Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Erindi um framseljanlegar aflaheimildir gefín út á bók Markmiðið að bæta umræðuna ÚT ER komin bókin Individual Transferable Quotas in Theory and Practice, eða Framseljanlegar afla- heimildir í orði og á borði, en hún hefur að geyma ellefu erindi ís- lenskra og erlendra fræðimanna um breytta skipan fískveiðistjórnunar- mála í heiminum á ofanverðri tutt- ugustu öld. Ritstjórar eru Ragnar Arnason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessorar við Há- skóla Islands. Téð erindi komu fram á alþjóð- legri ráðstefnu undir sömu yfir- skrift sem fram fór í Reykjavík fyrir ári. Að sögn Ragnars Arnasonar er tilgangur bókarinnar að koma er- indum þessum á framfæri með það í huga að þau bæti umræðuna og upp- lýsi landsmenn um hluti sem snúa að kvótakerfinu, veiðigjaldi og öllu því sem lýtur að stjórn fiskveiða. „Þessi bók er fyrst og fremst gefin út í upplýsingarskyni," segir hann. Bókin fer í almenna dreifingu hér innanlands en jafnframt er stefnt að því að hún fari í dreifingu erlendis. „Við höfum lagt drög að því að bókin fari í einhverja dreifingu erlendis. Það er mikill áhugi á þessum málum um allan heim og við höfum hugsað okkur að á ráðstefnum og fundum, og upplýsa landsmenn Morgunblaðið/Kristinn Arni Mathiesen sjávarútvegsráðherra tekur við bókinni af ritstjórun- um, Ragnari Árnasyni, fyrir miðju, og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. þar sem menn koma saman til að ræða þessi mál, verði aðgangur að henni, auk þess sem við vonumst til að fá einhverja dreifingaraðila til liðs við okkur til að koma bókinni á framfæri." Að áliti Ragnars er brýnt að upp- lýsingar um stjórn fiskveiða séu að- gengilegar fyrir íslendinga. Þjóðin hafi mikinn áhuga á málinu. „Það hefur lengi verið þörf á því að taka saman efni um þetta mál og gera að- gengilegt fyrir Islendinga. Þessi bók er að vísu á ensku en við Hann- es - og reyndar fleiri menn - höfum rætt það okkar í milli að kannski ættum við að reyna að taka saman íslenska bók um svipað efni. Þá er ég jafnvel að tala um kennslubók af einhverju tagi.“ Auk Ragnars og Hannesar eru tveir íslenskir fræðimenn höfundar að efni í bókinni, Þórólfur Matthías- son og Birgir Þór Runólfsson en þeir eru báðir dósentar við Háskóla Islands. Hinir höfundarnir sjö eru erlendir, þar af tveir heimsþekktir menn á sínu sviði. „Anthony Scott, prófessor við háskólann í British Columbia, er af ýmsum talinn einn af feðrum fiskihagfræðinnar. Hann skrifaði fyrstu eða aðra greinina sem fram kom um þetta efni árið 1955 og hefur verið mjög virkur síð- an. Allir sem einhvern tíma hafa lit- ið á fiskihagfræði vita hver hann er. Síðan er þarna Lee G. Anderson, prófessor við háskólann í Delaware, sem er einnig heimsþekktur á þessu sviði. Einnig má nefna Ronald N. Johnson, prófessor við háskóla í Montana, en hann er ekki bara þekktur fyrir afskipti sín af fiski- hagfræði heldur líka eignarréttar- skipan almennt. Af útlendingunum eru þetta helstu nöfnin. Philip Ma- jor er nefndur sérstaklega á bókar- kápu en hann var uppbyggjandi nýsjálenska fiskveiðistjórnunar- kerfisins. Fyrir það er hann mjög þekktur enda er þetta eitt frægasta kerfið í heiminum.“ Heimurinn hrekkur skammt KVIKMYIVÐIR Bíóhöllín, Laugar- ásbíó, Nýja bíó Akureyri THE WORLD IS NOT EN- OUGH ★★‘/2 Leikstjóri Michael Apted. Hand- ritshöfundar Neal Purvis, Robert Wade, Bruce Feirstein. Kvik- myndatökusljóri Adrian Baddle. Tónskáld David Arnold, II. Aðal- leikendur Pierce Brosnan, Sophie Marceau, Robert Carlyle, Denise Richards, Robbie Coltraine, Judi Dench, Desmond Llewelyn, John Cleese. 130 mín. Bandarísk. MGM, 1999. HEIMURINN hrekkur skammt þegar James Bond á í hlut. Bálkur- inn um breska leyniþjónustumann- inn og ofurhugann er orðinn sá lengsti í kvikmyndasögunni og hefur komið víða við. Eins gott að hann haldi líftórunni um sinn því mynda- röðin er nú orðin lífæð sögufrægasta kvikmyndavers sögunnar; Metro Goldwyn Meyer. Og satt að segja fátt sem bendir til að 007 sé í bráðri útrýmingarhættu I 19. kafla Bondsögu er 007 (Pierce Brosnan) sendur til Azerba- jdzhan, eins hinna nýju, „frjálsu" ríkja gamla Sovét, til að vernda El- ektru (Sophie Marceau), einkaerf- ingja olíugreifans Kings, sem á mikið undir sér við Kaspíahafið, en svo virðist sem Bond og leyniþjónustan hafi átt þátt í dauða hans. Til sögunn- ar kemur anarkistinn, mikil- mennskubrjálæðinguiánn og heims- valdasinninn Renard (Robert Carlyle). Byssukúla, sem klemmd er við heilabú hans eftir mislukkaða til- raun til að koma honum fyrir kattar- nef, gerir það að verkum að Renard er gjörsneyddur tilfinningum. Sem fyrr er fátt sem sýnist í tvísýnum heimi Bonds og erfitt að greina vini frá fjendum. Að baki þessum langa bálki, er vitaskuld skotheld formúla. Ofur- svöl, kaldhæðin og kvensöm hetja, sætar stelpur, jafnan nýstárleg brellutækni, illvígir óvinir, fjarlægir og fagrir tökustaðir. Það sem fram- leiðendur þurfa að gæta að er að af- styrmin séu ögn ótótlegri, gellurnar aðeins nautnalegri, brellumar betri, sagan nýstárlegri. Þeir eru fyrir margt löngu búnir að afskrifa spæjarann 007 sem mann af holdi og blóði og hafa gert úr honum teikni- myndahetju, „aksjónmann". Síðan Roger Moore fór með hlutverk 007, er hann orðinn mun fyndnari, það er einmitt eitt af leyndarmálum vel- gengninnar. Mynd 19 er hvorki verri né betri en þær síðustu, framleiðend- urnir hafa bætt um betur þar sem við á. Utkoman þó frekar bragðdauf, þrátt fyrir ótvírætt skemmtanagildi. 007 í túlkun Brosnans er einhliða, lit- laus náungi, falleg glæra, en það dugar vel í leikinni teiknimynd. Sama máh gegnir um kvenpersón- urnar sem þær fríðu konur Marceau og Denise Richards klæða sínu mun- úðarfulla holdi. Afrakstur Marceau er að öðru leyti frekar slakur og Richards vandræðaleg. En það skiptir litlu máli og stöllumar hafa það sér til afsökunar, ekki síst Richards, að textinn er varla boðleg- ur. Enda jafnan borið nokkuð á kven- fyrirlitningu í kringum hinn hreðja- stóra manndrápara hennar hátignar. Hins vegar kemur í ljós að leikarar geta vakið teikningarnar til lífsins þar sem hæfileikafólki er til að dreifa. Robert Carlyle vegnar ekki vel, en betur en efni standa til, án þess að hann verði eftirminnilegt ill- menni. Judi Dench setur sinn gæða- stimpil á allt sem hún gerir, „M“ eng- in undantekning. John Cleese er sannkölluð upplyfting í hlutverki „R“, sem á að taka alfarið við af „Q“, og manna líklegastur til að fylla skarð Desmonds Llewelyn, síðasta upprunalega leikarans í röðinni. Hann skilar sínu með stíl, karlinn, kominn hátt á níræðisaldur, og það er eftirsjá að honum. Bestur af öllum er þó stórleikarinn Robbie Coltrane sem undirheimakóngur í lævi blöndnu Kaspíahafslofti, sýnir og sannar hvað menn með hans burði em færir um að skapa úr litlu. Myndin dettur niður um miðbikið, hefði gjarnan mátt vera svosem stundarfjórðungi styttri. The World is Not Enough verður þó sjaldnast tiltakanlega leiðinleg, frábærir brellumeistarar sjá til þess að klæða gömlu brögðin í nýjan búning, hvert á eftir öðra. Sæbjörn Valdimarsson Hmsegm dagar í Reykjavík FIMM félagasamtök samkynhneigðra á íslandi vinna nú að undirbúningi Hinsegin daga í Reykja- vík næsta sumar. Um er að ræða menningar- og listahátíð frá maí og fram í september þar sem samkynhneigðir munu minna á sig með ráðstefnu- haldi, leiklist, bókmenntum, myndlist, danslist, tónlist og fleiru. Þetta verður í fyrsta sinn sem Hinsegin dagar verða haldnir hér á landi en efnt var til Hinsegin helgar síðastliðið sumar. Hinsegin dagar í Reykjavík gengu á dögunum í InterPride, heimssamtök borga sem halda hátíðir af þessu tagi, undir yfirskriftinni Gay Pride, og segir Heimir Már Pétursson það koma til með að styrkja hátíðina til muna, einkum með hliðsjón af kynningu, en upplýsinganet InterPride mun vera þéttriðað. Attatíu borgir í um tuttugu löndum eiga aðild að samtökunum. „Það náðist lítið sem ekkert að auglýsa Hinseg- in helgina erlendis en samt sótti hana fjöldi er- lendra gesta. Við bindum því miklar vonir við þá kynningu sem InterPride mun veita okkur. Þau félög og samtök sem stánda að Hinsegin dögum era líka í fjölbreyttum samskiptum við félagasam- tök, blöð, tímarit og fyrirtæki samkynhneigðra um allan heim og þau sambönd verða nýtt til að kynna hátíðina," segir Heimir Már. Einn helsti kostunaraðili Hinsegin daga verður bandaríska margmiðlunarfyrirtækið Gay Wired sem mun kynna hátíðina á heimasíðu sinni á Net- inu en hún fær um 570 þúsund gesti á mánuði. Þá standa yfir samningaviðræður við annað sambæri- legt fyrirtæki vestra, Planetout. Heimir Már segir að borgarstjórinn í Reykjavík hafi tekið vel í erindi Hinsegin daga um að borgin styðji hátíðina en viðræðum sé ekki lokið. Hann bindur vonir við að Hinsegin dagar muni styrkja ímynd Reykjavíkur sem heimsborgar en hátíðir af þessu tagi dragi venjulega til sín fjölda erlendra gesta. „Arlega koma mörg þúsund sam- kynhneigðir erlendir ferðamenn til Islands og með Hinsegin dögum í Reykjavík má fjölga þeim enn frekar. Fyi-irtæki, stofnanir og félagasamtök hafa í vaxandi mæli gert sér grein fyrir því að sam- kynhneigðir eru góður viðskiptahópur. Þeir ferð- ast nefnilega meira og eyða meiri peningum á ferðalögum sínum en margir aðrir.“ í dagskrárdrögum fyrir Hinsegin daga í Reykjavík 2000 kemur fram að fyrsti viðburður hátíðarinnar verður frumsýning á enskri útgáfu leikritsins Fullkominn jafningi eftir Felix Bergs- son í maí. I júní er meðal annars fyrirhuguð sér- stök dagskrá fyrir konur, auk þess sem Gay Pride- dagurinn verður haldinn hátíðlegur hinn 27. Efnt verður til alþjóðlegrar mannréttindaráðstefnu í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Islands í byrjun júlí og haldin sérstök guðsþjónusta fyrir samkynhneigða, undir yfirskriftinni Grand Gay- messa. I ágúst verða hinir eiginlegu Hinsegin dagar en til þeirra heyra meðal annars útiskemmtun á Ing- ólfstorgi, stórdansleikur og Hinsegin rnenningar- nótt. í september verður síðan lögð áhersla á bók- menntir og kvikmyndir eftir samkynhneigða. Að Hinsegin dögum standa Samtökin ’78, MSC Island, Félag samkynhneigðra stúdenta, Baráttu- hópur gegn alnæmi - Jákvæði hópurinn og Stone- wall, Félag samkynhneigðra framhaldsskóla- nema. Allra- handa djass TOMLIST M ú 1 i n n á S 61 o n i í s I a n d ii s i KVARTETTÓLAFS STOLZENWALD Birkir Freyr Matthíasson trompet og flygilhorn, Agnar Már Magnús- son pianó, Ólafur Stolzenwald bassa og Helgi Svavar Helgason trommur. Sunnudagskvöldið 28.11. 1999. ÞAÐ er upphafin mikil djassvertíð á Múlanum: Fullveldisdjasshátíð í Sölvasal og lýkur henni nk. sunnu- dagskvöld þegar Raggi Bjarna syng- ur með djasstríói sínu. Annars mætti eins kalla þetta djassgítarhátíð því þarna stjórna hljómsveitum einir fimm gítaristar: Sæmundur Harð- arsson, Davíð Guðmundsson, Andrés Gunnlaugsson, Ómar Einarsson og Björn Thoroddsen. Þetta er mikill gítarkokkteill, atvinnumenn jafnt sem amatörar, einsog kvartettinn sem Ólafur Stolzenwald stýrði sunnudagskvöldið síðasta. Ólafur er menntaður bassaleikari, spilar djass þegar færi gefst, en stjórnar prentsmiðju þess á milli. Hann er bæði smekklegur og mús- íkalskur bassaleikari, með fínan tón, en skortir að sjálfsögðu það öryggi sem atvinnutónlistarmaðurinn býr yfir. Það sama má segja um þá Birki Frey og Helga Svavar. Birkir hefur nýlokið námi en Helgi er enn í skóla. Aftur á móti er Agnar Már fullveðja listamaður og fullnuma, að svo miklu leyti sem menn verða það, því sá sem ekki lærir stöðugt og bætir við sig staðnar og visnar. Efnisskráin samanstóð af þekkt- um viðfangsefnum djassleikara og það var ekki fyrren í fjórða lagi tón- leikana að tónlistin small saman og þó að Agnar Már hefði blúsað sterkt í anda Red Garlands í Au privave Parkers náði hrynsveitin ekki nógu vel saman til að gæða verkið lífi og Birkir Freyr bíbopplítill í trompet- blæstri sínum. Fjórða lagið var eina verkið sem ekki var af alþjóðarlist- anum, ballaðan Anja eftii' Pétur Östlund, og blés Birkir Freyr hana undurfallega í flygilhomið. Svo kom Thelonius Monk, Well you needn’t, en laust við Monktöfrana einsog Monklög era jafnan þegar aðrir en Monk leika þau. Þetta var fönkaður blús hjá kvartettinum og við hæfi að Rúnar Georgsson læddist inn í lagið og blési sóló, þótt marga hafi hann blásið betur. Stundum varð kvartettinn tríó og Birkir Freyr hvíldi. Var þá jafnan leitað á slóðir Keiths Jarretts og þeirra frænda einsog tíðkast, en til þess að það heppnist þarf að vera meira jafnræði með hljóðfæraleikur- um. Agnar Már hefur þennan spila- máta á valdi sínu, Ólafur tæpast og Helgi ekki. En tríóið átti eitt glans- númer: Oleo eftir Sonny Rollins. Þar var það krafturinn og leikgleðin sem réð ríkjum og skilaði sér vel til áheyranda. Freddie freeloader, blúsinn frægi úr Kind of blue svítu Miles Davis, var eitt af lögunum eftir hlé. Bh'kir blés vel í dempaðan trompetinn og Rúnar Georgs stóðst ekki mátið og fékk að blása með. Ólafur Stolzenwald lék einn undir píanósóló Agnars og var samspil þeirra með miklum ágætum. Þó ýmsir hnökrar væru á leik kvartettsins voru tónleikarnir hinir skemmtilegustu og með ungviði á borð við Birki Frey og Helga Svavar innanborðs þarf Islandsdjassinn engu að kvíða. Vernharður Linnet
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.