Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Okkar ástkæri,
ARNGRÍMUR JÓNASSON
vélfræðingur,
Írafossí,
Grímsnesi,
andaðist á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmanna-
Svanhildur Stefánsdóttir,
Bettý Grímsdóttir,
Ragnar Þórðarson,
Vala Hrönn Bjarkadóttir,
Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Sólrún Ó. Siguroddsdóttir,
Þórður Björnsson,
Hjörtur Sandholt,
barnabörn hins látna
og aðrir aðstandendur.
höfn laugardaginn 27. nóvember si.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elín Steinunn Árnadóttir,
Tómas Hermannsson,
Stefán Jóhann Arngrímsson,
Árni Hrannar Arngrímsson,
Margrét Arngrímsdóttir,
Jónas Haukur Arngrímsson,
Magnús Jónasson,
Guðrún Björk Jónasdóttir,
Halldór Jónasson,
Hallfríður Jónasdóttir,
Árdís Jónasdóttir,
+
Faðir okkar,
SIGMAR GUÐMUNDSSON,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 27. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Emilfa Sigmarsdóttir,
Jónína Sigmarsdóttir,
Ingveldur Sigmarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁRNI G. MARKÚSSON,
Skriðustekk 21,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar-
daginn 27. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður Inga Jónasdóttir,
Jónas Þ. Árnason,
Guðjón M. Árnason, Rannveig H. Gunnlaugsdóttir,
Halldóra G. Árnadóttir, Jónas Á. Ágústsson,
Ragnheiður Þ. Árnadóttir, Sigurður Á. Sigurðsson,
Kristján M. Árnason, Sigurlína Rósa Kristmundsdóttir,
María Árnadóttir, Karl A. Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HÓLMFRÍÐAR ÞÓRHALLSDÓTTUR,
Furugrund 70,
Kópavogi,
fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn
6. desember kl. 13.30.
Steinþór Ólafsson,
Þórhallur Ólafsson,
Einar Jón Ólafsson,
Þorgeir Ólafsson,
Sigrún Ólafsdóttir,
Arnar Már Ólafsson,
Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Guðrún Hreinsdóttir,
Gróa Gunnarsdóttir,
Aðalbjörg Lúthersdóttir,
Anna Margrét Guðjónsdóttir,
Helga Lárusdóttir,
+
Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
LILJA SIGURÐARDÓTTIR
frá Bólstað,
Eyrarbakka,
sem lést 22. nóvember, verður jarðsungin frá
Eyrarbakkakirkju í dag, þriðjudaginn 30. nóvem-
ber, kl. 13.30.
Emil Ragnarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Inga Björk Emilsdóttir, Haraldur Ólason,
Halla Guðlaug Emilsdóttir, Sævar Halldórsson,
Guðlaugur Ragnar Emilsson, Ástrós Guðmundsdóttir,
Sigurður Þór Emilsson, Hafrún Ósk Gísladóttir,
Guðmundur Hreinn Emilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
INGIBJÖRG JÓNA
JÓNSDÓTTIR
+ Ingibjörg Jóna
Jónsdóttir fædd-
ist í Rcykjavík 5.
desember 1927. Hún
lést á heimili sínu í
Reykjavík 20. nó-
vember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Hallgrimsk-
irkju 29. nóvember.
Mig langar til að
minnast Ingibjargar
Jónu Jónsdóttur með
nokkrum orðum. Hún
var eiginkona tengda-
föður míns Friðriks Hafsteins Guð-
jónssonar. Hafsteinn á tvö börn,
Sjöfn og Jens Gunnar. Þegar við
Jens stofnuðum fjölskyldu varð Ingi-
björg hluti af lífí okkar. Hún sýndi
okkur alúð og vinsemd og vildi ekki
heyra annað en börnin kölluðu hana
ömmu.
Ingibjörg var kona sem gaman var
að tala við. Hún hafði yndi af góðum
bókum og ef ég var að velta fyrir mér
hvort ákveðið leikrit væri áhugavert
var eins líklegt að hún væri búin að
sjá það. Hún var kona sem bar sig
með reisn. Þegar ég og systir mín
ræddum saman á dögunum, rifjaðist
meðal annars upp, þegar hún sá
Ingibjörgu sýna pels á tískusýningu
Sinawik kvenna. „Hún var eins og
drottning."
Umfram allt var hún lífsglöð og
önnum kafin manneskja. Það er
sjónarsviptir að slíku fólki, og þá er
mikils virði að muna eftir og þakka
fyrir allt sem það gaf okkur. Tengda-
faðir minn eignaðist góða konu og
henni fylgdu líka góðir félagar, dæt-
ur hennar og fjölskyldur þeiira.
Eg þakka fyrir kynni mín af Ingi-
björgu og þær minningar sem fjöl-
skylda mín á um hana.
Guðríður Oskarsdóttir.
Hún Imma vinkona er dáin, svo
ótrúlegt sem mér fínnst það. Ekki
hún, svona kraftmikil og full af lífs-
orku. Það var manni svo fjarri að
hugsa um dauðann í sambandi við
hana, jafnvel þótt hún væri nýbúin
að vera í geislameðferð sem maður
taldi vera gerða í öryggisskyni, enda
sagðist hún ekki fínna fyrir neinum
neikvæðum áhrifum af henni og hélt
sínu striki eins og ekkert hefði ískor-
ist og gekk enn til vinnu sinnai’ í
Fjölbrautaskólanum við Armúla þar
sem hún hafði stjórnað nemenda-
versluninni sl. 14 ár. Þar er nú stórt
skarð fyrir skildi og skrýtið að sjá
ekki Ingibjörgu þar innanbúðar.
Imma hafði yndi af
ferðalögum og hafði
þar öll skilningarvitin
opin og missti aldrei af
neinu sem markvert
var. Eitt sinn sagði hún
mér að þegar hún færi í
ferðalog til útlanda, þá
væri Island með öllu
sem þar er, strax að
baki um leið og hún
væri komin í flugstöð-
ina. Þá væri áfanga-
staðurinn og allt hon-
um viðkomandi henni
efst í huga, svo trúað
gæti ég að hún vinkona
mín komi til með að hafa nóg að gera
við að skoða sig um í nýjum heim-
kynnum, jafn fróðleiksfús og hún
var. Hún var líka talsverður sagn-
fræðingur í sér og vissi til dæmis allt
um konungsættir Evrópu og gat rak-
ið þær frá a-ö. Þar kom nú enginn að
tómum kofunum. Sumir halda því
fram að okkur sé skammtaður tími
hér í jarðlífinu strax við fæðingu og
ef það er rétt þá var hennar tími út-
runninn. Við höfðum báðar áhuga á
dulrænum málum og umræður þess
efnis bar oft á góma hjá okkur og
einmitt það að ekki væri feigum forð-
að né ófeigum í hel komið.
Við vorum vinkonur frá barnsaldri
og á svo löngum tíma, sem er nú lið-
lega 60 ár og manni finnst ekki vera
svo óskaplega langur þegar litið er
til baka, þá myndast órjúfanleg
tengsl sem ekki slitna. Oneitanlega
voru samskiptin ekki jafn tíð og áður
meðan vík var milli vina, en nú þegar
ég var nýflutt í bæinn aftur urðu þau
strax sem fyrr, okkur báðum til mik-
illar ánægju og ætluðum við að gera
þetta og fara hitt saman eftir hátíðar
og í náinni framtíð.
Hún hringdi til mín að morgni af-
mælisdagsins míns hinn 19. nóvem-
ber til að óska mér til hamingju með
afmælið og talaði um að alltaf saxað-
ist á tímann, og þar sem hún gat ekki
heimsótt mig vegna heimboðs sem
hún hélt þá um kvöldið og var fyrir-
fram ákveðið, þá ákváðum við að
hittast daginn eftir. En margt fer
öðruvísi en ætlað er, við ráðum í
mesta lagi þeirri stund sem er að
líða.
Þessa dagana reikar hugurinn aft-
ur í tímann þegar við sem telpur sát-
um við eldhúsborðið hjá annarri
hvorri okkar og skiptumst á glans-
myndum, dúkkulísum og leikara-
myndum, og við sem ungar konur,
tæplega tvítugar, áttum okkar
fyrstu börn með tveggja mánaða
millibili og spásseruðum á góðviðris-
dögum saman í bæinn með barna-
+
Móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐMUNDÍNA JÓHANNSDÓTTIR
ÍNA.
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Dalbraut 20,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 3. desember kl. 13.30.
Erla Emilsdóttir, Páll G. Björnsson,
Hulda Ríkharðsdóttir, Halldór P. Þorsteinsson,
Gunnar Ríkharðsson, Helga Thoroddsen,
Hörður Ríkharðsson, Sigríður Aadnegard
og barnabarnabörn.
A
Setjum upp
lýsingar á leiði
Possvogs h i rkj uga rði
Raflýsingar])jómisLan í
Rossvogfsliirlíju^arái
S(mi: 869 1608 - 867 1896
Fax: 557 8485 • E-maiI: aegf@vortex.is
^ m
. %:
ir4 ^
vagnana. Imma og Sigga, svo oft
nefndar í sama orðinu og oft vissi
fólk sem nauðaþekkti okkur ekki,
hvor var hvor, og hefur jafnvel kom-
ið fyrir fram á þennan dag. í gegnum
tíðina leituðum við hvor til annarrar í
blíðu og stríðu, og Imma fann alltaf
ráð sem dugði og hennar góðu ráða
held ég að öll hennar fjölskylda hafi
fengið að njóta. Hún var einstök
móðir og amma. Imma eignaðist
þrjár mannvænlegai- dætur með
fyrri eiginmanni sínum, Hilmari
Agústssyni frá Hafnarfirði. Hann
andaðist langt um aldur fram rúm-
lega fertugur. Nokkram áram
seinna kynntist hún seinni manni
sínum, Hafsteini Guðjónssyni, sem
reynst hefur dætram hennar og
dætrabörnum sem besti faðir og afi,
svo til fyrirmyndar má teljast. Þau
hjón vora höfðingjar heim að sækja.
Imma hafði mjög gaman af því að
vera innan um fólk og naut sín þá vel
hennar leiftrandi kímni og skemmti-
lega frásagnargáfa, sem henni var
gefin í svo ríkum mæli. Hún var
hnarreist og höfðingleg og sópaði að
henni hvar sem hún fór.
Hennar er sárt saknað af öllum
sem henni kynntust, en við getum
huggað okkur við það að hún fékk að
fara þjáningarlaust á sínu eigin
heimili í örmum eiginmanns síns.
Enda þótt það sé sárt fyrir þá sem
eftir lifa, kýs ég að líta á það sem
einskonar umbun af hálfu forsjónar-
innar eftir vel unnið ævistarf.
Að lokum þakka ég minni kæra
vinkonu okkar löngu vináttu og fel
hana Guði.
Áframlíðuraldafans
áengu er hægtaðslaka.
Eitt augnablik í ævi manns
aldrei fæst til baka.
Sigríður Árnadóttir
frá Svanavatni.
„Einstakur" er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi
eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð
meðbrosi eðavinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjómast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur" á við þá sem eru dáðir og dýr-
mætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur11 er orð sem best lýsir þér.
(Jerri Fernandez.)
Nú hefur „einstök" og góð vinkona
okkar kvatt þennan heim allt of
fljótt. Við sem störfuðum til margra
ára með Ingibjörgu í Sinawik, viljum
þakka henni samfylgdina. Ingibjörg
hafði mikið yndi af ljóðum og gátum
sem hún var óspör á þegar tilefni gaf
til hvort sem var í fámennum eða
fjölmennum hópi.
Blessuð sé minning hennar.
Kahlil Gibran sagði: „Þú skalt
ekki hryggjast þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið þér
ljósara í fjarveru hans, eins og fjall-
göngumaður sér fjallið best af slétt-
unni.“
Kæri Hafsteinn, dætur og fjöl-
skyldur ykkar, guð gefi ykkur styrk í
sorginni.
Sinawik-systur í Reykjavík
og nágrenni.
• Fleirí minningargreinar um Ingi-
björgu Jónu Jónsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast íblaðinu
næstu daga.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/