabankanna hefði verið, og með því að auka hlutafé bankanna væri viss hætta á því að stjómvöld væru að ýta undir þensluna. „Þess vegna veljum við frek- ar þessa leið að selja 15% af þessum 85% eignarhlut okkar í bönk- unum og ná þannig fram þessu markmiði sem við erum skuldbundnir af að ná fram fyrir mitt næsta ár, en þegar salan hefur farið fram em bankarnir í 27% eignarhlut annarra en ríkisins. Um leið notum við svo tækifærið til að slá á þensluna með því að fá almenning til að spara í kaupum sem þessum. Þá hefur það sýnt sig að þjóðin vill fá að taka þátt í svona útboðum og þetta er svona hvati af okkar hálfu, en við teljum að það sé lag núna til þess þar sem það er ekki mjög mikið af hlutabréfum í umferð.“ Á ekki von á kennitölusöfnun Finnur sagðist síður eiga von á því að kennitölusöfnun færi fram nú líkt og í fyrra þegar ríkið seldi hlut í bönk- unum, þar sem í ljós hefði komið að ábati þeirra sem ekki tóku þátt í kennitölusöfnuninni í síðasta útboði varð miklu meiri heldur en þeirra sem lánuðu nöfnin sín. Hann sagði að gengi bankanna hefði hækkað ótrú- lega síðan, en það sýndi að nú væra að skila sér þær aðgerðir sem stjórnvöld hefðu gripið til á undanfórnum áram á markaðnum, t.d. hlutafjárvæðingin, breytt innra skipulagbankanna og skráning bankanna á Verðbréfaþingi. „Með þessu er það að gerast að verðmæti þjóðarinnar í þessum fyrir- tækjum era að margfaldast og þau era meiri en nokkur hafði áður gert sér grein fyrir,“ sagði hann. I útboðinu í fyira fengu starfs- menn bankanna forkaupsrétt að bréf- um á lægra gengi en var í almenna út- boðinu, og í gærmorgun kynnti viðskiptai'áðherra stjómum starfs- mannafélaga bankanna fyrirhugaða sölu. „Það gerði ég af þeirri ástæðu að í greinargerð með framvarpinu sem á sínum tíma var lagt fyrir um hluta- bréfabreytingu viðskiptabankanna var gert ráð fyrir því að við myndum ekki selja heldur auka hlutaféð. Nið- urstaðan er sú sama þegar allt kemur til alls, en ég vildi kynna þeim þessa forsendubreytingu sem orðið hefur, þ.e. að við treystum okkur ekki tU við þessar aðstæður að auka hlutafé og gefa bönkunum þannig aukin tæki- færi tU þess að halda áfram útlána- aukningu, og þessu var ágætlega tek- ið af stjómum starfsmanna- félaganna," sagði Finnur Ingólfsson. Landsbankinn fagnar hlutafjárútboði Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Islands, segist fagna ákvörðun ríkisstjómarinnar um sölu á hlutafé ríkisins í Lands- banka. „Þetta er í fullu samræmi við yfirlýsingu viðskiptaráðherra og bankaráðs Landsbankans sem gefin var út í tengslum við hlutafjárútboðið í september á síðasta ári. í útboðslýs- ingu kom fram að yfir 25% af hlutafé bankans yrði í dreifðri eign íyrir 1. júní árið 2000,“ segir Halldór. „Við teljum þetta mjög æskilega aðgerð fyrir bank- ann og fögnum því að geta fengið með þessum hætti fleiri fjárfesta og hluthafa að bankanum. Einnig er mikil- vægt að með áuknu hlutafé á markaði verður verðmyndun bréfanna betur tryggð og virkari við- skipti með hlutabréf í þessu næst- stærsta fyrirtæki á markaðnum,“ segir Halldór. Hann segir Landsbankann styðja markmiðið um dreifða eignaraðild. „Sú stefna hefur tekist mjög vel í Landsbankanum. Þau 15% sem era á markaðnum era í eigu 7.000 hluthafa í mjög dreifðri eign. Stærsti hluthafinn að þessum 15 prósentum á um 3%, sá næststærsti rúmt prósent en aðrir hluthafar með minna en 0,5%,“ segir Halldór. Æskilegt að hærri fjárhæð færi I tilboðssölu Halldór segist sáttur við það fyrir- komulag að áhersla verði lögð á dreifða sölu til almennings en ákveð- inn hluti fari í tilboðssölu. „Mitt sjón- armið er reyndar að það mætti vera heldur hærri fjárhæð sem fer í til- boðssölu nú en á síðasta ári. Það er æskilegt að tryggja dreifða eignarað- Od í sessi en það er einnig æskilegt að fá stærri hluthafa til liðs við bankann. Því væri rétt að mínu mati að sá hluti sem fer í tilboðssölu nú yrði a.m.k. nokkur prósent," segir Halldór og nefnir sem dæmi þriðjung eða fjórð- ung af þeiiTÍ fjárhæð sem verður seld að þessu sinni. Gengi bréfa Landsbankans lækk- aði um 4,4% á Verðbréfaþingi íslands í gær í níu viðskiptum sem námu rúmum 5 milljónum. Lokagengi bréfa í Landsbankanum í gær var 3,90 en í almennu hlutafjárútboði á síðasta ári var gengið 1,9. Gengi hlutabréfa í Búnaðarbankanum lækkaði hins veg- ar um 0,2% í fjóram viðskiptum í gær sem námu rúmum tveimur milljón- um. Lokagengi hlutabréfa Búnaðar- bankans í gær var 4,55 en hlutafé Búnaðarbankans var boðið á genginu 2,15 í útboðinu í lok síðasta árs. Aðspurður segir Halldór J. Krist- jánsson Iækkun á gengi hlutabréfa Landsbankans í gær í samræmi við eðlileg markaðslögmál. „Markaðui'- inn metur það svo að nú dragi úr umframeftirspurn og við þær aðstæð- ui' er eðlilegt að hlutabréfin lækki nokkuð. Ég átti fyllilega von á þess- um viðbrögðum markaðarins," segir Halldór. Knappur tími til ad Ijúka málinu Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbankans, segist ekki hafa átt von á mikilli lækkun á verði hlutabréfa í Búnaðarbankanum í gær. „Tölur frá Búnaðarbankanum era mjög góðar en bankinn er á góðri leið eftir því sem tölur úr sex og níu mánaða upp- gjöram sýna.“ Hann segir væntanlegt hlutafjár- útboð eðlilegt framhald einkavæðing- arstefnu sem tekin var í fyrra. „Ég tel það mjög mikilvægt að gefa almenn- ingi kost á að eignast hlut í bönkunum með því að ti'yggja dreifða eignarað- ild. Það er einnig skynsamlegt að selja almenningi hlutafé ríkisins í hlutum,“ segir Stefán. Að mati Stefáns er tíminn til ára- móta fremur knappur til að ljúka mál- inu. „Við eram að skoða hvort þetta er gerlegt,“ segir Stefán. Um 30.000 eigensdur era að Búnaðarbankanum en mikil þátttaka var í hlutafjárútboði á síðasta ári. Stefán efast ekki um að mikill áhugi verði einnig nú. Byggðaráð lýsir yfír áhyggjum af lokun mjólkurstöðvarinnar á Hvammstanga Sól-Víking óskar viðræðna um áframhaldandi rekstur BYGGÐARÁÐ Húnaþings vestra hefur áhyggjur af framtíð mjólk- urstöðvarinnar á Hvammstanga og starfsöryggi fólksins en til stendur að mjólkurstöðinni verði lokað ári eftir að Mjólkursamsamsalan í Reykjavík festir kaup á henni. Nú hefur Sól-Víking sýnt áhuga á að ganga til samstarfs við kúabændur um áframhaldandi rekstur sam- lagsins. Mjólkursamlagið á Hvamms- tanga er í eigu Kaupfélags Vestur- Húnvetninga. Stjórn kaupfélagsins og Mjólkursamsalan í Reykjavík hafa náð samkomulagi um kaup MS á samlaginu en stjórn Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga ákvað eftir fund með fulltrúum kúabænda í gær að fresta fulltrúaráðsfundi sem vera átti um málið í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er söluverð mjólkursam- lagsins, það er að segja fasteigna, lausafjár, birgða, eignarhlutar í Osta- og smjörsölunni og viðskipta- vildar, á bilinu 150 til 160 milljónir kr. Guðlaugur Björgvinsson, for- stjóri MS, sagðist í gær ekki geta staðfest þetta eða gefið aðrar upp- lýsingar um efnisatriði samnings- ins við Kkupfélag Vestur-Húnvetn- inga, aðilar hefðu verið ásáttir um að gera það ekki að svo stöddu. Fulltrúafundi frestað Innleggjendur í mjólkursamlag- ið, kúabændur í Vestur-Húna- vatnssýslu, hafa fjallað um málið að undanförnu. Var meðal annars haldinn félagsfundur í Nautgripar- æktarfélagi Vestur-Húnvetninga fyrir helgi. Að sögn Skúla Einars- sonar, formanns Nautgriparæktar- félagsins, gera mjólkurframleið- endur tilkall til eignarhlutar í Mjólkursamlaginu. Þeir hafi óskað eftir frestun fulltrúafundar Kaup- félagsins sem vera átti í dag, til að leysa það mál og athuga tilboð Sól- ar-Víkings. Mættu þeir á fund með stjórn Kaupfélagsins í gær og skýrðu þar hugmyndir sínar. Guðmundur Karlsson, formaður stjórnar Kaup- félags Vestur-Húnvetninga, sagði að afstaða Kaupfélagsins til krafna kúabænda um eignarhlut í Mjólk- ursamlaginu væri skýr; Kaupfélag- ið ætti Mjólkursamlagið alfarið. Jóhannes Jónsson í Bónus skoð- aði mjólkursamlagið í síðustu viku og ræddi við fulltrúa bænda og nú hefur Sól-Víking óskað eftir við- ræðum við kaupfélagið og kúa- bændur um aðild að áframhaldandi starfrækslu mjólkursamlagsins. Baldvin Valdemarsson, fram- kvæmdastjóri Sólar-Víkings, segir að fyrirtækið gangi vel og sé að huga að nýjum verkefnum. I fram- haldi af umræðum um sölu mjólk- ursamlagsins á Hvammstanga hafi verið ákveðið að athuga þá mögu- leika enda sé mjólkursamlagið vel rekið og hafi gengið vel. Sól-Víking rekur smjörlíkis- og safagerð í Reykjavík og ölgerð á Akureyri. Segir Baldvin að rekstur mjólkursamlags falli ágætlega að núverandi starfsemi fyrirtækisins, hvort sem þar verði áfram rekin ostagerð eða framleiddar drykkj- arvörur. Þá vekur hann athygli á því að Sól-Víking sé með öflugt dreifikerfi fyrir kældar vörur og vilji gjarnan nýta það betur. Telur Baldvin rétt að leita samstarfs við bændur sem leggja fyrirtækinu til hráefni og enda sé eðlilegt að þeir eigi hlut í fyrirtækinu. Byggðaráð hefur áhyggjur Byggðaráð Húnaþings vestra fjallaði um mjólkursamlagsmálið á fundi í gærmorgun. Þar gerði for- maður Nautgriparæktarfélags Vestur-Húnvetninga, grein fyrir aðdraganda samkomulags kaupfé- lagsins og MS og einnig viðræðum við Bónus og Sól-Víking um áfram- haldandi starfrækslu mjólkurs- töðvarinnar. Kom fram að í samn- ingi kaupfélagsins og Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík er gert ráð fyrir að starfsemi mjólkurstöðvar- innar verði hætt eftir eitt ár. í framhaldi af umræðum á fundinum lýsti byggðaráð yfir áhyggjum af framtíð mjólkurstöðvarinnar og starfsöryggi í fyrirtækinu „en treystir kúabændum og Kaupfélagi V-Hún. [til] að finna leiðir til að tryggja áframhaldandi rekstur fyr- irtækisins, án þess að til fækkunar starfa komi.“ Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður byggðaráðs, segir að átta eða níu störf séu í mjólkursamlags- ins og öll störf skipti máli í litlu samfélagi. Breytt úrvalsvísitala UM næstu mánaðamót verður ljóst hvaða félög munu mynda Úrvalsvísi- tölu Aðallista á Verðbréfaþingi ís- lands frá og með næstu áramótum. Fyrirtæki era valin inn í vísitöluna að teknu tilliti til daglegrar veltu og markaðsverðmætis á tólf mánaða tímabili. I Morgunfréttum Islandsbanka F&M á föstudag kemur fram að eins og staðan er í dag þá bendi allt til þess að Olíufélagið hf. og Baugur hf., bætist inn í Úrvalsvísitöluna en á móti falli Opin kerfi hf. og Haraldur Böðvarsson hf. út úr vísitölunni. Fyrir í Úrvalsvísitölunni era Eimskip, Islandsbanki, Landsbanki íslands, Flugleiðir, Búnaðarbanki íslands, FBA, Samherji, Grandi, Þormóður rammi-Sæberg, Marel, Útgerðarfélag Akureyringa, SÍF og Tryggingamiðstöðin. Vægi sjávarútvegs lækkar Gangi ofangreindar breytingar á vísitölunni eftir hækkar heildar- markaðsverðmæti fyrirtækja í vísi- tölunni um 10 milljarða króna og einnig verður nokkur breyting á vægi atvinnugreina innan vísitölunn- ar. Þannig lækkar vægi sjávarútvegs úr um 24% í 17% en fyrir einu ári síð- an vó sjávarútvegur tæplega helm- ing í vísitölunni. Upplýsingatækni mun ekki eiga fulltrúa í nýrri vísitölu en tvær nýjar atvinnugreinar koma inn, olíudreifing og verslun og þjón- usta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.